Morgunblaðið - 27.04.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skeyti frá konungi. Ráðherra Sigurðar Eggerz fekk svohljóðandi- skeyti frá Kristjáni X. konungi íslendinga i gær: Gerið svo vel og látið i ljós mína innilegustu samhrygð í tilefni af þeim hryggilega atburði sem komið hefir fyrir í Reykjavíkurbæ. Christian Rex. Ráðherra bakkaði konungi skeytið samstundis. Um slökkviliðið. Vér mintumst lítilsháttar á það i blaðinu í gær hve slökkviliðinu hefði verið ábótavant, þegar mest reið á. Skal hér nú nánar að þvi vikið og minst á ýmislegt, sem kippa þarf i lag. Eins og mönnum er kunnugt, er hér bæði slökkvilið og varaslökkvilið. í brunaliðinu eru 36 menn, 12 úr hverjum bæjarhluta, en i varasiökkvi- liðinu eru allir verkfærir karlmenn í bænum. Er varaslökkviliðið eigi kvatt saman nema því að eins, að aðal- slökkviliðið ráði ekki við eldinn, og er kallað á það með lúðrablæstri um allar götur — eða á að vera. Menn höfðu vænst þess og oft talað um það, að regla væri hér svo góð á slökkviliðinu, að aldrei mundi geta orðið stórbruni þótt eldur kæmi upp. Vissu menn það að í slökkvi- liðinu eru duglegir menn og vara- slökkviliðið svo fjölment sem fram- ast þurfa þykir. Því er stjórnað af 20 manns. í vetur var þetta varalið skrásett og var gengið rikt eftir því að menn kæmu sjálfir á vettvang. Voru þá margir sektaðir, þeir er eigi komu. Þetta er nú röggsemi, sem er góð, ef annað færi þar á eftir. En því er nú ekki að heilsa. í fyrsta skifti sem til varaslökkvi- fiðsins þurfti að taka, var óreglan svo megn, að engu tali tekur. Bruna- lúðurinn var í ólagi og eigi þeyttur nema á stöku stað. Sváfu því marg- ir til morguns og þar á meðal for- ingjar varaliðsins sumir hvorir. Eng- inn getur ætlast til þcss, að þeir vakni af sjálfsdáðum, þegar þörf er á — þá á að vekja, og það sem allra fyrst. Ef foringjana vantar er liðið höfuðlaus her og þá fer aldrei vel. En eigi er nú svo að skilja, að alla foringja hafi vantað. Þeir voru þar margir hvorir. En hver þekti þá ? Þeir höfðu engin auðkenni, sem sýndu hvert vald þeim var ætlað. Og þegar einhver þeirra ætlaði að skipa fyrir, risu upp xo—20 manns, sem þóttust hafa eins mikið vit á því, sem gera þurfti, eða ef til vill meira. Rigndi því niður fyrirskipun- um úr öllum áttum en enginn hlýddi ððru en því, sem honum fanst gott sjáifum. Þessi óregla er óafsakanleg með öllu. Um aðalbrunaliðið er það segja, að þar gekk margur maðurinn vel fram og sumir ágætlega. En liðið vantar alla æfingu. Það er nokkuð seint að ætla að æfa það, þegar eld- ur er kominn upp. Áður fyrri var það æft mörgum sinnum á ári, en nú er æði langt síðan að sá siður lagðist niður. Þá eru og slökkvitæki öll mjög bágborin og vatnsmagn Gvendar- brunna hvergi nærri nóg, þegar svo stendur á sem hér, að mörg hús brenna í einu. Þarf því annaðhvort að leita til sjávar eða suður í Tjörn, en til þess þarf vélar og þær verð- ur bærinn að eignast, og margt fleira, svo sem reykhjálma, góðar slöngur o. s. frv. Þessu verður öllu að kippa í lag hið bráðasta, svo eigi verði hand- vömm slökkviliðsins né vöntun á slökkvitækum um það kent, ef illa fer. Látum aðalslökkviliðið æfa sig oft á ári og varaslökkviliðið að minsta kosti einu sinni á ári. Það má þó eigi minna vera, en menn viti hverjum þeir eiga að hlýða. 