Vísir - 23.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1939, Blaðsíða 2
VISIR VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSíR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 JGengiS inn frá Ingólfsstræti) Bínar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 VerS kr. 2.50 á mánuði. Lmnsasala 10, 15 og 20 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Úrræði strútsins. Eiginlega er spursmálið bara þetta, hvort við eigum að haga okkur eins og strúturinn, eða hvort við eigum að haga okkur eins og menn. Strúturinn sting- ur hausnum í sandinn þegar hættan nálgast, og hann kvað meira að segja kvaka „alt i lagi“ um leið, þvi auðvitað kemur það ekki til mála að slíkur glæsifugl játi að hann sé hrædd- ur. Eigum við að fara eáns að, eigum við að segja að alt sé í lagi, líka það sem ekki er í lagi, eða eigum við að segja al- veg eins og er um ástandið, treystandi betur úrræðum manna en strúta. Þetta er að verða að hálfgerðu deilumáli „innan landamær- anna“. Srúturinn á þar sína á- gætu dáendur og formælendur. Og þeir hinir sömu láta sér ekki nægja að fara sjálfir að dæmi strútsins, heldur krefjast þeir þess, að aðrir geri slíkt hið sama. Við eigum að stinga höfðinu í sandinn og kvaka „alt í lagi“. Alt annað er „taugastríð“ og „hrakspár“! Samkvæmt þessu eigum við að segja að fjárhagur ríkisins sé í besta lagi, gjaldeyrisvand- ræðin gömul þjóðsaga, birgða- skorturinn eklcert nema hjátrú, óþarfar ríkisstofnanir alveg bráðnauðsynlegar. Ef við segj- um þetta ekki, eigum við á hættu að verða stimplaðir sem „landráðamenn". Það er að vísu „búningsbót að bera sig karlmannlega“. En er karlmannlegt að loka augun- um fyrir erfiðleikunum? Eða — er það að minsta kosti ekki karl- mannlegra að horfast í augu við þá? Er besta lækningin sú, að segja að ekkert sé að sjúklingn- um? Eða sú, að finna mein- semdina og ráða bót á henni? Fjármálastjórnin hefir að undanförnu verið rekin eft- ir kenningunni, „flýtur á með- an ekki sekkur“. Útgjöldin hafa hrúgast upp ár frá ári. Til þess að standast þau hefir altaf verið hert á álögunum, bæði beinum og óbeinum. Skattarnir eru orðnir svo gífurlegir, að jafn- vel þeir, sem aldrei hafa séð annað en „breið bök“ eru farn- ir að jála, að ekki verði lengra haldið á þeirri ])raut. Eins og nú horfir virðast engin líkindi til þess, að liægt verði að draga úr beinu sköttunum. Og á- stæðan er sú, að það er liverj- um manni augljóst, sem ekki hefir stungið hausnum í sand- inn, að óbeinu skattarnir, að- flutningsgjöldin hljóta að lækka stórkostlega. Hvað á þá að gera? Á að halda útgjöldunum „óbreytt- um? Eða á að skera niður? Ef útgjöldunum er haldið óbreytt- um, þegar tekjurnar hresta, er tekjuhalli óumflýjanlegur. Þeir sem berjast gegn útgjaldalækk- uninni, berjast þessvegna fyrir tekjuhallanum. Ýmsar af þeim ríkisstofnun- um, sem haldið er uppi, liafa vegna hins breytta viðhorfs ekkert að gera. Hér í blaðinu var í fyrradag sýnt fram á, að hlutverki gjaldeyrisnefndar má Iieita lokið, eins og nú horfir við. Sama er að segja t. d, um bílaeinkasöluna. Dettur nokk- urum lifandi manni í liug að hennar sé þörf eins og nú standa sakir? Eða ætli fiskframleið- endum þyki ekki sínir erfið- leikar ærnir, þótt þeir séu ekki skattlagðir áframhaldandi til þess að halda uppi Fiskimála- nefndinni? Fyrir utan Jiessar rikisstofn- anir er aragrúi starfandi af allskonar nefndum. Þess verður að krefjast, að ríkisstjórnin athugi gaumgæfi- lega, hvað komast má hjá af öllum þessum nefndasæg og leggi þær síðan niður. Allur almenningur er við því búinn að leggja hart að sér til þess að komast fram úr erfið- leikunum. Menn treysta þvi, að eitt verði látið yfir alla ganga í þeim efnum. En ríkisstjómin á að ganga á undan og marka stefnuna. Hún á að skera nið- ur útgjöldin, eftir því sefm nauð syn krefur. Hún á að sýna það í verki, að hún sé trú kjörorði sínu: Eitt yfir