Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 2
V í s I R hfaTHMSOiSEMCIÍl Vaðstigvél n skðhiifar trá ,Codan‘ liafa lilotid lof alil?a er reynt Kafa. Ríkisþing Þýskalands kom Ræðu Hitlers var beðið með eftirvæntingu um allan heim. Osló, 13. júli. — FB. Um gervöll iönd er beðið með eflirvæntingu ræðu Hitlers Þýskalandskanslara, þegar rík- isþingið kemur saman i dag. Búist er við, að kanslarinn niuni i ræðu sinni skýra frá hve margir og hverjir hefði lát- ið lifið þ. 30. júní s. 1. og til þessa dags, vegna byltingartil- raunarinnar. Viðbúnaður í Berlín. Londoii, i gær. — FÚ. Mikill viðbúnaður liefir verið liafður i Berlin i dag til þess að gæta Ivrollóperunnar, þar sem þýska ríkisþingið kom saman kl. 6 í kveld (eftir íslenskum tíma). Var svo gert ráð fyrir, að engum yrði leyft að ganga inn í liúsið, sem eklci gæti sýnt, að hann hefði fulla lieimild til þess. Búist er við, að Göhring muni lesa slcrá yfir nöfn þeirra manna, sem teknir voru af lífi vegna atburðanna 30. júní, og ! 1. júli, eftir það heldur Hiller f ræðu, sem búist er við að taka j muni 1 klukkustund, og er þess vænst, að hann muni gefa j skýrslu um viðburðina. Að henni lokinni verður farið fram ! á það, að þingið staðfesti að- ; gerðir stjórnarinnar, og verður þinginu þvínæst slitið. saman í gæi*. Berlín', FB. 14. júlí. Hitler kanslari hélt ræöu þá, sem menn hafa 1>eSiS eftir meS svo mikilli eftirvæntingu, í gær- kveldi, þá er ríkisþingiö haföi vier- iö sett. Lýsti hann því yfir, aö vegna byltingartilraunarinnar, sem framkvæma átti, hafi alls 77 menn látiö lífiö. Hitler kvaöst hafa feng- iö orösendingu frá Múnchen þess efnis, aö' árásarliöiö heföi fengiö fyrirskipun um að búa sig unctir hern'aöarástand. Þegar svo hafi veriö komið hafi rnátt vera ljóst hvert stefndi og „. eg gat aðeins gripið til þess ráðs að bregða við sem hvatlegast til þess að bæla byltingartilraunina niður í fæö- ingunni. Alt var undir því komið, að brugðið væri við nú þegar og að ekkert hik væri. Mér var ljóst, aö ekkert gat stöðvað byltinguna uema þaö eitt, að sýna forsprökk- unum enga miskunn og taka þá af hfi.“ Ennfremur sagði Hitler, að það væri alveg yafalaust,; að 1>etra væri að eitt hundraö undir- róðursmanna og byltingarsinna væri drepnir en að 10.000 saklaus- ir árásarliðsmenn væri sendir af stað til þess að ráðast á jafnsak- lausa félaga sína. Iditler lýsti þvi yfir, að Röhm hefði verið höfuð- maður ráðabrúggsins og farið ó- ráðvandlega með 12 miljónir ríkis- marka, sem nota átti í velferðar'- augiíamiði. (United Press). Sir John Simon, utanríkismálaráðherra Bret- lands, flytur ræðu í neðri' mál- stofunni, um Evrópumálin. London, 13. júlí. FB. Sir John Simon utanríkismála- ráðherra flutti ræðu í neðri mál- stofunni í dag og gerði hann að- allega að umtalsefni viðræður Bretastjórnar og Barthou, utan- ríkismálaráðherra Frakklands. — Simon kvað Bretastjórn ekki geta veitt stuðning sinn samkomulagi, sem bygðist á því, að Evrópuríkin skipuðu sér í flokka, hvert á móti öðru. Bretland hefir ekki, sagði