Morgunblaðið - 29.01.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 29.01.1917, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nathan & Olsen hafa á lager: Vefnaðarvoru, svo sem: Hvít Lérefl Shirting Flónel Tvisttau Bómullartau Vasatau Lasting Alpacca Zephyr Sængurdúk Manchettskyrtur Nærfatnaður, karla og kvenna Sokka, margar teg. Húfur, margar teg. Serviettur Vasaklúta Tautölur Tvinna o. m. fl. Skær Vasahnifa Stígvélareimar Gummihæla Axlabandasprota Títuprjóna Herðatré Bursta Skósvertu Handtöskur, margar stærðir. Leikföng, margskonar, þar á meðal Brúður margar tegundir. „Tfjermosflöskur", halda heitum vökva i 40 kl.stundir. svo fallkomin, sem verða mætti. En margt er þar þó þess vert, að því sé á loft haldið, t. a. m. sög- unni um það l*egar Kitchener grét. — Það var morgun nokkurn á vetrinum 1914—15 að eg var skyndi- lega kvaddur inn á skrifstoíu Kitche- ners og fékk þá að heyra slæmar fréttir. Vegna skorts á ýmsum hlut- um, sem franska herstjórnin hafði treyst á mikillega, var franski herinn í hættu kominn um það að verða uppiskroppa að ýmsum hergögnum, sem nauðsynleg voru til þess að brjóta á bak aftur ný áhlaup Þjóð- verja. Og loffre hafði sent brezkan liðsforingja á fund Kitoheners til þess að skýra fyrir honum hina miklu þörf og skora á Bretland að hlaupa nú undir bagga. Kitchener lagði þegar í stað alt annai á hiilum og var eg með hon- um og öðrum brezkum herforingj- um allan daginn við það að undir- búa hermálaráðaneytið til þess að verða við þessari beiðrw. Það var þegai í stað augljóst að Kitchener féll það þungt, að geta ekki orðið við öllum óskum Joffres. En til þess að greiða sem bezt úr vandanum, íhugaði hann málið frá öllum hliðum og allar þær leiðir er færar mundu til úrlausnar. Og um kvöldið vissi hann upp á hár hvað hann mundi geta gert og hvað ekki. Og þá gerðist það er eg seint mun gleyma. Það er alláliðið dags og í herberg- xnu er rökkur. Kitchener sendir alla frá sér nema sendiboðann og mig. Hann hefir sett upp gleraugu sín og situr við skrifborð sitt, sem er þak- ið skjölum. Við herforinginn stönd- um hljóðir hjá. Síðan býður Kit- chener mér að setjast við skrifborð- ið hægra megin og skrifa nákvæm- lega niður alt það er við vorum færir um að gera fyrir Frakka. Svo verð- ur þögn nokkra stund, en síðan fer Kitchener að telja það upp, sem við getum gert. Svo verður þögn aftur. Enn segir Kitchener mér að skrifa. Eg rita upp eftir honum hvað við viljum gera og hvað við getum gert fyrir þjóð, sem er að verja ættjörð sína. Svo verður enn löng þögn og þung og Kitchener tekur af sér gler- augun. Hann hallast aftur á bak í stólnum og er þungt hugsandi. Svo tekur hann til máls. Orðin koma hægt og slitrótt eins og hann tæki ákaflega nærri sér að tala. Hann ávarpar brezka herforingjann og eg mun seint gleyma þvi hvað það fékk á migc »Skilaðu til Joffre . . . . skilaðu til Joffre vinar míns .... að mig taki það sárt — ákaflega sárt að geta ekki gert meira«. Eg sný mér við og lít á hann, og mér til mikillar undrunar sé eg það að hann grætur. Hann verður var þess að eg horfi á hann og er þá fljótur til þess að setja á sig gler- augun til þess að engin skuli sjá hvað honum hefir brugðið. Morgunblaðið bezt, Á landamærum Sviss. Þjóðverjar hafa að undanförnu ver- ið að draga saman herlið hjá landa- mærum Sviss og hefir menn grun- að, að þeir mundu ætla sér að gera innrás í landið til þess að fá betri höggstað á Frökkum með því að ráðast að