Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 5
Laugardaginn 31. maí 1952 TlSlB 3 Skorti leikarann persónuleika, er öll dýrðin brak beinagrinda/1 JLeiJkk*»m£&n Jore Seyelck® segÍF ekiit sitt ú ieikiist þú eimkmwBt Shsen. Glæsileg, gáfuð, góðviljuð. Þannig er í sem fæstum orðum Tore Segelcke lýst. Einstaka þokuhugsuðir hafa haldið því fram, að mikill leik- ari þyrfti ekki að vera greind- ur, hann þyrfti bara einhverja litsræn aæð og innblástur. En inij. í hvað á að blása og hver á að gera það, ef leikarann skortir góða greind, samfara traustri skapgerð og tilfinn- ingadýpt? Þeim til athugunar, sem trúa því, að leikari megi vera hálfgerður skynskipting- ur skal þess getið, að allir mestu leikarar heimsins hafa verið og eru bráðgreindir, en auk þess er þeim ásköpuð sú náðargáfa, sem hvorki verður mæld né vegin, að geta sýnt skapgerð og tilfinningaólgu margskonar manna og kvenna á leiksviðinu. Þetta er leynd- ardómurinn í styrk hins mikla leikara. Tore Segelcke er í hópi þeirra leiltara, sem svarar spuming- um um gott veður og ánægju- legt ferðalag góðlátlega, en hún vill miklu heldur ræða um þá göfugu list, sem hún hefir helgað ævistarf sitt, og þá ekki sízt meistarann mikla — Hen- rik Ibsen. Konan í leik- ritum Ibsens. „Hvers vegna teljið þér að Ibsen hafi skilið konuna betur en flestir aðrir leikritahöfund- ar?“ „Ibsen hefir sagt „að skáld ætti ekki að leita fyrirmyndá, en láta persónur rísa úr róti hugans". Hann hefir þó ekki farið alveg eftir þessari kenn- ingu. Björgvinjarstúlkan Rikke Holst var fyrirmynd að Gilde pá Solhaug (Veizlan á Sól- haugum, tengdamóðir hans, Magdalene Thoresen, er fyrir- mynd að „Fruen fra havet“, og húsfreyja hans hafði sannan- lega áhrif á rithöfundarferil hans. Ibsen var aldrei yfirborðs- kenndur, athygli hans var frá- bær, eljan og vandvirknin sömuleiðis. Hann var laus við allan hlaupagosahátt í ásta- málum, en innsæi hans í sálar- líf fólks kenndi honum brátt, að tilfinningalíf konunnar er lítt kannað djúp, fullt af alls- konar völundarhúsum, sem jafnvel mestu meistarar þekkja ekki til fulls, enda sagði hann sjálfur: „En kvinde bliver man aldrig færdig med“ (kon- unni kynnist enginn til fulls), og hann bætti við: „Hún er eins og hafið, sem aldrei verður mælt að fullu. Sál karlmanns- ins er ekki eins flókin.“ Þótt Ibsen væri hrifinn af konunni, eins og Nóra í Brúðu- heimilinu ber glöggt vitni um, var hann alls tícki hrifinn af inngöngu hennar í þjóðmálin. Kvenréttindahreyfingin var slæmt lyf ‘ í hans beinum, en hann var í þessu efni sem öðru öruggur túlkandi einstaklings- hygggjunnar. Hann neitaði því með öllú, að hann Hefði haft kvenréttindamál í huga, þegar hann skrifaði Brúðuheimilið. „Eg vil aðeins lýsa fólki,“ sagði hann. Ibsen talaði sjaldan Tore Segelcke. um konui-, en er nann gerði það, var það alltaf af mikilli virðingu. Leikpersónur og manngerðir. Engin leikpersóna hans er eins og fyrirmyndin, enda má með sannj segja, að hann þekkti manngerðir betur en holai klædda einstaklinga. Hin undraverða athygligáfa hans, samfara ljósri og rökréttri hugsun, valda því fyrst og fremst, að kvenpersónur hans eru jafnlifandi í dag og þær voru fyrir 100 árum. í Veizl- unni á Sólhaugum er aðstaðan sú sama og í flestum leikritum Ibsens, konan er hetja, mað- urinn vesalingur — þess vegna sælcjast karlmannlegir leikarar ekki eftir að leika í leikritum Ibsens.“ „Hvaða persónur hefir Ibsen gert mestar og hvers vegna eru þær miklar?