Vísir - 12.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR Ilenr'y S ái 111 s«»n heimsækir Island á le£ð til London. -o— Hann heimsótti ríkisstjóra og skoðaði herstöðvar H ‘ENRY L. STIMSON hermálaráðherra Banda- ríkjanna kom hingað síðastliðinn laugardag á leið til Bretlands. Dvaldi hann einn sólar- hring hér á landi, en hélt þá áfram för sinni. Meðal förunauta ráðherrans var Alexander Surles, hershöfð- ingi, sem er vfirmaður félagsmáladeildár hermála- ráðuneytisins. Willfarn S. Key hershöfðingi, yfirmaður ameríska setuliðsins hér, lók á móti Stimson, er flugvél hans lenti á laugardags- morgun, en heimsóknin til ríkisstjóra fór fram um klukkan líu. Var ráðherrann drykklanga stund hjá ríkisstjóra, en ók síðan á hrott. DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Auður í annars garði. M argur liyggur auð í annars garði, og’enn sannast það, sem Páll skáld Ölafsson kvað, að: „Hver vill annars eignum ná, um einskilding og dalinn, menn eru að kíta að ýtazt á unz þeir falla í valinn.“ Ekki spillir það tilverunni að barátta þessi er klædd oftast í grímu- húning niargra og misjafnra liugsjóna, eftir því sem hver hefir gáfur og getu til. Stundum virðist mönnum þó viðleitni þessi keyra úr öllu hófi, áróðurinn verða of barnalegur og vesældarlegur, og fyrst og fremst miðaður við að vekja óánægju án þess að hafa nokk- ura hagkvæma þýðingu að öðru leyti. Fyrir nolílcru birtist í Tímr anum grein um fjárhirðingu í sveitum og fleira þess eðlis. Komst greinarhöfundur m. a. svo að orði að fjármennirnir settust ekki upp í „Iuxus-hif- reiðar“ er út fyrir kæmi hús- dyrnar og gegndu fjárliirðingu á l>ann hátt. Nei mikil ósköp. Þeir yrðu að fara gangandi til fjárliúsanna, og virtist jafn- framt draga í efa að Reykvík- ingar, — í öllum „luxus-bifreið- unum“ gætu skilið það fyrir- brigði, að menn þyrftu að ganga á tveimur jafnskjótum til fjár- liúsa í stað þess að fara á fjór- um hjólum, hafandi eitt „vara- dekk“ að auki. Er nú ekki von að fjárhirðunum gremjist til- veran? Allir Reykvíkingar ak- andi i bifreiðum, en þeir einir, — vesalingarnir, — fótgang- andi. Já, margt er manna bölið misjafnt drukkið ölið, lífs um íæpa tíð. Ekki alls fyrir löngu flutti rektor Menntaskólans, erindi í ríkisútvarpinu, um merkileg- nstu fyrirbrigði liér á landi, og staldraði þá m. a. við á Laugar- vatni. Hafði hann þar um þau orð, að á sumrum dveldi fína fólkið úr Reykjavík þar og spil- aði „bridge“, en um engar þarf- legri aðgerðir væri þar að ræða, eða að minnsta kosti urðu orð hans ekki skilin á annan veg. Mönnum virtist sein þarna væri utangarðsmaður að tala, sem hefði ekki yfir höfuðið þak, hvað þá heldur að hann væri einvaldsherra í stærsta sumar- bústað hér á landi, — Mennta- skólaselinu, — með öllum þess gróðurliúsum og vermireitum. Nei, — fína fólkið í Reykjavík gat eitt veitt sér það óhóf að dvelja á Laugarvatni, en það fylgdi ekki sögunni að þetta fína fólk hefir ekkert Menntaskóla- sel til sumardvalar, — jafnvel ekki þak yfir höfuðið nema ieiguíbúðir hér í höfuðstaðnum, en leitast samt sem áður við að veita óþroska börnum sínum sæmilega heilsusamlegt uppeldi. Sumt af þessu fólki á ekki að öðru að flýja en afarkostum sumargistihúsanna, og getur jafnvel sannazt á því að það er dýrt að vera fátækur, þótt það sjái ekki ástæðu til fyrirlestra- halds í sambandi við óhófslíf- ernið og þægindaværðina 1 Ivlukkan 2.45 fór fram her- sýning fyrir utan liáéinn og gekk ein hersveit (battallion) fýrir ráðherrann með lúðrasveit í broddi fylkingar, en að því búnu ók hann á brott. Skoðaði liann lierbúðir og sá hermannaflokka að æfingum með ýmis vopn. Hann ók einnig niður að höfn kannaði herflokk hér í bænum og skoðaði samkomusali