Morgunblaðið - 27.04.1915, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1915, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Tí. P. DUUS TJ-deild. ÆiRié úrvaí af aíísRonar vgfn~ aóarvörum. ^Janóaóar vorur og afar~óóýrar. cffliRió af nýjum vorum Remur mcó s.s. dioíníu. TJ. P. Duus JJ-deiíd. Carí Tinsen annast allar brunaínjggingar. Vátryggið eigur yðar áður en það er of seint. Westminster Cigarettur reykja allir sem þær þekkja. Reynið og sannfæristl Fast hjá kaupmönnum. það að banna flutninga til Serbahers, brjóta brýr, jprengja járnbrautargöng og ueyða íbúana til þess að flýja inn í Búlgarí, svo hægt yrði síðar að segja að þeir væru óánægðir með stjórn Serba og hefðu þvi flúið á náðir Búlgara. Mr. Lloyd George og blómsölustúlkan. Ung stúlka af írskum ættum hefir sýnt stakan dugnað í því á Englandi að selja blóm til styrktar ýmsum hjálparsjóðum. Einu sinni seldi hún t. d. fyrir 12 sterlingspund á einum degi. Langaði hana nú til þess að freista þess að selja blómin í White- hall og bjóst þar við betri undirtekt- um en annarstaðar. Hún sneri sér fyrst að Kitchener lávarði og tókst að selja honum fjólu- vönd fyrir 2 sh. En Lloyd George var ekki til þess að aka að kaupa eitt einasta blóm og neytti stúlkan þó allrar málsnildar sinnar til þess að fá hann til að kaupa. Hann brosti að eins að ákafa hennar, en hún varð þeim mun áfjáðari. Þá varð fjármálaráðherrann — sem hefir umsjón með hinum feikna stóra ríkissjóði stærsta heimsveldisins, mað- ur, sem getur talað um það að veita hundruð miljóna til ófriðar eins og hann væri að tala um tvo eða þrjá aura — að gefa skýringu. . Hann gat ekki keypt blómin vegna þess að hann hafði ekki grænan eyri á sér. Bréf af Fljótdalshéraði 10. marz 1915. Yeturinn hefir inátt heita sæmilega góður til þessa; jarðbönn hafa hvergi verið að staðaldri nema á Jökuldal; er fátítt að útbeit bregðist þar að vetrarlagi, Bem í þetta skifti, því inni- stöður hafa verið frá nýári og til þessa; bændur þar eru alment vel heyjaðir, og sjálfsagt verður þeim hjálpeð sem í heyþröng komast, með því að víðast hvar annarsstaðar f nærsveitum eru gnægtir heyja. Bændanámsskeið var haldið að Eið- um 1.—6. febrúar; mjög vel sótt; næturgestir voru þar flestir um 70, aðkomumenn flestir tæp 200. Nám- skeið þessi hafa látið gott eitt af sér leiða, hvetja menn til að hugsa um andsins gagn og nauðsynjar, samhliða Fræ og útsæði á Klapparstíg 1 B. Simi 422, sínu eigin; gera menn víðsýnni, auka viðkenningu með Austiendingum, sem mjög eru strjálir og eri'itt eiga að ná saman til funda. Góð námsskeið sem þessi, eru menningarfrömuðir, auka og glæða fræðslulöngun og starfslöng- un manna. Yms framfaramál hafa fengið þar byr undir báða vængi. Á kvöldum er þar glatt á hjalla, söngur, glímur og upplestur. í endalok náms- skeiðsins ræddu rosknir menn um pólitík, en ungafólkið stó dans; eigi hringsnórist þó alt í sömustofunni, þvi nóg er húsplássið á Eiðum. Þingmenn Norður-Múlasýslu og 1. þingmaður Suður-Múlasýslu lýstu þar yfir trausti á núveraudi ráðherra, og rek eg eigi þá sögu lengur í >ópóli- tísku blaði. Fyrirlestra hóldu : Skólastjóri, Pótur SigurðsBon kennari, Jónas EiríksBon fyrverandi skólastjóri, Halldór bóndi Stefánsson o. fl. Af hálfu Alþýðu- fræðslu Stúdentafólagsins hóldu þeir