Vísir - 17.06.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 17.06.1918, Blaðsíða 4
rVI8*« Mótorkútter „Marla“ ier tii Hiíiiailóa 19. þ. m. síðd, Tekið á móti flutningi meðan rúm leyfir eftir miðjan dag þ. 18. og til burtfarar skipsins. Afgreiðsla skipsins er í Hafnarstræti 16 til vinstri handar. Olíubrúsar, að stærð 30—80 lítra, óskast keyptir. Menn snúi sér til íngvars Fálssonar, kaupmanns, Hverfisgötu &3 Knattspyrnumótið. á enda. Fram sigraði Víking með 6:3 og blant verðlaunabikarinn og silfnrpeningana. Þegar kappleikurinn milli Fram og Víkings hófst í gærkveldi kl. 9, hafa líklega verið eins margir menn saman komnir á íþrótta- vellinum og komið hafa þangað samtals undanfarna daga, varla langt fyrir neðan 2000 manns. Víkingur hefir unnið sér afar mikla hylii í þessum kappleik- um, og virtust þeir vera fleiri meðal áhorfenda, sem gátu unt honum sigursins heldur en Fram. En þó að svó færi sem fór, fóru menn ánægðir af vellinum, því að báðir léku ágætlega og stóðu áhorfendur á öndinni af eftir- væntingu frá byrjun leiksins til enda. Fyrst í stað sóttu Víkingar fram af miklu kappi; Frammenn áttu fult í fangi með að verjast og markmaður þeirra fékk í fyrsta sprettinum tækifæri til að sýna fyrirtaks fimleik og snar- xæði og Clausen var eins og eldi- brandur á sífeldum hlaupum, bæði þar sem hann átti að vera og annarstaðar. En hvernig sem Vikingar hömuðust, þá tókst þeim 5>ó ekki að vinna fyrsta markið, þvi að fyr en varði var fram- sóknarlið Frammanna komið með knöttinn að marki þeirra og Friðþjófur skaut honum þar inn aem markvörðurinn átti síst von é. En ekki áttu Frammenn þeim aigri lengi að fagna, því að sLjmmu síðar skaut Þórður Al- bartsson knettinum utan af miðj- um velli í mark hjá þeim, o" «ndaði fyrri hálfleikurinn sem jafntelli. Það verður ekki sagt, að Vik- ingur hafi oftekið sig á fyrsta Divanar fást í Mjöstræti 10. sprettinum. En það var þó auð- séð snemma í síðari hálfleiknum, að sigurvonin var þeim horfin. Enda leið ekki á löngu, áður en Friðþjófur kom -knettinum tvisv- ar í mark hjá þeim, hvað eftir annað. Og þá gerðist Clausen svo ágengur við þá, að hann sótti fram í fremstu varnarlínu og skaut líka á mark og straukst knötturinn að eins utan við stöng- ina. Þá sóttu Víkingar sig enn og settu knöttinn tvívegis í mark En Friðþjófur galt þeim jafn- harðan i sömu mynt og als komu Frammenn knettinum 5 sinnum í mark Víkings í báðum leikun- um og virtist lítt mögulegt að verjast því. En það er siður Frammanna að herða altaf sókn- ina eftir því sem lengra líður og eru þeir allir samtaka um það og lið þeirra má heita einvalalið. Og það á ekki slður við um lið „Víkings11, en hann er ungur enn og var ekki að vænta að hann bæri sigur af hólmi í þettasinn. Að leikslokum var íslandsbik- arinn afhentur formanni „Fram“- félagsins ásamt 11 silfurpening- um handa flokknum. Það gerði Axel Tulinius formaður í. S. í. og var því vel fagnað af beggja hálfu. Sigurjón Pétursson mælti fyrir minni Víkings, árnaði hon- um allra heilla og tilkynti að „Fram“ hefði' ákveðið að sæma hann rausnarlegri peningagjöf að upphæð 200 krónur fyrir