Vísir - 09.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 09.07.1918, Blaðsíða 2
yiiiR VlSlR. Aígraiisla blairiu i Aiaiitrai 14, opia iti kl. 8—8 á hyerjom degi. Skrífatoia á bmuk stað. Sítai 400 P. 0. Box 887. RitatjðriHE til Tiitali irá kl. 2—8. Prentimiðjan U Laugareg 4 Bimi 138. Anglýiisgnn vsitt möttaka i Lanás etjönraui eftir kl. 8 i kvöldin. Auglýiingaveri: 50 aur. faver em dálki 1 itærri angl. 5 aura otlíi i Bn&traglýaingum mei öbnyttn latri. Frá Alþingi. Síldarkaupaírumvarpið sam- þykt í efri deild. í etri deild var sildarkaupa- frumvarpið til þriðju umræðu í gær. Umræður urðu ekki lang- ar. Ráðherrarnir báðir, sem sæti eiga í deildinni, hafa verið mjög hikandi í málinu og fjármálaráð- herrann að lokum algerlega and- vígur því. Hafði hann borið fram tvær breytingartillögur við frumvarpið, aðra um niðurfærslu á verðinu, en hina um frekari greiðslufrest á andvirðmu. Fyrri tillöguna tók hann aftur, en sú siðari var feld með 8:6 atkv. Breytingartillaga frá Magnúsi Kristiánssyni og Guðjóni Guð- laugssyni, um að næsta alþingi skyldi ráðstafa ágóða þeim sem verða kynni á síldarversluninni, var samþykt með 8 : 6 atkv. — Og loks var frumvarpið þannig breytt samþykt og afgreitt til neðri deildar með 9 : 5 atkvæð- um, að viðhöíðu nafnakalli. Nei sögðu: Eggert Pálsson, Guðm. ÓlafssoD, Halldór Steinsson, Hjörtur Snorrason og Sig. Egg- erz. Þjórsáráveitan. Eftir að eg nú í vor hafði lok- ið við að mæla jarðabætur milli Þjórsár og Hvítár—Ölfusár, hafa margir spurt mig hvernig áveit- an á Miklavatnsmýri' liti út og hvort nokkur árangur só sýnileg- ur af vatninu úr í>jórsá. Svarið verður á þá leið, að 28. júní var komið hnéhátt gras á Miklavatnsmýri, þar sem fióð- garðar eru komnir, en til saman- burðar má geta þess, að Breiða- mýri, sem er samskonar jarðlag, en áveita engin, er grá og gras- laus. Með öðrum orðum, á Miklavatnsmýri er allgóð slægja, en á Breiðumýri að eins gripa- hagi. Af þessu er augljóst, að áveitan úr Þjórsá muni gera stórmikið gagn í sumar. Yæri því æskilegt að þeir, sem enn kunna að vera vantrúaðir á Mb. Skaliagrimur fæst leigður í lengri og skemri ferðir fyrir sann- gjarna borgun. E»eir sem kynnu að vilja nota bátinn, tali við Pórö Ólafsson, Laugavég 19. Hefi atvinnu fyrir 7 menn við síldveiðar á Siglufirði. Þeir sem hafa talað við mig áður, sitja fyrir, ef þeir hitta mig í dag kl. 4—7 á skrifstofu Þorsteins Jónssonar. Björn Gnðmnndsson. iapapartar í lolindeps mótopa. Allskonar varaparta í liolinders mótora hefi eg nú fyrirliggjandi. f>eir eigendur Bolinders mótora, er þurfa að fá varahluta í vélar sínar, eru beðnir að snúa sér til min hið fyrsta, C3r. EjlríBLSS, heildsali. Lækjartorg 2. 10 hænur og 1 hani Og llÐensallUS óskast keypt. Enn fremur 200 álnir af gaUÖLaVÍr má vera notaður. Afgr. visar á. Nokkrir sjómenn geta fengið atvinnu í sumar hjá A.sg'eir Péturssyni, viö sildveiöi. Þeir sem áður hafa verið hjá honum ganga fyrir. Einnið mig í dag kl. 3—4 eða eftir 8 siðd. Felix Guðmundsson. Suðurgötu 6. Sími 639. Isortepaðar kartöflup seljast í dag 6 kr. hver 50 kíló. Jolis. Hansens Euke. Nýkomið í verslunina Goðafoss: Greiður, Höfuðkambar, Hárklemur, Hárnálar, Andlitscróme, Tannpasta, Peningabuddur, Pemngaveski, Skrubbur, Burstar o.m.fl. Verslanin Goðafoss Laugaveg 5. Sími 436, nauðsynina á áveitu úr Hvítá og •Þjórsá, og eitthvað vilja skifta sór af þessu máli, ekoðuðu nú sjálfir mýrar þessar, svo að þeir geti af eigin sjón dæmt um mis- muninn, þó að komið só fraia í júlí. Hjálmholti 8. júlí 1918. Kristinn Ögmundsson. Kanp og sala. Á laugardaginn var sagði Vis- ir, að íslendingar vildu ekki versla með sjálfstæði sitt við aðrar þjóðir. Yar þar auðvitað átt við þjóðina í heild sinni, en ekki þar með sagt, að þeir menn myndu ekki finnast hér á landi, sem ekki væru fúsir til þess að svíkja sjálfstæðið af landinu fyrir eitthvert gjald. Slík ómenni eru til með öllum þjóðum. En, sem bet- ur fer, eiga slik ómenni hvergi í heiminum neinn flokk að baki sér. Það eiga þau heldur ekki hér, þó að þau kunni að finn- ast. Það kvisaðist í gær út frá þinginu, að skjal nokkurt hefði borist samninganefndun- um, þar sem nokkrir menn hér i bænum lýstu því yíir í nafni einhvers flokks, að þeir vildu styðja að því, að samið yrði um sambandsmálið við Dani á grundvelli, sem vitanlegt er að mikill yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er eindregið andvig- ur. En það hefir líka kvisast, að þessir menn, eða maður sem þeir sendu til Danmerkur í vet- ur, hafi staðið 1 samningum við einn danska flokkinn um b e i n fjárframlög úr flokkssjóði til styrktar þeirri starfsemi, sem þeir hafa haldið uppi hér á landi um nokkurt skeið. Hór er því um ekkert aunað að ræða en kaup og sölu. Þeir tjá sig fúsa til að selja Dönum atkvæði sín um sjálf- stæðismál þjóðarinnar fyrir pen- inga. En vara skyldu dönsku erind- rekarnir sig á því, að byggja mikið á atkvæðum þessartt manna, því að hvaða nafni sem þeir skreyta sig með, þá hafa þeir ekkert fylgi að baki sór. í>að mun sannast á sínum tíma, þeg- ar þeir gerast svo djarfir að fara að ræða málið opinberlega í stað þess að samþykkja land- ráðatillögur sínar í pukri í nafni íslenskrar alþýðu, sem þeir hafa ekfeert umboð frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.