Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 14.07.1934, Blaðsíða 4
VlSIR Skóvinnustofu hefir Kjartan Árnason skósmið- ur (áður á Frakkastíg 7) opnaS á Njálsgötu 23. Sjá augl. Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinn í kveld kvik- myndina: „Alt í grænum sjó“. Er það tal og söngvagamanleikur, tek- inn af Nordisk Tonefilm Co. ASal- hlutverk leika Marguerite Viby, Chr. Arhoff ó. fl. Leikstjórn ann- aðist Emanuel Cregers. Kvikmynd þessari var ágætlega tekið i Dan- mörku. X. Útvarpið í kveld: 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfr. — • Tilkynningar. 19,25 Tónleikar (Útvarpstríóið). 19.50 Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Leikþáttur. 21.00 Granunófóntón- leikar. Útvappsfpéttip. London, 11. júlí. FÚ. Viðskiftalíf Þýskalands. Forstjóra viðskiftamálaráðu- neytisins vikið frá. Það var tilkynt í Þýskalandi i dag, að gjörbreyting og endur- skipulagning mundi bráðlega fara fram á stjórn allra þeirra mála, er snertu viðskiftalíf Þýskalands. Dr. Koestler, for- stjóri viðskiftamálaráðuneytis- ins þýska, hefir vexúð vikið ixr embætti, og fyrv. aðalaðstoðai’- maður hans verið skipaður til þess að taka við embætti lians um stundarsakir. Koestler gegndi embælti sínu aðeins skamma stund, var skipaður í það um rniðjan mars 1933. London í morgun. FÚ. Flóðin í Japan. Flóðin í norður-Japan tóku að sjatna í dag. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum Iiafa 50 manns drukknað, svo vitað sé; 100 manna er saknað; 400 liús- unx hefir verið skolað i burtu, og 15,000 liús standa i vatni. Skaðinn er metinn á 1,500,000 sterlingspxxnd. London i morgun. FÚ. Rændur Nýja Sjálands mót- mæla ráðstöfunum Breta- - stjórnar. Bændur í Nýja Sjálandi mót- mæltu á bændaþingi i gær ráð- stöfunum þeim, er breska stjórnin befir á döfinni uixx á- lagningu á sölxxverð á innfluttu kjöti. Telja þeir það muni rýra injög útflutning kjöts frá Nýja Sjálandi til Bretlands. MILDAR OG ILMANDl TEOfANI Ciqarettur 20stk 125 fés[ hvarvel animiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiii FORUSTA! 1902 ;i93oi 1934, Gillette hefir forustuixa í að búa til rakvélablöð af því að þar er aldrei kyr- staða — altaf að leita, alt- af að finna endurbætur til að gera raksturinn auð- veldari, fljótari og hreinni. Til þess að samxa yður þetta, hefir alveg ný gerð verið framleidd og sett á markaðinn og Gillette kall- Fást í flestum ar hana Bláu Gilletté. — Bláu Gilletteblöðin eru snxíðxið í allra nýjxxstu gerð af vélum, hert, brýnd og slípuð með Gillette allra fullkomnustu aðferð: með öðrum orðum, í þessum blöðum felst alt það fxxll- koxxxnasta og besta er Gill- ette hefir leyst af hendi. Biðjið unx Bláu Gillette. vei'sluixum. BLÁD GILLETTE blöðin ryöga ekkl ffBiiiiiiiiBiiiiiiiiBiiiiiimiiiiBBiiiBiiiiiiiuiiimmiimiimEiiiiiiiiiimiiiiii Best ep að auglýsa í VÍSI. Euoert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, austurdyr. Simi: 1171. Viðtalstimi: 10—12 árd. 0r smlðavinnusto fa min er í Austurstræti 3. Haraldur Hagan. Simi: 3890. HÚSNÆÐI Maður í fastri atvimxu óskar eftir íbxið, 3 herbergi og