frækilega framgöngu í kappleikj- um. Valnr og Reykjavíknr keptu í gærdag kl. 2. Fóru svo leikar milli þeirra, að Valur vann glæsilegan sigur með 3:0. Var frammistaða Rv. slæleg mjög og kölluðu þeir sjálfir íeikinn barna- leik. Prjónaliiskur og Vaömálstuskur (hver tegund verður að vera sér) keyptar hæsta verði. Vöruhásið. Símskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn 16. júní. Ákafar stórskotaliðsorustur á ítölsku vígstöðvunum. Frá Berlín er símað að Frakk- ar hafi gert árangurslaus gagn- áhlaup hér og hvar. Hersveitir Eichhorns hafa upp- rætt 10.000 rússneskra „friskara" hjá Taganrok í Ukraine. Japanskur her hefir verið sett- ur á land í Dimese í Kvang- tung-hóraði. Dansk.-ísl. kaupmenn krefjast þess aö fá fulltrúa í sendinefndina íslensku. Tulinius mótmælir því og segir aö þeir eigi ekkert tilkall til slíks og beri ekkert ckyn á þau mál. 4r H Bæjsrfpéttir. | jí Veðrið er aftur að breytast til batnað- ar og sæmilega hlýtt orðið í morg- un um alt land: 7,3 st. í Vest- mannaeyjum, 7,8 í Rvík, 8 á ísa- íirði, 9 á Akureyri, 5,6 á Grims- stöðum og 4,6 á Seyðisfirði. Sunn- anátt um alt land. 17. júni á að vera hátíðisbragur á öllum bæum, en seinir voru menn til í morgun að draga upp fánana bæði á höfninni og í landi. Búðir eru fjölmargar lokaðar allan daginn. Pósthúsið verður lokað frá kl. 2. Landsbankinn er lokaðnr allan daginn en íslandsbanki er opinn frá kl. 10—12, en ekki mega menn þó ætla, að sá munur á bönkun- um stafi af því að annar er ís- lensk en hinn dönsk stofnun, held- ur er það af því einu, að menn hafa ekki látið sér skiljast það enn, að 17. júní á að vera helgi- dagur. Ms. „Milly“ ^ kom inn aí' jsildveiðum í gær með ágætan afla. Knattspyrnn á knattspyrnufélagið „Fram“ að heyja í dag á íþróttavellinum við úrval úr hinum knaltspyrnu- félögunum þremur, sem ke])t hafa undanfarna daga. VÁTRYG6IN6AR Brunatryggingar, sæ- og stríösvátryggingar. A. V. T u'l i n i u s. Bókhlööustíg 8. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-2. KAUPSKAPUR 1 Hin góðkunna skósverta fæst nú aftur á Laugaveg 39 B. Fólk hafi með sér dósir. [6V Tórna beasínbrúsa Og smumingsolínbrúsa kaupir 0- EUingsen. Œans-skygni af húfum (mega vera notuð; eru keypt háu verði Reinh. Andersen, Laugaveg 2. [209 Ný svört peysufatakápa til sölu með tækifærisverði. A.v.á. [221. Orgel óskast til leigu. A.v.á^ [223 TILKYNNING "1 Þú, sem tókst vaðstígvélin úr heyhúsinu í ísbirninum 13. dag: þessa mánaðar, gjör þú, svo vel og skilaðu þeim aftur eða þau skulu sótt til þín upp á þmn kostnað. I VINNA Hreinsaðir eiu primushausar og mótorlampahausar; fijótt og vel af hendi leyst, hvergi eins ódýrt, Laugaveg 24. [87 Stúlka eða telpa óskast í vist Létt verk. Afgr. v.á. [20l Duglegar stúlkur 2, óskast í móvinnu næstu daga. hátt kaup Uppl. bjá afgr. blaðsins. [222 Kaupakona óskast á g ott heimili í sveit. Uppl. í Miðstrætí 8 B. niðri. 122^ TAPAÐ-FUNDIÐ Sá sem hefir fundið bal® merktan „322“ með þvotti L eða tekið hann í misgr^Pu10 gjöri mór strax aðvait. Samúel Ólafsson, söðlasmiðu^ [21^ Félagsprentsmifijan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.