Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 6

Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 6
VlSIR að til urslita eða stórtíðinda di-agi, j?n 'í upphafi þeirrar þriðju þýtur Prachán upp i loft og ætlar bersýnilega að slá með fætinum, en samtímis bylur hnefi Peerapols á haus hans með þeim afleiðingum, að Prachán endasendist út fyrir girðinguna, en kemur þó fyrir sig löppum, og stekkur upp á pall. Norsku hjónin horfðu á mig. Æ, hver skrattinn. Hafði eg nú öskrað svona hátt? Jú, það var ekki um að villast. Eg hafði æpt og ugglaust hossað mér í sætinu. Sennilega hafa hjónin ekki æpt eins hátt, úr því að þau litu bæði til mín. En svo hlæjum við öll. Hvers vegna skyldum við ekki mega öskra eins og hitt pakkið? Þeir berjast allar loturnar fimm, og að því búnu er úr- skurðað að Peerapol hafi unnið á stigum. Þeir fcillast í faðma, eins og góðum iþróttamönnuin sæmir, og klappað er fyrir báðum. Stáldemantsöryggi. Nú kemur það, sem heima myndi heita: „Glæsilegasti í- þróttaviðburður ársins“, en hér er það auglýst: „Aðalviðburð- ur dagsins“. Tveir stórfrægir snillingar eiga að berjast,, kappinn Suradedch og hetjan Prapat, hinn ungi laukur S.S.- klúbbsips, og er sagt að hann sé gæddur niikilli grimmd og stáldemantsöryggi. Surdedch er talinn hafa allt það til brunns að bera, sem prýða má 'hinn ágætasta íþróttamann, „snillingur hnefanna, alkunn- uf vegna stórkostlegra fót- högga, og olnbogar hans finna ætíð þá bletti, sem andstæðing- unum eru aumastir“, en það fer þó fljótlega svo, að þótt hann sé hvorki talinn sérlega grimm- ur, né stáldemantsöruggur, að hann verður „minn maður“. Þessir náungar munu hafa geysitekjur, því að mér hefur verið sagt, að þeir, sem hæst hafa, fái allt að 16 þúsundum tecala fyrir einn leik, en eng- inn munur er hér gerður áhuga manna og hinna, sem þiggja fé að launum frægðar sinnar en mishátt goldið eftir verð- leikum. Þeir berjast allar loturnar fimm, án þess að til úrslita dragi. Jafnvel mér dylst ekki, að hér eru íþróttamenn ágætir, enda .þótt ég-sé sammála Þór- ólfi vini mínum Smið um að hér sé leiðindaleikur. Ánnars er þetta þjóðaríþrótt í Síam, sem á miklum og vaxandi vinsældum að fagna, og er kennd í öllum framhaldsskól- um landsins. Það fór þó svo að minn mað- ur fékk færri stig en stáldem- antsmaðurinn og lauk svo þeirra viðureign. Æ, nefnið það ekki. Eftir þenna leik fækkaði mjög á bekkjum, því að þeir fjórir, sem enn áttu eftir að berjast, virtust lítt kunnir, og var ekkert um þá að sjá í leik- skránni nema nöfn og lit bún- inga. Hinir tveir, sem næstir komu á eftir snillingunum, börðust þó hressilega, og vöktu óskipta athygli og mikinn fögnuð. Síðastir komu tveir ungir Snenn, Petch, rauður og Pair- átcli blár. Miklar vonir voru hú við þá tengdar, þar sem þeir skeiðuðu fram til orrust- unnar, því að hér voru allra síðustu forvöð að sjá eitthvað, sem -bragð væri að. Það var því klappað strax, æpt til eggj- urnar og bumba barin af mikl- um móð. Nú hoppuðu þeir og hnituðu hnefa. Jú, þetta leit ágætlega út. Hér voru ungir og óreyndir hanar, sem ugg- laust var auðvelt að æsa: Bravó! Áfram með ykkur! Byrjið nú, drengir! Allt í einu slær Pairatch eldingarsnöggt með hægri fæti. Það bylur í sviðunum á Petch. Hann hefur fengið það á smett- ið, beint á nefið. Hvað er nú þetta? Hann reikar. Er mann- fjandinn vitlaus? Ætlar hann að láta berja sig niður með einu lappai-höggi í upphafi 1 fyrstu lotu? Jú, það ber ekki á öðru. Hann riðar, og nú dettur hann. Það er byrjað að telja, en hann hreyfist ekki. Einn tveir. Nei. Hann liggur rotaður, eins og hrúga á pallinum. Þrír. Það er búið. Pairatch skálmar fram á leiksviðið og veifar hnefum, en það klappar enginn, því að þetta var eiginlega hálfgert snuð. Allir standa nú upp og ryðjast út. Chung Lung var þungbrýnn, þar sem hann stóð við bifreið sína. „Jæja, herra Lung,“ sagði ég léttilega. „Þá er ég búinn að sjá þjóðaríþrótt ykkar, horfa á hnefaleika í Bangkok.