Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 2
VlStR Fimmtudaginn II. september 1952 Hitt og þetta Maður nokkur gekk inn á veitingastofu, settist og þegar þjónninn kom, sagði hann: „Hafið þið kaffibæti hérna?“ „Já, það höfum við.“ „Hve marga pakka?“ ■ „Um það bil þrjátíu.“ „Það er ómögulegt.“ „Jú, víst er það satt.“ „Eg trúi því ekki fyrr en eg sé þá alla.“ sagði maðurinn. „Eg held að það sé ekkert að því,“ sagði þjónninn og gekk að svo búnu inn fyrir og kom aft- ur með körfu fulla af kaffi- bæti. „Hérna eru þeir, alveg eins og eg sagði yður,“ sagði þjónn- inn. „Þér eruð viss um, að það séu ekki fleiri?“ „Já, alveg viss.“ „Ágætt,“ sagði maðurinn, „þá getíð þér farið og lagað kaffi fyrir mig.“ • Nýlega vildi svo til að gömul amerísk kerling, sem var á hressingarhæli í Sviss, dó þar einn góðan veðurdag. Líkið var kistulagt, og sent til Ameríku, en þegar kistan hom þangað og var opnuð, kom í ljós, að í henni var engin hefðarfrú, heldur líkið af brezkum höfuðsmanni, sem dó um svipað leyti á sama stað. Bandaríska fjölskyldan símáði í ofboði til Englands, en er ætt- ingjar höfuðsmannsins höfðu opnað skeytið, var sent svar um hæl: „Þetta er allt í lagi, verið þið bara róleg. Konan var grafin hér í gær að viðstöddum æðstu mönnum hersins.“ • Gíraffar eru næstum alveg raddlausir. BÆJAR jréttir Fimmtudagur, 11. september, — 255. dagur ársins. Álagstakmörkunin á morgun verðiu: sem hér segir: Frá kl. 10.45—12.15, 3. hluti. Nýr fjárstofn. í haust verður nýr fjárstofn fluttur á fjárskiptasvæðið á Suðvesturlandi, frá Hvalfjarð- argirðingu að Þjórsá. Fjárstofn- inn kemur bæði frá Vestfjörð- um og Þingeyjarsýslum, en þar 1 er nú verið að framkvæma | mjög umsvifamikla fjárflutn- inga, því 16 þús. lömb verða flutt um 600 km. leið. Bætur úr hlutatryggingasjóði. Langt er nú komið að reikna út bætur úr hlutatrygginga- sjóði, en ennþá hafa margir út- gerðarmenn ekki skilað til- skildum gögnum, svo að ákveð- ið hefir verið, að lokafrestur til að skila skýrslum þessum verði til föstudagskvölds, og hafi útgerðarmenn ekki skilað þeim fyrir þann tíma þá koma þeir ekki til greina við úthlut- un bótanna. Forsetafundur Evrópuráðsins hefst á morgun, og er Jóhann Þ. Jósefsson farinn utan sem einn af forsetum þingsins. Ev- rópuþingið sjálft kemur sam- an 15. þ. m. CiHU J/HHÍ titíK... í Vísi 11. september 1922, voru m. a. þessar fréttir.... Grund við Kaplaskjólsveg heitir hús- ið, sem nú á að gera að gamal- mennahæli. Það er nýlegt stein- hús, tvílyft og vandað að sjá. Eru tvær stofur á hverri hæð, auk eldhúss og fjögur ágæt herbergi í kjallara og þurrkloft undir risi. Nokkrar smávægi- legar breytingar verða gerðar innan húss og húsið raflýst. Þeir sem gera vildu tilboð í að leggja rafleiðslu um húsið, eru vinsamlega beðnir að semja sem fyrst við S. Á. Árnason. Sigurður Skagfeldt söngmaður kom hingað í fyrradag, landveg norðan úr Skagafirði, en þar hefir hann dvalið í sumar hjá vinum og ættingjum. Síðastliðinn vetur dvaldi Skagfeldt í Kaupmanna- höfn og stundaði þar söngnám hjá V. Herold, kgl. söngvara. Hefir hann haldið hér söng- skemmtanir og þótti rödd hans bæði Ijómandi blæfalleg og þróttmikil. Næstu daga mun hann halda söngskemmtun hér, og má vænta þess að öllum söngelskum Reykvíkingum muni þykja ánægjulegt að hlusta á þennan ágæta söng- mann. Heilbrigt líf, rit Rauða Kross íslands, er nýkomið út, fróðlegt að vanda, og er þar birt heilbrigðisskýrsla ársins 1947. Segir þar að fram- in hafi verið 119 sjálfsmorð