Simon, tekið á sig neinar nýjar skuldbindingar, en stefna Breta væri sem áður að efla Þjóðabanda- lagið sem mest og stuðla að því, að friðurinn héldist í álfunni. — Simorr lýsti því yfir fyrir hönd stjórnarinnar, að Bretar væri hlyntir því, að Rússar gengi í jdóðabandalagið, og er það í fyrsta skifti, sem tilkynning j>ess efnis kemur fram af hálfu stjórnarinn- ar. „Vér erum undir ]>aö búnir“, sagði Sir John, ,,að bjóða Rússa velkomna í þjóðabandalagið, ef ]>eir sækja um upptöku í það. Ef Rússar gerast aðili að Evrópusátt- mála ]>eim, sem nú er um rætt, er það afar mikilvægt, að Rússar gangú í bandalagið“. — (United Press). Hagur breskra nýlendua fer batnandi. London í morgun. FÚ. Nýlendumálaráðherra Bret- lands skýrði frá því í þinginu í dag, að bagur nýlendnanna færi nú mjög batnandi. Fyrir tveim árum hefðu þær átt erfitt upp- dráttar og flestar þeirra hefðu engan tekjuhalla liaft í ár. Taldi hann Ottawasamningana hafa stuðlað að þessari viðreisn nýlendnanna. Deila Sjðmannafélags Roykjavíknr og H.f. Kveldnlfs. Sjómenn taka ráðin af for- sprökkunum og samþykkja með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða að ganga að tilboði h.f. Kveldúlfs. —o— í Alþýðublaðínu, sem út kom í gær var birt grein um deilu Sjómannafélags Reykjavíkur við b.f. Kveldúlf. Yfir greininni er fyrirsögn á þá leið, að „ibald- ið“ sé að liefna sín fyrir kosn- ingaósigurinn“ með því að stöðva togaraflotann“. Nú er hið sanna í þessu máli, að sjó- menn hafa lrá upphafi viljað gaiiga að tilboði b.f. Kveldúlfs, en „forsprakkarnir" komu fram eins og þeirra er vandi, og liirtu meira um að stofna til vinnu- deilu og illinda en að mörg hundruð manna gæti haft sum- aratvinnu sína óskerta. — Fóru svo leikar, að stjórn Sjó- mannafélags Reykjavikur nevddisl til að I>oða til fund- ar í félaginu í gærkveldi, að eindreginni kröfu liáseta á togurunum, en á fundinum var samþykt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að taka tilboði Kveldúlfs. Hafa alþýðu- forsprakkarnir svo kölluðu beð- ið stórkostlegan ósigur f ]>essu máli. ------------------- „Fyrir Hvalfjðrí“. Svo mun tii ætlast, að ak- vegur verði lagður fyrir Hval- fjörð með tið og tima. Vega- lengdin er allmikil og vegar- stæði sjálfsagt slæmt víðast hvar á þessari leið. Akvegur fyrir Halvfjörð hlýtur því að vcrða dýr af stofni og viðliald- ið óvenjulega kostnaðarsamt. Báðum megin fjarðarins, mestan hluta leiðarinnar frá Brynjudalsá að sunnan og i’it hjá Þyrli að norðan, hlýtur að véra hætt við grjótflugi og skriðuföltum, því að blíðarn- ar mega beita snarbrattar. Má ]>vi gera ráð fyrir, að skriður hlauj)i yfir véginn á ýmsum stöðum, í rigningatíð og vor- leysingum. Það mun og hafa komið fyrir, að bifreiðir hafi tepst vegna skriðufalla á þess- ari leið, og munaði víst minstu einu sinni, að bifreið yrði fyrir einni skriðunni. Teptist þá veg- urinn i bili, en með einhverjum ráðum tókst að koma bifreið- inni niður i fjöru. — Því er ekki að leyna, að fag- urt er umhverfis Hvalfjörð og fjörðurinn sjálfur einhver