Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 25J sem voru guðrækilegs efnis. Man eg, að ekki var það vinsælt hjá okk- ur unglingunum. Frá því að eg var stautfær og alt fram að ferm- ingu, las eg æfinlega' sama kapitul- ann í Nýja testamentinu á aðfanga- dagskvöldið, en það var i. kap. í Mattheusar guðspjalli, er segir frá ætt }esú Krists alt frá Abraham. Þótti mér það einna aðgengilegast, vegna þess hve margvísleg manna- nöfn þar voru upp talin. Sjaldan var vakað lengur en til miðnættis, eða tæplega það, á að- fangadagskvöld, en ekki var slökt ljós í baðstofunni um jólanóttina. Jóladagsmorgun bauð hver öðrum gleðilega hátíð. Kaffi var drukkið með lummum og öðrum kökum. Til morgunverðar var jólagrauturinn borðaður. Var grautur sá úr mjólk og hrisgrjónum með rúsinum í og rjóma út á. Síðan var lesinn húslestur, ef eigi var messað. Kl. 5—6 var skamtaður aðal-jóla- maturinn, en það var kalt hangiket, reyktir magálar, brauð og smér. Var hverjum karlmanni skömtuð heil bringa, þrjú rif af síðu, frá hrygg og niður úr, heilt mjaðmarstykki, tveir hæklar og hálfur magáll og væn sneið af brauði með sméri á. Kon- ur fengu litið eitt knappari skamt. Þeir sem sparneytnir voru, lumuðu á hátíðamatnum Iengi síðan og gæddu sér á honum milli máltíða. Eftir máltíð var kertunum útbýtt. Fekk hvei heimilismanna tvö kerti og við börn lítið kongakerti að auki. Að því búnu var heimilt að spila, tefla, eða skemta sér á annan sið- prúðan hátt, og ekki var neitt amast við því, þó að vakað væri fram eftir nóttinni, væri þess gætt, að hafa hljótt um sig, svo þeir sem vitjað höfðu rúma sinna, gætu sofið. Ekki minnist eg þess, að meira væri haft víð annan jóladag, heldur en venjulega sunnudaga. Gamlársdagur var í því einu frá- brugðinn aðfangadeginum, að þá var á meiri gleði eða veraldarblær. Þeir sem tök höfðu á því, efndu til brennu á hól eða hæð, í nánd við bæ sinn. Var oft vel ljósað um Breiðafjörð á gamlársdag í mínu ungdæmi. Margur sem ekki gat komið því við að kynda bál á gamla árinu, gerði það á þrettándanum. Var það kallað að brenna út jólin. Sjálfsagt þótti að spila púkk á gamlárskvöld; var það víða, að geymd- ar væru sömu þorskkvarnirnar árum saman, til að hafa i gjaldið í púkk- inu. Aðrir notuðu glerbrot. Á nýársdag var ekki skamtað hangiket, eins og á jólunum, heldur súrsuð svið og lundabaggi og kökur, sem til þess eina dags voru gerðar; voru þær á stærð við kvartilsbotn og vel hálfur þuml. á þykt og bak- aðar á glóð. Fekk hver um sig heila köku með sméri, einn sauðar- eða hrútskjamma og heilan lunda- bagga. Grauturinn, kaffið og lumm- urnar var eftir sama mælikvarða og á jólunum, og á púnsi var fólkinu gætt, bæði á jóladagskvöld og gaml- árskvöld, en aldrei man eg til að neinn yrði til muna drukkinn af þeirn veitingum. Svona voru jólin haldin í mínum foreldráhúsum, og svipað þessu munu þau hafa verið á efnaðri sveitabæjum á Vesturlandi. Jólatré þektist ekki. Jólagjafir ekki aðrar en kertin, að eg nú ekki nefni jólakortin. Má vera að þetta alt sé nú orðið haft til jólafagnaðar í sveitinni, en þó svo sé, þá efast eg um að börn og fullórðnir séu ánægðari, eða uni bet- ur jólunum, heldur en við gerðum fyrir 30—40 árum. A Þorláksmessu 1913. 