á fslandi á árunum 1938 til 1947. Flest voru þau árið 1946, eða 18. — Útvarpsstjóri hefir tilkynnt, að frá og með 10. þ. m. sé öllum innheimtu- mönnum útvarpsins heimit að HfcJJgáta hk 1714 Lárétt: 1 selstegund, 6 auðn, 7 tónn, 9 tveir eins, 10 málmur, 12 í smiðju, 14 tónn, 16 forfað- ir, 17 Evrópumaður, 19 nískan. Lóðrétt: 1 bein, 2 um tíma, 3 verkfæri, 4 tauta, 5 með málm- lit, 8 tæki, 11 mánuður, 13 hlotnast, 15 hljóta afkomendur, 18 tveirs eins. Lausn á krossgáíu nr. 1713: Lárétt: 1 beljaki, 6 sól, 7 ás, 9 LU, 10 sál, 12 raf, 14 op, 16 tá, 17 sár, 19 ratsjá. Lóðrétt: 1 Blástör, 2 LS, 3 jól, 4 alur, 5 írafár, 8 sá, 11 iost, 13 at, 15 PÁS, 18 RJ. .. _ - _ • ■' -- ■ s ; / ! 1 Torgsölpnar í bænum. taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigii, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10 af hundraði af afnotagjaldinu. Uppboð verður haldið á ýmsum lög- taksmunum í Hafnarfirði mánudaginn 22. september n. k. við lögreglustöðina þar, og verða þar seldar 3 fólksbifreið- ar, auk fatnaðar, innanstokks- muna, verkfæra og annarra muna. Greiðsla fer fram við hamarshögg. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Auðuns, ungfrú Guðrún Steinsen og Emil Ágústsson, stud. jur. Brúð- hjónin héldu áleiðis til útlanda með Dettifossi í gærkvöld. Útvarpið ogdansauglýsingarnar Útvarpsráð hefir á fundi sín- um 9. sept. samþykkt í einu hljóði svofellda ályktun: „Sam- kvæmt lögum og reglugerðum er útvarpsráð eitt bært að á-1 kveða, hvað birt skuli í útvarp- inu. Útvarpsráð hlýtur því að láta í ljós undrun sína yfir því, að nú hefir, án samþykkis þess, verið lagt bann við tilteknum auglýsingum. Jafnframt bendir útvarpsráð á það, að um þðtta efni, dansauglýsingar í út- varpinu, eru settar reglur (sbr. reglugerð um útvarpsrekstur, 16. gr., og reglugerð um flutn- ing auglýsinga, 4. gr. C og 5. gr.), en þessum reglum ber að fylgja, nema þeim hafi áður verið breytt af réttum aðilum.“ v Kvöldskóli K.F.U.M. Innritun nemenda fer.fram daglega í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss var vænt- anlegur til Siglufjraðar í gær- kvöldi, en þaðan fer hann til Hofsóss og ísafjarðar. Dettifoss fór frá Hafnarfirði í gærkvöldi til Grimsby, Hamborgar, Ant- werpen, .Rotterdam og Hull. Goðafoss er í Rvk. Gullfoss kom til Rvk. í morgun. Lagar- foss fór frá New York 6. sept. til Rvk. Reykjafoss er í Rvk. Selfoss fór frá Siglufirði 9. sept. til Gautaborgar, Sarps- borgar og Kristiansand. Trölla- foss kom til Néw York 9. sept. frá Rvk. Ríkisskip: Hekla verður væntanlega í Bilbao seint í kvöld eða nótt. Esja er" í Rvk. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Skagafirði á norðurleið. Þyrill er á Vestfjörðum á norðurleið. Skaftfellingur fór frá Rvk. í gærkvöldi til Vesím.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór frá Siglufirði 6. þ. m. áleiðis til Stokkhólms. Arnarfell átti að fara frá Savona. í gærkvöldi. á- leiðis til Ibiza. JökulfeLL er í Keflavík. Vísir hefir borizt greinargerð £rá Þórði Þorsteinssyni varð- amdi torgsölu og fara hér á eftir aðalatriði hennar: Vegna ummæla, sem birzt hafa í blöðum bæjarins, varð- andi reglugerð um torgsölu, sem nú er gengin í gildi, vil eg levfa mér að taka eftirfarandi fram, vegna þess, að hún virðist á nokkrum misskilningi og röngum upplýsingum byggð. 