Vísir - 09.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1918, Blaðsíða 2
« I» f H Friðarumleitanir Þjóðverja. — Þjóðverjar og bandamenn þeirra vilja semja frið. Fregn- irnar frá Þýskalandi, um stjórn- arskiftin og orðsendingu kansl- arans til Wilsons Bandaríkjafor- seta, taka af allan efa um það. En hvað vilja þeir til vinna? Undir því er komið, hvort úr friðarsamnÍDgum getur orðið bráðlega. Kanslarinn lýsti því yfir í stefnuskrárræðu sinni. svo sem frá var sagt í loftskeytunum, að Ujóðverjar vildu leggja stefnu- skrá Wilsons til grundvallar fyr- ir friðarsamningunum. En þar með var ekki sagt, að Þjóðverj- ar féllist að svo stöddu algerlega á allar kröfur Wilsons. I skeytunum frá Khöfn, sem birtust i blöðunum í gær, var skýrt frá því, hverjar kröfur Wil- son hefði gert í ræðunni 27. sept., sem þýski kanslarinn vitnaði í. Ef Þjóðverjar ganga skilyrðis- laust að • þeim kröfum, þá er sennilegt að friður sé í nánd. — Að vísu ræður Wilson ekki frið- arkostunum einn. Ekki einu sinni fyrir Bandaríkjanna hönd. En ef Þjóðverjar vilja ganga að þvi að láta Elsass-Lothringen af hendi við Frakka og prússneska Pólland (Austur-Prússland) við Pólland, sem svo verði sjálfstætt riki — ef þeir, með öðrum orð- um, láta taka sueið vestan af Þýskalandi og aðra austan af því — þá er ólíklegt að íriðar- samningar geti strandað á nokkru öðru. Það er óliklegt, að Þjóð- verjar gangi að slikúm kostum, nema þeir séu tilneyddir að semja frið hvað sem það kostar. — En frá sjónarmiði Þjóðverja getur verið allverulegur munur á því að leggja ræðu Wilsons irá 27. sept. til grundvallar fyrir friðar- samningum og á þvi að ganga að öllum kröfum lians. Því hefir áður verið lýst yfir af hálfu Þjóðverja, að þeir væru reiðubúnir að ræða friðarsamn- inga í anda Wilsons, en banda- menn hafa til þessa ekki viljað hefja þær umræður. Aflur á móti hefir það aldrei komið eins skýrt fram og nú í ræðu kanslarans, að Þjóðverjar væru fúsir til þess að endurreisa Belgíu sem sjálfstætt riki. Hernaðarflokkurinn- þýski hefir jafnvel eindregið krafist þess, að Belgia yrði framvegis háð Þýskalandi. En alment hef- ir það verið trú manna, að frið- arsamuingar myndu ekki stranda á því. Nokkur efi leikur á því hvern- ig skilja beri það, sem sagt er um skaðabæturnar til Belgíu í Khafnarskeytinu, sem birt var í Þakkarorð. Hér með er vottað innilegt þakklæti öllu því mæta sæmdar- fólki, sem með nærveru sinni á Landakotsspítala heiðraði minningu bróður míns, Jóns sál. Bjarnasonar frá Knarrarne3Í, þegar lík hans var þar búið til moldar og burtflutnings. Öllum sem tóku verk- legan þátt í þessu, og báru líkið frá spítalanum á skipsfjöl, skal sér í lagi þökkuð sú aðstoð. Sömuleiðis er öllu þvl heiðruðu fólki þakkað, sem sendi minningarspjöld Heilsuhælis, Landsspítalasjóðs og likkransa. Og að endingu er ljúft og skylt að minnast sérstak- lega með stærsta þakklæti hr. klæðskera Gfuðmundar Bjarnasonar, sem í fyrsta lagi tókst á hendur að gerast ábyrgðarmaður hins látna gagnvart spítalanum, og vitjaði hans þar með umönnun meðan á þurfti að halda, og í öðru lagi sá um kistusmíði og alt þar að lút- andi, og í þriðja lagi tókst ferð á hendur frá Reykjavik í Borgar- nes um leið og líkið var ílutt og afhenti það hlutaðeigandi ætt- ingjum. Alt þetta leyst af hendi með þeirri sömu snild og fórn- fýsi, sem hann hefir