7 heodóra Thoroddsen. Makort. Morgunblaðið biður mig að skrifa eitthvað um jólin, og eg ætla þá að segja nokkur orð um jólakorí. Mér er ekki um jólakort, það er að segja, ekki alls kostar, það er að segja, eg vil helzt ekki senda þau, það er að segja, ekki nema þá sum- um, það er að segja, rétt einstöku, það er að segja, þegar sérstaklega stendur á, það er að segja, jólakort- in eru eins og alt annað, það er að segja eins og flest annað, það er að segja, þau eru að sumu leyti góð, en að sumu leyti ekki góð, eða svona hálf-leiðinleg. Jólakortin eru eitt af þvi sem mennirnir hafa skapað sér til gleði og leiðinda. Þau eru eins og fram- rétt vinarhönd, það er að segja, þau eru eins konar framlenging handar- innar. Varla nokkur er svo fingra- langur eða vinafár, að hann nái til allra sem honum er hlýtt til um jólin, en á jólunum eru flestir vinir vina sinna, því jólin eru hátíð barns- eðlisins, gleðinnar, góðvildarinnar. A jólunum eru allir góðir, eða eiga að minsta kosti að vera það, góðir hver við annan. Gleðileg jól I Gleði- leg jól! nljómar af hvers manns vörum, en hljóðið nær ekki til ann- ara en þeirra, sem næstir eru. Hin- um verður að senda jólakort. Og það er nú annars fallegur sið- ur, að velja mestu stórhátið ársins til að senda vinum sinum árnaðar- óskir. Jólin verða þannig reiknings- dagar vináttunnar. Þá er slegið upp í bók endurminninganna og reikn- ingurinn gerður upp: Hverjum á að senda ? En þar er margs að gæta. Flestir vita reyndar við hverja þeim er vel — hjartað segir til sin — en ekki tjáir að senda þeim öll- um jólakort, þvi vináttan er ekki ætíð á báðar hliðar, ástin enn síður. Hvernig verður kortinu tekið? Það er alvarlegarta spurningin. í hönd- ina yrði tekið vingjarnlega — af kurteisi, ef ekki öðru, til að særa ekki þann sem réttirhana — enjóla- kortið er varnarlaust eins og litið barn sem borið hefir verið út. Og unglingurinn ástfangni heldur á kortinu, sem hann langar til að senda henni sem hann ann og er óviss um. A hann að senda það? Væri ekki óhætt að senda það nafn- laust ? En hún þekkir vist ekki skriftina hans. Með nafni yrði það að vera. Hann sér hana í huganum opna bréfið, líta á nafnið og — lengra þorir hann ekki að hugsa skýrt. Hann sendir ekki kortið. Það er eins og klukka sem hann þorir ekki að hringja, af því hann veit ekki hvort stundin er heilög eða hundvirk. Að velja kortin, ekki er það minst- ur vandinn. En sumum finst það nú reyndar vandalaust, ef hægt er að fá þau nógu logagylt. Helgir menn og englar og María mey með gull- baug um höfuðið, gullblóm og gull- letur — hvað ætti að vera »fínna< en það ? Aðrir vita vel að gullið er andvana. Aldrei speglar það sál, en það eiga kortin að gera. Þau eiga að vera eins og ótalað en auðskilið orð, grípa í þá strengina sem vin- irnir eiga saman, eins og tungls- geislinn á hjarninu um jól. Þess vegna verður leitin svo löng, þegar á að kaupa kortin í búðunum. Og þá er eftir þyngsta þrautin, en það er að skrifa á kortin. Ekki má segja það sama við alla. Og það sem á kortinu stendur kemur líklega fyrir margra augu; það er ekkert sendibréf, heldur sýnisgripur, sem ef til vill liggur í kristalsskál innan um önnur jólakort, verður lesið af þeim sem að garði ber, borið saman við hin kortin, vegið og metið. Send- andinn situr þar á »forundrunarstóli«. Og jólakortin fljúga í flokkum út um bæ og iand. Sá sem fær þau inn úr dyrunum finnur ósjálfrátt til þess, að hann er ekki einmana í heiminum. Einhver man eftir hon- um, einhver virðir hann viðtals, ein- hver hefir hugsað um hann stutta stund, ekki viljað skafa hann út úr viðskiftabókinni. Og með hverju korti sem hann opnar andar að hon- um blæ af þeim sem sendi. Á því hvernig kortið er valið, stílað, skrif- að, sér hann persónumarkið: ástúð- ina, andríkið, einlægnina, kurteisina kostnaðarlausu, varfærnina, gletnina, smekkvísina, smekkleysið. Hvað snertir sinn strenginn. Og um leið og hann leggur kortin frá sér hefir hann ósjálfrátt gert upp reikninginn: Þetta er hópurinn. Og hann veit inst í sál sinni hverjum hann ann næstu jól. — — Mér er ekki um jólakortin. Eg sendi engin. Gleðileg jól! Jólasveinn. 