amer- íska Rauða lcrossins. Um liádegið áttu hlaðamenn stutt viðtal við Stimson. Sagði liann, að sér væri mikil ánægja að koma hingað, þar eð araer- ískir .hermenn hefði fyrst verið sendir liingað í baráttunni fyrir frelsinu. Þeir hefði verið lengi fjarri heimilum sínum og þess vegna liefði Jiann lvomið við til þess að heilsa upp á þá. Þeim liði vel hér'og sér væri það ánægju- efni að komast að því, hvað Menntaskólaselinu. Það er ó- sköp leiðinlegt, er menntaðir menn sýna slílca smekkleysu í málflutningi, sem ætti að vera gjörsneyddur allri ])ersónulegri áleitni, en smekkurinn vill loða við kerið, liafi lengi legið í því fúll grautur. Hér hafa tvö dæmi verið val- in af liandaliófi af þeim fjöl- mörgu smekkleysum, sem alls- staðar úir og grúir af í mæltu máli á opinberum vettvangi eða hinu ritaðfy orði. Vita ástæðu- laus öfund og áreitni virðist vera svo ríkur þáttur í eðli sumra þeirra manna, sem þyk- ir við eiga að hafa sig í frammi, að full ástæða virðist til að vekja á þessu athygli öðrum til viðvörunar, enda eru vítin til þess að varast þau. Smáborgara- bragurinn og rætnin virðist eiga liér svo rik ítök, jafnvel á ólik- legustu stöðum að góðir og gegnir menn, sem dvalið hafa langdvölum erlendis, en hingað flytja að nýju, geta ekki liafst við í slíku andrúmslofti, en kjósa að flýja land til þess að forðast ósómann. Er þannig fullyrt að eitt af frægustu skáld- um þjóðarinnar liér og erlendis liafi orðið liér fyrir slikri áreitni og móðgunum, að hann treyst- ist ekki til að una hér áfram svo sem hann ætlaði, eða bera þar beinin sem vaggan stóð, en það verður ávallt ríkasta ósk hvers íslendings þrátt fyrir allt. Öf- und og áreitni eru eiginleikar. sem rót sína eiga að rekja til menningar- og menntunar- skorts, en stjórnmálamenn ýms- ir virðast telja það æðsta lilut- verk sitt að viðhalda og auka á þessar hvatir, fyrst og fremst til eigin lífsframfæris. Hálf- menntun eykur á skilyrði sliks gróðurs, en liin sanna menntun verkar eins og eiturlyf á skað- semdargerla þessa. Auður í ann- ars garði er oft minni, en marg- ur liyggur, en tryggasti auður- inn er vafalaust sá að sjá ekki ofsjónum yfir annara lífskjör- um eða velgengni, ef tryggður er að öðru Ieyti fyllsti réttur lianda öllum. samliúð liersins og Islendinga væri góð. Þá sagði Stimson, að það væri sér gleðiefni að liafa Jiaft tæki- færi lil að tala við Svejn Björns- son ríkisstjóra. Um kveldið var veizla í aðal- herbúðunum. Þar voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, Vil- Iijálmur Þór útauriivisráðlierra og Björn Ólafsson fjármálaráð- lierra gestir herstjórnarinnar. Þegar Stimson kom til Bretlands, tóku Devers liers- Iiöfðingi, Averill Harriman o. fi. á móti iionum á flugvellinum, þar sem fiugvél lians lenti. Stimson mun taka þátt í mikil- vægum ráðstefnum á Bretlandi. Henry L. Stimson. Henry Lewis Stimson, herinála- ráðherra Bandarikjanna, er 75 ára að aldri, fæddur í New York City 21. september 1867, og hét faðir hans Lewis Atterbury Stim- son, en móðir hans Candace, fæcjtl Wheeler. Lauk fyrsta lagaprófi sínu við Yale-háskóiann 1888 og meist- araprófi við Harvard-háskólann 1889. Stundaði laganám 1889 og 1890 við Harvard og gerÖist hæsta- FagrabreWka á Þingvöllum. Það hefir mörgum landanum hlýnað um hjartarætúrnar við að athuga trjágróðurinn í Fögru- hrekku, þar sem fyrsta sporið hefir verið stigið til að skrýða Þingvelli aftur þeim skógi, sem forðum prýddi þá. Maður nokkur, sem ný- lega athugaði skógræktina þarna, hefir sent mér þessa athugasemd: „Eg hafði ekki komið til Þing- valia í nokkur ár, hugði gott til að sjá framfarirnar í „Fögrubrekku". Þar er að vísu um nokkurn vöxt að ræða, en þar eru líka auðsæ dauða- merki á allmörgum