Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 4
VÍSIR Föstudagirm 7. janúar 1959 3 llm 500 tegyndir glers eru fr ar i verksmiðfum viðsvegar u Giergerð hefst hériendis á næsftmm ©g eru um 80% káefnarína inniend. ' Erintli dr. Jons Vestdals um gler og glergerik Á næstunni verður hafin framleiðsla glers á íslandi og má íelja -það mikiisverða og merka nýung á sviði íslenzks iðnaðar ekki sízt vegna þess að til framleiðslunnar verða notuð að langmestu innlend hráefni. I tilefni þessa hefur Vísir snúið sér til dr. Jóns Vestdals og fengið leyfi hans til birtingar útvarpserindis, sem hann flutti fyrir skemmstu um gler, eiginleika þéss og nytsemi, svo og um glergerð almennt. — Erindi dr. Jóns fer hér á eftir: Erindi það, sem nú verður flutt, er í flokki þeirra útvarps- erinda, sem nefnast óskaerindi, og eru spurningarnar eftirfar- andi: Hvað er gler? Hvað er það dásamlega efni, sem nefnist gler? 1) Er nokkuð t'il í því að bráðum verði heil hús byggð úr gleri? 2) Hvernig er hægt að gera gler þannig, að úr því verði spunnið og ofið? 3) Hvernig er hægt að gera gler skothelt? 4) Hvernig er það gler, sem aðeins sést í gegn um á annan veg, eða er það til? 5) Lýsir ekki í gegnum það nema á ánnan veg og þá hvorn? Þannig hljóða spurningarnar, og víst er hér rétt til orða tekið, þegar spurt er um það dásam- lega efni, sem nefnist gler. Því gler er dásamlegt efni og hefir verið ómetanlegt undanfarnar aldir. Menn -ímyndi sér bara, hverhig umhorfs væri um- hverfis okkur, ef gler væri ekki til. Fyrir marga þá hluti, sem gerðir eru úr gleri, mætti að vísu finna einhver önnur efni, sem hægt væri að nota, þótt ekki væru þau eins hentug og glerið. En ekkert hefir getað komið í stað glersins í glugga- rúður á undanförnum öldum. Á síðustu árum hafa verið fundin upp efni, sem nota má í stað gíers í rúður, en þau eru n.ýtilkomin og hvorki við, sem :nú lifum, né forfeður okkar hafa getað notið þeirra. Og hefði glerið þá ekki verið til, hvernig hefði þá verið umhorfs í híbýlum manna? Það er á- stæðulaust að svara þeirri spurningu, hver og einn getur mæta vel gert sér það í hugar- lund. Það er því ekki að ófyrir- synju, að gler sé kallað dásam- legt efni. Eðli og eiginleikar glersins. En hvað er svo gler og hvert er eðli þess? Þegar efni eru skilgreind, er venjan að byrja á eðlisfræði- legum eiginleikum efnisins, geta þess m. a. hvort efnið sé fast, fljótandi eða loftkennt. En þá byrjar vandinn strax, þegar um gler er að ræða, þótt undarlegt kunni að virðast. Flestir munu álíta, að gler sé fast efni og það lætur harla eiu- kennilega í eyrum manna, þeg- ar sagt er, að gler sé vökvi, að vísu „vökvi í föstu ástandi“, én þannig er gler að jafnaði skil- greint. Eg undrast ekkj yfir neinum, sem hristir höfuðið yfir þessari skilgreiningu og trúir henni varlega. Vil eg því finna orðum mínum frekar stað og taka nokkrár setningar upp úr bók- inni „Kemien och det modeme livet“ eftir hinn fræga Svía Svante Arrhenius. Hann skil- greinir gler með þessum hætti: „í raun og véru getur maður ságt, að gler sé vökvi. Við 1200° hita, t. d. i glerofninum, er það sömuleiðis vökvi, sírópsþykkur vökvi, sem gasbólur stíga upp í og rjúka burt, og er hægt að steypa glerið í mót við þann hita. Við um 1000° er það mjög seigfljótandi vökvi og við 800° er hægt að draga það út í þunna þræði. Við enn lægri hita eykst seigla þess svo mjög, að hægt er að segja, að það sé fast efni, sem er mjög stöklct. Sé vatn kælt, verður það við ákveðinn hita að ís, sem er krystallskur, en á glerinu verð-. ur ekki vart nokkurrar slíkrar breytingar, þegar það kólnar. Samkvæmt lögmálum eðlis- fræðinnar eru eiginleikar þess að verulegu leyti hinir sömu og eiginleikar vökva. Áf þeim ástæðum er það gagnsætt. .... Aðeins vegna þess, að efni glersins krystallast ekki, heízt, það gagnsætt.