Morgunblaðið - 27.10.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ REGNKÁPUR (Waterprooí) mest úrval í bænum. Sturla Jónsson. Tófuskinn kaupa Bæjargjðld. Hérmeð er alvarlega skorað á al!a þá, svo konur sem karla, sem enn eiga ógoldið gjald til bæjarsjóðs, hvort heldur er anliaútsvör eða gjöld af fasteign, [>ar með talinn innlagningarkostuaður á vatni og hvert annað gjald sem er, að greiða það tafarlaust. Síöari gjalddagi var 1. október. Afgreiðslustofa á Laufásveg 5, opin 10—12 og 1—5. Bæjargjaldkerinn. Nathan &Qlsen. F i s k i 1 í n u r: 2 pd. verð 3.75 3 — — 4-5° 3V2 — — 5-oo 4 — — 3.50 hver býður betra verð á 1 í n u m, en cHsg. Sí. &unníancjsson S @c. Austurstræti 1. SÍLDARNET nýkomin til Sigurjóos Pjeturssonar Hafnarstræti 16 ^0^ Bezt að anglýsa i Morgnnblaðinn. l'-s .5 ^•-5; o Í3. c 5s= |§ Skófatnaðar er ódýrastur í Kaupangi. T. t. Verkmannaskór á kr. 11.50. Verzlun Bjðrns Sveinssonar, Laugavegi 19 (iiornbúðinni) hefir nú með síðustu skipum fengið miklar birgðir af allskonar nauð- synjavöru, svo sem: NIÐUESUÐU V ÖRUR: Perur, Kirseber, Jarðarber, Blommur, Grænar Er:ur, Fiskibollur, Lax, Sild reykt, Sardinur, Leverpostej, Mjólk og Rjómi. OSTAR, margar tegundir, Export-kaffi, Red Seal-þvottasápa, Hand- sápa, Ofnsverta, Skósverta, Borðsalt, Soja, Kerti, Pipar, Kanel, Rús- ínur, Sveskjur, Sagogrjóu, sæt Saft, Kökur og Kex. 0L: Carlsberg Pilsner, Lys Carlsberg, Mörk Carlsberg, Carlsberg Porter. Tóbak, Vindlar og Cigarettur ótal tegundir, Neftóbak, það bezta í bænum. Hvergi betri kaup en á Laugavegi 19. Sími 347. (hornbúðinni). Sími 347. Leyndarmál hertogans. — Hvenær? Eg man það ekki glögt. Eg held að það hafi verið í fyrradag. Og um leið brá fyrir óttasvip í bláu augunum hennar. — Þér eigið þessa hluti? mælti hertogaynjan. Þér kannist við þá og þér notuðuð þetta trafknýti fyrir tveimur dögum? — Já, það held eg, mælti jung- frúin óttaslegin. — Og hvar haldið þér að þessir hlutir hafi fundist, jungfrú Wynter? Þeir fundust i herbergi Albans lávarð- ar — þeir fundust þar. Þér ættuð að geta því nærri hvern grun það gefur — það ber vott utn það að þér hafið verið þar, jungfrú Wynter. Jungfrúin leit framan í húsmóður sína. Hún var náföl, varir hennar snjóhvitar og svipur hennar lýsti mikilli hræðslu. Það var eins og hitastroka hefði farið yfir fagurt blóm og það bliknað í einu vetfangi. — Eg — eg veit ekki hvað þér eigið við, stamaði hún. — Eg vildi að eg mætti trúa yður. Eg vildi fegin að þér skilduð mig ekki. En eg er hrædd um að þér vitið fullvel hvað eg á við. Eg endur- tek það, að þessir hlutir fundust í herbergi sonar míns og það ber vott um það að þér hafið komið þangað. Unga stúlkan opnaði varirnar að- eins. — í hvaða herbergi? Eg — eg — en svo komst hún ekki lengra. — Eyðir hvorki tímanum né gáf- um yðað i það að reyna að finna afsakanir, mælti hertogaynjan. Eg ítnynda mér að þér kannist við það að herbergi ykkar Nellys sé í austur- álmu hússins, en að herbergi Albans — 6 — lávarðar sé í hinum enda hússins? Segið mér nú hvernig á þvi stend- ur að hlutir, sem þér eigið, hafa fundist í herbergi Albans lávarðar? Það var eins og óttinn ætlaði að yfirbuga hina ungu stúlku. Hún skalf og titraði eins og lauf í vindi, og kom engu orði upp. — Þér eigið aðeins einn kost, mælti hertogaynjan seinlega. Ekki til þess að afsaka yður, því að ekk- ert getur breytt skoðun minni á yður, heldur er það bezt fyrir sjálfa yður að segja mér alveg eins og satt er. — Eg get ekkert sagt. — Fyrst þér viljið ekki tala, mælti hertogaynjan, þá er bezt að eg tali fyrir yðar hönd. Ef þér eruð óstyrk, þá er bezt fyrir yður að setjast, mælti hún enn fremur, er hún sá að unga stúlkan riðaði á fótunum og hafði gripið dauðahaldi í stól. — I vikunni sem leið, mælti her- togaynjan enn, sendi eg þjónustu- stúlkuna mina, hana Sidoniu, árla morguns til herbergis sonar míns. Hún kom aftur með þennan vasa- klút. Hafði hún fundið hann þar á miðju gólfi. Eg kom til herbergis- ins kvöldið áður og eg er viss um það að klúturinn var bar ekki þá. Eg hefði hlotið að taka eftir nonum. Og nú spyr eg yður hvernig á því geti staðið að vasaklúturinn yðar skuli berast til herbergis sonar míns um miðja nótt? Hún fekk ekkert svar. — Aftur var það snemma morg- uns að þjónustustúlkan mín fór til herbergis sonar míns og þá fann hún þetta trafknýti. Eg hafði þú einnig komið til herbergisins kvöld- ið áður og eg skal ábyrgjast að.traf" knýtið var þar ekki þá. Það er auð- — 8 — 5 — 7 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.