Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 257 borginni, i sjálfri kóngsins Kaup- mannahöfn. Eg ætla ekki að lýsa skapinu. Það yar hið versta. Slík jól hefi eg al- drei lifað, sem nú voru horfur á. Mér hugkvæmdist ekki annað ráð en halda heim. Eg las í hinum og þessum bókum, hljóp úr einni í aðra. Mér fór að hægjast. Þetta kvöld var í rauninni eins og önnur kvöld — sami litlausi hversdagsgráminn yfir því og öðrum kvöldum — að öðru leyti en þvi, að eg var matar- laus, en það reynum við stundum, sumir Hafnarstúdenta. Loks kom mér til hugar að skrifa móður minni og segja henni farir mínar ekki slétt- ar um heilög jól 1904. Þá er því var lokið, fór eg aftur út og ráfaði fram og aftur um göt- urnar, en rakst ekki á neinn landa. En þá er eg gekk um »Strykið«, sá eg Ijós í glugga í litlu veitingahúsi. Eg var ekki seinn að taka sprettinn, stökk yfir þvera götuna, hentist upp riðið, þreif hratt og sterklega í hurð- arsnerilinn, — og upp gekk hurðin, og við mér blasti ljósleitt haf af tóbaksreyk, og í reyknum sá eg spilandi og reykjandi, drekkandi og étandi bjórfeita Baunverja. Eg komst óðara í dúnmjúkati legu- bekk, og viðaði að mér öllum blöð- um, sem eg gat klófest, og pantaði mér svo ódáinsverð okkar Hafnar- stúdenta, »buf«-steik með gljáeggjum, og fekk ískalt tunnu-öl, sem sjálfsagt er einn binn bezti svaladrykkur und- ir sólunni. Eg sat þarna lengi og tókst að eyða hverjum eyri, sem til var í buddunni. Eg hafði gatnan af að virða fyrir mér suma kúluvambana þarna inni; þeir góndu, sljóir og tómlegir á svip, upp i reykjarhiminn sinn. Hugurinn fló áreiðanlega ekki hærra, ekki i kvöld að minsta kosti. Mikið ógnar-barn er eg að skrifa þér þetta rugl. Munurinn á okkur fullorðnu börnunum og smábörnun- um er stundum ekki mikill. Þó að okkur Hafnarstúdenta vanti jólin, þá segir mér svo hugur um, að námsárin hér séu dýrlegasti kaflinn í ævi sumra okkar. Við erum hér drotn- ar tíma okkar, getum lesið, þegar við viljum o. s. frv. Að eins hörmuiegt, að við notum ekki þennan dýrmæta náðartima betur. En — hér er bezt að hætta. Eg fer ekki að játa þér syndir minar. Gleðileg jól og góða nótt I Þinn 0nundur. II. Khöfn, 4 jólanóttina 1906. Kæri vin! Þá er við vorum saman á Garði jólanóttina í fyrra, hét eg að skrifa þér nokkrar línur um æfintýri min á þessari helgu nótt næsta ár. Nú er sú nótt komin og þú hoifinn heim yfir hafið, sem ráð var fyrir gert, svo að nú er að efna loforðið, sem þú hefir, ef til vill, gleymt. Raunar hefi eg ekki lent i neinu æfintýri og ekkert merkilegt hefir hent mig. Eg ætla samt að segja þér, við hvað kvöldið leið, þótt það megi kalla oflæti að skrifa slik tíð- indi í önnur lönd. Þú veist, að við snæðum saman á Austurbrú, eg og Þ. Þ., sem nú lýkur lögfræðiprófi i næsta mánuði. Eg varð þeirri stundu fegnastur, er fólkið stóð upp frá borðum. Mál- tiðin var bæði löng og leið, eins og þú getur farið nærri um, þar sem afgamlar kenslukonur og baunversk- ar búðarskottur skemtu með vaðlin- um og masinu danska, sem þú þekkir. Þá er við félagar höfðum reykt eftir jólaverðinn og spilað »pikket«, lögðum við af stað út á götur að leita landa. Tókum við stjórann og héldum alla leið niður á Stryk og upp til kunningja okkar, E. £., sem býr þar á hæstu hæðum og í glæsi- legum salkynnum. Hann sat þar prúðbúinn við skrifborðið og kvað andann hafa komið yfir sig, og hefði hann varla haft við að smella á pappírinn þeim leyndardómum og vitrunum, er andinn birti sér. Buð- um við honum út á Austurbrú til lögmannsins, félaga míns, enda átt- unt við von á þrem félögum utan úr Grjótaþorpi, þar sem þeir sátu jólaboð. Við héldum svo út á göt- una aftur með E,, en það vissi eg aldrei, hvað varð af andanum, enda sá eg aldrei neitt til þessarar huliðs- veru, sem kom með fangið fult af vísdómi og hugkvæmdum til kunn- ingja okkar, og væri gaman að hreppa slíknr