alla! Með því einu móti getur hún trygt það, að hún verði þjóðstjórn, ekki bara í orði, heldur líka í verki. a Nýjir verka- mannabú- staðir. Byggingarfélag verka. manna fær lóðir undir verkamannabústaði í Rauðarárholti norðan við Háteigsveg. Á fundi bæjarráðs í gær var ákveðið að láta Byggingarfélag Yerkamanna fá lóðir undir hyggingar sinar í Rauðarárholti, norðan við Háteigsveg. Stærð lóða var ákveðin all aðöOOferm. fyrir hús, en áður hafði stjórn félagsins ákveðið að bygging- arnar skyldi ekki vera sam- byggingar, heldur sérstæð hús með 4 ibúðum og 2 inngangar í livert. Nú er verið að gera ráðstafan- ir til þess að ganga frá teikning- um að byggingunum og ráðstaf- anir í sambandi við byggingar- efni, svo að hægt verði að byrja á byggingunum hið fyrsta. Kappleikir milli Dýska- landslaraia sb K. R. Eins og lesendum Vísis er kunnugt, gat leikurinn, sem fram átti að fara s.l. sunnudag, milli Þýskalandsfaranna og K.R. og Fram, ekki farið fram vegna velðurs. Þess í stað fer hann fram á morgun, ef veðrið kem- ur ekki í veg fyrir það. Þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt fyrir hádegið, Iivemig liðum yrði skipað, var ekki al- veg búið að ákveða þau, en liitt er víst, að þau verða bæði sterk og má því búast við skemtileg- um leik. SKIFTING POLLANDS. SIG- UR STALINS YFIR HITLER. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. amkvæmt sameiginlegum tilkynningum Rússa og Þjóðverja, hefir náðst samkomulag í höf- uðatriðum milli þeirra um skiftingu Póllands. Það er að eins eftir að ganga frá samkomulaginu í ein- stökum atriðum, og verður það falið herráðsforingjum, þýskum og rússneskum. ÞÝski herinn hefir þegar hörf- að vestur fyrir þau mörk, sem aðskilja eiga herina. Samkomulagið um skiftinguna er þannig, að menn eru alment sammála um, að Rússar beri mikið meira úr být- um, en búast mátti við. Og það, sem þeir fá, hafa þeir fengið fyrirhafnarlítið, eða án þess að berjast að ráði um það. Þjóðverjar hafa hinsvegar beðið mikið mann- tjón í bardögunum í Póllandi. Tala fallinna og særðra í þýska hemum í Póllandi er sögð um 150.000. Blöðin í Lundúnaborg ræða mikið um samkomulag Rússa og Þjóðverja og segja, að Stalin hafi sigrað Hitler — hann hafi borið miklu meira úr býtum en Hitler haf i viljað. News Chronicle segir, að Hitler hafi barist til þess að sigra Pólland, án þess að geta lagt það undir sig ,og bætir því við að framsókn rauða hersins til vesturs kunni að reynast hættuleg, þótt síðar verði. Bússai' liafa tekid 120 þús. ianga. ♦ Skeyti frsí borgrarstjóraiiiim í Vai'sjú til Unlted Pre§s. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. I tilkynningu rauða hersins i morgun segir, að sex pólskar fótgönguliðsherdeildir hafi gefist upp í héruðunum kringum Lemberg. Alls hafa Rússar nú tekið um 120.000 fanga. Rússneski herinn hefir tekið Byelostok, vigið og hæðirnar norður af Grodno, einnig Sarny-héraðið. BORGARSTJÓRINN 1 VARSJÁ SÍMAR UNITED PRESS. Borgarstjórinn í Varsjá, Starzynski majór, hefir sent United Press skeyti, þar sem hánn segir, að varnarsveitimar við Varsjá hafi livergi látið undan síga í bardögunum að undanförnu, og nú séu jiær að vinna á liægt og hægt. í skeytinu segir, að baráttuhugur pólsku hersveitanna sé ó- lamaður og sigurvilji þeirra aldrei sterkari. Þá segir hann, að menn hafi farist i loftárásum Þjóðverja 1 þúsundatali. Matvælaskömtun liefir verið fyrirskipuð í borginni og er orðinn mikill skortur á sumum matvælateglmdum t. d. mjólk- urafurðum öllum. Blaðið Daily Herald Tribune er þeirrar skoðunar, að til þess kunni að koma, að Rússar og Þjóðverjar hafi fleiri áform í huga á meginlandinu, og muni það ef til vill bitna á Uhgverjalandi og Rúmeníu, og kannske smáríkjunum við Eystrasalt, Lithauen, Eistlandi og Lettlandi. Málflutningur fyrir Félagsdómi í gær, Rússar og Þjóðverjar skifta landinu þannig milli sín, að línan verður dregin frá miðju