eldlxús, í' Hafnarfirði. Tilboð, íxxei'kt: „Föst atvinna“, sendisj: Vísi. (290 íbúð, 4—5 herbergi og eld- hús, með öllum nútíma þægind- unx, óskast 1. okt. 3 í heimili. Skilvís gi'eiðsla. Uppl. í sínxa 2579 eftir kl. 7y2. (285 5 manna bifreiðar (drossiur> til sölu. Allar í góðu lagi. Verð- ið sanngjarnt. Stefán Jóhanns- son, Sólvallagötu 33. Sími 2640. (380 Til sölu upphlutxir og belti. Þjórsárgötu 1, Skei'jafirði. (398 Til slægna fæst íxú þegar gott, slétt tún. Sími 2895, (403 VINNA 2 eða 3 kaupakonur óskast. Sveinn Sæmundsson. Sími 4821 eða 1166. (291 Örkin lians Nóa, Ivlapparstíg 37. Sími 4271. Setur upp teppi og tjöld á barnavagna. (1524 Ung slúlka getur fengið vist í Tjarnargötu 10, uppi (má vera útlendingur). Síini 2199. (381 Q HÚSMÆÐUR ! Farið í „Brýnslu“, Hverfisgötu 4. Alt brýnt. Simi 1987. | Tvö herbergi og eldhús, með öllum þægindum, vantar mig 1. október. Tilboð, merkt „q“, leggist inn á afgr. Vísis fyrir 19. þ. m. (329 2 herbergi og eldliús til leigu á Bei'gstaðastíg 6 C. (358 Sólrik þriggja til fjögra lier- bergja íbúð, xxieð nýtísku þæg- iixdum, í íxxiðbænxnxi, óskast 1. okt. Tilboð merkt: „Góð ibxið“ j sendist afgi'. Vísis. (370 Til leigxx nú þegar 2 herbergi og eldhús. Laxifásveg 27. (392 , Stúlka, seixx er vön húshaldi, óskar eftir bústjórxx á góðu heimili í Reykjavík 1. okt. — Uppl. í sinxa 3353. (297 . Stúlka óskast mánaðartíma. Uppl. á Grettisgötu 66, amxarí hæð. (400 Stúlka óskast á Kaffihúsið Björnixxn í Hafnarfirði. — Sími 9292. (399 Kaupanxaður óskast upp i Borgarfjörð. Uppl. á skrifstofu Mjólkurfélags Reykjavíkur. (397 Tökunx að okkur liii'ðingu á görðuixi. Sláum grasbletti. Síixií 3072 fi’á 8—9. — Gunnar og: Brynjúlfur. (396 Tajxast hefir notaður frakki, gráleitxir. Skilist til Hvann- bergsbræðra. (286 p KENSLA I Háskólastúdeixt í gxiðfræði- deild, nxeð 1. einkunn, óskar eftir keixslxx í vetur gegn lilxxnn- indunx í fæði. Uppl. í síma 3105. (288 KAUPSKAPUR | Vörubíll til sölu. Stöðvai'- pláss getxxr fylgt. Uppl. Frakka- stíg 13. (289 Peysxxföt til sölxx á Ránargötxi 7 A, niðri. (287 Kaupakona óskast á gott heimili axistxir í Rangárvalla- sýslu. Gotl kaup. Uppl. i Tjarn- argötu 4 í dag'. (395 Stúlka eða eldri kona óskast á Vesturgötu 12. — Gott kaup. (394 Kaupakona óskast á gott heinxili í grend við Reykjavik. Upplýsingar á Sjafnargötu 3. Sími 4224. (393 Kaupanxaður óskast að Varnxadal á Kjalarnesi. Uppl- gefur Sigui'gísli Guðiiason, vcrslun Jes Zimsen. Sími 2505. (401 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. MUNAÐARLEYSINGI. skenxillinn! Hvort eg kannaðist ekki við hamx! Hversu oft hafði eg ekki verið dæmd til þess, að krjúpa við þenna skemil og biðja fyrirgefixingar á yfirsjónum, sem eg lxafði ekki drýgt! — Eg lét aug'- un hvarfla út í skotið, þar sem keyrið var eða vönd- urinn, sem iðulega hafði verið látinn ganga uixx bak- ið á mér, saklausu barninu. — Eg nálgaðisl rúmið xneð liægð, vék gluggatjöldunum til liliðar og beygði nxig yfir höfðalagið. „Hver er þar? — Er það Jane Eyre?