Vísir - 09.09.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.09.1957, Blaðsíða 4
Ví SIR Mánudaginn 9. september 1957 WÍSXR D A G B L A Ð Jjiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 e8a 12 blaCsíöur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skriístoíur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritatjómarskriístofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. fl 00—19,00. '3! Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kosta.’ kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Geirþrúður Zoega, ii.j t'trti í tltttf. Af sem áður var. Á síðasta ári hétu núverandi stjórnarflokkar — og þó einkum hraeðslubandalags- : flokkarnir — þjóðinni því, að fundin skyldu ný úrræði í efnaliagsvandamálum þjóð- ! arinnar, og þau úrræði skyldu vera „varanleg", svo . að ekki yrði aðeins tjaldað til einnar nætur. Margir munu vafalaust hafa goldið þessum tveim flokkum at- kvæði sitt í kosningunum, til að gefa þeim tækifæri til j að sýna, að þeir byggju yfir nothæfum bjargráðum, sem þjóðin hafði sannarlega löng- un og fulla þörf á að kynn- ast, enda þótt ýmis öfl þjóð- félagsins hefðu jafnan hindr- að hverskyns úrræði. .Öþarfi er að rekja það, hvernig stjórninni hefir í'arizt úr hendi leitin að úrræðunum. 1 Þjóðin hefir því miður ekki fengið neitt nýtt, hún hefir « aðeins fengið miklu méira ! af því gamla, sem hún hafði fengið að kynnast um áll- langt árabil, og í miklu rík- ] ara rnæli en áður. Almenn- ingur hefir oft stunið undir skattaþunganum, en nú er liann fyrst orðinn svo þung- ur, að hann er bókstafiega að lama einstaklinga og fyr- irtæki í landinu — nema þau, sém skattfríðinda hjóta. Sama áframhald hefir aðeins eitt í för með sér — samdrátt á öllum sviðum, og síðan íylgir í kjölfar hans.atvinnu- leysi. Þá væri verk stjórnar „vjhnandi stétta“ fullkohin- að. Til skamms tíma hafa blöð stjórnarflokkarma verið næsta ánægð með afrek stjórnarinnar, og þess má getatil dæmis, að þing sam- bands ungra framsóknar- manna hefir gert ályktun, þar sem lýst er trausti á stjórnina. Ástæðan er sú og engin önnur, að „stjórnin hefir í engu brugðizt þeim fyrirheitum, sem hún gaf í öndverðu“. Má segja, að ung- ir framsóknarmenn sé nægjusamir, og óhætt mun að beita þeim á sinu með græn gleraugu, úr því að þeir gera sér það að góðu, sem stjórn „umbótaaflanna" hefir afrekað og telja það i samræmi við loforð hennar. En nú virðist komið annað hljóð í strokkinn, því að Tíminn er skyndilega farinn að bera sig illa yfir stjórnarfarinu og horfunum framundan. Eins og undanfarnar vikur er það aflabrestur á vetrarvertig og aftur á áíldveiðum, sem um er að kenna. Tíminn segir: „Þær afleiðingar aflabrests- ins, sem hér hefir verið drep- ið á, munu skapa ýmis ný vandamál, er stjórn og þing þurfa að horfast í augu við á komandi hausti......Þess- ir erfiðleikar eru vissulega vel viðráðanlegir, ef þeim er mætt með festu og framsýni. Markmiðið, sem þarf að hafa hugfast, er að láta ekki fram leiðsluna stöðvast og láta ekki skapast atvinnuleysi. Að þessu mun hinsvegar koma, ef nægilega róttæk- af ráðstafanlr verða ekki gerðar í tíma.“ Menn taki eftir því, að Tíminn boðar ekki nein „ný og var- anleg“ ráð til að mæta þeim örðugleikum, sem blasa nú við í öllum áttum. Hann seg- ir aðeins ósköp vesaldarlega, að það verði að gera eitthvað! Einhvern tímann hefir hann verið borubrattari, og varla^ boðar þetta annað en það, að erfitt sé að finna ný ráð, þótt ekki sé þau varanleg! Hún hefur lifað stærri breyt- ingar á lifí og þróun höfuðborg- arinnar, en flestir P.eykvikingar, því hún hefur dvalið hér í 65 ár, frá því hún flutti hingað.nýgift með eiginmanni sínum, hinum þjóðkunna athafnamanni Helga heitnum Zoega, árið 1892. Eg hef borið gæfu til að þekkja þessa sómakonu undan- íarin 15 ár. Mér hefur ávallt fundizt frú Geirþrúður ólik öðru öldruðu fólki, sem ég hef kynnzt. Er fer að halla á áttunda eða ní- unda ævituginn fara flestir að Iiverí'a í huganum aftur til