trjám og öm- urlegt um að litast meðal furu- trjánna. Furuskógurinn í „Fögrubrekku'1 á Þingvöllum er í hættu. Ekkert virðist hafa verið lagfært þar. Trén brotin. Greinar hanga hálfbrotnar við stofninn, eða leggjast niður í moldina. Feyskjur engar teknar hurt. Grisjun engin. Girðingin viða siiguð eða hálfrifin upp. Dauða- merki á allmörgum trjám. Þarf bráðra aðgerða við, ef ekki á að fara á sömu leið og furan við Rauðavatn." Þetta eru vissulega slæmar frétt- ir. Eg gat ekki haft tal af skógrækt- arstjóra. Hann er norðanlands, og aðstoðarmaður hans er austur í Múlakoti. En eg skal koma þessu til þeirra við fyrsta tækifæri. réttarmálaflutnigsmaður 1891. Fyr- ir réttum 50 árum, 6. júlí 1893, gekk hann að eiga konu sína, Mabel Wellington White. Hann gérðist saksóknari ríkisins í suðurhluta New, York-horgar 1906 og gegndi því starfi til 1909, en 1910 bauð hann sig fram sem ríkisstjóra í New York ríki af hálfu repúblikana- flokksins. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hann er hermálaráðherra, því að það var henn einnig fyrir Á laugardaginn keppti Fram við úrvalslið úr Knattspyrnufé- lagi Akureyrar og Þór, og lykt- aði leiknum með jafntefli 1:1. í kvöld verður næsti lcapp- leikuriniú við Fram og fellur það í lilutskipti K. A. að keppa við þá. I gær fóru Framarar í boði íþróttaráðs Akureyrar í Vagla- skóg. Fimleikaflokkur Ár- manns hafa lokið sýningum nyrðra, Fimleikaflokkur Ármanns hélt síðustu sýningu sína á Norðurlandi að Laugum í gær- kvöldi. Þeir munu samt dvelja Kvikmyndahúsin. Það vírðist ekki vera ráðstöfun, sem nein mein læknar, þótt þau kvikmyndahús, sem nú starfa, séu tekin úr einkarekstri og tekin í bæjarrekstur. Það sem vantar eru fleiri kvikmyndahús, og úr þvi að bærinn hefir skyndilega fyllzt slík- um áhuga fyrir bíórekstri, hvers- vegna lætur enginn sér detta það í hug að láta hann reisa nýtt kvik- myndahús — eitt e^a fleiri? Ein- hverir forráðamanna bæjarins hafa efalaust séð, hvernig ástandið byggir hentu g kvikmyndahús í bröggum sínum, og má margt af því læra, fyrst og fremst það, að því ódýrara sem húsið er, því ó- dýrara er hægt að selja inngang- inn og græða þó drjúgan skilding. Svo væri náttúrléga hægt að full- gera Þjóðleikhúsið, en það er önn- ur saga. Vinsamleg' tilmæli fyrir 62 árum. I blaðinu Fróða, sem hóf göngu sína á Akureyri 1880, birtist 3. maí 1881 svohljóðandi auglýsing: „Þar eð eg er genginn í bind- indisfélag Höfðhverfinga, vil eg mælast til við kunningja mína að bjóða mér ekki áfenga drykki. Staddur á Grímsnesi 28. marz l88x. Sigurður Guðjónsson." meira en 30 árum, frá því í maí 1911 þar til í marz 1913, í ráðuneyti Tafts forseta. RáÖherratign hlaut hann aftur 1927, þegar hann var 1 sendur sem séstakur fulltrúi Hoov- ers forseta til Nicaragua og skömmu síðar gerður landsstjóri á Filipps- eyjum, til 1929, er hann gerðist ut- j anríkisráðherra í ráÖuneyti Hoov- ers. Gegndi hann því starfi til 1933. Ilann var formaður fulltrúanefndar Bjandaríkjanna á flotaráðstefnunni í London 1930 og -foringi sendi- j nefndar Bandaríkjanna til afvopn- j unarráðstefnunnar í Genf 1932. í heimsófriðnum starfaði hann : með her Bandaríkjanna í Frakk- i landi frá því í desember 1917 og | þar til í ágúst 1918, og var þá of- j ursti að tign. í heiðursskyni gerði | St. Andrews háskólinn ^kozki hann að heiðurscloktor í lögum. enn um stund norðanlands og ekki koma suður fyrr en n.k. sunnudag. Var fimleikaflokkunum hvar- vetna tekið með kostum og kynjum, enda létu þeir ekki sitt eftir liggja og lögðu oft mikið að sér á ferðinni. Sem dæmi naá nefna það, er þeir fóru til Siglu- fjarðar . s.l. miðvikudagslcvöld, og sýndu þar, en liéldu svo áfram að sýningu lokinni til Ólafsfjarðar