“ ■ Þetta eru ummæli Svante Arrheniusar um glerið. Og er ekki af þeim einum augljóst, að erfitt er að skilgreina í stuttu máli, hvað gler sé, eða með öðr- um orðum sagt, er ekki augljóst af þessu, að eiginleikar glersins séu allsérkennilegir og það sé ekki öðrum efnum líkt um margt. Sú er og raunin. En einn mikilsverðasti eiginleiki glers- ins, að það er gagnsætt, stafar sem sé af því, að þetta brot- hætta og steinharða efni er vökvi,. Margur undraverður eigin- leiki býr í efninu sjálfu. Frammlciddar eru um 500 teg. af gleri. Hinir efnafræðilegu eigin- leikar glersins eru ekki síður margbrotnir en hinir eðlis- fræðilegu. Má það þegar vera ljóst af því, að ekki færri en um 500 tegundir glers eru framleiddar í verksmiðjum. Samsetning þessara 500 gler- tegunda er misjöfn og þá jafn- framt eiginleikar þeirra. Lengi vel var aðalefnið í sérhverju gleri kísilsýra, sem bundin var tvenns konar bösum, annars vegar eingildiun. basa, hins veg- ar tvígildum basa, og er slíkt gler tvísalt kísilsýrunnar. Enn er það svo, að mestur hluti þess glers, sem framleiddur er, fell- ur undir þessa skilgreiningu, og er þar á meðal allt hið algeng- asta gler, svo sem rúðugler, flöskugler o. s. frv. En margar mikilsverðar glertegundir eru þó ‘ öðruvísi að samsetningu. Þannig eru til gler, sem búin eru til úr kisilsýru einni saman eða því sem næst. Einnig eru til gler, sem innihalda engá kísilsýru, en slík gler em óvíða: notuð. Eina glertegund ber að nefna, sem mjög hefir mtt sér til rúms síðustu tvo til þrjá áratugina, og gerð er að nokkru leyti úr bórsýru og aluminium- oxydi, auk hinna venjulegu efna. Hún þolir betur en flest- ar aðrar glertegundir nokkra upphitun og snögga kælingu án þess að springa og er því mikið notuð í rannsóknarstofum, en ekki síður við matartilbúning í heimahúsum og víðar. Þar sem gler er jafnfjöl- breytilegt og raun ber vitni, vona eg, að enginn taki það iíla upp, þótt eg einskorði mig við algengustu glertegundirnar þrjár og lýsi því stuttlega, úr hyerju þær einar em búnar tiL Ástæðan til þessa er og sú, að innan skamms mun verða byrj- að á framleiðslu þessara gler- tegunda hér á landi, og kem ég nánar að því síðar. Efni til glei-gerðar. Eg sagði hér á undan að gler væri tvísalt kísilsým og væri hún bundin tvenns konar bös- um, annars vegar eingildum basa, hins vegar tvígildum basa. Kísilsýran er aðalefni glers- ins, og inniheldur það að jafn- aði um 80% af henni, krystal- gler þó nokkru minna, eða uin 60%. Kísilsýra sú, sem notuo er í gler, er að jafnaði kísil- sandur, enda er kísilsandur mjög algengur víða erlendis, þótt ekki sé hann til hér á landi. Kísilsandurinn þaii að vera tiltölulega hreinn, einkum laus við járn, eigi að framleiða úr honum litlaust gíer, því að erfitt er að hreinsa burtu úr glerinu ýmis þau óhreinindi, sem kísilsandurinn inniheldur oft og tíðum. Annað náttúrlegt hráefni er einnig notað í gler, og er það kalksteinn. Kallcið er hinn tví- gildi basi, sem myndar saltið með kísilsýrunni. Gler inni- heldur að jafnaði um 10% af kalki, krystalgler þó minna, stundum ekkert, enda er blýið þar komið að mestu eða öllu leyti í stað kalksins. Af kalki verður gler þolnara fyrir kem- iskum áhrifum, en jafnframt hækkár bræ’ðslumark þess. Eigi eru notuð önnur náttúr- leg hráefni í gler en þessi työi Þau hráefmi, sem notuð eru í gler auk þessara tveggja, eru iðnáðarefni, Hver þau eru, fer eftir því, hvers konar gler á að framleiða. Sé verið að framleiða rúðugler, flöskugler eða annað svipað gler, er notaður sódi, og er hann annað aðalefnið, sem slíkt gler er gert úr. Gler inni- heldur þó ekki