3ól á Suðurskautinu. Eftir Roald flmundsEn. Við vorum staddir á 130. iengd- arstigi og 56. breiddarstigi og því komnir úr staðvindabeltinu. Væntum vér nú þess að veður tæki að Iægja og sjó að kyrra. En veðrið hélzt óbreytt, suðvestanvindur og*regn|alt fram til siðustu stundar. Þá var mörgum farin að kulna vonin. Lind- ström var sá eini sem virtist ókvið- inn. Hann gerði brauð og bakaði »fimmaurakökur« og »Napoleons- kökur* o. s. frv. Kölluðum við til sætabrauðsins jafnóðum og hann bakaði, Og kváðum svo að orði, að okkur þætti það betra nýtt en gam- alt. Hann skelti þó við skolleyrun- um og læsti niður biauðið, en okk- ur varð að nægja ilmurinn. Aðfangadag jóla breyttist veðrið og gerði logn. Kom nú að því sem oftar á þessari för okkar, að við vorum giftudrjúgir. Kyrði svo sjóinn að óþarfi var að stýra. Bund- um við stýrið fast og létum »Fram« skriða eftir eigin vild. Matsveinar tóku nú til starfa, en á þilfari stóðu hásetar og þvoðu af því öll óhreinindi. Og það er ótrú- legt hvað það hefir góð áhrif á mann að alt skipið sé hreint og þriflegt. Við Nielsen lautinant skreyttum há- tíðasalinn eftir beztu föngum. Á veggina hengdum við fána ýmsra þjóða og loftið skreyttum við með grænum blómfestum, sem okkur höfðu gefnar verið, áður en við fór- um frá Noregi. Hengdum við síð- an upp marglit ljósker um allan sal- inn og á hljómborðið settum við silfurbikar þann hinn fagra, er við þáum að gjöf af konungshjónunum norsku. Áður en við gengum til snæðings gáfum við hundunum eins mikið að eta og þeir gátu í sig látið og læt eg þessa getið til þess, að menn skuli ekki álíta að við höfum ein- göngu hugsað um sjálfa okkur. Klukkan f]ögur síðdegis, stöðvuð- um við skipið, svo allir gætu tekið þátt í hátíðahaldinu og einni stundu síðar komum við saman i borðsaln- um. Yfir dyrnar hafði Rönne hengt dálítinn kassa með ljósum i. Á hlið kassans hafði hann skorið með gegn- sæum stöfum: »Gleðileg Jól 1« og límt á bakvið marglitan pappír. Eg var hér húsráðandi og var það því skylda mín að bjóða alla vel- komna. Eg reis á fætur, en þegar eg leit yfir hópinn virtist mér sem eg sæi eingöngu framandi menn. Þeir höfðu klæðst sínum beztu klæð- um, þvegið sér og rakað sig. Vatn- ið var af skornnm skamti á skipinu og höfðum við ekki þvegið okkur síðan við fórum frá Madeira. Og engum hafði heldur dottið í hug að raka sig fyr en nú, svo það var ekki að kynja þótt mér brygði lítið eitt. Og fleiri voru það eg sem brá í brún. Skipverjar stóðu sem þrumu- lostnir af undrun er þeir komu inn i salinn og sáu viðhöfnina. Kveikt hafði verið á öllum hinum marglitu ljóskerum og vörpuðu þau svo ein- kennilegri birtu yfir salinn, að okkur virtist sem við værum staddir í ein- hverri gyðjuhöll. Skipuðu menn sér nú þessu næst í sæti og er allir höfðu valið sér þann stað, er þeim vel líkaði, þá setti eg á stað hljóðbera, er eg hafði falið þar án vitundar hinna, og svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.