Vísir - 14.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1939, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Sitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 ^Gengið inn frá Ingólfsstræti) Sf m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. _________ Tímaklíkan ávörpuð. IJÍMAMENN voru búnir að sýna, að þeir voru þess alls ómegnugir að fara með stjórn landsins á friðartíma, livað þá heldur á ófriðartíma. Þeir drógu það, fram á elleftu stundu, að lcveðja sjálfstæðis- menn ráða. Hér var alt að fara í kaldakol, úlgjöld og sulck á- gerðist með hverju ári, skatlar voru orðnir margfalt liærri en það, sem þeir eru hæstir í ná- grannalöndunum, gjaldeyririnn var fallinn, mestu þjóðþrifafyr- irtæki komust ekki til fram- kvæmda, vegna getuleysis og tregðu valdhafanna. Á tólf ár- um hafði valdaklika Framsókn- ar hreiðrað svo um sig, að liér var komin upp nýrílc yfirstétt, hortug og uppivöðslusöm eins og slíkra er háttur. Svo herfi- legt var ástandið orðið, að jafn- vel þessir uppblásnu og blind- uðu ofstopamenn sáu sitt ó- vænna. Þeir neyddust til að flýja á náðir þeirra manna, sem þeir höfðu ofsótt látlaust alla sína tíð, og biðja þá í guðs nafni að draga sig upp úr feninu. Ástæðan til þess að sjálfstæð- ismenn gengu til samstarfs við Framsókn var ekki umhyggjan fyrir hinni mikillátu forráða- klíku flokksins, heldur sú, að í skjóli valdanna höfðu þessir menn stýrt svo nærri boðanum, að strandið var óumflýjanlegt, ef aðrar hendur gripi ekki um stjórnvölinn þegar í stað. Nauð- syn þjóðarinnar á stefnubreyt- ingu var svo bráð, að ekki varð undan aðstoð skorast, jafnvel þótt það kostaði það, að taka höndum saman við menn, sem þektir væri að lítilli holluslu. Þess var vænst að þótt hugsun- arháttur þessara manna væri orðinn spiltur af að strákast ár- um saman upp í hverskonar rangsleitni og áníðslu, þá væri innræti þeirra ekki svo firrt öll- um drengskap og þakklátssemi, að þeir kynnu ekld að meta þá hjálparhönd, sem rétt var til að bjarga allri þjóðinni og þar með þeim sjálfum úr yfirvofandi lífsháska. En aldrei verður tófa trygg, segir máltækið og eitthvað líkt má segja um Tímaklíkuna. Síð- an samstarfið komst á hafa þau tiðindi gerst, að þörfin á ein- lægri og friðsamlegri samvinnu hefir margfaldast. Hina síðustu daga hafa öll stuðningsblöð rik- isstjómarinnar lagst á eitt um að styðja hana i þeirri viðleitni, að koma þjóðinni klakklaust fram úr erfiðleikunum. Ágrein- ingsefnin hafa verið lögð á hylluna. Þá rýfur Tíminn þögn- iha. Nú er þjóðinni lífsnauðsyn að standa saman, því þá ekki að nota tækifærið til þess að sparka almennilega í sjálfstæð- ismenn. Þeir verða að þegja við skömmunum, því annars segj- um við að það liafi verið þeir, sem rufu friðinn! Þannig hugs- ar klíka sú, sem að Tímanum stendur. í síðasta blaði Tímans er á- rásargredn á Sjálfstæðisflokk- inn fyrír þá stefnu, sem hann hefir tekið í viðskiftamálunum. Þessi stefna er í fám orðum sú, að eitt skuli yfir alla þá ganga, sem viðskiftin hafa með liönd- um, bæði um ráðstöfun gjald- eyrisins og úthlutun þe’irrar vöru, sem leyft er að flytja til landsins. I mörg undanfarin ár hafa þessi mál verið rædd ná- lega daglega í blöðum Sjálf- stæðisflokksins. Þegar gengið var til stjórnarsamstarfsins tóku ráðherrar flokksins það að sér, að fá réttingu þe'ssara mála, eða segja slitið samvinnu ella. Þetta liggur alt svo Ijóst fyrir, að ekki er um að villast. Yegna þess að lausn málsins er i liöndum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, liafa blöð hans ekki kært sig um að hafa málið mjög á oddi í daglegum umræðum, þar til séð yrði, hvað ráðheiT- unum yrði ágengt. Tíminn er að liælast um yfir því, að lang- lokugrein Jónasar Jónssonar um þessi mál liafi ekki verið svarað. Ilenni var fyrirfram svarað. Jónas gerði ekki annað en árétta marghraktar staðhæf- ingar Skúla Guðmundssonar og Eysteins Jónssonar. En svart verður ekki hvítt, jafnvel þótt slíku stólpavitni sannsöglinnar sem Jónasi Jónssyni, kunni að sýnast það í svip. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki hvikað frá stefnu sinni í viðskiftamálunum og mun ekki gera það. Og það eí best að Tímaklíkan geri sér það ljóst að ef sú stefna stjórnarinnar, að eitt skuh yfir alla ganga, á að verða annað en venjuleg Tíma- blekldng, þá verður ekki hjá því komist að taka til greina kröf- ur Sjálfstæðisflokksins í við- sldftamálunum. Og loks er best að Tíminn skrifi það hjá sér, að honum mun ekki lialdast það uppi, að svíkjast aftan að sjálfstæðis- mönnum í trausti þess, að hon- um verði ekki svarað á viðeig- andi hájt, tt Atviimuleysið i bænuin. Vísir hefir fengið eftirfarandi tölur frá Yinnumiðlunarskrif- stofunni um atvinnuleysið í bænum. Framkvæmdi skrifstof- an talningu í gær og voru at- vinnuleysingjar þá 382 að tölu. Um sama le’yti í fyrra var tala atvinnuleysingja 346 og á sama tíma 1937 voru þeir 149 að tölu. HORFURNAR ALVARLEG- AR FYRIR REFARÆKTINA Oslo 12. sept. FB. Það er búist við að refum verði fargað í stórum stíl á refabúum í Þrændalögum í haust. Refaeigendur telja liorfurnar mjög alvarlegar fyrir refaræktina og að það muni verða miklum erfið- leikum bundið, að selja refa- skinn í nánustu framtið. — Líldegt er, að skinnauppboð- um erlendis verði aflýst. — NRP. Matvörukaupmenn eru beðnir að veita athygli augl. frá Fél. matvörukaupmanna í blað- inu í dag um fund i Kaupþings- salnum á laugardag kl. xo f. h. Þar verður matvælaúthlutunin útskýrð fyrir kaupmönnum. Þjóðverjar hefja 6§íiipleg,ttr loftárásir á pól§kar horgir. 70 sprengj uílugvélar yíir Varsjá. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Samkvæmt tilkynningu pólsku hermálastjórnarinnar hafa Þjóðverjar hert loff- árásirnar á pólskar borgir um aTlan helming. Gerðar voru loftárásir ekki að eins á fjölda margar borgir heldur og á járnbrautarstöðvar, herflutninga- lestir og smáþorp, þar sem íbúarnir stóðu algerlega varnarlausir fyrir. TJm tíma voru um 70 stórar, þýskar sprengjufiugvélar á flugi yfir Varsjá. Var skotið af mörg- um loftvarnabyssum á flugvélarnar og segjast Pólverjar alls hafa skotið niður um 30 þýskar flugvélar í gær. Þjóðverjar tilkyntu í gær, að héðan í frá myndu flugmenn þeirra gera loftárásir á óvíggirtar pólskar borgir, af því að Pól- verjar hefði brotið alþjóðasamþyktir um hernað, með því að láta almenna borgara taka þátt í vörnum borganna. Hefði jafn- vel Jeiðtogar þjóðarinnar hvatt íbúa Varsjá til þess að grípa til vopna. Til þessa, stöð í tilkynningunni, höfðu þýskir flugmenn hlíft pólskum borgum, sem ekki voru víggirtar, en, nú yrði horfið frá því. Þessi tilkynning leiddi þegar til öflugra mót- mæla, bæði í London og Varsjá. Sendiherrann í London kvað þýska flugmenn frá byrjun hafa gert loftárásir á pólskar borg- ir, en sendihérra Bandaríkjanna í Varsjá, sem áður hafði gefið stjórn sinni skýrslu um loftárásir Þjóðverja á pólskar borgir, símaði stjórn sinni aftur um loftárás á þorpið, sem hann nú býr í. Þorpið er með öllu óvíggirt og greip íbúanna felmtur mikill, er þessi loftárás var gerð skyndilega. 12 menn fórust, en margir særðust. Þessi loftárás var gerð í fyrradag. I málstofu breska þingsins var því lýst yfir, að Bretar á- skildi sér rétt til frjálsra athafna á þessu sviði, ef Þjóðverjar gerði áfram loftárásir á óvíggirtar borgir. Pólverjar taka ÍOOO fang'a og mikið af hergögnnm. