Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 3
VISIR Gullbrúdkaup. Gullbrú'Skaupsdag eiga á morg- tin, sunnudagiuu 15. júlí, hjónin á Baldursgötu 28, þau GuSrún Þórð- ardóttir og Runólfur Einarsson, steinhöggvari. Þau giftust 15. júli 1884, aS Syöri-Hömrum i Holtum, á heimili Jóns ÞórSarsonar, fööur- bróSur hennar, þvi hann ól hana upp frá því aS hún var smá barn, en Runólfur var vinnumaöur hjá honum. ÁriS 1885 fluttu þau til Reykjavikur og hafa þau búiö hér siSan. Fyrstu árin þrjú bjuggu þau i Móhúsum, ])ar sem nú er Laufás, sem þá var eign Helgesens barna- skólastjóra og Kristjáns heitins Þorgrimssonar. Árið 1896 byrjaöi Runólfur að vinna við steinsmiði hiá Jul. Schou og var hann fimm ár hjá honum og hefir síöan stimd- aða þá iön og eru flestar eöa allar grásteinströppur viö opinber hús í Revkjavík eftir hann og fjölda margir legsteinar víösvegar út um land. (iuörún. stundaði heimiliö af mestu alúð og umhyggju. Þau eignuöust niu börn og eru finutt. þeirra á lífi, öll mannvænleg. Foreldrar Guðrúnar voru þau lijónin Þóröur Þórðarson og Stein- unn Stefánsdóttir. Hún var systir Brynjólfs á Selalæk, hreppstjóra. Foreldrar Runólfs voru þau hjón Einar Gíslason og Guðrún Ólafs- dóttir. Móðir Einars var Margrét dóttir sira Runólfs Jónssonar frá Höfðabrekku. Þessi mætu hjón hafa unnið mik- ið um dagana og látiö þjóð sinni i té merkilegt dagsverk. En nú er kveldið komiö og lúinn eftir lang- an starfsdag. Munu ýmsir minnast þeirra á morgun og senda þeim hlýjar kveðjur. Kunnugur. íþrðttaskéllnn á Álafossi er nú búinn að bvggja fallegt sum- arhús, sem stendur á ágætum stað viö Álafoss. Þetta hús á að draga um 5. ágúst n. k. og fær það ein- hver sá, sem kaupir eða keypt hefir happdrættismiða í happdrætti íþróttaskólans á Álafossi. Sá sem af hinni opnu sundlaug fyrir sig og sitt fólk -— og gengur fyrir öðr- um fy'rir vanalegt gjald i Sund- höllinni. Sundhöllin er nú svo mik- iö sótt — vegna hins góða og hrcina vatns — að maður gætur búist við því, aö takmarka verði tölu baögesta. Og þá er gott að vera í sumardvöl viö hina ágætu laug. Starfsemi IþróttáSkólans undanfarin ár heíir verið ftieð sér- stökum ágætum, livaö árangur að hkamlegri líðan snertir. Til þess \ 'að sanna þetta, vil eg tilnefna dæmi: Stúlka ein var á Iþrótta- skólanum. Áður en hún kom á skólann, var hún ákaflega lasin, liafði litla matarlyst, svima yfir höfði og nokkrum sinnum krampa- flog. Foreldrarnir voru í miklum vandræðum með hana, hún var látin í slcólann á Álafossi og henni batnaði svo vel, aö hún finnur ekki til sinna slæmu kvilla síðan — c-r frísk, hraust og glöð. — Dreng- ur var mikið lasburða og lystar- laus, og var oft 'með hita — og siappleika. Honum var komið á skólann og hann frískaðist svo vel, að hann varð alveg sem nýr mað- ur. Svona mætti lengi telja; allir sem koma á íþróttaskólann á Ála- fossi, hafa ómetanlegt gagn af veru sinni þar. Nú stendur hin harðasta barátta með byggingu skólans, svo að hann geti komiö að enn betri og viðtækari