Vísir - 03.03.1919, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1919, Blaðsíða 4
Karlakór K. F. U. M. fór inn aö Laugamesi og Kleppi á gœr og söng þar fyrir sjúkling- ana. Esther kom frá Englandi í morgun. Fór þangaB meS ísfisk. í Dansleik heldur Iþróttafélag Reykjavíkur í ISnó á laugardaginn kemur. — XJndanfarna vetur hafa færri kom- íist aö en vildu á hinn árlega dans- leik íþróttafélagsins. Frostið eykst. í morgun var 17 stiga frost hér og á ísafirði, en 18 stig á Akur- eyri, 15 á SeySisfirði, 20,5 á Gríms- stöðum og 16,2 í Vestmannaeyjum. Norðanáttina er atS lægja tim land alt og á Akureyri var logn. ! Hðfnin lögð. í morgun var höfnin nálega öll lögfi innan hafnargarða, og mann- geng á stórum svæðua. ! Hjúskapur. Ungfrú Þórann Hafstein, dóttir Hannesar Hafsteins og Ragnar Kvaran cand.theol.voru gefin sam- an í borgaralegt hjónaband í fyrra- dag. ; ; Dr. Alexander Jóhannesson hélt fyrirlestur Um fegurö í Iðnó í gær. — Áheyrendur voru magir, þó kalt væri. I Gefin saman í hjónaband s. 1. laugardag af sr. Bjama Jónssyni dómkirkjupresti: Kári Jón Kárason og Júlíana ■Stígsdóttir, Hverfisg. 88. Sjóvátryggingarfélag íslands H.f. fAusturstræti 16.^'Keykjavík. Pósthólf B74. |§Símnefni: Insurance Talsími 542. Alskonar^sjó- og stríðsvátryggingar. Skrifstofutími 10—4 siðd, — laugarðögum 10-—2. PEVSUR handa konum og körlum i stóru úrvali x verslun Marteins Einarssonar &Co. Simi 315. Branatryggingar, Skrifstofutími kl. xo-xx og 12-Si Bókhlööustíg 8. — Talsími 254, A. V. T u I i n i u s. Hjálparstöð hjúkrnnarfélagsins ,Líkn‘ fyrir berklaveika tekur nú til starfa í Kirkjustræti 12. Opin einu sinni í viku á þriðjudögnm frá kl. 5—7 e. li, Tjóö hefir víöa oröiö aö frostinu hér i bænum, sprangiö vatnsrör og miðstöövar og í sumum búðum hafa sódavatns- og saftflöskur sprangið í tugatali. Gestamót U. M. F. í. var haldið í G. T.-húsinu í gær-, kvöldi, og stóð fram til kl. 4. Þar voru menn úr flestum eða öllum ungmennafélögum landsins. Sr, Magnús Helgason talaöi um Sturl- ungaöldina, og fleira var þar til skemtvmar. Agætar karlraannsraillifata pyesnr seljast með miklum afslætti á Langavegi3 Andrés Andrésson. Sölatarnlnn opimri8—11. Sími 528. annast sendiferðir o. fl. Bamakerra í góöu standi ósk- ast. Uppl. i mjólkursölubúðinni £ Hverfisgötu 56. Sími 757 A. (1$ § VINMA 1 Unglingsstúlku vil eg fá um> tíma, til þess að gæta bama. Ólaf- ur Daníelsson, Skólavörðustíg 18. Stórt verkstæðispláss óskast frá 14. maí. Sama hvar er i bæn- um. Baldvin Bjömsson gull- smiðiu:. Ingólfsstræti 6. Sími 668. (277/ Ftmdin húfa á Frakkastíg 25. (19 Prímusviðgerðir eru ódýrastar í Versl. Goðafoss, Laugav. 5. (7 Félagsprentsmiöjan 118 ætlaði hann að halda það heit. Og því skyldi honum veitast það erfitt? Auðvitað myndi hann alls ekki langa til stúlkunnar framar. Honum datt ekki í hug að trúa orðum Tibby um, að heimsóknir hans hefðu áhrif á Mínu. Augu hennar voru saklaus eins og barns- augu; jafn laus við ástleitni; en hvað um það, Tibby skyldi mega reiða sig á loforð hans, og það var ef til vill gott, að svona fór. En vantraustið, sem hún sýndi honum, hrygði hann og honum sárnaði þessar