hinn fegursti íslenskra fjarða. Og' svo hefir skáldunum fundist, að minsta kosti þeim Steingrími og Þorsteini Erlingssvni. — Það verður óneitanlega gaman, að aka í bifreið þessa fögru leið, þegar vegurinn er kominn. Gaman í góðu veðri. En það væri ekki gaman, t. d. að haust- lagi í myrkri og vonsku-veðri, að tefjast af skriðu, sem lilaup- ið hefði yfir veginn og gert hann ófæran. — Vegurinn fyrir’Hvalf jörð er ákaflega slæmur, eða var það að minsta kosti fvrir skömmu. Og mér hefir oft fundist, að eiginlega væri ekki leggjandi í liann góðar bifreiðir. Mér hefir verið sagt, að töluvert væri til þess gert árlega, að lialda veg- inum greiðfærum. Samt má hann lieita ófær allan ársins hring. Eg er því miður bræddur um, að það mundi kosta skild- ing árlega, að hreinsa og laga hina vænlanlegu braut, svo að hún gæti lieitið sæmilegur veg- ur. Mér fyndist rétt að lagfæra gamla reiðveginn svo, að notast mætli við hann sem bifreiða- veg að sumrinu. Það þyrfti væntanlega ekki að kosta mjög mikið, að. minsta kosti ekki móts við nýja akbraut. Þar spáráðist því mikið fé, því að liklega yrði viðhald gamla veg- arins ekki meira en hins nýja. Hvorttveggja vrði að sjálfsögðu mikið. En fyrir það fé, sem sparað- ist við það, að hætt væri við að leggja aukbraut inn fyrir Hval- fjarðarbotn, mætti kaupa ferju — eimferju — sem liéldi uppi reglubundnum ferðum yfir fjörðinn, þar sem hentast þætti. Eg er ekki svo kunnugur, að eg geti sagt til um það, hvar sii ferja ætti að vera. En hún þyrfti að vera svo stór og traust, að hún gæti flutt bifreiðir, helst fleiri en eina í senn. Og hún þyrfti að vera þannig útbúin, að fóllc gæti bafst við undir þiljum, ef það óskaði þess. Eg kann enga áætlun um það að gera, hvað slík eimferja mundi kosta. Sennilega vrði hún nokkuð dýr, en þess ber að gæla, að allmikið fé hlvti að sparast, ef liorfið yrði frá því ráði, að leggja akbraut alla leið inn fyrir Hvalfjarðarbotn. v * RitaukaskFá Landsbókasafnsins 1933- —o— Hún er í líku sniöi og veriö hef- ir og tekur yfir ritauka safnsins á árinu. „ViS árslok var bókaeign safns- ins talin 133,308, en handrit 8304* . Af prentu’ðum bókum hefir safnið eignast á árinu 2248 bindi, ]>ar af 1085 bindi gefins, auk skyldueintaka. —Stærstur gefandi hefir veri'ð Ejnar Munksgaard, íorlagsbóksali i Kaupmannahöfn. Hann gaf 138 bækur. Bókaversl- un Gyldendals í Kaupmannahöfn gaf 95 bækur, H. Aschehoug & Co. 64, Smithsonian Institution, Washington D. C. 51, Preussische Staatsbibliotek í Berlin 47, Uni- versitetsbiblioteket í Oslo 47, ó- nefndur gefandi í Svíþjóð 58, Karl Þorsteins, konsúll i Reykjavík 79. Alls eru gefenclur 141. „Á sérlestrarstofu voru lesendur 377, lánaðar bækur 100, handrit 135. Auk þess voru lánaðar á Þjóð- minjasafn'ög Þjóðskjalasafn 192 bækur og 333 handrit". Lesendur á lestrarsal voru 17949- Á útlánssal voru lánaðar 8300 bækur. „Erlendum söfnum voru lánuð 32 hanclrit og ein bók, en fengið að láni 2 handrit og ein bók“. „Lántakenclur á útlánssal voru 735“- Handritasafnið hefir aukist á