fyrirlestra, sfra Þórarinn á Valþjófs- stað og hóraðslæknir Ól. Ó. Lárusson á Brekku. Nú er komin vestan vindhláka, volg og hlý, svo að jaiuvel Snæfellið er farið að byrja að týna af sór vetrar- fötin. Örsjaldan rignir hér um slóðir; snjór, sem oft er mjög mikill, sérstak- lega á Úthóraði, stenzt eigi mátið og hverfur á fám dögum í ómælisdjúp sjávarins. Hellsufar manna yfleitt gott. ö. Þakkarávarp. Innilegt hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og hjálp í veikindum og fráfalli okkar elskulega sonar, Guðvarðar Gíslasonar. Þótt við getum ekki nafna alira þeirra mörgu, sem hafa auðsýnt okkur hjálp og aðstoð, viljum vér þó sérstaklega nefna þau heiðurshjón Berg Jónsson skipstj. og konu hans, Þóru Magnúsdóttur, sem bæði gáfu okkur skrautlega kistu og fleira. Biðjum við því góðan guð að launa þeim og öllum, sem heið- ruðu útför hans, af rikdómi sinnar náðar, er þeim mest á liggur. Hafnarfirði 25. apríl 1915. SiqrítSur Þorvarðard. Gislt Jónsson. Dreng*, sem vill læra skraddaraiðn, vantar mig. Guðm. Bjaruason. Garöyrkja. Undirritaður sem hefir unnið í 5 ár að garðyrkju i Danmörku, tekur að sér vinnu i görðum bæjarbúa. Mig er að hitta á Vitastig 9 eða i Gróðrarstöðinni við Laufásveg ((Tal- simi 72, Einar Helgason). Virðingarfylst. Ragnar Asgeirsson garðyrkjumaður. Jarðabætur. Plægingar (kálgarða o. fl.), herfing, ofanafrista með Sköfnungi. Samningsvinna. Sig. Þ. Johnson, Seltjaraamesskóla. Húsnæði. 4-5 herbergi og eldhús óskast á leigu frá 14. mai. Ritstj. vísar á. 4—6 góða fiskimenn og matsvein vantar á fiskiskip. Hvergi eins góð kjör i boði. Viðtalstimi 4—6 e. m., Grundar- stig 2. Dugleg stúlka óskast í vist á fámennt heimili frá 1. eða 14. mai n. k. Hátt kanp i boði. R. v. á. ^ €2/inna T v æ r duglegar stúlkur — eldhússtúlka og barnastúlka — óskast i vist 14. maí eoa nú þegar. Hátt kanp. R. v. á. Áreiðanleg og geðgóð s t ú 1 k a óakast 14 maí í ársvist a Akureyri. Uppl. á Grettisgötu 63. Drengur, 13—14 ára, óskast nú þegar um lengri eða skemmri tíma. R. v. á. S t ú 1 k a óskast yfir sumarið i Bio Caffien. Ung stúlka óskast i vist 1. mai. O. Wittrup, Shous-hús Vesturgötu. ^ J2ciga ^ 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu 14. mai i rólegu húsi, sem næst Miðbænum. Borgun fyrirfram ef vill. R.v.á. H e r b e r g i er til leigu fyrir einhleypan frá 14. mai, á Lindargötu 36. E i n s t o f a fæst til leigu frá 14. maí fyrir einhleypan karlmann eða kvenmann, með öllu tilheyrandi, ef óskað er. P i a n o óskast á leigu sumarlangt. Til- boð mrk. >Piano« sendist Morgunbl. Góð stofa til leigu á bezta stað í bænum, fyrir 1—2 einhleypa, karla eða konur, frá 14. mai. Uppl. i Pingholtsstr. 3. P cXaupsfiapur Morgunkjólar fást altaf ódýrastir i Grjótagötu 14, niðri. Saumalau 2 kr. T v ö samstæð trérúm og járnrúm fyrir ungling fæst til kaups. R. v. á. Morgunkjólar, ætið mikið úrval í vesturendanum i Doktorshúeinu. Fermingarkjóll, litið brúkaður, óskast til kaups. Uppl. Hverfisg. 84. E f einhver vildi selja iitið notuð hús- gögn nú þegar, gerið svo vel og finnið þá Agúst Armannsson Klappar»tig 1. cTunóiÖ B u d d a fnndin á sunnudag. Yitja má á Lindargötu 13. ^ cKapaó ^ Kapiel tapað. Finnandi skili þvi á afgreiðslu þessa blaðs gegn fundarlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.