Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJABtJÐIB Yanti y8ur lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Laugardaginn 31. maí 1952 Tivoli, skeiMtigarður Reykvík- inga opnar á 2. í hvítasannu. Garðurinn opinn um helgar fyrst um sinn. Tivoli, skemmtigarður Reyk- ■víkinga, hefur starfsemi sína á þessu sumri á annan í hvíta- sunnu, en þá verður garðurinn íyrst opinn almenningi kl. 2 «ftir hádegi, Skemmtigarðurinn verður rekinn með sama sniði og und- anfarin tvö ár, þannig að hann verður fyrst í stað aðeins opin nm helgar og aðra helgidaga <eða frídaga. Að þessu sinni heíir svo til hagað að garðurinn <er opnaður heldur síðar en í .fyrra, en þá hófst starfsemin 26. maí. Síðar í sumar, þegar erlendir skemmtikraftar koma til þess að sýna í Tivoli verður garður- ínn væntanlega opinn einnig virka daga að minnsta kosti yfir þann tíma, sem skemmti- 'kraftarnir dvelja hér. Engar sérstakar breytingar hafa verið .gerðar eða nýjum skemmti- tækjum verið bætt við, en veit- ingar verða í veitingahúsinu jþegar garðurinn er opinn. Helga Marteinsdóttir hefir tekið veitingahúsið á leigu og Opnar gobelinsýn- ingu á Selfossi. Ýms kvennasamtök hafa skorað á frú Vigdísi Kristjáns- «dóttur að gefa konum austan fjalls kost á að sjá gobelin- vefnað sinn. Vigdís hefir nú orðið að til- mælum þeirra, og opnar gob- elin- og málverkasýningu í dag klukkan 4 í Iðnskólanum á Sel- fossi. mun reka þar veitingastarfsemi í sumar og munu gestir geta keypt þar eftirmiðdagskaffi, sem dvelja vilja í garðinum með börn sín á góðvirðisdögum. Má gera ráð fyrir að fjöl- mennt verði í Tivoli á 2. í hvítasunnu, en reynsla fyrri ára hefir sýnt að ungviðið sæk- ir þangað mikið fyrst eftir að garðurinn opnar. Öll leikrif Ibsens kvikmyndui. Leikkonan Tore Segelcke sagði í viðtali við Vísi í gær, að það væri nú afráðið að öll leikrit Ibsens yrðu kvikmynduð. Forsaga þessa máls er sú, að ameríski kvikmyndakóngurinn James Cassidy var í heimsókn í Noregi og vann að því að und- irbúa kvikmyndatöku Brúðu- heimilisins í norsku umhverfi. í þessari ferð sá hann Tore Segelcke leika í „Fruen fra havet“, og varð það til þess, að hann bauð henni að koma til Ameríku og leika sama hlut- verk þar, en jafnframt datt honum annað í hug, og það var að kvikmynda öll leikrit Ib- sens, og gera bæði kvikmyndir handa hinum enskumælandi heimi og Norðurlöndunum. Cassidy var ekki lengi að hugsa sig um. Hann gerði samning við Tancred Ibsen fulltrúa Ibsensfjölskyldunnar og tryggði sér réttinn til að kvikmynda öll leikritin. — Myndatökur eru þegar hafnar. 220 ára viðfttitTiííTftacíii Breta í L__________________ fTveir Skotar vorn upphafsmenniruir Á næstu vikum munu brezk- ir kaupsýslumenn hverfa á l»rott af meginlandi Kína, og skilja eftir eignir, sem eru a. 9n. k. 300 millj. punda virði. Kommúnistastjói'nin hefir Srreppt svo að þeim síðustu ár- iin, að þeir neyðast til að gera þetta, og það hefir engin áhrif jhaft á afstöðu hennar, þótt Verkamannastjórnin ætlaði að tolíðka hana á sínum tíma með því að viðurkenna yfirráð henn ar. Með þessu er á enda runnið 220 ára skeið viðskipta brezkra 'kaupsýslumanna á meginlandi Kína, og hafa Bretar þá aðeins aðstöðu í Hong Kong úr þessu. Það voru Skotar tveir — ann- ar Iæknir — er voru báðir bú- settir í Kalkútta á Indlandi, er tóku höndum saman um það árið .1720 að stofna til viðskipta við Kína á eigin spýtur, og gerðu að engu einokun Austur- Indía-félagsins