“ „í rauninni er varla hægt að segja, hvaða persónur Ibsen hefir gert mestar. Hann hefir blásið lífsanda í allar sínar persónur. Þess vegna kveður svo mikið að þeim á leiksvið- inu og það gerir leikritin fram- úrskarandi leiksviðshæf. Þetta vekur áhuga leikaranna og hlýtur einnig að hrífa áhorf endur.“ „Úr róti hugans“. „Hefir Ibsen látið sinn eigin persónuleika birtast að miklu eða litlu leyti í leikpersónun- um?“ „Ibsen sagði sjálfur, „að persónurnar risu úr róti hug- ans“, en mikla vinnu og mikið erfiði hefir hann alltaf lagt á sig áður en nokkurt leikrit var follskapað. Þegar hann hafði lokið fyrsta leikriti síhu, sagði hann: „Ef eg ætti að telja allt, sem eg skulda sigildum höfundum, er skráðu leikrit, sem eg get lesið, og meðbræðr- um mínum, sem hafa leyft mér að athuga sig, yrði ekki mikið eftir af mér“. Þessi mikli heili var sí og æ að vinna úr skynjanasægnum, og árangur- inn varð dásamlegir dýrgripir, sem glitra á menningu mann- kynsins, meðan hugsun og til- finning breytast ekki til mik- illa muna. Ibsen gerþekkti sígildu höf- undana, en hann sótti ekki síður efni sitt í samtöl við bændur, verkamenn og iðnað- armenn, þann hluta mann- kynsins, sem ekki er haldinn vanmetakennd sökum hræðslu við þekkingu meðbræðra sinna, eða barnalegum ótta um, að þeir standi sig ekki sem skyldi. Þegar hann dvaldi í Hellesult í Geirangursfirði bauð hann fiskimönnum og bændum þrá- faldlega til kaffidrykkju og ræddi við þá um alla heima og geima. Þannig fekk hann mik- ið af efninu í Brand. Ibsen hef- ir einkum lýst sjálfum sér í myndhöggváranum í „Nár vi döde vágner“ og þó mest í Brand, en þar segir hann um sjálfan sig: „Hann svífur yfir vötnunum eins og þruma heimsins, og vekur sofandi á jörðu.“ Hann sá í sjálfum sér svipu mikilla máttarvalda.“ Persónurnar eru lifandi enn í dag. „Hvers' vegna er Nóra orðin uppáháldshlutverkið yðar?“ „Nóra; er lifandi í dag, þótt margt sé breytt, síðan leikritið var skrifað. Helmer og hans nótar erú margir í öllum lönd- um, menn, sem þegar öllu er á botninn hvolft, vilja ekki við- urkenna einstaklingsbundið og sjálfstætt líf konunnar. Hlut- verkið veitir leikkonunni tækifæri til að reyna krafta sína í smáu og stóru og frá ýmsum hliðum.“ „Hvaða áskapaða eiginleika þarf mikill leikari að hafa og hvernig þroskar hann þá bezt?“ „Neistinn, sem tendrar bál leiklistarinnar í huga leikar- ans, verður að vera áskapaður engu síður en ritlistarneisti skáldsins. En þetta er ekki nóg. Leikarinn verður að opna huga sinn fyrir öllum áhrifum um- hverfisins, láta sem allra minnst fara fram hjá sér, og vinna svo að lokum yandlega úr því efni, sem athyglin hefir safnað. Annars hefur Ibsen svarað þessu betur, en eg get gert í „Ballonbrevene". Hann segir þar: „Skorti leikarann persónu- leika og feli ekki í huga sínum hatrið, reiðina, fögnuðinn, gleö- ina og æðaslátt blóðs og ástai, verður öll hans dýrð brak beinagrinda“.“ „í viðtali við Dagbladet i Oslo sögðust þér hafa lesið ís- lenzkar bókmenntir. Hvað finnst yður bezt í þeim?“ „Eg þekki þær all$ ekki nógu vel, en af því, sem eg hef lesið, finnst mér Njálssaga og ís- lahdsklukkan eftir Halldox Laxnes gnæfa hæst.“ fslendingarsögurnar voru sem opinberun. „Varð Ibsen fyrir áhrifum fra íslenzkum bókmenntum?