jólagjafir. Þeir lögrr.aðurinn og Andríkur fóru að tala saman, en eg gaf mig lítið að því. Göturnar voru nú næstum auðar af fólki, sporvagnar þunnskip- aðir. Húsin mændu, dimm og al- varleg, yfir vötn og vagna, ljósker og stræti. Sjaldan hefi eg séð Höfn hæglegri á svip en einmitt nú, þeg- ar leiítur og gleði ríkti sem mest að baki öllum þessum steingráu hús- veggjum. Svipurinn svíkur stundum. Eg fór að hugsa um, að eg myndi rita háróma lofsöng til jólanna, ef goðunum hefði ekki gleymst að gefa mér góða ritgáfu. Hver vitringur heims fær vegið, reiknað eða mælt alla þá ánægju, unun og gleði, sem þau tendra í merfskum hugum? Nú væri þörf á góðri líking, en mér líkar engin, sem mér dettur í hug. Eg sleppi því öllu andríki. Þú ert líka fjandi glöggskygn á gallana á smíðum félaga þinna og kunningja, eins og eg stríddi þér stundum á. Þá er við komum til lögmanns- ins, var kveikt á jólatré; sem hann hafði keypt, og skömmu síðar komu þeir félagar úr Grjótaþorpi. Sett- umst við nú kringum jólatréð, eins og villimenn kringum elda sina. Eg held að einhverir okkar hafi legið á gólfinu. Við gæddum gómum okk- ar á ljúflfengum ávöxtum og höfð- um göfug vín til drykkjar. Lög- maður er svo mikill burgeis, að hann á heila unnustu hér suður i sveitunum dönsku, og hafði hún sent honum svarta-kökur og kræs- ingar. Held eg, að hún hafi sent honum fult kerald af þessum vör- um, þvi að aldrei þraut vistir þær, þótt rösklega væri til þeirra tekið. Feldum við einlæga og fölskvalausa matarást til ungfrúarinnar, drukkum full hennar og báðum henni allrar blessunar i bráð og lengd. Við fór- um að syngja sálma, og eg kvaddi mér hljóðs og mælti nokkur orð fyrir minni Krists. Mintist eg þess, hvílíkur jafnaðarmaður og mannvin- ur haun hefði verið, og með hve miklum krafti, göfgi og óviðjafnan- legri andagift hann hefði barist fyrir samúð og bræðraþeli á jörðu. Þá er eg hafði lokið máli mínu, drukk um við minni hans. Okkur leið ágætlega hjá lögmanni, skröfuðum »um alt nema skammir og kíf« og þurftum ekki að hressa okkur á stór- yrðum um ástandið heima, gerðum þar enga stjórnbylting í orði. Þetta er fyrsta sinni, sem eg hefi lifað veru- leg jól hér í Höfn. Ætli þú hafir átt skemtilegri jól í Vík? Klukkan er nú farin að ganga fimm. Veður var hið fegursta, er við kómum út. Tunglið, þessi heimspek- ingur, sem alt af skoðar öll fyrir- brigði jarðarinnar með sömu ró og óhlutdrægni og er alt af jafolangt fyrir utan og ofan mannlífið og bar- áttu þess, stóð stilt og kyrt á heið- um himni. Loftið var óvenju hreint. Gleðileg jól! Þinn Itivjaldur. Aths Hellerup var kallað Grjóta- þorp á Hafnaríslenzku Ekki þótti vert að nefna nöfn þeirra, er sagt er frá í bréfinu. Gefið út með leyfi viðtakenda hefir Siqurður Guðmundsson. 3ólin í Uiðey fyrir 5D—55 árum. Þegar eg stÉ í fyrsta sinn í stólinn! Mér er líkt farið í huga mínurn sem fornmanninum, sem ávalt mint- ist fóstra síns, þegar hann heyrði góðs manns getið. Þegar eg hugsa um gott heimili með góðum heim- ilisháttum, þá minnist eg ávalt Við- eyjarheimilisins, eins og það var á fyrstu æskuárum mínum, fyrir 50 til s 5 árum síðan; og þegar eg hugsa um góðan heimilisföður og góða húsmóður, þá minnist eg hjónanna góðu og lofsælu, sem þá réðu þar húsum, jústisráðs Ólafs Magnússonar Stephensen og frúar hans Sigríðar Þórðardóttur Stephen- sen, sem áður var gift síra Tómasi sál. Sæmundssyni. Á heimili þeirra var eg borinn og barnfæddur og lifði þar í eftirlæti og uppáhaldi fyrstu æskuárin; það var fyrsta, og um leið jafnvel mesta lánið mitt. Yfir þeim æskuárum hvílir sá ljómi, sem ekki mun slokna fyr en »heimurinn hverfur mér«. Það var lán hverjum ungum manni, að alast upp í Viðey. Heim- ilið og áhrifiu frá húsbændunum settu mark sitt á alla. Eiginlega finst mér núna á full- orðinsárunum, þegar eg lít til baka, eins og öll mín ár í Viðey og hjá þessum hjónum væru