Morgunblaðið - 13.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SJOMENN. Mnnið að þurrasti bletturinn á sjö og landi er undir oliufötunum frá Sigurjóni, Einkasali fyrir Island fyrir Towers fish brand Heildsala Oííuföt Smásala. eru mjúk, sterk, endingargóð. Tiomið og skoðið. <9íýfíomió qfarmiRié urval qf: Trawlstökkum. Kápur — Buxur — Hattar — (gult, svart, brúnt.) Jiaupirðu góðan tjlut, bá mundu fjvar þú fekst tjann. Netav. Sigurj. Pjeturssonar. Hafnarstræti 16. sett Grikkjum tvo kosti (ultimatum). Dauir hafa byrjað að reisa herfangaskála á Norður-Sjálandi. Cikorie-verksmiðjan á Fjóni er brunnin. Frá alþingi. Lög frá Alþingi. Efri deild afgreiddi á fyrsta fundi sínum i gær þessi mál sem lög f r á A 1 þ i n g i : Lög um heilmild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Lög um að landsstjórninni veit- ist heimild til að greiða styrk úr landssjóði til viðgerðar á sjógarð- inum fyrir Einarshafnarlandi og Oseyrarness í Arnessýslu. Lög um kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. Afqr. Jrá Neðri deild. Lög um heimild handa ráðherra íslands til ákvörðunar sérstaks tímareiknings. Þingsályktanir. Þessar þingsályktanir afgreiddi Efri deild að fullu frá Alþingi á fyrsta fundi sínum í gær: Þingsályktun um styrk og lán tfl flóabáta. Þingsályktun um heimild fyrir landsstjórnina að verja 4000 kr. til Langadalsvegar i Hiinavatns- sýslu á næsta sumri. Dýrtfðaruppbótin i Efri deiid. Fjárveitinganefnd E. d. kom með þá tillögu, að burt yrði feld hið margumtalaða innskot Neðri deildar i tillögu fjárveitingamefndar N. d. Samþykti deildin það msð 11 atkv. Ullarmat. Frumvarp um frestun á fram- kvæmd laga um ullarmat frá 3. nóv. 1915 var felt i Neðri deild. Að Kelja almenningi vðrur undir kaupverði. Frá fjárhagsnefnd N. d. er komið álit um þessa tfllögu Bjarna frá Vogi. Áiítur nefndin eigi, að dýr- tiðin hafa skapað neina neyð meðal almennings i landinu, með því að kaupgjald hafi alment hækkað. Auk þess ekki timi til að athuga málið á þessu þingi. Leggur til, að málið sé felt. Sendiherrar bandamanna i Aþenu- borg eru allir farnir þaðan og gengið á herakipin. Hefir nú eng- in af ófriðarþjóðunum sendiherra i Grikklandi. Vatnið. Það er nú að bera í bakka- fullan lækinn að tala um vatnið hérna. En þó verður lítillega á það að minnast, ef vera skyldi að það yrði að einhverju gagni síðar. Vítavert verður það að teljast, að vatnsskortur akuli geta átt sér stað dögum og vikum saman í þeim húsum er hæst standa í bænum. Ræður þar um ónógur vatnsþrýstingur, en til hans geta venð fjórar orsakir. Ein er sú, að vatnsleiðslan til bæjarins sé í ólagi. Önnur er sú, að vatns- magn Gvendarbrunna sé ekki nógu mikið. Hín þriðja er sú, að vatn hefir verið leitt of víða inn — aðalleiðslurörin séu ekki nógu víð til þeæ að flytja hingað nógu mikið vatn. Og hin fjórða er sú, að ýmsir menn lárti vatnið renna að óþörfu og eyði meiru en góðu hófi gegnir. Um hina síðustu ástæðuna er það aikunnugt að hún á sér djúpar rætur — menn eyða miklu meira vatni heldur en þeir þurfa beinlínis. En sú eyðsla hefir altaf veríö síðan vatnsvoitan kom. Að eins verður hún tilfinnanlegri eftir því sem fleiri fá vatnsleiðslu — því að aðalleiðslan er ekki svo öflug að hún geti fiutt fram nægilegt vatn. Það rekur að þvi fyr eða síðar aö við verðum að víkka vatnsleiðslurörin. Og því fyr, því betra. Úr þeBsu átti að bæta i fyrstu með vatnsgeyminum. Sé hægt að fylla hann er vatnsleiðslan nóg til þess að fullnægja meðalþörf- um manna. En hvernig fer ef eldur kemur upp á Skólavörðu- 8tígnum um