“ „Hann sagði sjálfur, að ís- lendingasögurnar hefðu verit sér eins og opinberun úr öðrurn heimi. Þegar hann hafði lokið fyrsta mikla leikritinu „Víking- arnir á Hálogalandi" lýsti hann því yfir, að efni og áhrif væru einkurn sótt til hinna þriggja „stóru“: Njálu, Egilssögu og Laxdælu, þótt fleiri stoðir rynnu undir þetta mikla verk. Ibsen notaði líka orð, sem voru óalgeng í málinu, eins og það var þá, og um þá hlið málsins sagði hann: „Sé rnaður í vafa um þegnrétt orða i norsk- unni, skulum við líta til upp- runans, íslenzkunnar og mál- lýzknanna í sveitunum. Sé orðið til á þessum vettvangi, erurn við á réttri leið.“ Stirð orð og setningar kallaði Ibsen bæna- bókarstíl. Sjálfur skrifaði hann stuttan og gagnorðan stíl, sem minnir á sögurnar. Þetta gerir hlutverkin auðlærð. „Eg hef reynt að auka sérkenni móður- málsins," sagði hann, „og veita því reisn sem tekið verði eft- ir.“ Síðan Ibsen dó, hefir málið að miklu leyti staðið í stað en nú. lítur út fyrir, að norsk stjórn- arvöld ætli að þvinga það til að taka stökkbreytingu, en slík- um fyrirskipunum taka þjóð- tungur aldrei með þegjandi þolinmæði. Vonandi verður ekkí. rekið svo mikið á eftir þessaril þróun að málið beri upp á. sker.“ Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. í Kæliskápmn er nauðsynlegt að fá NORIT FILTER, þá er hægt að geyma í honum hangikjöt og önnur lyktar- sterk matvæli án þess að önnur matvæli taki lykt- ina í sig. NORIT FILTER eyðir lyktinni. Kostar að- eins ki’. 29,00. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Tilky nning um ióðahreinsun. Samkvæmt 10. og 11. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum Iireinum og þnfalegum. Lóðaeigendur eru hér með áminntir um að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrífnaði og óprýði og liafa lokið þvi fyrir 3. júní n.k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseigenda. Upplýsingar i skrifstofu borgarlæknis, sími 3210. Reykjavík, 15. maí 1952. HEILBRIGÐISNEFND. $ þllum trúnúi Piparsvcinn spyr: „Eg sá í Vísi, að leikkonan Lily Bro- berg vildi fegin dvelja hér eitt- hvað lengur, jafnel þótt hún yrði að vinna það til að fara í vist. Myndi leiltkonan ekki eins vel vilja taka að sér bú- stjórn?“ Svar: Eg get ekki svarað spurningunni með neinni vissu, en ekki sakar að ræða málið við frk. Broberg —, hún býr á Hótel Borg, en er líklega á förum. Forvitinn spyr: „Kunningi minn sagði mér, að þér hefðuð nýlega birt grein um einkamál Svíakonungs. Hvaðan höfðuð þér heimildir yðar?“ Svar: Vísir hefir ekkert um þessi mál skrifað. Ef þér teljið þau girnileg til fróðleiks, skul- uð þér snúa yður til Tímans, sem mun hafa menn með sér- þekkingu á þessum málum í þjónustu sinni. Ófróður spyr: „Eg fæ frí í næsta mánuði og er að hugsa um að eyða því norðanlands, helzt annaðhvort í Eyjaíirði eða Skagafirði. Getið þér sagt mér í hvorum firðinum muni vera betra loftslag?“ Svar: Eftir því, sem eg bezt veit, er það lítill munur á. Veður- hefir að vísu verið betra í Eyjafirði síðustu vikuna, en það ætti að vera orðið jafngott í Skagafirði fljótlega. Skólapiltur spyr: „Hvernig stendur á því, að vegagerðin. veitir svo fáum sltólapiltum at- vinnu síðustu árin?“ Svar: Það er vegna þess að stórvirkar vélar vinna' nú að mestu það, sem mannshöndin. varð að gera með óbrotnunv verkfærum áður. Finnlandsfari spyr: „Er það> rétt, að sumum Finnum sé illa. við að tala sænsku, þótt þeir kunni hana?“ Svar: Það er rétt, en ef þér segið þeim, að þér séuð íslend- ingur, munu Finnar reyna að: tala við yður á hvaða máli senx. hugsanlegt er að þér skiljið, því íslendingar eru mjög vinsælir- ,í Finnlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.