Austur-Prússlandi til suðurs, um Var- sjá, til landamæra Slóvakíu, austarlega. Skiftist landið þannig um það bil í tvent og fá Þjóðverjar mikilvægustu iðnaðarhér- uðin, sem eru í vesturhluta Iandsins, en meirihluta Varsjá éða vestan fljótsins, en Rússar það, sem austan megin er (Praga- hverfið). I rússneska hlutanum eru margar merkar borgir og mikilvægar, sem þannig falla í hendur Rússa, svo sem Lemberg, Brets-Litovsk, Lialistok, Grodno og Vilna. Rússar fá bestu olíu- lindir landsins. Eftir samkomulagi þessu áð dæma virðist það úr sögunni að mynda pólskt smáríki, milli Þýskalands og Rúss- lands, í ýmsum löndum skrifa hermálasérfræðingar nú mikið um það, að vegna nálægðar rauða hersins verði Þjóðverjar að binda mikinn her í austurhluta Þýskalands. Ýmsir kunnustu hermála- sérfræðingar hafa litið svo á, að það væri Þýskalandi hagur að hafa Pólland milli Þýskalands og Rússlands, cn nú hefir ann- að orðið ofan á. Póllandi hefir verið skift enn einu sinni og Rússar og Þjóðverjar eru orðnir nágrannar. Sumir sérfræðing- ar, sem um þessi mál skrifa telja aðalhætturnar af hinni nánu sambúð munu koma í Ijós í framtíðinni, ekki í nánustu fram- tíð, — bæði Rússum og Þjóðverjum sé nauðsyn að halda sam- an, eins og komið er, í bili. Og víst er, að mikill ótti er í ná- grannalöndunum, einkum Rúmeníu, Lithauen og Ungverja- landi við frekari áform Rússa og Þjóðverja. I gær var flutt fyrir Félags- dómi mál það, er Sigmundur Björnsson verkamaður í Hafn- arfirði höfðaði gegn verka- mannafélaginu Hlíf, vegna sam- þyktar félagsins hinn 27. febr. og hinn 19. maí s.I. um brott- vikningu hans og annara félags- manna úr félaginu, og var brottvikningin bygð á því, að hann var meðlimur í öðru félagi í Hafnarfirði í sömu starfsgrein og einn af stofnendum þess. Guðmundur Guðmundsson, hrmflm. sótti málið fyrir hönd Sigmundar Björnssonar, en Pét- ur Magnússon hrmflm. varði málið fyrir hönd Hlífar. Kröfur þær, sem gerðar voru í málinu voru í aðalatriðum þær, er hér greinir: 1. Að samþyktir verkamanna- félagsins Hlífar frá 27. febr. og 19. maí 1939, um að þeir einir geti verið meðlimir að lögum í verkamannafélaginu Hlíf, sem ekki eru jafnframt meðlimir PÓLSK SKRIÐDREKASVEIT SÆKIR FRAM. annars stéttarfélags verktu- manna í Hafnarfirði í sömu starfsgrein, verði ómerktar. 2. Að verkamannafélagið Hlíf verði skyldað til að veita stefnanda full og óskert félags- réttindi i Hlíf, þar með talin réttindi til selu á félagsfundum, málfrelsi, tillögu- og atkvæðis- rétt, ásam öllum vinnuréttind- um samkvæmt taxta og samn- ingum félagsins. 3. Að verkamannafél. Illíf verði dæmt í sektir fyrir brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 89, 1938. 4. Að verkamannafél. Hlíf verði dæmt til að greiða máls- kostnað samkvæmt mati réttar- ins. Pétur Magnússon krafðist liinsvegar sýknu fyrir hönd Hlífar og benti á að hér væru aðeins tveir möguleikar fyrir hendi: Annar sá, að fleiri stétt- arfélög mættu vera starfandi i sönm starfsgrein á sama félags- svæði, en þá næði 2. gr. laganna um stéttarfélög og vinnudeilur því aðeins tilgangi sinum, að verkamenn hefðu rétt til að vera í einu félagi. Hinn mögu- leikinn væri sá, að eitt verka- lýðsfélag skyldi vera i sömu starfsgrein á sama félagssvæði, en þótt hver maður ætti rétt á að vera meðlimur í slíku stétt- arfélagi, hefði stefnandi málsins firt sig þeim rétti með þvi að gerast stofnandi og meðlimur i félagi, sem ólöglegt væri. Málflutningurinn liófst kl. 4% og stóð yfir til kl. 8Vfe. Dóm- ur verður væntanlega uppkveð- inn i málinu á mánudaginn. Athygli skal vakin á auglýsingu frá ITelga Tryggvasyni, cand. phil., í blaðinu í dag, um skóla þann í gagnfræð- unl, sem hann starfrækir í vetur. Er nú aðeins rúm fyrir fáa í við- bót í skólann, og ætti þeir foreldrar, sem ætla a<5 senda börn sín í skólá Helga, að tryggja þeim rúm sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.