þeim þaðan. Svissar vilja vera við öllu búnir og hafa kvatt saman nær allan sinn her, um 100 þús. manna, og hafa meginhluti hans á landamærum Sviss og Þýzka- lands. Hermálaritstjóri brezka blaðsins »Daily News« telur það þó fremur ólíklegt að Þjóðverjar dragi þarna saman her í því skyni að ráðast inn í Sviss. Hann riíar svo: Ef það er satt að Þjóðverjar dragi saman her milli Efri Dunár og Con- stanza-vatnsins, þá megum við vera þess fullvissir, að það er ekki gert í þeim tilgangi að ráðast inn í Sviss, þvi að hinn gamli og slóttugi óvin- ur okkar, Hindenburg, yrði síðastur allra manna til þess, að láta sér koma slíkt glapræði til hugar. En ef hann gerði það, þá mundi hann ganga beint í greipar Nivelle, því Sviss mundi biðja hann hjálpar, og hann mundi þá fá tækifæri til þess að ryðja sér braut inn i Þýzkaland. Liti maður á landkortið, þá sér mað- ur fljótt, að Sviss er hið sama fyrir Frakka og Belgia er fyrir Þjóðverja. Ef Frakkar hefðu ráð yfir Sviss, þá mundi það veita þeim hin sömu hernaðar-hlunninui, eins ogÞjóðverj- ar náðu þá er þeir tóku Belgíu. Álit Napoleons. Enginn skyldi þetta betur en Napo- leon, þá er hann gerði Svissland að bækistöð sinni, og ætlaði þaðan að stía sundur Þýzkalandi og Austur- ríki. Hann ritaði Moreau hershöfð- ingja frá Paris og skipaði honum að dtaga saman her sinn hjá Scbaff- hausen, fira þar yfir Rín, stía Aust- urríkismönnum frá Ulm og hrekja- þá til Schwartzwald. Schaffhausen er hliðið milli Sviss og Suður-Þýzka- lands, og er á aðalveginum milli Bern og Ulm. Þar er Ríndalurinn breiður, en mjókkar aftur þá er áin rennur niður í milli hálsanna i her- togadæminu Baden. Þar mætast vegir þeir og járnbrautir, sem liggja norður i Wiirtemberg og austur í Bayern. Frá Schaffhausen eru 95 mílur til Stuttgart, 90 milur til Ulm og 150 mílur til Miinchen. Ef franskur her væri dreginn saman á sléttunum milli Zurich og Constanca- vatns, þá mundi hann fara yfir Rín hjá Schaffhausen og ná Dunárdaln- um á sitt vald. Flugufregnir. Þetta veit Hindenburg alveg eins vel og við. Við viðurkennum það, að hann berst hraustlega og að hann mundi ekki svifast þess að brjóta hlutleysi Sviss, ef hann sæi þá hag sínum betur borgið en áður. En hann fer ekki að íeika sér að þvi, að gefa bandamönnum leik á borði. Þjóðverjar hlytu að tapa við það að ráðast inn í Sviss, en Frakkar hlytn að vinna við það. Svissar eru meiri föðurlandsvinir en nokkrir aðrir, og færu Þjóðverjar með fjandskap á hendur þeim, þá mundi hver einasti Svissi verða að Vilhjálmi Tell. Ef Þjóðverjar ryddu sér braut inn í Sviss, þá yrðu þeir milli tveggja elda — frá Frökkum að vestan og ítölum að sunnan og austan, Eg get ekki dæmt um það, hvers vegna Þjóðverjar draga saman her hjá Efri Duná, en eg er viss um það, að þeir ætla sér ekki að ráðast á Sviss. Og hafi Hindenburg látið sér á sama standa um það, þótt slikar flugu- fregnir um innrás vætu komnar út, þá er það áreiðanlega til þess að slá ryki í augu okkar og dylja það fyrir okkur, hvað hatin ætlast aðal- lega fyrir. — — BúaliO sent á braut. ítalska blaðið »Giornale d’Italia* segir að Þjóðverjar hafi skipað öllu báaliði i Elsass og hjá landamærum Sviss að hverfa á braut, halda norð- ur yfir Rín og hafa á brott með sér öll handbær matvæli. Draga Þjóðverjar nú saman mikinn her í Elsass hjá Constanca. Ætla ítalir að þeim her eigi að stefna gegn sér á T rentino-vigstöð vunum. .....' --

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.