óslitin jól. »Húsbóndinn« — svo var Ólafur sál. Stephensen jafnan nefndur af heimilisfólkinu — bar mig og leiddi mig, meðan eg var sem lægstur í loftið, út um tún og engjar, og reiddi mig að baki sér, er eg fór að togna. Man eg það, að eg þá gat krækt báðum vísifingrum fram í vestisvasa hans, hélt eg þar dauðahaldi og tif- aði fótunum í síðurnar á »Heima- grána*. En hann var stiltur og hljóp ekki með okkur nafnana í gönur. Margs hefi eg að minnast frá Við- eyjarárunum, og ekki síst jólanna. Sú tilhlökkun dagana á undan jólunum, og sú dýrð, er jólin komu! Og þó eg væri barn þá, er mér samt ennþá, eftir 50 ár, lang minni- stæðust alvaran og helgiblærinn yfir heimilinu, þegar farið var að lesa & jólakvöldið. Við alla húslestra, sem þar voru þá aldrei látnir niður falla nokkurn helgan dag á árinu, ef ekki var messað, og aldrei nokkurt kvöld að vetrinum til; var jafnan slegið tveim stofum saman, Miðkamesi og Litlu- stofit, — nú munu líklega stofu- heitin í Viðey vera týnd. og er það ilt ef svo er. Magnús Ó. Stephen- sen sat jafnan við dyrastafinn í Mið- kamesi og las lesturinn. Við stórt borð f Litlustofu sátu húsbændurnir öðru megin, og faðir minn sál. og Hans heitinn Stephensen hinu meg- in. Meðan eg var smápatti, sat »húsbóndinn« sál. undir mér um lesturinn; með því móti var bezt stungið upp í mig; þegar eg stækk- aði, sat eg milli föður míns og Hans heitins Stephensen, þótti mér það mannalegra og meira kenna frelsis. Að öðru leyti sat hver við hús- lestrana þar sem honum likaði. A jólunum mátti engan vanta við lesturinn. Þá komu kerlingarnar ofan, er lifðu í ellinni á náð og miskunn húsbændanna, og aldrei fóru endranær af rúmum sínum niður af loftinu. Þær voru gamlar vinnu- konur, sem heimilið veitti fram- færi, þvi Viðeyjarhjónin kunnu ekki þann búmannshnikk síðari tímanna, að reka hjúin sín útslitin á sveitina. Á jólunum skautuðu þær sér með svörtum klútum og kembdu hárið niður á herðar; höfuðbúning þann kölluðu gárungarnir »koppgjörð«. »Húsbóndinn« sál. * byrjaði sjálfur jólasálmana, sem endranær við lest- ur; hann var söngmaður mikill að þeirrar tíðar hætti, og söng »gömlu lögin«; þótti mér þá, sem enginn mundi slíkur söngmaður í víðri ver- öld, og mörg kanti eg gömlu lögin enn, sem eg heyrði hann syngja. Lærðari söng hefi eg síðan heyrt, en engan sem grafið hafi sig jafn djúft inn í sálu mina. Á undan jólalestrinum var ölln fólkinu borinn mikill og góðurmat- ur; eftir lestur var öllum gefið sætt kaffi og brauð, og síðan púns. Aftur var lítið um spilamensku eða skemt- anir og glaðværð; það þótti þá ekki eiga við á því kvöldi; húsbænd- urnir voru siðavandir, og þeirra vilja dirfðist enginn að brjóta. Bóka- ráð voru mikil á heimilinu; það stóð á gömlum merg frá prentsmiðjutím- anum; gátu menn fengið góðar bæk- ur að lesa, og notuðu það margir um jólin. Tvent var það, sem jók á jóla- dýrðina bæði hjá mér og öðrum. Ánnað var það, að þá var einlægt messað annanhvorn hátiðisdaginn, og það þótti okkur eyjarbúum geysileg- ur fögnuður. Þá kom venjulega fólk til kirkju, ekki sízt Engeyingar, sem þá voru fremstir manna hér um slóðir. Kristinn heitinn og Pétur sonur hans voru gleðimenn miklir og hrókar alls fagnaðar, þar sem þeir voru komnir ; var þá oft glatt á hjalla í Viðeyjarstofu, meðan setið var að borðum eftir messu, því veizlu var þá jafnan upp slegið, og húsbóndinn var gestrisinn með af- brigðum. Mátti þá heyra marga skrítlu sagða undir borðum og frá- sagnir af ýmsum svaðilförum bæði fyr og seinna. Á alt þetta hlustaði eg á þeim tímum með miklum fjálgleik, og kann sumar sögurnar enn þann dag í dag. »Húsbóndinn« hafði mig venjulega í sófahorninu hjá sér við borðið og stakk við og við upp i mig steikarbita; góðir þótti mér þeir, betri þó sögurnar; en mest var mér dillað, þegar hlátrarnir glumdu, sva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.