Morgunblaðið - 19.04.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kanpmenn: Cbivers’ ávalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasala fyrir ísland. Stúlkur xæð eg til sildarverkunar á Siglufirði í sumar. í dag og á morgun verð eg til viðtals í Hótel Island nr. 16 kl. 4—6 e. m. Kristm. Guðjónsson. ~ - 1 f 1 ’ Sálin vaknar. Hin nýja saga Einars Hjörleifssonar fæst hjá öllum bóksölum. Yerð: innb. 4.00, í kápu 3.00. Aðalútsala í Bankastræti 11. Þór. B. Þorláksson. niðursoðnu jarðarber og Fruit Salad Líkkistnr DO0MENN frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Líkklæði, Likvagn og alt sem að greftrun lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. Árnasyni. Verksmiðjan Laufásvegi 2. Sveinn B.jörnsson yfird.lögrr. Frfklrkjuveg 19 (Siztiastað). Simí S.Ó2 • Skrifsoíutfmi kl. 10—12 og 4—f . Sjálfur við kl. 11 —12 08 4—6. Sknli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfiriéitarmálafiutningsmaður, Vonarstræú 12. Viðtalstími kl. 10. —11 f. h. og 5—o e. h. Hittist á helgidöguo kl. 6—8 e. h. Sími 278. Kgríjert Claessen. yfirrettarmála- fiutningsmaður, Pósthússír. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Alt sem að greftrun lýtur: Likkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyní. Þeir, sem kanpa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. YÁT£?YO©INOA£{ -08$ Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd Aðalumboðsm. G. Gíslason. Brunatryggingar, sjó- og strlðSYátryggmgar. O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutimi 10—11 og 12—3. Det kgl. octr. Branöassöraiice Co Kaapmannahöfn vátryggir: hns, húsgögn, alls- konar vömíorða 0. s. frv. gegr eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h í Austnrstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggíngar. Heima 6 V*—7 V*. Talsfmi 3?i Gunnar Egilsson skipamiðlari. Tals. 479. Laufásvegi 14 Sjó- Stríðs- Brunatryggingar. Venjul. heima kl. 10—12 og 2—4. Minnisblað. Alþýðntélagshókasafn Templaras. 3 opið kl. 7—9. Baðhúsið opið virka daga kl. 8—8 langar- daga 8—11. Borgarstjóraskrifstofan opin v. d. 11—3. Bæjarfúgetaskrifstofan opin virka daga 10—2 og 4—7. Bæjargjaldkerinn Laufásveg 5 ki. 12—3 og 5—7. Islandsbanki opinn 10—4. K. F. U. M. Lestrar- og skrif-stofa 8 árd. til 10 siðd. Almennir fnndir fimtud. og snnnnd. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgnm. Landakotsspitali f. sjúkravitjendnr 11—1. Landshankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3. Landshúnaðarfélagsskrifst. opin frá 12—2. Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern v. d. kl. 12—2. Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Morgnnblaðið Pósthússtræti 11. Afgr. opin 8—6 virka daga, 8—3 á helgum. Ritstj. til viðtals kl. 1—3 alla daga. Simi 500. Málverkasafnið opið í Alþingishúsinn sunnud., þriðjnd. og fimtnd. kl. 12—2. Náttúrngripasafnið opið l'/2—2‘/2 á sd. Pósthúsið opið virka daga 9—7, s.d. 9—1. Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6. StjórnarráðsskrifBtofarnar opnar 10—4 daglega. Talsimi Reykjaviknr Pósth. 3, opinn dag- langt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðabælið. Heimsóknartími 12—1. Þjóðmenjasafnið opið sd., þd., fimd. 12—^2. Geysir Export-kaffi er bezt, Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber Angela. Eftir Georgie Sheldon. 