og sýndu þar kl. hálf eitt um nóttina. Var þeirri sýningu ekki lokið fyrr en kl. 2. Var hver einasti maður í þorpinu á fótum, til að taka á móti ]>eiin enda var fjöldi á- horfenda á sýningunni og hrifni mikil. Minningarsjóður um Þórarin Kristjánsson, Nýlega hefir starfsfélk Hafn- arinnar hafist handa um stofn- un minningarsjóðs um Þórar- in heitinn Krisljánsson, hafn- arstjóra. Safnazt hafa rúmlega 13.600.00 kr. og eru þar með taldar kr. 1000.00, sem Slippfé- lagið gaf í sjóðinn. Það er ætlun starfsfólks Hafnarinnar, að minningar- sjóðurinn verði stofnaður með hinni fyrrgreindu fjárupphæð, en það er enn óákveðið, til hvers honum skuli varið. Sjóðurinn hefir nú verið af- hentur ekkju Þórarins heitins, frú Ástríði Hannesdóttur, til ráðstöfunar. SlÐUSTU FRÉTTIR. I þýzku herstjómartilkynn- ingunni í morgun segir, að bandamenn hafi í gær gert ár- angurslausar tilraunir til að breikka „brúarsporða“ sína og möndulsveitir hafi byrjað skipu- lagðar gagnárásir. Mörgum sídpum var sökkt, m. a. 10.000 smál. beitiskipi. Kafbátar hafa sökkt 6 skip- um, 42.000 smál., á Atlantshafi. Þá segir tilkynningin, að mik- j ið lið Rússa hafi verið innikróað og eytt milli Orel og Byelgorod. I gær voru 220 skriðdrekar og 70 flugvélar eyðilagðar fyrir j Rússum. Scrutator: TÁudAb. aAfti&JMWjtyS STIMSON TALAR VIÐ BLAÐAMENN. Frá hægri: Mr. Stimson, amerískur foringi, Váldemar Björnsson sjóliðsforingi, Surles liershöfðingi og blaðamenn. rrðin - Rkureyrfssor 1:1 Seyðfirðingar vilja lýðveldi strax. Samþykkt bæjar- stjórnar. Á fundi sínum 5. júlí 1943 samþykkti bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar eftirfarandi ályktun einróma: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar lýsir sig eindregið fylgjandi ]>ví, að lýðveldi verði stofnað hér á landi, og skorar á Alþingi, þegar það kemur sam,- an í sumar eða haust, að sam- þykkja án tafar stjómarskrá fyrir lýðveldið, og verði hún lát- in ganga í gildi svo fljótt sem framast er unnt og eigi síðar en 1. febrúar 1944. Bæjarstjórnin vill í sambandi við afgreiðslu þessa máls leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Með mál þetta verði farið sem algert sérmál íslend- inga. Engar samningaumleit- anir varðandi það verði upp- teknar við dönsku stjórnina og afskiptum hennar og ráð- leggingum annara þjóða, ef fram koma, vísað á bug. 2. Ef nauðsynlegt þykir að þj óðaratkvæðagreiðsla verði höfð um málið, þá verði hún látin fara fram eigi síðar en fyrrihluta janúarmánaðar n. k. og standi yfir svo marga daga sem þurfa þykir, svo tryggt sé, að allir sem, vilja, fái neytt atkvæðaréttar síns. Atkvæði verði talin heima í hverju kjördæmi að lokinni atkvæðagreiðslunni. 3. Minningardagur um endur- reisn lýðveldis hér á landi, sem einnig verði gerður að minningardegi Jóns Sigurðs-. .sonar verði hafður einhvern dag á tímabilinu frá 10. júlí til 10. ágúst, t. d. 2. ágúst ár hvert. Vegna veðurfars og staðhátta einkum á Aust- fjörðum og víðar um land verður að telja 17. júní mið- ur lieppilegan sem þjóðhá- tíðardag. Þá vill bæjarstjórnin skora á alla stjórnmálaflokka að liefja nú þegar sameiginlega sókn í hlöðum og útvarpi og með fundahöldum, til þess að vekja áhuga og styðja að einingu þjóð- arinnar i þessu stærsta velferð- armáli hennar.“ 5 manna bill til sölu; sérstaklega hentugur til lahgferða. — Til sýnis á horninu á Vesturgötu og Framnesveg kl. 7—9 síðd. Mig vantar | 2ja til 3ja herhergja íbúð nú þegar. Uppl. i sima 1886, frá kl. 9—5 alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 10—12. Þorsteinn Sveinsson, lögfræðingur. Bílsætí Vil kaupa aftursæti og stóla í 4ra manna bil. Uppl. í síma 1396 eftir kl. 6. — Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.