aðdróttanir hennar um hinar eigingjörnu hvatir, sem hún áleit hafa stýrt gerðum hans. Og þegar hann kom heim, reyndi hann að gleyma öllu saman, með því, að vinna lengi frameftir nóttu. Hann hætti ekki fyr en hann var orðinn of þreyttur til þess að geta hugsað. VIII. KAPÍTULI. Árroði ástríSunnax. Næsti mánudagur var þingfundarkveld. Clive hafði farið út til að anda að sér hreinu lofti. Hann var einn þeirra fáu, ógæfusömu manna, sem geta ekki sofið á þingbekkjun- um, og venjulega hlustaði hann með athygli, jafnvel á leiðinlegustu ræðumennina, því hann ▼issi að altaf var eitthvaö að græða á því 119 sem sagt var. En þetta kveld hafði honum orðið um megn að fylgjast með hinum hátt- virta ræðumanni, sem var stamandi og stynj- andi aö tala fyrir framvarpi því, sem á dag- skrá var. Hiti var mikill í salnum og ryk; samræðurnar voru daufar og margir blund- uðu; hext júní-sólin stafaði geislum sínum inn um gluggana, á þreytuleg andlitin. Clive reikaði um strætin og hugsaði um, hve heitt nú hlyti aö vera í Bensonssundi, og myndn af grannvöxnu meynni með bjarta andlitið, sem grúfði sig yfir nóturnar á hljóð- færinu, stóð honum lifandi fyrir hugskots- sjónum. En hvað hann sá hana ljóst í hug- anum! — Því gat hann ekki gleyrnt þessari stúlku? Hálfgramur i geði greikkaði hann sporið og hélt inn í Hyde Park; svo stað- næmdist hann við grindurnar og horfði á vagnaraðirnar, sem fram hjá fóru, og aldrei virtust ætla að taka enda. Af og til fóru hefð- armeyjar fram hjá, sem heilsuðu honum ; hann tók ofan, en kveðja hans, og brosið, sem fylgdi, var hvorutveggja eins og hann væri annars hugar. Vagn einn hafði numið staðar rétt hjá hon- um. Það var vagn Chesterleighs lávarðar og ungfrú Edith sat í honum; í sætinu gagn- vart henni sat Sara, fóstra hennar. Ungfrú Edith hafði séð Clive áður en hann kom auga á hana; hún hafði hallað sér makinda- 120 lega aftur á bak í vagninum, en þegar hún kom auga á hann, háan og tígulegan, þaut blóðið fram í andlit henni og ósjálfrátt hall- aði hún sér áfram, um leið og hún dró djúpt andann. — Sara, sem hafði ihorft á húsmóð- ur sína, sá þegar roðann á andliti hennar og leit hvössum augum á mann þann, sem ung- frú Edith veitti svo nánar gætur. Þó að; Sara liti áö eins sem snöggvast á hann, þá vissi hún þegar að þetta myndi vera hr. Clive Harvey, sem húsmóðir hennar hafði talað um við hana um kveldið. Sara sá Clive taka ofan og hún beið með öndina í hálsinum. Ungfra Edith virtist hika við, svo benti hún honuni aö koma. Sara beit saman vörunum og horfði til jarðar. Clive gekk að vagninum. Roðinn var enn þá ekki horfinn úr kinnunum á ungfrú Edith; það var eins og hún kæmi engu orði upp, hún, sem var svo snjöll í samræðum samkvæmislífsins. „Finst yður ekki of heitt nú til þess að vera útj fótgangandi ?“ spurði hún loksins. „Það er að minsta kosti svalara en í þingsalnum," svaraði hann brosandi. „Eg fór út til að fá mér frískt loft. Svo datt hon- um alt í einu eitthvað í hug. „Mér þykir vænt um að hitta yður, ungfrú Edith; eg þarf að biðja yður bónar.“ Vagninn fór nú að hreyfast áfram, því

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.