“ spurði frú Reed. „Já — það er eg, frænka min“. Eg liafði einu sinni unnið þess dýran eið, að eg skyldi aldrei framar kalla frú Reed fi’ændkonu nxina, enda var hún það ekki, en mér fanst að það mundi engin synd, eins og nú var liögum lxáttað, að i'júfa þann eið. Eg tók höndina, seixx lá ofan á sængiixni. Eg bjóst við þvi, að frúin mundi taka hlýlega í hönd mína, ef hún hefði mátt til þess, og eg liefði orðið glöð, ef hún hefði gert það. En hún tók höndina til sin og sagði eitthvað á þá leið, að henni væri ónota- lega heitt. Litlu síðar opnaði hún augun og lxorfði á mig ærið kuldalega. Og eg þóttist skilja, að hún nxyixdi enn sama sinnis — liún mxxndi enn staðráð- iix i þvi, að álíla íxxig „vonda maixneskju“, eins og hún hafði alla tíð gert. Og xnér skildist, að henni mundi það engin gleði, að verða að kannast við það, að eg væi’i sæmileg stxilka, en ekki úrþvætti, eins og hún hafði þrásinnis fullyrt, að eg mxxndi verða. — Ivæmist hún á þá skoðun, að eg væri góð slúlka eða eitthvað í þá áttina, mundi það verða henni til kvalar. — Eg gat ekki að því gert, að reiðin kæmi upp í mér, er eg komst að raun um, að alt sat í sanxa fai'iixu xuxi álit frúarinnar á mér. En þá kom nxér í hug, að rétt- ast væi'i að kúga hana til þess, að viðurkenna sann- leikann — kúga þetta ósveigjanlega eðli og stál- harða vilja.-----En það fór eins og áður — eg fékk ekki varist tárum, þó að eg reyndi að gera mig liarða og kalda. — Eg náði níér í stól og settist hjá rúmí hinnar dauðsjúkxx konu. „Þér senduð eftir xnér, frú Reed“, sagði eg. „Og nú er eg konxin og verð hér fyrst um sinn“. „Já,“ sagði frúin. „Hefirðu séð dætur nxinar?“ „Já“. „Segðu þeinx, að eg óski þess, að þú dveljist hér, uns eg hefi talað við þig. Nú er oi'ðið of áliðið dags og eg á dálitið bágt með að hugsa.------En eitthvað var það þó, sem eg ætlaði að segja þér nxx þegar. — — Við skulunx sjá--------“. Flöktandi augnaráðið og þá ekki síður gerbi'eytt útlit hinnar hraustu og föngulegu konu bar því ljóst vitni, hvað hér hafði gerst. En skapið var enn liið sama. Hún bylti sér í sænginni, vafði ábreiðunní þéttara að sér og þótli bersýnilega miður, að lxönd nxín skvldi hvíla á rúmfötunum. „Stattu upp, kindin þín!“ sagði hún alt í einu með þjósti. „Eg vil ekki liafa þig lxangandi yfir nxér von úr viti!-----Hver ertu? Ertu kannske Jane Eyre?“ „Já, það er eg“. „Já — grunaði xnig ekki! — Eg hefi svei nxér þol- að nxeira en íxóg anjdstreynxi sakir þeirrar barn- kindai', svo að því ætti nú að vera lokið. Já — hví- lík dæmalaus vandræði voru það ekki alla tið, að fást við það óláns-barn! — Eg botnaði aldrei íxeitt í eðlisfari jxeirrar stelpu. Stundum var því líkast, sem bún væri band-vitlaus eða þá að djöfullinn sjálfur ætti sér bústað hið innra með henni. Mér er óhætt að segja, að það var einn af liamingjudögum lífs míns þegar eg losnaði við hana.--------— Og hvernig gekk það svo í Lowood ? — Taugaveikin geisaði í skólanxinx og börnin hrundu niður. En hún lifði! Já, hún lifði, kindin! Það bar ekki á öðru! Eg sag'ði að liún liefði dáið, en lxún lifði! ---Eg vildi óska að hún lxefði dáið!“ „Mér finst það vex*a dálitið skrítin ósk. frú Reed,“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.