“ „Nefnið það ekki, ísland, minnist ekki á það. Þetta var ekkert. Æ, nefnið það ekki.“ „Mér fannst þetta déskoti hressilegt,11 sagði ég, „einkum hve fínir þeir voru til fótanna.“ „Góði ísland. Þetta megið þér ekki segja. Eitt eða tvö glóðar- augu og ekkert blóð! Nei, minnist ekki á það. Þér hefðuð átt að sjá, þegar við kepptum í mínu ungdæmi. Þá börðust menn, óðir, blóði drifnir og trylltir eins og djöflar. Nei, kæri ísland. Ungdómurinn okk ar má svei mér taka sig á, ef hann ætlar að komast með tærnar þar sem við höfðum hælana.“ Mossadegh setur embættismenn á eftirlaun. Einkaskeyti frá AP. — Teheran í morgun. Mossadegh hefur að undan- förnu sett á eftirlaunalista margra hátt setta og liálaun- aða embættismenn og herfor- ingja, einkanlega hina síðar- nefndu, seinast 12 í gær. Er að þessu mikill sparnað- ur, því að eftirlaun eru miklu lægri en laun þessara manna voru, og auk þess eru fjölda margir aðrir látnir „fjúka“ um leið, því að sumir þessara embættismenn höfðu margt manna sér til aðstoðar. Mossadegh hefur nú beðið dr. Hjalmar Schacht, sem var bankastjóri Ríkisbankans þýzka í valdatíð nazista, til þess að koma til Teheran, og vera ráð- gefandi í efnahags og fjármál- um. Bindindismálafund- ur í Kefiavík á sunnudag. Að tilhlutan stúkunnar Fróns verður haldinn bindind- ismálafundur í Keflavík n. k. sunnudag, 14. september. Hefst fundurinn kl. 13.00 við Ungmennafélagshúsið með móttökuathöfn, en síðan vei'ð- ur gengið til kirkju, þar sem flutt verður hátíðarguðsþjón- usta. Sr. Kristinn Stefánsson, fyrrv. stórtemplar, prédikar, en sr. Björn Jónsson þjónac fyrir altari. Kl. 16 verður svo bindindis- málafundurinn sjálfur í Ung- mennafélagshúsinu, og verður Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn, fundarstjóri, Lud- vig C. Magnússon skrifstofu- stjóri flytur ávarp, en þá taka við erindi. Kristján Þorvarðai- son læknir ræðir um eðli á- fengisins og verkanir þess, en Árni Óla ritstjóri um samtök reglumanna. Kl. 20.30 verður kvöld- skemmtun í Ungmennafélags- húsinu. Ari Gísason kennari setur skemmtunina, þá les Val- ur Gíslason leikari upp, síðan syngur Guðrún Á. Símonar við undirleik Fritz Weishappels, en að lokum verður stiginn dans. Samkomunni verður slit- ið kl. 24, en þá flytur Karl Karlsson sjómaður, ávarp. Gœfan fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. Vesturhöfnin Sparið yður tíma ag ómak — biðjið Sjóbúðina við Grandagarð fyrir smáauglýsingar yðar í Vísi. Þær borga sig alltaf MARGTÁSAMA STAÐ MERKTUR lindarpenni tapaðist um sl. helgi. Ólafur Jensson. Sími 80284. (292 KVENGULLÚR tapaðist i gær á leiðinni Skólavörðu- stíg — Bankastræti að torg- inu. Finnandi skili því á Hringbraut 97, 3. hæð. - Fundarlaun. (303 M?B Æ K (I R ANTIQUARI/Vr BÓKAMENN. Bækurn Fiskarnir, Fuglarnir, Spe dýrin til sölu. Verð 500 1 Sími 6043. (2 Fimmtudagínri 11. september 1952 STÚLKA óskar eftir her- bergi og helzt eldunarplássi . 1. október í mið- eða austur- bænum. Húshjálp kernur til . greina. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir föstu- dagskvöld, merkt: „Ábyggi- leg — 408.“ (287 íranðíöCHoa mynétosuólínn Grundarstíg 2 A. Sími 5307. Innritun kl. 6—7 e. h. — STÆRÐFRÆÐIKENNSLA. Uppl. í sima 80617 kl. 1—5. HÚSNÆÐI. Kærustupar (vinna bæði úti) óska eftir 1 herbergi og eldhúsi seríi w&rm/töM næst miðbænum. — Uppl. milli kl. 3—6 í dag í síma 80278. (286 VÍKINGUR. 4. fl. Æfing í kvöld kl. 7, — 3. fl. kl. 8, STOFA óskast til leigu í austurbænum. Uppl. í síma 81990 eftir kl, 4. (283 BARNARÚM (rimla), með dýnu til sölu. Ægissíðu 109, KJALLARASTOFA í Norðurmýri til leigu fyrir rólegan eldi’i mann. Sími 5835. (296 REGLUSAMUR piltur ut- an af landi óskar eftir her- bergi sem næst verzlunar- skólanum. Uppl. í síma 7012 kl. 7—9 í kvöld. (295 kjallara. (302 MÓTOR-varahlutir í Ford ’31, til sölu. Hverfisgötu 41, uppi. (300 EINKALEYFI til sölu. — Straujárnshaldari. Haldar- ann má stækka og minnka, þannig að hann hæfir öllum tegundum straujárna, Allar nánari uppl. veitir Arne J. Lerum, Flaskebekk po. pr, Oslo, Norge. (288 TVÆR stúlkur óska eftir góðu herbergi með aðgangi að síma, æskilegt í vestur- bænum. Tilboð sendist á afgr. Vísis fyrir föstudagskvöld, merkt: „H. M. H. — 417“. (294 2ja—3ja HERBERGJA íbúð óskast til leigu. Get lán- að 10—15 þúsund og fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. — Uppl. í síma 81615. (299 GÓÐ braggaíbúð til sölu, 3 herbergi, W. C. og geynasla. Tilboðum sé skilað á afgr. blaðsins, merkt: „Bragga- íbuð — 418“. (297 MÆÐGUR óska eftir 2 herbergjum og eldhúsi sem fyrst. Húshjálp getur komið til greina. Uppl. í síma 2502. (301 TIL SÖLU á Dyngjuvegi 10 svefnherbergishúsgögn, fermingarkjóll og telpu- | kápa á 11—12 ára. Tæki- ' færisverð. Til sýnis kl. 8—9 síðdegis þessa viku. (284 IB KVENHJÓL, sem nýtt, til sölu á Óðinsgötu 22, kjall- ara. (285 SIÐFRÚÐ unglingsstúlka óskast nokkra tíma á dag eftir hádegi. Uppl. í síma 2294. (289 DÍVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 RÁÐSKONA. Stúlka ósk- ast til þess að sjá um lítið heimili í sveit. Má hafa barn. Uppl. í síma 2205 kl. 6—9 í kvöld og annað kvöld. (291 HÚSMÆÐUR: Þegar þér kaupið lyftiduft frá oss, þá eruð þér ekki einungis að efla íslenzkan iðnað, heldur einnig að tryggja yður ör- uggan árangur að fyrirhöfn yðar. Notið því ávallt „Chemiu lyftiduft", það ó- dýrasta og bezta. Fæst í hverri búð. Chemia h.f. — SKÓVINN USTOFAN, Laugavegi 17, bakhúsið. — Vönduð vinna. — Fljót-af- greiðsla. (298 TEK að mér að sníða drengjaföt og,sel snið eftir máli. Þórhallur Friðfinnsson klæðskeri, Veltusundi 1. (80 TÆKIFÆRISG J AFIR: Málverk, ljósmyndir, myndarammar. Innrömmum myndir, málverk og saumað- ar myndir. — Setjum upp veggteppi. Ásbrú, Grettis- götu 54. ÚR — og klukkur. — Við- gerðir á úrum og klukkum. Jón Sigmundsson, skart- gripaverzlun. (48 KAUPUM — SELJUM notuð húsgögn, herrafatnað, gólfteppi, útvarpstæki, saumavélar o. m. fl.. — Hús- gagnaskálinn, Njálsgötu 112. Sími 81570. (100 SNÍÐUM dömu- og herra- fatnað. Saumastofa Ingólfs Kárasonar, Nönnugötu 8. — Sími 6937. (157 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. KAUPUM flöskur; sækj- um heim. Sími 5395. (838 KAUPUM vel með farin karlmannaföt, saumavélar o. fL. Verzlunin, Grettisgötu 31. Simi 3562. (465 Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Laugavegi 79. — Sími 5184. PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafrfeiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sími 6126.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.