árinu um 13 bindi. „Þar af hafa gefið : Sigfús Sigfússon 2, en Kári Sóhnundarson, Níels Hallgríms- son, Reidar Oksnevad og Þórður Ólafsson 1 hver“. Ræða Hftlers. —o— Berlín, í gær. 13. júlí. FÚ. Adolf Hitler, ríkiskanslari Þýskalands, flutti ræðu í þýska útvarpið kl. 18 að íslenskum tíma í dag, og var henni endur- varpað víðsvegar um lönd. Ræðan var flntt fyrir þýska þinginu, sem kallað liafði verið saman. Kanslaranum fórust m. a. orð á þessa leið: „Göhring forseti liefir kallað yður saman, og tilefni þess, að þér eruð saman komnir má kalla bæði gleðilegt og sorglegt. Gleðilegt er það, að vér skulum vera hér sanian komnir, sam- einaðir í einum anda, og með eitt markmið, sem sé velferð þess ríkis, sem vér tókum við lömuðu og spiltu, en sorglegt er liitt, að á meðal vorra eigin sveita, og það meira að segja í hópi þeirra manna, sem fyrstir urðu til þess að hefja á loft merki national-socialismans, hafa fundist svikarar, sem í skaðsamlegri blindni og spill- ingu bugðust að leggja í rústir hið glæsilega viðreisriarstarf, sem national-socialistar eru að framkvæma í Þýskalandi." Þá lýsti Hitler með mörgum orðum niðurlægingu þjóðarinn- ar, fátækt hennar, áhyggjum, sorgum, og ófarnaði á árunum eftir ófriðinn mikla, og taldi það alt eiga rætur sínar að rekja til skaðsamlegrar starfsemi social- isla, kommúnista og' demokrata. Lýsti síðan aðdraganda að starf- semi nasistaflokksins, og livern- ig liann liefði unnið að því að ná völdum, til þess að firra þjóðina öllu þessu böli, og gera bana aftur voldugasta og glæst- asta þjóða. Næsti kafli ræðunn- ar fjallaði svo um það, bve mjög nasistaflokknum liefði orðið ágengt í þessa átt, og brá ræðumaðurinn því næst á loft þeirri töfrandi fram- tíð og binu mikla gengi, sem þjóðarinnar biði, ef stefnt væri áfram á sömu braut, und- ir stjórn nasista. Jafnframt lýsti hann upplausn þeírri, erf- iðleiiíum og hörmungum, er aðrar þjóðir ættu við að stríða. Síðasti kafli ræðu Hitlers fjall- aði um uppreistartilraun Röhm, og kvað hann hana stafa af misskildum byltingarhug, og spiltu hugarfari þessara gömlu og þaulæfðu byltingarmanna, sem ekki hefðu kunnað að sjá, hvenær byltingunni var rétti- lega lokið og liefðu viljað halda áfram á byltingarbrautinni ])egar það var orðið ríkinu til háska. Kvað bann stjórninni lengi liafa verið kunnugt um, að byltingarlilraunin væri i að- sigi. Ýmsar kærur og kvartanir hefðu komið fram á hendur Rölnn, og liefðu fornvinir hans og samherjar, sem þekl befðú liann frá fornu fari varla gétað trúað sumu, sem um. hapn var sagt. Ýmislegt væri enn í þess- um málum, sem ekki væri fyllilega ljóst, þó hafi þar kom- ið að lokum, að stjórnin sá, að ekki var annars kostur, en að ganga milli bols og iiöfuðs á byltingarmönnunum. Að öðru leyti fór kanslarinn furðu lítið út i málsatriðin sjálf, *og skrá yfir þá, sem teknir höfðu verið að lífi var ekki flutt i útvarpið, eins og gert hafði verið ráð fyrir af ýmsum, og fram liafði komið í breskum útvarpsfregnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.