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Miklar orustur standa yfir nálægf Kutno og Lowics. Halda bardagarnir þar áfram og er barist af mikilli hörku. Pólverjar tilkynna, að eitt þýskt herfylki hafi verið gersigrað þar og tóku Pólverjar þar 1000 menn til fanga, 12 fallbyssur og mikið af hergögnum. Þýsk skriðdrekadeild hefir gert tilraun til þess að brjótast í gegnum Llow (Lemberg), en Pólverjar hrundu árásinni. Norðmenn leigja skip fyrir kol, járn og stál. Fundi sérfræðinga Osloveld- anna í Brússel er lokið að þessu sinni. Rætt hefir verið um, að Norðmenn legði Belgíumönnum til skip, en fengi kol, járn og stál í staðinn. NRP. TVEIR FRÆGIR PÓLVERJAR. Josef Beck, utanríkismálaráðherra Póllands, til vinstri, og Raczynsky, sendiherra Póllands í London. — Hinn síðarnefndi flutti nýlega ávarp í útvarpið til bresku þjóðarinnar. Franska stjórnin endurskipulögð. Daladier íorsætis-, hermála- og utanríkis- málaráðherra. Bonnet dómsmálaráðherra. Frökkum miðar áfram við Saarbriicken. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Frakkar tilkynna, að þeir haldi áfram hægri sókn, samkvæmt fyrirfram ákveðnum áætlunum. Hafa frakknesku hersveitirn- ar sótt fram um eina mílu á allbreiðu svæði og jafnframt hefir verið unnið að því að treysta aðstöðuna á því svæði, sem búið er að taka. Frakkar hafa sótt allmikið fram beggja megin Saarbrucken að undanförnu og er talið líklegt, að borgin falli í hendur þeim bráðlega. En sókn Öll á þessum slóðum hlýtur að vera hægfara, vegna þess að tundurskeyti eru víða grafin í jörð og hver blett- ur að heita má ramlega víggirtur. Bretar óttast að Þjóðverjar komi sér upp kafbáta- og flugstöðvum í Suður-Ameríku. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Fregn frá Buenous Aires hermir, að samkvæmt upplýsingum frá breska sendiherranum þar hafi breska stjórnin farið fram á það við allar ríkisstjórnir í Suður-Ameríku, að þess væri stranglega gætt, að hlutleysi þeirra yrði ekki skert, með til- raunum, sem Þjóðverjar kynni að gera til þess að koma upp kafbáta- og flugstöðvum á ströndum Mið- og Suður-Ameríku. Ríkisstjómir Mexico, Colombia og Uruguay hafa þegar til- kynt, að þær muni ekki þola, að hlutleysi þeirra verði skert í neinu. Er búist við, að ríkisstjórnir annara landa þar, lýsi yfir hinu sama. EÍNKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Franska stjórnin hefir verið endurskipuð og gekk endur- skipunin mjög greiðlega fjrir sig. í rauninni má segja, að alt bafi verið um garð gengið, áður en menn áttuðu sig á því. Daladier, sem var áður forsætis- og hermálaráðherra, var alt í einu orðinn utanríkismálaráðherra líka. Það hefir Iengi verið talið líklegt, að Bonnet myndi víkja úr þessari stöðu, þótt ekki hafi af orðið fyrr en nú. Hann verður nú dómsmálaráðherra og gegnir því áfram mjög virðingarmiklu embætti. Tvö ný ráðherraembætti hafa verið skipuð og fara hinir nýju ráðherrar með hafnbannsmál og framleiðslu hergagna. Stjórnmálamenn og blöð láta í ljós ánægju yfir frönsku stríðs- stjórninni. Það, sem mikilvægast er tal- ið, er það hversu mikið og víð- tækt vald er lagt í hendur Dala- dier, og getur hann tekið á- kvarðanir fljótt og greiðlega, um flest þau mál, sem nauð- synlegt er, að séu afgreidd án tafar, bæði á svíði stjórnmála og hermála. Viðskiíti Þýska- lands og hlut- lausu landanna. Oslo, 14. sept. FB. Það kemur mjög greinilega fram um þessar mundir, að þýska stjórnin lætur sig miklu varða, að haldist geti óbreytt viðskifti Þýskalands og hlut- lausu landanna. Vilja Þjóðverj- ar kaupa jafnmikið af hlutlausu löndunum og áður, en ætlast þá til að þau fylgi sömu stefnu gagnvart Þýskalandi. — NRP. Ráðherrar Norðnrlandi ræða ðfriðarmálín. Osló, 13. sept. — FG. Forsætisnáðlierrar og utan- ríkismálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, koma saman á fund í Kaupmannahöfn mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. þessa mánaðar, til þess að ræða að- stöðu Norðurlanda á yfirstand- andi tíma. — NRP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.