Vísir - 24.02.1919, Side 2

Vísir - 24.02.1919, Side 2
•'f’ •• friSIR ))MamawgQLsiEw(( LEREFT bleikjað verð: 1,351,50 pr.mtr. Smjörlér. 0,50 mtr. (/? Egiil Jacobsen WÍL Stjómarskifti í Daamörku? Stjómarskifti eru yfirvofandi í Danmörku. Hægrimenn og vinstri- menn eru mótfallnir ríkisláninu nýja, nema þá aS lögin frá 7. ágúst 1918, um aukiS vald ráöherr- anna(?) veröi feld úr gildi um stundarsakir. Fríðarsamningarnir. Þaö horfir þunglega fyrir Þjóö- verjum í friöarsamningunum. Þaö er nú augljóst oröiö, aö bandamenn ætla ekki að skila þeim aftur ný- lendum þeirra, en þaö munu þeir telja einna þyngstu búsifjamar. Ebert, stjórnarformaður Þjóö- verja, Brockendorff-Rantzau, ut- anríkisráöherra og ýmsir aörir merkustu stjómmálamenn þeirra, hafa lýst því yfir, aö Þjóöverjar geti ekki gengið að þessum kost- um og muni ekki undirskrifa frið- arskilmála, sem þjóðin fái ekki ris- jð undir. Þeir kref jast þess, að frið- arsamningamir verði bygðir á friðargrundvelli Wilsons og vifna í það, að hann hafi heitið því m. a., að nýlendunum skyldi skift eft- ir þ ö r f u m þjóðanna, en Þjóð- verjum sé lífsnauðsyn að eiga ný- lendur og þvi sé það brot á lof- orðum Wilsons að taka af þeím allar nýlendur þeirra. Ebert heldur því fram,að vopna- hlésskilmálarnir, sem bandamenn hafi sett Þjóðverjum, séu verri en friðarskilmálarnir, sem Frökkum voru settir 1870. Bandamenn hafi alveg lamað alt framkvæmdaþrek Þjóðverja með því að taka af þeim kolanámur þeirra og samgöngu- tæki, og ef friðarskilmálamir eigi að verða þar eftir, þá kveðst Ebert fyrir sitt leyti alls ekki skrifa undir þá. Uanríkisráðherrann segir slíkt hið sama, og þó að bandamenn leggi Þýskaland þá undir sig með hervaldi, þá geti það ekki orðið verra. — En, hann bætir því við, að að því muni reka fyr eða síðar, að bandamenn verði að leysa upp her sinn og senda hann heim. Og bandamenn vita, að Þjóð- verjum er þetta full alvara. Franska blaðið „Le Temps“ ræddi það nýlega í ritstjórnar- grein, áð þegar friðarskilmálarnir væu ákveðnir, þá yrði að fara að hugsa fyrir því, hvemig þeim yrði fulinægt. Af hálfu Austurríkis, Búlgaríu og Tyrklands, gerir blað- ið ekki ráð fyrir neinum mótþróa, en telur hitt óvíst, hvað Þjóðverjar muni taka til bragðs. En ef svo færi, að Þjóðverjar neituðu að skrifa undir, þá segir blaðið, að öll ríkin, sem sent hafi fulltrúa á friðarráðstefnuna, verði að vera samtaka í því, að kúga Þjóðverja til hlýðni. Það fer nú tvennum sögum um s'amkomulagið á undirbúningsfrið- arráðstefnunni. Fregnir hafa bor- ist út um allhvassar orðasennur milli Wilsons forseta og annara fulltrúa. En auðvitað hafa þær fregnir verið taldar helber upp- spuni eftirá. Það vita menn þó, að sú niðurstaða, sem ráðstefnan hefir komist að viðvíkjandi nýlendun um, er allfjarri þvi, sem Wilson vildi vera láta. Að vísu er nýlend- unum ekki formlega ráðstafað fyr- ir fult og alt, en til bráða- birgða er þeim skift milli Breta. Frakka og Japana, þannig, að þeir fá allir það sem þeir vildu fá. Wil- son vildi til bráðabirgða láta, ný- lendurnar vera undir alþjóðastjórn, en það fjekk engan byr, og hann hefir þvi orðið að sætta sig við, að hver héldi því sem hann hefði, fyrst um sinn „þangað til þjóða- bandalagið er endanlega komið á laggirnar“. En litlar líkur eru til þess, að þá gangi betur að ráð- stafa þeim „svo öllum líki“. Yfirleitt eru tillögur Wilsons um, að koma ýmsum helstu þrætu- löndunum undir alþjóðastjórn eða eftirlit þjóðabandalagsins, taldar ó- líklegar til að gefast vel. ítalir og Suður-Slavar deíla um Fíume, þess vegna vill Wilson láta þá borg verða alþjóða-hafnarborg; Danzig, sem er þrætuepli Þjóðverja og Pól- verja á lika að verða „alþjóða- borg“, og eins er um Konstantínó- pel, og Tyrkjalönd í Asíu eiga að komast undir alþjóðastjórn. Wil- son hefir tekist að fá ítali og Suð- ur-Slava til að fallast á tillögu sína um Fiume; en þó óttast menn, að þetta fyrirkomulag muni verða tilefni til nýrra deila og vandræða í framtíðinni, jafnvel þó að máls- aðilar fallist á það í byrjun. Og ýmsar aðrar ástæður liggja til þess, að tillögur Wilsons um sanngjarna friðarskilmála eiga er- fitt uppdráttar, og að vonir þær, sem Þjóðverjar haía bygt á sahn- girni hans og áhrifum virðast ekki ætla að rætast. Bandamenn, Bretar, Frakkar, 