Vísir - 09.07.1918, Síða 3

Vísir - 09.07.1918, Síða 3
VÍSiK Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir 3.65 og 3.65. jEgillJacobsen! Söktnm skipum bjargað. í flotamálastjórninni ensku er nú sérstök deild, sem hefir það yerkefni með höndum, að láta ná upp flutningaskipum, sem sökt hefir verið. Deild sú er til orðin síðan ófriðurinn höfst. Frá því í ársbyrjun 1915 og til síðustu áramóta hefir ‘260 Jlutningaskipum, 'sem Þjóðverjar hafa sökt umhverfis England, verið bjargað. Og það sem af er þessu ári (til maíloka) hefir 147 sk£ um verið náð upp af hafs- botni. Aðferðum og tækjum, sem notuð eru við björgunina, fleygir fram eins og öðru. Og sum skip- in, sem upp hafa náðst, eru all- stór, mörg meira en 1-200 smá- lestir. Örðugleikarnir, sem við er að stríða, eru afarmiklir. Það hefir fcomið fyrir, að björgunarskipum Jhefir verið sökt, meðan þau voru að verki. Margra daga erfiði hefir alt að engu orðið vegna veðurbreytinga. Menn hafa mist lífið við að anda að sér eitur- lofttegundum, sem myndasthafa í skipskrokkum þeim, sem verið ®r að bjarga. Slikar lofttegundir hafa líka oft gert menn blinda. Ekki alls fyrir löngu skutu -Þjóðverjar 14 þús. smál. skip, hlaðið matvælum. I>að var, með iarminum, talið 3500000 sterl- ingspunda virði. Áður en það sökk, tókst að draga það upp Undir land, svo að það sökk á grunnu vatni. Með því að létta það með rafmagnsdælu, tókst aS draga það eftir botninum nær og nær landi, þangað til hægt var að ná úr því farminum og negla fyrir gatið eftir kúluna, sem var 40X28 fet að stærð. Olíuflutningaskipi einu, sem Þjóðverjar höfðu skotið á og kveikt í, tókst líka að bjarga. Björgunarskipin komu fljótt á vettvang og fyrsta verk þeirra var að skjóta það í kaf, til þess að slókkva í því. Alls var skot- tð á það 40 skotum. Sprenging 'varð í skipinu meðan á þessu stóð, en samt tókst að ná því 10-15 dugleglr sjómenn geta íengið atvinnn við sildveiði i snmar. Oott k.aup! Gunnar Snorrason Hótel ísland. Kl. 4-7 e. h. Es. GULLFOSS. Duglegur og vanur bryti (Restauartör), sem getur tekið að sér matsöluna um borð í GULLFOSSI fyrir eigin reikning, óskast. i.f. iimskipafélag Islands. Nokkrir duglegir sjómenn, helst vanir síldveiöi veröa ráönir á mótorskipiö HÖGNA, Uppl. hjá skipstjóranum Ólafi Guömundssyni, H.f. Kveldúlfur. upp aftur, koma því til lands og gera við það. Skipi hefir verið lyft upp af 90 feta dýpi með þéttu lofti. En mesta dýpi, sem unt er að lyfta skipum upp úr, er 120 fet; ef dýpra er, hætta loftdælurnar að verka. Kolaskipi var náð upp á 72 feta dýpi og var það þó sokkið í sand, vegna þess að annað skip hafði sokkið ofan á það. Kafarar voru látnir troða í allar rifur á nokkrum hluta skipsskrokksins, síðan var vatn- inu dælt úr því og 4 björgunar- skip lyftu undir það með 16 stálvírstaugum og á þann hátt var það dregið upp á grynning- ar, þar sem gert var við það til bráðabirgða. Síðan fór fullnaðar- viðgerð fram a því, og eftir það fór skipið margar férðir þangað til það var skotið í kaf í annað sinn. Vatnsdælur þær, sem notaðar eru við þessar bjarganir, lyfta vatninu 75—80 fet, en venju- legar dælur lyfta vatni að eins 28 fet. Halió! í greininni „Góö viðleitni“ í gær ótti að standa: seti sínu fyrir sæti sínu, pennaléttari en samir fyrir pennaléttari en isuinir og fáðnr að máli fyrir fróður að máli. Bárður Jökulsson. firlemd mymt. Kh. «/, Bank. Pósth SterL.pd. 15,35 15,60 16,00 Frc. 57 57 69,00 61,00 DoLL. 3,25 3,35 3,60 Sóttvarniruar. Það er dálítill uggur í mönn- um, um að of lítillar varúðar muni gætt hér, þegar skip koma frá útlöndum, um það, hvort nokkur næmur sjúkdómur geti flutst með þeim til landsins. Það ganga sögur um drepsóttir sem geisa úti í löndum og um væg- ari farsóttir. Þetta gerir menn viðkvæmari fyrir eftirlitsleysinu. Influensan er komin, það vita menn. Hún hefir gengið íEng- lanai, og skipshafnirnar á tveim íslenskum botnvörpungum, sem þar hafa verið, hafa smitast. — Skipshöfniu á „Snorra goða“ var að sögn öfl orðin albata aft- ur af veikiuni, þegar hingað kom. En í gærmorgun kom „Jón forseti“ inn af fiskiveiðum með menn veika, sem smitast hafa líka í Englandi, án þess að veik- in brytist út fyr en þetta. Þessi veiki er ákaflega væg, svo að ef til vill er ekki mikill skaði skeður. Þó getur hún orð- ið skeinukætt mönnum sem veikl- aðir eru. En einkum vekur hún þó illan grun manna um það, að eftirlitið með skipum sem hingað koma frá útlöndum sé mjög slæ- legt. Það er líka, að kunnugra sögn, svo slælegt, að alls ekki er við- unandi. Það er engin gæsla á því höfð, að menn fari ekki út í skip áður en rannsakað er hvort nokkur sýkingarhætta getí af því stafað. Það kemur iðu- lega fyrir, að „pappírarnir“ eru ekki sýndir fyr en dægur er liðið og samgöngur hafa verið við land fram og aftur. Þetta er alveg ótækt og verð- ur að taka einbeittlega í taum- ana. Þó að influensan, sem nu er komin, sé væg, þá getur önn- ur skæðari komið á eftir. í öflu falli er varinn alt a£ góður, og menn eiga heimtingu á því að lögunum sé fram fylgt í þessu efni. Civis. wU 'A* U< xU fcLí !i&r Bæjarfréttir. Afmæli í dag. Gunnar Egilsson, skipamiðlari. > Þorsteinn Jónsson, járnsmiður. J Helga Bjarnaison, húsfrú. Guðrún Wathne, ekkjufrú. BáM Þorkelsson, gullsm. Guðbj. Guðbrandsson, bókbindadb Ingólfur Lárusson, skipstjóri. Ingv. Magnúsdótti, verslunartst. Hveitilaust með öliu er nú að verða hér f bænum og nærlendis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.