1. Upphaflega var stofnað til torgsölu, vegna þess að sölu- búðir, sem verzluðu með blóm og grænmeti, voru ófáanlegar til þess að kaupa þessar vörur af framleiðendum við því verði, sem þeir buðu .vöruna fyrir, og útsölúverð sölubúðanna var svo hátt, að torgsalan gat orðið bæði framleiðendum og neyt- endum til hagsbóta, enda hefur verð hjá hinum fyrrnefndu ver- ið mun lægra en í búðum, sem orðið hafa að lækka verðið þann tíma sem torgsölur eru starf- ræktar. 2. Undanfarið hafa .torgsöl- ur verið starfræktar 4 mánuði ársins, en nú hefur sá tími ver- ið styttur um helming með því að takmarka starfsemi torgsala við þrjá daga í viku, neytendum í óhag. 3. Ummæli hafa hermt, að engar reglugerðir væru fyrir hendi varðandi torgsölur, því bæjarráð og bæjarstjórn hafa ákveðið fyrirkomulag reksturs þeirra og sölustaði, og hafa torgsalar ekki brotið hin síðar- nefndu ákvæði, a. m. k. engin dæmi færð því til sönnunar. 4. Einnig eru ummæli um torgsölur erlendis ekki rétt hermd, en kunna þó að vera á Utvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Tónleikar (plötur). — 20.35 Erindi: Úr Noregsför, I. (Sigurður Magnússon kenn- ari). — 21.00 Einsöngur (plöt- ur). — 21.15 Þáttur frá Samein- uðu þjóðunum: Námsdvöl stú- denta. (Daði Hjörvar ræðir við Svein Hauk Valdimarsson cand. jur). — 21.30 Symfóniskir tón- leikar (plötur). — 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. — 22.10 Framhald symfónisku tón- leikanna til kl. 22.40. M.s. Katla er í Napoli. misskilningi byggð. í Khöfn leyfist torgsala alla daga, nema helgidaga, en aðeins torgsölur sem selja í heildsölu loka á há- degi, enda hefst starfræksla þar kl. 6 að morgni. Má í því sam- bandi nefna „Grönne torv“. Annars staðar hefst hún kl. 9 að morgni og lýkur kl. 6 að kvöldi, en einnig eru blóm seld víðsvegar í anddyrúm veitinga- . húsa og verzlunarhúsa allan daginn. í Stokkhólmi er sami sölutími, og svo mun einnig í öðrum borgum Svíþjóðar. í Amsterdam í Hollandi fer salan fram í prömmum þeim, sem flytja varninginn, og hefst hún kl. 9 og lýkur að kvöldi, en einnig hafa sölumenn svæði til umráða á hafnarbakkanum. Kl. 5 hefst einnig sala ýmissa aðila á götum úti. í Englandi hófst torgsala snemma að morgni og stóð til kl. 8—9 síðd. 5. Nú eru torgsalar skyldir til þess að merkja vörur sínar með verðmiðum, kaúpendum til hægðarauka. Kemur það aðeins að notum við samanburð á verði, og verður torgsölum án efa í hag, undantekningalítið, ekki síður en neytendum. Af þessu er ljóst að reglugerðin er aðeins sett fáeinum mönnum til hagsbóta, en almenningur bíð- ur tjón, og færa þessir menn engar ástæður fyrir því að þannig er kreppt að torgsöl- unni, aðrar en þær að annars beri þessir menn skarðan hlut frá borði í samkeppninni við torgsölurnar. Það sannar því, að almenningur verður að greiða verðmismuninn, svo að þeir megi standast samkeppn- ina. Afsláttur fyrir flóttamenn. Berlín. (A.P.). — Flótta- menn fá framvegis þriðjungs afslátt af fargjöldum frá Ber- lín til V.-Þýzkalands. Hafa þrjú félög, amerískt, enskt og franskt, tekið sig sam- an um þetta til þess að auð- velda mönnum að komast sem lengst frá áhrifasvæði komm- únista. Áslaug Proppé að hekiili sírni, SörSaskjóli 28 fjaan 4. þ.m. Otförín helur larið íram. Böra og teugdabörn. Jarðarlör eiginntanm mins og löðnr okkar, Eggerís Davíðssonar fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 12. fj.m. og heíst með húskveðju að heimiii hans, Nesveg 65, kl. 1 e.h. . Þeir, sem vildu minnast hins látna eru heðnir að láta líknarstoínanir njóta þess. Kirkj uathöfninni verður útvarpað. Rósbjörg Sigurðardóttir og S>öra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.