notum í framtíðinni. — Fé vantar og happdrætti skólans hefir verið sett á stofn, til þess að afla skólanum svolitilla tekna til áframhaldandi star-fa. Allir góð- ír íslendingar gera gott verk með því, aö styrkja starfsemi þessa nú þegar með því að kaupa happ- drættismiöa Iþróttaskólans á Ála- fossi. Framtíðin er löng Qg starfið mikið, að gera uppvaxandi kyn- slóð sterka og hrausta. — Hver vcit nema einhver af þínum náu- ustu njóti góðs af þessari stofnun. Það er því þess meiri ánægja að leg'gja einn lítinn stein i bygging- una. Xþróttavinur. Stj örimblik:* I morgun kom til mín gamall maður, Guðjón Pálsson að náfni, snauöur og heilsubilaður, og tjá'ði mér að sig lang'aði til að gefa ein- hvern hégóma til Hallgrímskirkju, cn fé hefði hann ekki. Vildi hann því spyrja, hvort við mundum taka á móti í þessit skyni nokkrum'ein- tökum af ljóðakveri eftir sig, í þeirri von, aö okkur tækist að selja þau núna á ITallgrímshátíöinni og rynni þá ándvirðið í sjóð kirkjunn- ar. Það má nærri geta, að þessu tók eg nieð þökkum, eins og við höfum áður gert hvað eftir annað, þegar aðrir höfundar hafa gert hið sama. Kverið nefnist Stjörnublik og inniheldur eingöngu trúarljóð. Það er rúmar þrjár arkir að stærð og kostar eina krónu. Sjá því allir, að verðið er lægra en alment tiðk- ast á bókum. Umrædd eintök af því verða höfð á boðstólum á Hallgrímshátíðinni í Saurbæ, en fást líka í bókaverslun minni. — Ekki er það efamál að þau seljast, um það þarf eg ekki að eyða orðum. En annað hefir mér dottið í hug: Þessi uppgefni og heilsubilaði maður hefir gefið af fátækt sinni hið eina sem hann hafði að gefa. Vilja nú ekki ein- hverjir af hinum geysimörgn unn- endum Hallgrímskirkjumálsins láta hann njóta þessa með því að kaupa kverið hans, önnur eintök, Kvennadeild Slysavarnafdlags ísiands I Hafnarfirði. Togarinn „Andri“ fer til Hvalfjarðar sunnudaginn 15. þ. 111. kl. 8. f. li. Farmiðar seldir í Gunnarssundi 10, ljúðinni, og við brottförina á brvggjunni, sunnudagsmorguninn og kosta kr. 3,00 fvrir fúllorðna og kr. 1,50 fvrir börn. Til Kávastaða og Þingvalia fara bílar á morgun og framvegis frá Bæjarbíl- stöðinni. Sími 1395. Magnús Skaftfjeld* svo að hann fái þannig fáeinar krónur sjálfur? Eg vona/ að svo reynist. 12. júlí 1934. Sn. J. Hnndadagastjðrnin. ■—o— Henni ætlar að ganga eitt- livað stirt að fæðast nýju stjórn- inni, rauðálfastjórninni — hundadagastjórninni. — Geng- ur nú ekki á öðru en funda- liöldum, bræðingstilraunum og rifrildi. — Hundadagarnir byrj- uðu í gær og hafði verið svo til ætlast, að stjórnin fæddist á fyrsta hundadegi ársins, enda hefði óneitanlega farið vel á því. Talið er vafalaust, að Jón- as frá Hriflu sæki það allfast, að verða „hundadagakongur“ — hæstráðandi til sjós og lands — öðru nafni forsætis- ráðlierrá. — En þeir eru víst nokkuð margir, rauðálfarnir, sem þykjast til þess kjörnir, að takast á liendur stjórn lands- ins, þ. e. gerast „hundadaga- konungar“ nú um sinn! — Verður fróðlegl að sjá, livers lilutur eða hverra kemur upp á hinu pólitiska sölutorgi.