nótt þegar allir láta vatnið renna ótakmarkað? Er vatnsgeymirinn nægur þá? Vatnsleiðslan er okkur dýr- mætari en margir hyggja. Það er eigi nóg að við fáum nú miklu betra vatn heldur en áður, held- ur hefir heilsufar í bænum batn- að stórum og svo hefir hún haft eigi all-lítil áhrif hér á hag bæj- arbúa eða húseigenda vegna brunabótagjaldanna. Þessar ástæður ættu nú allar að vera nægar til þess að við vildum og reyndum að halda vatnsleiðslunni svo vel við sem unt er. En sleppum allri ímynd- aðri hættu. Tökum að eins dæm- in, sem hendinni eru nær — vatnsleysið í húsunum. Það er ekki nema von eð manni gremj- ist það, að fá ekki vatn dögum og vikum saman. Vatnshanarnir eru tómir hvenær sem að þeim er komið. Og svo er það ef til vill að eins trassaskap að kenna. Fyrst við höfum fengið vatns- leiðsluna, þá verðum við að gæta hennar almennilega. Það má aldrei koma fyrir oftar að dregið sé von úr viti að aðgæta það af hverju vatnsskortur stafar þá er hann verður. Og þess vegna vil eg Btyðja þá tillögu er fram hefir komið, að vatninu sé lokað á hverju kvöldi. Þá verður engum um það kent að þeir láti vatnið flóa að óþörfu og þá má líka undireins sjá það, ef einhver bil- un er á vatnsleiðsunni. J, J. Í333 daoborin. cssa Afmæli f dag: Ranuveig Gísladóttir, húsfrú. Kr. Zimsen, konsúll. R. P. Lev/, kaupm. 13. vika vetrar hefst. Sólarupprás kl. 10.5 S ó 1 a r 1 a g — 3.9 Háf lóS í dag kl. 8.13 f.h. og kl. 8.30 e.h. Veðrið f gær Föstudaginn 12. jan. Vm. n. st. gola, frost 3,5 Rv. logn, frost 6,3 íf. a. kul, frost 1,8 Ak. a.n.a. andv., frost 2,5 Gr. logn, frost 9,0 Sf. a.n.a. andv., frost 2,9 Þh. F. n. kaldi, hiti 0,1 Messað á morgun, í Frlkirkjunni Hafnarfirði kl. 12 á hád. sr. Öl. ÓI. og f Fríkirkjunnl í Rvík kl. 5 síðd. sr. Ól. Ól. Gnllfoss flytur héðan töluvert af kjöti, sem fara á til Noregs. Kemur skipið því við í Stavanger og affermir kjötið þar. Erindi því, um drauma og dulræn- ar sagnir, er Hermann Jónasson flutti í Bárubúð i fyrrakvöld, var tekið ágæt- lega. Húsfyllir var og munu allir hafa farið þaðan ánægðir, enda eru sagn- irnar merkar og vel fram settar, eins og Hermanns er von og vísa. Verður erindi þetta endurtekið í Bár- unni kl. S1/^ á mánudagskvöldið. Ættu þeir, sem vilja heyra merkar sögur, og gátu eigi hlýtt á þær síðast, ekki að eleppa nú tækifærinu. Um fátt er nú talað meira hór í bænum, en þess- ar sögur, af þeim er á hlýddu. Tngólfnr sneri við á leið til Borgar- ness / fyrradag, en fór aftur uppeftir í gærmorgun að sækja norðan og vest- anpóst. »Saxon<í-bifreiðin, sem var á Goða- fossi þegar hann strandaði, en var bjargað sfðar, er nú kominn hlngað til bæjarins. Óvfst er hvort bifreiðin er nokkuð skemd. Væntanlega verður hún seld hér hæstbjóðanda af vátrygg- ingarfólaginu. Umboðsmenn »Saxon«- bifreiðanna hór á landi eru Jóh. Ólafs- son & Co. f Lækjargötu. Messnr í dómkirkjunni á morgun: Kl. 12 sfra Bjarni Jónsson (altarls- ganga), kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. Nýtt blað, »Máni« að nafni, hefir göngu sína í dag. Er það eigi við alla fjöl felt, því að það tekur menn öðrum tökum en blöð alment. Verð- ur það selt á götunum og ætlast til að menn hafi gaman að og gagn ýmsan máta. 27 þús. krónnr safnaðist í gær skipakaupasjóð Eimskipafólagsins, frá 5 mönnum, fjórum á Akureyri (2® þús.) og einum kaupmanni í Reykja- vfk (7000 kr.). K. F. U. M. Afmælishátíð fólaga* ins var haldin í fyrrakvöld og voru 350—400 fólagar viðstaddir. Sr. Fr. Friðriksson tilkynti, að »ónefndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.