haft allra lof fyrir áður, sem aðstoðar hans hafa notið. Knararnesi, 20. sept. 1918. Fyrir hönd systkina minna og ættingja Asgeir Bjarnason. Ódýrar vörur! Góðar vörur! hefir verslnnin Breiðablik sem fyr á boðstólum til dæmis: Ávexti í dósum, margar teg. Sardínur, Síld, Ansjósur, Beef, Krabba (Hopster), Asparges, Tomat, Selleri i Skiver, þurkað Persille, Tomat purre, Fisksósu, Kjötsósu, Sósulit, Bouillion-teninga, Agurker, Asier, Rödbeder, Piohles, To- matsósu, Sultutau m. teg., Hummerlit, Fægipúlver, Hnífa- púlver, Gerpúlver í dósum og bréfum, Eggjapúiver, Brauð- ger, Sætsaft m. teg., Edik, Sítrón-, Möndlu- og Vanille- dropa, Borðsalt, Eldspýtur, Blákku, Ofnsvertu, Þvotta- sápu, Þvottapúlver, Cacao, Carry, Húsblas, Krydd, Rúsín- ur, Sveskjur, sætar Möndlur, sætt og ósætt Súkkulaði, Kartöflumjöl, Sogó, stór og smá, Haframjöl, Hrísgrjón, Þurkaða ávexti, Mjólkur- og Mysuost, Göngustafi, Spil, Kerti, Seglgarn og margt fleira. Munið að versla í ,BreiðabIik‘ Fljót afgreiðsla. Vörnr senðar heim. Sími 168. Motorskip 27,46 Tons í ágætu standi, fæst keypt. Ólaför Ásbjarnarson. Hafnarstr. 20. Sími 590. lítið eða stórt, óskast keypt; stendur á sama hvar í bænum, en minst 1 íbúö verður að vera laus í því nú þegar. Há útborgun ef óskast. Tilboð með upplýsingum merkt „Hús“ sendist afgreiðslu Visis fyrir næstkomandi föstudag kl. 12. V I 8 I jft. Afgrsiíaia biafefa* S A.iaUte9*s U, oöin fitá kl, 8—8 & bwrjmn d«gí. Skrifstoía á sama si*í. Sítni 400. P. 0. Box 867. Rftgfjörfna til yiét»k fré ki. 2—S. PrintsmiSjftn 4 Langav«f 4, s rni 133. A«giýsi®8fsra Véitt móttakft i Lftfls*- stjöruuBKÍ sítii kl. 8 S kvöidin. AuglfBingtYeri: 7 *ur. hv*r s« léilkn «t»rrí »agí. 7 aura orS. i íEtirngifefRiruBt ■»{ ftbrtytto ietrh gær. Ef það er meiningin, að Þjóðverjar ætli einir að greiða henni skaðabætur, þá er áreiðan- lega stórt spor stigið í áttina til samkomulags. Að öllu athuguðu er það dá- lítið vafasamt, hvað n ý 11 er í orðpui ríkiskanslarans nýja. Eu vegna undangenginna viðburða, má gera ráð fyrir því, að mein- ing orðanna sé nú ákveðnari en áður og nær hugmyndum Wilsona Þess vegna gera menn sér nú jafnvel vonir um, að sú fregn muni bráðlega fljúga út um heim- inn, að vopnahlé hati verið sam- ið á landi, sjó og í lotti. — En þó er ekk ólíklegt að þess verði en alllangt að bíða. Loftskeyti. Þjóðvcrjar og Aastarrikis- menn yfirgefa Búlgarín. París 8. okt. Frá Berne er símað, að Neue Freie Presse“ birti þá fregn frá Sofíia, að stjórnin í Búlgaríu hafi gefið út þá ekipun, að allir borg- arar miðveldanna, sem staddir eru í Búlgaríu, skuli verða það- an á burtu innan fjögra vikna. Austurríkismenn, sem þar voru, eru flestir farnir þaðan heimleið- is um Lopalanka. Þjóðveijarnir fóru frá Sofia 4. oktiber. Fyrsta stjórnarathöfn Boris Bnlgarakonnngs. Berlín 8. okt. Frá Sofía er simað, að Boris konungur njóti mikillar hylli þegna sinna og hafi því verið tekið með fögnuði miklum, er hann tók við konungstign. Fyrsta stjórnarathöfn hans var að und- irskrifa vopnahléssamningana við bandamenn, og eru þeir á þessa leið: Búlgarar verði á burtu úr lönd- um þeim, sem fyrir ófriðinn lutu Serbum og Grikkjum, en taki aftur við stjóru í þeim héruðum sem lutu Búlgaríu en bandamenn hafa hertekið, eins og til dæmia Strumitza. Búlgarar leysi upp all-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.