sóda, heldur klofnar sódinn í sundur í bræðsluhitanum, svo að úr honum myndast kolsýra, sem rýkur upp úr bræðslunni, og ennfremur. .natriumoxyd, er gengur í. samband við kísilsýr- una. Sams, konar breytingar verða á kalksteininum í bræðsl- unni, úr honum rýkur kolsýra, en eftir veröur kalsíumoxyd, er gengur £ samband viö kísil- sýruna. . Natríupjoxyd, sem myndast úr sódanum í bræðsl- unni, er hinn eingildi basi, sem myndar saltið með kísilsýrunni. Gler það, sem framleitt er með sóda og nefnt er natronkalk- gler, inniheldur tun 15% af natriumoxydi. Þekktasti vísindamaður Dana er próf. Niels Bolir, sem er einna fróðastur allra manna í kjarnavísindum. Sonrn- hans varði ný- lega doktorsritgerð í læknisfræði, og var myndin íekin við það tækifæri. Bohr er til hægri á myndinni, en sonur lians fyrir miðju. Sé notuð pottaska í staðinn) fyrir sóda, fæst svonefnd kalí- kaikgler. Slíkt gler er harðara en natronkalkgler, enda klingir í því, sé slegið í það. Að því leyti svipar því nokkuð til krystalsglers og er af þeim sök- um oft notað í di’ykkjarglös. En pottaska er dýrari en sódi, og er sódi því notaður í gler, þegar því verður við komið. í blýgler eða kiTstall eða kryst- algler er venjulega notuð pott- , aska, en ekki sódi. Þá er og not- uð menja í blýgler í stað kalks- ins að mestu eða öllu leyti. Krystalgler inniheldur mikið af blýoxydi, eða allt upp í 40%, og er það. eðlisþyngst allra glertegunda, enda er eðl- isþyngd .blýs mjög há. Af blý- inu verður gler fagurlega gljá- andi, og er ljósbrotið í slíku gleri mjög mikið,, svo sem al- kunnugt er. Það er tiltölulega mjúkt, og er því auðveldara að slípa það en annað gier. Það er mikið notað. í ýmiskonar skrautvarning, enda er það mjög gkrautlegt, þegar það hefur verið vel slípað. Þá er það einnig oft notað í glerung, því að blýið lækkar bræðslu- mark glei'sj.ns til muna. Til glei-gerðar em að vísu notuð ýmis fleiri eíni. En þau, sem nú voxru .néfnd, eru hin helztu og hin eiginlegu gler- myndandi efni. Auk þ.eirra. .eru notuð efxxi til hreinsunar glei's- ins og enn. önnur efni til að af- lita það eða lita það. Hvernig gl-er er búið til. Áður en hægt er að bræða þau hráefni, sem irota á í glei'- ið hverju sipni, þarf að mala þau og blanda þeim vendilega saman. Oftasí nær .er biandað í þau nokkru af glerbrotum sams konar glers, og y.erið. er að framleiða. Er sambland þessara efna síðan hitað upp, unz það ei’ bráðið og oi'ðið þunnfljótandi, og þarf. að hita það upp í 1500° C eða enn hærra. Við hita þann, sem ríkir í glerbræðpluofninunx, verða þær þreytingar á hráefnunum, sem æskilegar eru, ,og úr þei.m myndast gler það, .sem til, er ætlast. Það er fljótandi.og tæi't, og.hefir kplsýrumynduii sú úr hráefnunum, sem áður v.ar nefnd, valdið miklu um hi'eins- un glersins, kolsýrubólui'nar hafa tekið með sér óhreinindi og boi'ið þau til yfii'borðsins. Glerinu má nú hella í mót og steypa þaimig úr því ýmsa muni. Hitt er þó algengara, að það sé látið kólna lítið eitt í ofninum, unz það er ox’ðið seig- fljótandi, og má þá teygja úr því hái'fina þ.ræði, blása úr því næfurþunnar blöðrur og þá eihnig annað, sem er grófgerð- ara. En fy.rir þessa eiginleika glersins er sú pðferðin lang.- algengust Við móíun þe.ss að blása það. Fyrrum var.það eip- göngu glerblpsarinn sem hafði það starf með höndum, en nú annast margbrotnar vélar það í hans stað. Engin tök eru á því að lýsa slíkum vélum hér, eigi heldur glei’blásti'inum, þótt fr.eistandi væri að gera þessari gömlu iðn nokkur skil. Hún krefst mikils þols og leikni, því að það r.eynir mikið á lungun að blása hið seiga gler út, og ekki má vei'a mikið hik á glerblásaranum, Frambald ú 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.