- En væri nú ánnars ekki réttast að láta hlutkesti ráða? Það væri að minsla kosti í fullu samræmi við hit't, að á hlut- kestinu einu lafa þeir í meiri hluta á næsta þingi, hunda- daga-mennirnir — hinir óþjóð- legu rauðálfar. Utan af landí Akureyri 13. FÚ. Túnaslát’tur. Túnasláttur stendur nú sem hæst i bænum og héraðinu. Spretta er orðin mjög gúð, en þurka hefir brostið tilfinnanlega til þessa. Þó var góður þurkur í gær. Síldarafli tregur. Síldarafli hefir verið tregur eipi. Bræðsla er byrjuð á Ivrossanesi fyrir nokkrum dögum. Fyrsta síld- arsöltun á sumrinu fer frám hér á Akuneyri i dag-. M.s. Sjöstjarnan kom inn í morgun með talsverða sild, og lætur Stefán Jónasson salta úr henni 100—200 tunnur til /< reynslu. Skemtisamkoma. Héraðssamkoma er ákveðin að Dalvik næstkomandi sunnudag, og gengst U. M. F. Svarfdæla fyrir henni. Skemt verður með íþróttum, söng, ræðum, og fleira. Þetta verð- ur fyrsta skemtisamkoma, sem þar er haldin síðan landskjálftana gerði •þar. Gert er ráð fyrir góðri sókn. Háöldruð kona látin. Nýlega lést hér á, Akureyri ekkj- an Jóna Jónsdóttir ættuð frá Mýri i Bárðardal, 96 ára gömul, og var hún elsti íbúi Akureyrar. 10. þ. m. andaðist' hér Arnþrúður Guð- ný Árnadóttir ekkja eftir Helga sál. Sigurðsson, og bjuggu þau all- an sinn búskap á Hróarstöðum í Fnjóskadal. Frá Siglufirði. Siglufirði, 13. júlí. FÚ. S.l. þriðjudag var tekinn raf- straumur af bænum, vegna upp- setningar nýrra riðstraumsvéla og veröur sambandslaust við útvarp fram i byrjun ágústmánaðar. — Sveinn Ingvarsson hefir verið hér á Siglufirði í 5—6 daga, til þess að semja við útvarpsnotendur um tækjaskifti, og eru góðar horfur á því, að samningar takist um skifti flestallra útvarpstækja. Síldarlaust er að heita má. Að- eins önnur Ríkisverksmiðjan bræð- ii í einu. Síldinni er skift á milli verksmiðjanna eftir afkastagetu. Komi ekki sild í nótt, verða báð- ar verksmiðjurnar aðgerðarlausar. Tíð er ágæt. Messur á morgun: í dómkirkjunni: Kl. 11, sira Bjarni Jónsson. í Bessastaðakirkju: Kl. 1, sira Garðar Þorsteinsson. Landakotskirkja: Lágmessa kl. 6j4 árd. Hámessa kl. 9 árd. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 12 stig, ísa- firði 11, Akureyri 13, Skálanesi 9, Vestmannaeyjum 10, Sandi 10, Kvígindisdal 9, Hesteyri 9, Gjögri 8, Blönduósi 10, Grímsey 9, Rauf- arhöfn 11, Skálum 10, Fagradal 10, Papey 9, Hólum í Hornafirði 10, Fagurhólsmýri 9, Reykjanes- vita 12, Færeyjum 12 stig. Mest- ur hiti hér í gær 15 stig, minstur 11. Úrkoma 1.8 nim. Sólskin í gær 8.2 stundir. Yfirlit: Grunn lægð yfir íslandi og um Færeyjar. — ITorfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðaf jörður: Hæg vestanátt. Skýjað og dálítil rigniug. Norð- austurland, Austfirðir : Hægvi'ðri. Urkomulaust að mestu. Suðaust- urlancl: Hægviðri. Rigning í dag, en léttir með kveldinu. Kappleikurinn í gærkveldi fór þannig, að IT. I. K. bar sigur úr býtum i viður- eigninni við úrvalsliðið með 2:1. A undan kappleiknum lék Lúðra- sveit Réykjavíkur allmörg lög og að lokum jijóðsöngva íslands og Danmerkur. — Næsti kappleifeúr fer fram annað kveld, milli H. I. K. og Vals. (Sjá augl.). Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sina ungfrú Emilía Þorgeirs- clóttir Bérgstaðastr. 7 og Gísli Ei- ríksson trésmiður frá Eyrarbakka. Næ'turlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Tjarnargötu 10B. Sími 2161. — Næturvörður í Laugavegs apoteki og Ingólfs apoteki. G.s. ísland fer héðan í kveld áleiöis vestur og norður. G.s. Botnía fer héðan í kveld áleiðis til út- landa. Hallgrímshátíðin. Farmiðar verða seldir í bóka- verslun Snæbjarnar Jónssonar til kl. 7 í kveld ef eigi verðttr alt uppselt fyrir þann tíma. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fór frá Ivaupmanna- höín í morgun. Goðafoss kom hingað í dag frá útlöndum. Brú- arfoss er væntanlegur hingað í- kveld að vestan og norðan. Detti- foss er á leið til Hull frá Vest- mannaeyjum. Lagarfoss fer frá Antverpen i dag. Selfoss kom til Djúpavogs í dag. Aflasala. Hannes ráðherra hefir selt ís- fiskaíla í Bretlandi fyrir 525 stpd. Salan fór fram í Grímsby. A ísfiskveiðar fór Gullíoss í gær, en Belgaum mun fara í dag. Violet M. Code, vestur-íslenska söngmærin, sem hingað kom 1930, hefir aö undan- förnu verið suður á Ítalíu og hald- ið þar söngskemtanir við góðan orðstír, M. a. söng hún í Circola di Cultura í Bologna að viðstöddu fjölmenni og var lokið miklu lofs- orði á söng hennar í blöðum þess- arar viöfrægu ítölsku borgar. Sá,^- er þessar línur ritar, hefir átt kost á að sjá unnnæli blaðsins „II Resto Del Carlino“ og er þar far- ið miklum lofsorðum um rödd söng'konunnar og listræna meðferð hennar á viðfangsefnunum. M. a. söng hún íslensk þjóðlög og er sérstaklega að ]>ví vikið í unimæl- um blaðsins hve vel þau hafi fall- ið i geð. Er hún söng í Circola di Cultura var Maestro Giuseppi Arrigoni við hljóðfærið. — í blað- inu „L’Assalto“ var sömuleiðis far- i'ð lofsamlegum orðum um söng Violet m. Code, sem hefir nú tek- ið sér söngvaraheitið Fjóla Marine. X. Síðustu samkomu sína, nú fyrst um sinn, heldur Sæmundur G. Jóhannesson, kenn- ari, í Varðarhúsinu kl. 5' á morgun (sunnud.) Allir velkomnir. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afhent Vísi: 20 kr. frá N. Ó. Árekstur lítilsháttar varð í morgun á horn- inu á Lækjargötu og Skólabrú, milli flutningabifreiðar og lög- reglubifreiðar. Mun lögreglubií- reiðin hafa laskast eitthvað. Sænskur leikfimisflokkur er nýlega kominn hingað og efn- ir til leikfimissýninga hér. — Fer hann vestur og norður í kveld og sýnir listir sínar á ísa- firði, Akureyri, Húsavík og víðar. í flokknum eru 19 menn, þar af 13 fimleikamenn. Hér efnir flokk- urinn til sýningar, er vestur- og norðurförinni er lokið. Nýja Bíó sýnir i kveld í sðasta sinn kvik- myndina „Yen uppreistarforingi“, sem sýnd hefir verið að undan- förnu við góða aðsókn. E.s. Esja kom til I'lateyjar kl. 1 í dag. Væntanleg hingað á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.