á viðskiptum og smygli — þar. Var Al-félagið leyst upp tæpum hálfum manns aldri eftir að þeir félagar komu til sögunnar. Upp frá því má segja, að gullæði hafi gripið um sig, því að Kína var óplægður akur, og fjölmargir Bretar urðu vellauðugir á viðskiptum við milljónirnar þar. En það var líka þessum mönnum að þakka, að byggðar voru stórar hafnir í landinu, stórborgir iðnaður risu upp, járnbrautir voru lagðar og svo framvegis. En nú hafa Bretar orðið að lúta í lægra haldi, og skilja eft- ir. mikinn auð. Þeir gera sér vonir um, að Kína opnist aftur, en þangað til er ekki annað að gera en að bíða átekta. Húsiiiæðrakennaraskólinn 10 ára. Befir útskrifaö 68 iiúsmæðrakennara á þeim tíma. iíll verður að brotajárni. Tveir harkalegir átekstrar urðu hér í bænum í gær. Sá fyrri skeði á Reykjanes- bi'aut laust fyrir kl. 2 e. h. skammt fyrir sunnan Þórodds- staði. Þar lenti 7 gra gamall drengur, Þorlákur Lárus Hann- esson í Barmahlíð 9, fyrir vöru- bifreið og skarst illa. Hann var fluttur í Landspítalann, en að aðgerð lokinni þar var hann fluttur heim til sín. Hinn áreksturinn varð um 9 leytið í gærkveldi á Suður- landsbraut hjá Múla. Þar ók fólksbíll eftir Múlaveginum inn á Suðurlandsbrautina og þvert í veginn fyrir saltbíl sem ók í austurátt. Saltbíllinn lenti framarlega á fólksbílnum og klesti hann svo rækilega sam- an, að hann líktist ekki bíl á eftir. í fólksbílnum voru tveir far- þegar auk bílstjóra, en engann sakaði. Hvern hefir fólkið valið? Hvern hefir fólkið valið? AB-Iiðið gengur nú ber- serksgang í áróðrinum fyrir frambjóðandi Alþýðuflokks- ins, og reynir að telja al- menningi trú um að hann sé sá útvaldi, sem „þjóðin hef- ir valið“ til að vera forseti. Yegna þess að fengist hafa til fylgis við hann menn úr öðrum flokkum, þá er það látið heita að „þjóðin“ hafi valið hann.. Ennfremur er hamrað á því að kjósendur flokkanna eigi að vera „ó- háðir“ í þessum kosningum og að flokkarnir (sem eru umbjóðendur þjóðarinnar) hafi ekki leyfi til að hafa nokkra skoðun í málinu. Með þessum áróðri á að vinna Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn til fylgis við frambjóðanda litla AB- flokksins, því af eigin ramm- leik getur liann cngum manni lyft upp í forsetaem- bættið. Berserksgangurinn sem nú er kominn á AB-lið- ið á sínar eðlilegu orsakir: Ef frambjóðandi Alþýðu- flokksins vinnur ltosning- una eins og nú er komið, þá er það stórkostlegur póli- tískur-sigur fyrir flokkinn, sem nú er lialdinn uppdrátt- arsýki og vesældarskap. Þetta sjá þeir. Þess vegna er nú um að gera að reyna að villa sem flestum sýn. En þegar um það er að ræða hvern „fólkið hafi val- ið“ til framboðs, þá getur engunt dulist að það er Bjarni Jónsson, maðurinn sem hefir stuðning ílestra kjósenda í iandinu. Húsmæðrakennarskóla ís- lands var sagt upp í fimmta sinn í gær í háðtíðasal Háskól- ans. A þessu ári eru tíu ár frá því að skólinn var stofnaður, en hann tók til starfa haustið 1940, og hefir frk. Helga Sigurðar- dóttir veitt honum forstöðu með mikilli röggsemi allan þann tíma. í skólaslitaræðu sinni í gær rakti frk. Helga þróun húsmæðrafræðsiunnar hér á landi frá því snemma á síðastu öld, er telja má að hún hefjist, þótt þróunin væri hæg, eins og vænta mátti. Minntist hún brauðtryðjendanna á þessu sviði, og loks gat hún þess, hvernig Húsmæðrakennara- skólinn hefði orðið til. Að þessu sinni útskrifuðust 16 nemendur, og fengu 12 fyrstu