92 (Framh.) sér. — Guð er miskunsamur, hann lofar honum að lifa. Litlu teinna, er hún var að næra sjúklinginn heyrði hún að dyrnar voru opnaðar með hægð að baki sér. Og er hún leit þaogað sá hún hvít- klædda veru standa á þröskuldinum. Systir Angela stóð sem steini lostin nokkur sugnablik, og rak svo upp lágt angistar óp. — Þei, þei, sagði veran hvítklædda og gaf viðvörunarmerki með hend- inni. — Mig furðar alls ekki þótt yður brygði, því eg hlýt að lita út sem vofa. En eg gat ekki sofnað án þess að vita hvernig honnm leið. Systir Angela snéri baki við hvíl- unni er ungfrú Rochester kom inn í herbergið. — Hún lokaði dyrun- um hljóðléga á eftir sér, og gekk yfir að rekkju læknisins. — Hvað haldið þér um hann? spurði hún og reyndi árangurslaust að horfa í andlit nunnunni. — Engu betri, engu lakari, svaraði systir Angela án þess að líta við. — Guði sé lof! að hann er þó ekki lakari, sagði ungfrú Rochester og varp öndinni. — Haldið þér að það geti skeð að hann lifi þetta af? — Eg vona það, hann hefur hraust- an líkama. — Eg veit að þér gerið alt sem hægt er, til að bjarga lifi hans, sagði ungfrú Rochester alúðlega, þér hafið reynst okkur mjög vel áður. Eg hefi heyrt getið um yðar óviðjafnan- legu alúð og lipurð við hina sjúku. Og mig hefur altaf langað til að sjá yður. Eg býst samt við að það sé ekki vel viðeigandi fyrir mig að koma hingað í kvöld, mamma mundi ávíta mig ef hún vissi um það. En eg mátti til að koma og sjá með eigin augum hvernig honum leið. — Þér vitið það eg til vill ekki að það stend- ur til að eg giftist bonum — ef — ef — hann lifir, sagði hún hálf hik- andi og leit með viðkvæmu brosi til nunnunnar. Það var sem henni fynd- ist þessi afsökun nauðsynleg fyrir komu sinni. — Systir Angela svaraði þessu ekki, en ungfrú Rochester sýndist hrollur fara um hana alla. — Eg veit að yður muni finnast það fjarstæða af mér, að tala um að giftast dauðvona manni. En mér fanst þér ættuð að vita hvers vegna eg kom hingað, það er eðlilegt að eg sé hugsjúk. — — Hvernig stendur á að þér not- ið þessi einkennilegu tvöföldu gler- augu systir? Er yður ílt í augunum? spurði ungfrú Rochester forvitnislega og tók að virða nunnuna betur fyrir sér. — Þei, þei, ungfrúin má ekki vera hér lengur það getur ónáðað sjúkl- inginn ef við tölum, sagði systir An- gela án þess að líta á hana eða svara spurningum hennar. Þar að auki getið þér afkælst og átt það á hættu að veikjast aftur. Síðan gekk hún með hægð yfir að dyrunutn, opnaði þær og beið þess að stúlkan gengi út. Ungfrú Rochester þorði ekki að óhlýðn- ast þessari auðsæu frávisan og eftir að hún hafði virt fyrir sér einusinni enn hinn meðvitundarlausa mann í rúminu, gekk hún hljóðlega út úr herberginu og hvíslaði um leið í bæn- arróm. — Bjargið honum eg grátbæni yður, og eg skal æfinlega blessa yð- ur, þér getið ekki ímyndað yður hve mikils er vert um líf hans. — Astin mín, ástin mín, muldr- aði sjúklingurinn og bylti sér þreytu- lega á koddanum. Systir Angela lokaði dyrunum í skyndi og flýtti sér að sinna sjúkl- ingnum. En föl var hún i andliti og likami hennar titraði sem hefði hún fengið köldu flog. Næsta dag var læknirinn engu betri, eftir það kom hættutími veikinnar, og leið hjá, eftir það fór honum heldur að batna. Viku seinna var hann miklu betri, og að liðnum tveiranr vikum gat hann setið uppi í rúmi sínu, og er hann sá hve fölar móðir hans og systir voru orðnar af hinum þungu áhyggjum er þær höfðu haft hans vegna, heimtaði hann að þær færu til einhvers baðstaðar sér til hress- ingar. Frú Rochester sem ásamt Norman Winthrup hafði sloppið við hina hræðilegu plágu, kvaðst ekki mundi fara, en annast um búsfarráð þangað til þær mæðgur kæmu aftar, Hún vildi láta stjúpdóttur sína fara með þeim en ungfrúin var ófáanleg til þess. Hún vænti þess sem sé að með því að dvelja nálægt Wint- hrup lækni mundi hún geta betur komið áformum sinum í framkvæmd. Enn þá dvaldi systir Angela og hjúkr- aði lækninum, þótt hún hefði oft int að þvi að hverfa aftur heim til París, síðan honum var farið svo mikið að batna. En hann gat ekki sætt sig við að láta hana fara svo fljótt frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.