æsku- áranna og losa tengslin við sam- j tiðina og hættir þá mörgum til að standa fast báðum fótum i fortíðinni. Svo er ekki um. frú Geirþrúði. Enga konu hef ég þekkt henni skilningsríkari á við- horf unga fólksins, þótt sjálf hafi hún alizt upp við svo gjör- ólíkar aðstæður þvi sem nú tíðk- ast, að hún þess vegna hefði get- að' verið fædd á öðrum hnetti. Mér hefur ávallt fundizt feg- ursti eiginleiki konunnar vera móðurtilfinningin. í henni kem- ur fram allt hið liáleitasta í manninum: kærleiki, ástúð og umburðarlyndi. En þessir kostir eru ef til vill stei'kustu þættirnh' í skaphöfn og lyndiseinkunn frú Geirþrúðar Zoéga. Maður þarí ekki að Vera skyldur slíkri konu til þess að finna hina hlýju sam- úðargeisla, sem frá lienni stafa. Þeir, sem hana þekkja, finnst ekkert eðlilegra en leita til henn- ar ef á bjátar; þar er ávalt hugg- un að finna. Snæbjörn Jónsson, kaupmað- ur, héfur sagt frá því, að ensk- ur menntamaður, sem \rar tíður gestur á heimili frú Geirþrúðar hafi lýst henni svo, að hún hefði tilhneigingu til að þurrka sjálfa sig út (..... ahvays obliterating herself.“) Það er sönnu nær. Ókunnan mann, er kæmi til frú Géirþrúð- ar myndi ekki gruna, að þessi unglega, broshýra og bjartleita kona þjftðist aí kvalafullri gigt. Þótt Geirþrúður sé nú hálfnh'æð má enn heyra skæran Klátur hennar óma um stofiu-, þegar hún heyrir eitthvað skemmti- legt. Hún er ein af þessum ó- bugandi persónum, sem kerling Elli ræður ekkert við. Það má víst fullyrða, að í dag beinist úr mörgum áttum hlýjar hugsanir til þessarar góðu konu og hugheilar heillaóskir. Sjálfur tel ég það mikla gæfu að hafa kynnzt svo heilli manneskju. Til hamingju Geirþrúður, lifðu heil. Ævar K. Kvaran. Þjóðarógaefa íslendinga. Þýzkur menntainaður dr. XV. Bauer-Heyd hefur seint í s.I. mánuðir ritað grein í „Stutt- garter Zeitung“ í Þýzkalandi um jhandritamálið og kröfur ís- Iendinga til þeirra. í grein sinni rekur dr. Bauer- Heyd sögu handritanna gegnum aldirnar, hvernig þau hafi komizt í hendur Dönum óg geymst þar. Hann heldur því, fram að Danir hafi iagalegan rétt til handritnna, og hann tekur einnig undir þau vniz Dana gegn afhendingu handrit- anna.að hefðu þau ekki komizt í hendur Dana, myndu senni- lega flest þeirra hafa glatast. En dr. Bauer-Heyd segir hins- vegar að Danir geri sér enga i- veginn ljóst hversu handritin séu þýðingarmikil fyrir íslend- inga. Þau séu veigamesti tengi- liðurinn milli fortiðar þeirra og samtíðarinnar. Þau séu á sömu tungu og íslendingar tali er.n í dag, þau séu dýrmætasti menningararfur þjóðarinnar og að það sé þjóðarógæfa þein i að þeir skuli ekki hafa handriti.i í sínu eigin landi. Umkvartanir i garð lögTegiunnar. Það kemur stundum fyrfr, að menn snúa .sér til blaðanna með umkvartanir út af hörkulegri meðferð lögreglunnar, segjast annaðhvort hafa verið vitni að slíkri meðferð, eða orðið fýrir henni sjálfir. Nýlega kom t. d. maður í rit- stjóraskrifstofu Vísis, sem kvaðst hafa hnigið í yfirlið á götu úti og sætt ónærgætnislegj-i meðferð. I tilefni af umkvörtun þessa manns vili blaðið benda á, ef menn telja sig haía ástæðu tii umkvörtunar, að leggja málið fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Hinn rétti vetívangur. Hjá henni er hinn rétti vett- vangur, a. m. k. á þessu stigi, að taka slíkar umkvartanir fyrir, en blaðið er þess íullvisst, að lög- reglustjóri eða j'firlögregluþjónn rnuni í’annsaka til hlitar þær um-kvai'tanir, sern fram eru bornar, og er þeim það að sjálf- sögðu skylt. Ef þessi máí væru tekin fyrir i blöðum þvTfti a. m. k. máiið að ligg.ia alveg Ijóst fyr- ir, frá öllurn hliðum. Viðliorf almennings til lögreglunnar á að vera. að hún viiji hjálpa og aðstoða, og I henni sé skylt að koma fram við I aila ekki aðeins af festu, heldu.r jeinnig af nærgætni, og það er j vafalaust einnig viðhorí iögregl- | urinar, en iilutverk hennar er . vandasanrt, og það geta verið þær aðstæður fyrir hendi, að ■ næi'gætni og lipui’ð dugi ekki, en lögi'eglunni