Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 1
Miðvikud. 1. árgangr 24. des. 1913 MORGUNBLADID 53. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 Það er yfir oss uakaQ. - 3ólahugleiQing. Eftir fiarald níelssun prófessur. „Og hafið þetta til marks: JÞér munuð finna ungharn reif- að og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé gnði í uppbæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ (Lúk. 2, 12-14). „Er vetrar geisar stormur striður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss drottins birta kring um skin.“ (V. Br.) Jólin eru að koma. Það er engu líkara en vér heyrum með einhverju innra eyra þytinn af ósýnilegu, hljóðu vængjataki. Og alveg sér- stakur geðblær læsir sig um hug vorn við þá tilhugsun. Minningar frá bernskuárum kunna tök á oss þennan dag, öllum dögum betur. í kvöld tengjast heil belti jarðar- innar samhygðarböndum. Þess sér merki með auðugum og snauðum, í fjölmenninu og þar sem einstæð- ingurinn elur manninn. í kvöld heilsa menn hver öðrum blíðlegar en ella, og á barnaheimilunum má lesa það lir geislandi augum barn- anna, að nú er hin ljúfasta hátíð að breiða faðminn móti þeim. í kvöld syngja þeir jólasálma, er aldrei ann- ars hafa slíkt um hönd. Og ef vér leitum uppsprettunnar, þaðan sem jólahugurinn á upptök sín, nemum vér staðar við lítinn bæ, sem liggur milli tveggja, grasi vax- inna hæða. Húsin eru öll full af fólki, sem komið er að víðsvegar úr héruðum Gyðingalands. Gistihúsið fær jafnvel eigi hýst fleiri. En nú er alt sigið í fasta-blund, og friður og kyrð hvílir yfir öllu. Þó er vak- að, að minsta kosti á tveim stöðum. Annar staðurinn er peningshús. Þar liggur nýfætt barn, vafið reifum — í jötu, og timbursmiðurinn Tósef frá Nazaret vakir yfir barninu og móð- ur þess. Hinn staðurinn er úti í haga, þar sem fáeinir fjárhirðar gæta um nótt Ijjarðar sinnar. En birta drottins ljómar kring um þá og eng- ill drottins flytur þeim þá fregn, að nú sé frelsarinn fæddur. Óþrotleg hefir hún reynst öld eftir öld, þessi fagnaðar-uppspretta. Aldre: hefir frostið orðið svo hart, að hana hafi þrotið. Aldrei hafa hitarnir orðið svo miklir, að hún hafi þornað upp. Mikið fagnaðar- flóð er úr svo lítilli uppsprettu runn- ið. Og enn er nóg í þeim nægta- brunni. Jóla-atburðurinn birtir svo margt, lætur oss renna grun í svo margt. Fæðingarsaga fátæka sveinsins birt- ir oss meðal annars þetta: Það er vakað. Eitt fegursta einkenni mannlegrar elsku, eins og vér þekkjum hana fórnfúsasta og fullkomnasta, er ein- mitt þetta: hún vakir. Móðirin vakir yfir barninu sínu oft og iðulega, þegar aðrir sofa og njóta hvíldar. Og hún vakir mest og tíðast, meðan barnið er nlveg ósjálfbjarga og hefir litla eða enga hugmynd um, hvað við sig er verið að gera, né nokkurt vit á að meta, hvað lagt er í söl- urnar fyrir það., Astvinir vaka yfir sjúklirgnum, þegar hann er sárþjáð- ur, og mannelskan hefir reist sjúkra- hæli víðsvegar uifi heim, til þess að vakað yrði nótt og dag yfir þeim, er þjást og líða. Jólaguðspjallið minnir oss á þetta sama einkenni mannlegrar elsku og umönnunar: Jósef vakir yfir barni og móður, og hirðamir vaka yfir hjörð sinni, til að annast hana. En það minnir á meira. Það segir oss frá, að yfir oss sé vakað á æðri stöðum. Það segir oss, að sjálfur guð himnanna hafi vakað yfir hinu veika, ófullkomna mann- kyni; og af því að hann vakir yfir þvi og elskar það og lætur sér ant um það, sendir hann þvi hjálpara — frelsara. Barnið i jötunni er birting þessa leyndardóms: það er yfir oss vakað. Með þvi auglýsti guð þetta: »Eg læt mér ant um mannkynið alt, eg hugsa um hvern. einasta einstakling. Eg vaki yfir ykkur öllum«. Guðs eilifa gæzka vakir yfir vöggu mannkynsins — vakir yfir vöggu hverrar einustu kynslóðar. Og meira en það. Guð lætur vaka yfir hverjum einum. Hirðunum var birt, með hverjum hætti það gerist. Þeir sitja hljóðir yfir hjörð sinni; þeim finst alt umhverfis sig sofa. Náttúran öll er sem lukt svefnsins örmum og alt er kyrt og hljótt. Alt er þagnað. Þá grunar sízt að yfir sér sé vakað — sjálfum vökumönn- unum. Unz engill drottins stendur alt í einu hjá þeim í hinni undar- legu birtu, er af honum stafar. Þeir verða hræddir. Þeir vita ekki að verið er að velja þá til að verða fyrsta boðbera hins mikla fagnaðar- erindis: »Yður er í dag frelsari fæddurl* Og siðan er þeim vísað á reifað ungbarn í jötu. En með þessum hætti er lika verið að til- kynna þeim Jósef og Maríu, að yfir þeirn sé vakað og litla barninu í jötunni. Fyrir milligöngu hirðanna eiga þau að sannfærast um þetta: Heilar sveitir engla láta sér ant um hið nýfædda barn. Fæðing þess hér á jörðu vekur lofsöngva meðal him- neskra hersveita. Hversu dásamleg tíðindi móður- hjartanu. Svona er þá' yfir henni vakað ! Englar guðs svífa kring um hvílu barnsins hennar, þótt hún sé ekki nema jata í peningshúsi. Og nú spyr þú sjálfan þig: Er lika yfir mér vakað? Þér finst það naumast geta verið. Þú sért svo fátæknr. Þú eigir svo bágt. Þú sért svo gleðivana, eigir um svo sárt að binda eða sért svo umkomukus. En ertu umkomulausari en fátæka móðirin, sem varð að leggja barnið sitt í jötu? Jólahugurinn vekur upp minning- una um eina frásögu gamla testa- mentisins, af því að hún et svo skyld jólaboðskapnum. Ungur maður var á ferð. Hann lagðist kvíðinn til svefns úti á víða- vangi, með stein undir höfðinn. Þá sá hann í draumsýn inn í hulinn beim; sá stiga, sem stóð á jörðu og náði til himins, og engla guðs stíga upp og niður stigann. Og orðin, sem bárust að eyra honum mintu hann á þetta: að yfir honum væri vakað. Yfirlýsingin frá guðs hendi var þessi: »Sjá eg er með þér og varðveiti þig hvert sem fer«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.