0 <a». ..... Hver hugsar um slökkviliðsmennina ? Mikill auður hefir farið forgörð- um í bruna þessum. Væri það ekki nauðsynlegt að hafa björgunarlið í þessum bæ, þar sem nær öll bús eru úr tré ? Það hefir sýnt sig við bruna þenn- an, að þótt slökkviliðið hafi eigi fengið nokkra æfingu, þá hefir það þó sýnt það áræði og þann dugnað, sem eigi er betra erlendis. Margir þeirra manna, sem ákaf- astir voru, hafa gert föt sin ónýt, og þann skaða verður að bæta þeim, þegar það er augljóst að þeir skeyttu eigi um neinar hættur, en björguðu öllu, sem unt var að bjarga. En það er leiðinlegt að sjá, að slðkkvi- liðinu skuli ekki vera betur stjórnað en raun er á. Hvernig stendur á því að hér er ekki til sveit manna, sem á þeirri föstu skyldu að gegna að vara hús- eigendur og kaupmenn við þeirri hættu, sem húsum þeirra er búin, svo þeir geti komið á vettvang og bjargað því ? Og siðan: Hversvegna er hér ekki fastákveðin bjargliðssveit ? Eða var hún nokkursstaðar viðstödd þennan mikla bruna ? Við greiðum óhemjuhátt vátrygg- ingargjald hér á íslandi, en væri það eigi eins gott að borgarar greiddu nokkru meira til slökkviliðsins svo það væri i góðri reglu. Með því móti gæti fengist lægra vátryggingar- gjald. Fyrst við þurfum hvort sem er að greiða féð, væri það eins gott og betra að borgarar Dæjarins nytu góðs af því, heldur en alt sé látið ganga til vátryggingarfélaganna út- lendu. Báðir mundu græða á þvi. Eg skal eigi fara frekar út í þessa sálma, því það er skylda slökkviliðs- ins að bæta úr því sem nú er. En mig tekur sárt að sjá það, að annað eins verðmætí skyldi verða logunum að bráð, þegar það hefir sýnt sig að við eigum hér svo marga duglega menn, en stjórnin er svo slæm. Til dæmis : Eftir að brunagaflar og hús voru hrunin, þá fyrst var óviðkomandi mönnum bannað að ganga um göturnar. /. Bjerg, »Vöruhúsinu«. Blaðamaður rekinn úr landi. Fáum dögum eftir að Zeppelins- loftförin réðust á París, flutti »Lo- kalanzeiger* í Berlín fregnir frá fréttaritara í París um það, þegar sást til drekanna og »herfáni Þjóð- verja blakti yfir höfuðborg Frakk- lands.t Eins og gefur að skilja var þess- ari grein athygli veitt í París og var farið að leita fréttaritarans og fanst hann. Var það Svisslendingur, sem hafði komið til Parísar í þeim til- gangi að rita fréttir fyrir þýzk blöð. Þegar yfirvöldin komust að þessu þótti þeim sem hann mætti eigi dvelja í París og var hann því rek- inn úr landi. Það var jafnframt tekið fram, að fyrst hann hefði selt þýzkum blöðum fregnir frá Frakk- landi þá hefði hann brotið lög þau, sem banna hlutlausum borgara í Frakklandi að eiga nokkur verzlunar- viðskifti við Þýzkaland. r——i DAGMBÓFflN. C=a Afmæli f dag: Gestur Árnason, prentari. Jóhann Þorkelsson, prestur. Jón Pálsson, prestur, Höskuldsstöðum. Ludvig Uhland f. 1787. Herbert Spencer f. 1820. Afmæliskort selur FriSfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 4.20 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 8.33 síðd. Háflóð er í dag kl. 3.56 f. h. og í nótt — 4.17 Veðrið í gær: Vm. s.v. stinningsgola, hiti 5.9. Bv. s.s.v. kaldi, hlti 6.2. ísaf. logn, snjór, hiti 0.7. Ak. n.v. andvari, hiti 4.0. Gr. s.v. kul, hiti 5.0. Sf. logn, hiti 2.4. Þórsh., F. v. gola, móða, hiti 7.8. Þjóðmenjasaf nið opið kl. 12—2. L æ k n i n g ókeypis kl. 12—1 í Austurstræti 22. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 i Austurstræti 22. Póstar í dag: Kjósarpóstur kemur. Það er margt sem athuga þarf eftir að önnur eins stórtíðindi hafa gerst og bruninn mikli. Eitt af því er það skeytingarleysi manna að hafa eigi kaðla við glugga á efri hæðum húsa sinna. Það ætti að vera jafn sjálfsagt sem hitt, að bærinn eigi slökkvitæki. Með vissu verður þó eigi sagt, að í þetta skifti hafi hlotist slys af því að menn hafa ejgi enn lært að meta þýðingu þessara björgunartækja. En eigi er það ólíklegt að maðurinn, sem inni brann á Hótel Reykjavík, hefði getað komist út, ef kaðall hefði verið við gluggann á svefnherbergi hans. Von- andi er það að menn taki þetta til at- hugunar og láti verða af því að fá sór einhver slík björgunartæki sem eru handhæg og geta orðið að ómetanlegu liði. Það er nóg að húsin brenna til kaldra kola, þótt eigi kosti það jafnan mannslíf líka. Prófin í brunamálinu hófust í gær. Þá gáfu þeir slökkvistjórarnir Guðm. Ólsen og Pótur Ingimundarson skýrsl- ur sínar, og er það aðeins undirbún- ingur undir aðalprófin. Gullfoss kom að vestan í gærmorg- un. Með skipinu kom hingað m. a. Guðm. Hannesson lögm. á ísafirði. A Patreksfirði frótti skipið um brunann hór í Reykjavík. Svo er ráð fyrir gert, að skipið leggi af stað til Ameríku í kvöld. Eldur var enn í brunarústunum 1 allan gærdag en minkaði þó óðum. Nýjan líkvagn hefir Reykjavík feng- ið og á hann Eyvindur Árnason tró- smiður. Jarðarför frú Marie Heilmann fór fram í gær. í sambandi við greinina í Morgun- blaðinu í gær þar sem minst var á gasið í Mentabúrinu, hefir landsskjala- vörður skýrt oss frá því, að í þeim hluta hússins, þar sem landsskjala- safnið er, sóu engin gasljós. Kvað hann það að sínum ráðum gert, því hann hefði eigi viljað hafa gasið. í þinglýsingum, sern birtust hór í blaðinu fyrir helgina, stóð það, að Þór- unn Björnsdóttir ljósmóðir hefði keypt húsið nr. 9 við Bókhlöðustíg, en átti ’ að vera nr. 11. Frá Serbum. Reuters fréttastofa hefir fengið þær fregnir frá Serbíu snemma i þess- um mánuði að það væri alment álit- ið þar i landi að upphlaupið á landa- mærunum mundi ekki hafa neinar alvarlegar afleiðingar. Serbíu langaf eigi til þess að eiga i illindum við Búlgariu og þess gerist engin þörf að ætla það, að búlgarska stjórnia hafi staðið á bak við árás stigmanna. Allar fregnirnar benda til þess að stigamennirnir hafi dregið lið saman á landamærunum til þess að slit* öllum samgöngum við Saloniki- Meðal fallinna manna hafa fundis* Tyrkir og Aústurrikismenn. Þykir sennilegt að fyrir þeim hafi vakað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.