hér. sem annars I staðar, mun upp á lagt, að beita j ekki hörðu, nema í brýnni nauð- 1 syn. Verði einhverjum lögi-eglu- manni hins vegar á að beita hörku, t. d. af því að hann geri sér ekki gréin f\TÍr að við sjúk- an mann sé að eiga, eins og kom- ið getur fyrii', ber að taka málið upp við yfirboðai'a hans, og væri með því stuðlað að þvi að girðá fyrir að slíkt kærni fyrir aftur. -----4------- llaustmótiA: Fram-Víkingur Mesta Ijósmymtasýning, sem hér hefur verið haldin. Stendur í 3 vikur frá 21. þ.m. 3:0. Fyrirfitleg osannindi. Tírninn ei' farinn að finna, að það andai' köldu til stjórnar- innar frá alþýðu manna. Þess vegna segir hann einnig á miSvikudaginn: „Það sést þegar á blöðum stjórnarand- 1 stæðinga, að þeir eru farnir áð fagna yfir þeim erfiðleik- um, sem aflabresturinn mun valda. Þeir halda, að hér sé tækifæri til að kenna stjórn- inni um, hvernig komið sc.“ Það eru vitaniega fyi-irlitleg ó- sannindi — og Tímanum lík — að stjórnarandstæð- ingar diagni yfir því, að illa ■ • jtgengur, f'eir. hafa 'hingað .til. borið þjóðai'hag meira fyrir brjósti en fiestir þeir, sem í stjórninni sitja nú. En hinu er ekki að leyna, að sjálf- stæðismentx geta sagt með réttu, að þeir hafi bent á, að illa mundi fara undir þeirri stjórn, sem nú situr. Það er því miður að koma í ljós, og það ei' ekki við sjálf- stæðisménn að sakast, þótt þeir hafi reynzt sannspáir. Hinna er að sanna, að þeir sé, þrátt fyrir allt, eins miklir noenn og þeir létu í veðri vaka, en þeir eru að falía á prófinu. Um þessar inuiidir er verið að setja upp Ijósmyndasýriingu á fjórðu hæð Iðnskólans víð Vitastíg. Er þetta einstök sýii- ing í sinni röð óg mikill við- bui'ður á sviði Ijósmyndalistar hér á landi. . Er þetta hin alþjóðlega ljós- myndasýning, sem hinn kunni bandaríski listmálatl og ljós- myndari Edwai'd Steichen tók saman og hefur værið kölfuð „Fjöískylda þjóðanna". Til sýn- ingarinnai' vei'ða notaðir allir gangar, forstofa og kennslu- stofur á þessat'i hæð skóla- byggingarinnar. Stefán Jóhssori teiknari hefur á hendi skipulágningu sýning- arinnar, en Haráidur Ágústsson, kénixai'i og húsgagnásixilðúr 'er honum til aðstoðar við þettu starf. Á sýningunni eilj ' álls 503 ljósmyndir og köm'ri'þ'aéi''’hingáð' frá SvíþÍpð-T-23- Ícássuri'x;' sem vógu samtáls 5;5 tonnri Mýnd- irnar eru mjög mismunandi að stæi'ð. Sextán myndanna eru 3‘ metrar á hæð og ná því hér mxi bil frá gólfi til lofts. Ef allar myndirnar á sýningurini væru lagðar hlið við hlið, myndu þær ná yfir 300 metra langan veggflöt. Þegar lokið ■ hefui' verið við að hengja myndirnar upp og koma þeim fyrir á sem hagan- legastari Mtt, munu rafvirkjar koma fyrir sérstökmn ljósaút- búnaði, sem fylgir sýningunni, svo að myndirnar njóti sín sem bezt. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 21. september og mun hún atanda yfir í þrjár vikur. Því næst verður hún send aítui' til meginlands Evrópu. Fjórði leikur haustmóts ineist araflokks fór fram í gær og þá kepptu Fram og Víkingur. — Lelknuni lauk nteð s’gri Frani, 3 : 0. Kalsavcður var og harður norðan strekkingur, svo erfitt var oft og.tíðum að hemja bolt- ann. Framarar léXu mxdan vindi í fyrri hálfléik og ,þó að þoltinn væri svo til ailan timan á v’-all- arhelmingi Víkinga þá tókst Fram ekki að skora fleiri en eitt xxxát'k' í-þessum hálöeik: : í hixixixTi .si.ðafi skorúðu þéir , síðan työ.-Eins og'.fyrr ségir, vav mikið rok og því; erfitt imi' allt ; sp.il, þó áttu Framarar góða kafla og bar. helgt á Dagbjarti í Framlinunni. Víkingum hefui" farið talsyert fram, ef rriiða rná við markatöluna úr síðustxi or- ustu þessa^a íélaga, enþá sigr- uð'u Franiarar með 15 :D,'"en þó áttu Víkingar fá tilþrií. til á- rangursríks samleiks í lejknúm ' í gær. essg. • Batista, einræðisherra á Kúbu, hefur látið handtaka dr. Raul Chibas, aðalfor- ingja andstæðinga bans. Hallgríinxir Lúðviks*»n lögg, skjalaþýðandi i énskri og þý^lru. — Sifni 10164.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.