1- talir og Rússar höfðu gert samn- inga sin á milli um skiftingu her- fangsins löngu áður en ófrrðnum lauk og áður en Bandaríkin skár- ust i leikinn og Wilson fór að leggja orð í belg. Og þrátt fyrir hinar mannúðlegu ræður Wilsons, þá hefir heimurinn tekið litlum stakkaskiftum við þær. Enn vill sá sterki njóta aflsmunanna, og ekkert gefa eftii; af þeim rjetti, sem hann þykist hafa öðlast. „Friður án Iandvinninga og skaðabóta“, var orðtak Wilsons. En það er engin leið að framfylgja því, og þess vegna hefir verið strikað alveg yfir það. Þó að Frakkar fengi aftur Elsass-Lot- hringen, þá þurfti ekki að telja það beint brot á þessu grundvallarskil- yrði Wilsons; og landvinningar Rúmena, Serba og Grikkja helgast af sjálfsákvörðunarrjettinum. En nýlenduránið er alveg ósamrýman- legt henni. Og nú fara Frakkar enn lengra í landvinningakröfum sín- um, en kunnugt var að þeir ætluðu að gera. Þeir gera sig ekki ánægða með Elsass og Lothringen, en vilja taka sneið nokkra af Þýskalandi þar fyrir austan, sern kend er við Saar. Það hérað laut Frakklandi fyrir 1815, en er nú, eftir full 100 ár, orðið algerlega þýskt. En Bret- ar og Frakkar sömdu svo um 1917, að Frakkar skyldu fá þessa sneið með Elsass-Lothringen, og nú vilja Frakkar ekki sleppa henni. Og hver veit hvaða kröfur verða gerðar frekari. Og skaðabæturnar! — Hver tal- ar nú lengur um frið „án skaða- bóta“? Fyrst gerði Wilson Þjóð- verjum það ljóst, áður en vopna- hléð var samið, að „án skaðabóta". þýddi ekki það, að þeir ættu ekki að greiða fullar bætur fyrir öll spell, sem þeir hefðu gert á eign- um einstakra manna með hernaði sínum „á landi, sjó og í lofti". En síðan komu þeir Lloyd Georgc, Clemenceau og Sonnino sér saman um það, á undirbúningsfnndinum í Ludúnum, meðan Wilson var á leiðinni frá Ameríku, að Þjóðverjar skyldu verða látnir borga eins mikið og þeir gætu risið undir. — Því að svo hefði það verið haft frá aldaöðli, að sá, sem hefði tapað máli, borgaði kostnaðinn. — Heimurinn hefir ekki tekið mikl- um stakkaskiftum við ræður Wil- sons. Það eru líklega Danir einir, sem ekki vilja taka á1 móti eins miklu og þeir geta fengið. Nú eigast gömlu „bandalöginfC við upp á gamla mátann. Frakkár* þurfa að ná sér niðri á Þjóðverj- um fyrir meðferðina 1871, og helst að ganga þannig frá þeim, að þeir geti aldrei náð sér niðri á Frökkutrí aftur. Því að auðvitað gera þeir ráð fyrir því, að Þjóðverjar reyní að hefna sín síðar, ef þeir sjá sér nokkurt færi á því. Það má því gera ráð fyrir því, að FrabRar haldi fast í þá samninga, sem þeir hafa áður gert við Breta; endá hefir þvi verið lýst yfir í franská þinginu, að ekkert verði gefið eftir. Það verður gengið milli bols og höfuðs á Þjóðverjum, ef .Frakkar mega ráða. Og hver skyldi aftra því? — Wilson stendur einn uppí á friðarþinginu með hugsjónir sín- ar. Hann mundi tæplega fá fylgi þjóðar sinnar, til þess að beita valdi. Og nú þurfa bandamenn lítið að sækja til hans. Þeir hafa þegar gengið svo frá Þjóðverjum, að þeir ráða niðurlögum .þeirra, þó a® Bandaríkin skærust úr leik. En þó er ef til vill enn þá ot snemt að spá nokkru um endalok- in. Ef til vill er Wilson svo mikið mikilmenni, að hann geti brotið of- stopa bandamanna sinna á bak aft- ur. Undir því er það komið, hvort friðarsamningamir geta tekist þannig, að þeir verði grundvöllur varanlegs friðar. Viðtal við Lenin. Blaðamaður amerískur, Ro- bert Minor að nafni, hefir dvalíð í Rússlandi í 9 mánuði og er ný- kominn þaðan. Til Rússlands hafði hann farið vegna þess, að hann varð hrifinn af hugsjónum Maximalista álengdar. Hann komst nti í kynni við ýmsa helslu forkólfa þeirra og varð sjónar- vottur að framferði þeirra. og segir sagan, að sú viðkynning hafi gerbreytt áliti hans á ágæti maximalistastefnunnnar. Skömmu áður en hann fór frá Rússlandi, átti hann tal við Lenin sjálfan, og skrifaði jafn- óðum það sem Lenin sagði í vasabók sína. Er það eina viðtal- ið við Lcnin, sem nokkurt blað hefir náð i, síðan hann tók við stjórninni í Rússlandi, en Robert Minor skýrði frjettaritara blaðs- ins „New-York World“ i Berlín frá þvi og hann símaði það aft- ur til blaðs síns. Hér fer á eftir það helsta, sem hann hefir cflir Lenin. I „pér megið skýra fra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.