einkunn, en 4 aðra einkunn, og er það í fyrsta skipti, að engin námsmey fær ágætiseinkunn. Áður höfðu 52 húsmæðrakenn- arar útskrifazt, og eru 27 af þeim í fullu starfi enn, 3 við framhaldsnám erlendis og fimm kenna að nokkru leyti. Að lokinni ræðu frk. Helgu tók Björn Ólafsson mennta- málaráðherra til máls, og minntist hins mikla hlutverks húsmóðurinnar í þjóðfélaginu, en síðan ávarpaði frk. Halldóra Eggertsdóttir húsmæðrakennari viðstadda fyrir hönd Nemenda- sambands skólans, og frk. Kat- rín Helgadóttir, húsmæðra- Brentford sigr- aði í gær- kveldi 3:2. Knattspyrnukappleikurinn í gærkveldi milli íslendinganna, og brezka atvinnuliðsins Brent- ford lyktaði með naumum sigri Bretanna, 3:2, Eftir fyrri hálfleik höfðu Bretar sett tvö mörk gegn engu og virtust þeir hafa talsverða yfirburði fram yfir fslending- ana. En í seinni hálfleik sóttu íslendingamir sig og er 20 mínútur voru af leik fengu þeir skorað og nokkru síðar skoruðu þeir aftur. Það voiii Reynir og Lárus sem settu mörkin af ís- lendinga hálfu. Leiknum lyktaði þrátt fyrir þetta Bretum í vil 3:2 og virt- ust þeir vel að sigrinum komn- ir. Colanbo-áætiunin ber árangur. London (AP) — Horfur eru á því, að „Colombo-áætlunin“ svonefnda beri góðan árangur. Áætlun þessi er til 6 ára og miðar að því að bæta lífskjör manna í S.- og SA.-Asíu. Hefir verið gefin út fyrsta ársskýrsla um framkvæmd hennar, og seg- ir þar, að byrjað sé á öllum framkvæmdum, sem ráðgerðar hafi verið. kennari, árnaði einnig skólan- um og forstöðukonunni heilla í framtíðinni. Að lokinni athöfninni, sem fór mjög virðulega fram, voru gestum veittar veitingar, sem voru rausnarlegar eins og venjulega. Auk frk. Helgu eru Stefanía Árnadóttir frá Hjalteyri og Anna Gísladóttir fastir kenn- arar við skólann, en aukakenn- arar eru nokkrir. y§kið siglt yfir Atlantshaf. Einkaskeyti frá AP. — Nevv York. i gær. Miklu fleiri fara nú sjóleiðis yfir Atlantshaf en á sama tíma fyrir ári. Gera forráðamenn skipafé- laga ráð fyrir, að þetta stafi af því, að almenningur hafi trú á því, að friður verði saminn í í Kóreu. 1. jan- 1. maí þ. á. sigldu 62700 manns frá Nev/ York, en aðeins rúmlega 52,000 á sama tíma í fyrra. Heldur fleiri komu einnig sjóleiðis þangað. Sviar vlSfa halda iiltitieysi. Undén, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefir gefið í skyn að Svíþjóð muni hætta þátttöku í Evrópuráðinu, ef tillögur Edens verði þar endanlega samþykktar. Orsök þessarar afstöðu Svía er sú, að þeir vilja halda fast við hlutleysisstefnu sína og forðast þar af leiðandi að ger- ast aðilar að bandalögum. Eisenhower fer á fund Trumans. Ridgway hershöfðingi hefir nú tekið við af Eisenhower yfir hershöfðingja, sem í dag leggur af stað loftleiðis til Bandaríkj- anna, og leggur skýrslu um störf sín fyrir Truman forseta. Þar næst, sagði Eisenhower í gær er ég reiðubúinn til sam- starfs við vini mína. Hann sagði, að mesta hættan sem varnarsamtökum lýðræð- isþjóðunum væri búin, væri ó- eining milli þeirra þjóða, sem að þeim standa. -----♦---- — Bírýsuvlk. Framh. af 1. síðu. ir á möguleikum til sameigin- legrar hitaveitu frá Krýsuvík til Reykjavíkur og Hafnai'- fjarðar. Ennfremur fara fram athuganir á því hvrað vatns- og hitamagn megi vera minnst til þess að slík hitaveita svari kostnaði á þessari vegarlengd, en hún mun vera sem næst 30 km. frá Krýsuvík til Reykja- víkur beinustu leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.