Morgunblaðið - 14.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL A.ÐIÐ Nýja Fordbifreiðin R. E. 27 fœst ávalt til leigu í lengri og skemmri ferðir, fyrir sanngjarna borgnn. Bifreið- arstöðin er Kaffihnsið Fjallkonan, simi 322. Karl Moritz, bifreið&rstjjri. Skófatnalur. Ennþá er talsvert eftir af barna- og unglinga SKÓFATNAÐINUM ódýra á Vitastíg 14. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). 'Kaupmannahöfn, 12. marz. Wilson er byrjaður á því að láta vopna Bandarikja-kaupíör þau er sigla til Evrópu. Bernstorff gr.eifi kom hing- að í dag. Kaupmannahöfn, 13. marz, Bretar hafa tekið Irlisv Bagdad fallin. Fjölda skipa sökt. Ameriksk skip sigla vopn- uð inn á hafnbannssvæðið. Bretar hafa fest kaup á fjölda skipa i Ameríku. Til Salthólma er póstur og læknishjálp sent með flugvél Ríkisþingið danska stingur upp á því, að slegnir verði járnpeningar. Bagdad fallin. Árið 762 reisti Abu Diafr Alman- sor borgina Bagdad hjá Tigrisfljóti og var hún síðan fram til 1258 höf- uðborg og aðseturstaður kalífanna. Merkastnr f eirra var Harun-al-Rashid og á hans dögum var borgin miðstöð arabiskra vísinda og bókmenta. A 10. og 11. öld var vegur hennar sem mestur og þá voru þar um 2 cniljónir íbúa. Borgin var lengi þrætuepli Persa Aðalfundur Járnsteypu Reykjavíkur ákvað 2ú. f. m. að greiða hluthöfum é°/0 ágóða fyrir árið iqié. Leifur í»orleitsson í Slippen greiðir gjaldið gcgn því, að komið sé með vaxtamiðana fyiir árið 1916. Tryggvi Gunnarsson. og Tyrkja, en árið 1638 náðu Tyrk- ir henni á sitt vald eftir langa um- sát og hafa haldið henni síðan, þang- að til nú að Bretar hafa tekið hana viðnámslítið, eftir fregnunum að dæma Borgin stendur á eystri bakka Tig- ris og eru þar nú eigi nema um 200 þús. íbúar. Á vestri bakka árinnar má enn sjá rústir hinnar gömlu ka- lífaborgar. A friðartímum var Bag- dad all-mikil verzlunaiborg og milli- liður Evrópu og Asíulanda. Tigris er skipgeng alla leið frá Basra hjá Persaflóa og uppfyrir borgina og höfðu Bretar aðallega siglingar þar í milli fyrir ófriðinn. Er um 600 kíló- metra leið milli Bagdad og Basra. Borgin er fögur tilsýndar, en afar- ljót þegar inn í hana er komið. — Göturnar eru þröngar, krókóttar og óþrifalegar, og húsin lág og ljót. Gamall kastali er þar og múrveggur er umhveifis borgina. Ibáarnir eru flestir Muhamedstiúarmenn, en þó eru þar um 20 þús. Gyðingar og nokkuð af kristnum mönnum. Um Bagdad átti að liggja járnbraut sú er fyrirhuguð var milli Basra og Miklagarðs og Þjóðverjar áttu mest i, en hún er eigi komin svo langt enn þá. Þjóðleikhús. Sú var tíöin að íslendingar höfðu til matar sér hrækvikindi og skó- bætur. Þeim er óljúft á það að minnnst að visu, og fara heldur lengra aftur í tímann og guma af gullaldarljómanum og feðranna frægð. En undir niðri eimir enn eftir af hörmungatímunum. Eftir allan sult- inn eiga margir svo bágt með að láta sér skiljast, að maðurinn geti ekki lifað af brauði einu saman. Hugur soltins manns sveimar kring- um kjötkatlana, og er það ekki lá- andi, en hitt er verra að hugurinn breytist ekki þó maðurinn mettist. Því er það, að allur þorri þeirra sem þetta land byggja, hafa enn þann dag í dag þá skoðun, að það eitt nægi til þessa lífs viðurhalds að hafa nóg til hnifs og skeiðar. Og sönn- un þess að skoðuu sú sé ráðandi, er það, að vilji einhver vinna fjöld- ann til fylgis við sig verður það ráðið næst, að mæla sem mest móti öllum stuðningi og styrk til lista og vísinda. Vilji alþingismaðnr þóknast kjósendum sínum gengur hann berserksgang móti allri viðhjáip list- arinnar. Og þelta gengur lengra. Framlögur til fræðslu i landinu eru ætið af skornum skamti, og þeir þykja iýðhollastir, sem fjandskapast mest við alla andlega menning. En sem betur fer eru ekki allir svona gerðir. Þeir menn eru til, sem berjast með oddi og.egg fyrir til- verurétti íslenzkrar listar, og hefir þeim orðið furðanlega ágengt. Af opinberu fé er þó pírt dálitlu áriega í þá, sem svarist hafa undir merki listagyðjunnar. Eu ein tegund l'star- innar hefir aigerlega orðið út undan og það er leiklistin, því ekki er hægt að teija þann lítilfjörlega styrk, sem Leikfélag Reykjavíkur hefir af al- mannafé. Hann er álika sanngjarn og einhverju góðskáldinu væru boðn- 10—20 krónur í ekáldstyrk. Leiklistin á örðugra uppdráttar en aðrar listir. Það er ekki hægt að senda hana í mal varningsmannsins út um sveitirnar, eins og skáldsögu eða Ijóðabók. ,Og hver er sjálfum sér næstur um flest. Búandkörlum norður á Sléttu finst það illa við- eigandi að styrkja fyrirtæki, sem þeir ekki hafa beint gagn af úr lands- sjóði, þvi íslendingar hafa ekki þveg- ið sig hreina af hreppapólitíkinni enn þá. Og lítil von til að fólki, sem setur Wladimir níhílista eða Kapítólu í öndvegi bókmentanna, geti skilist að leiklist eigi til- verurétt í landinu og þýðing henn- ar fyrir leikritahöfunda. Því hefir lengi verið haldið fram, að sveitirnar væru gróðurreitir ís- lenzkrar menningar, og kennir þar þess, að roenn fylgjast ekki með timanum. Aður voru sjávarbæir ekki ti!, en úr útverum er naumast að vænta menningar. Þá voru skólarn- ir í sveitum og þar voru menning- arbólin. Nú eru klaustrin í eyði og kýr og kindur í Skálholti og Hólum, en ef menningin er ekki í Reykjavik þá er hún hvergi til i þéssu landi. En það lítur oft svo úr, sem höfuð- borgin sé sér ekki þess meðvitandi að húu sé menningarból vort. Hér er fádæma sinnuleysi um alt það, sem hvenTsiðaðri höfuðborg er lífs- nauðsyn. Og hér mun sérstaklega dvalið við þá tilfinnanlegu vöntun, sem er á leikhúsi bæði handa iand- inu og bænum. Reykvikingar Hafa siðferðislega skyldu til að vera beztu frömuðir þess máls, bæði sem heima- menn menningarbólsins og sem þeir er fyrst og fremst njóta leikhúss- ins. En hvernig hafa Reykvíkingar rækt þá skyldu? Hafa þeir hlúð að og stutt brautryðjendur lciklistarinn- ar í höfuðborg landsins. Því verður því miður að svara neitandi. Hér hefir árum saman starfað leikfélag, sem líkast til á við lakari kjör að búa en nokkurt ann- að í heiminum. Húsnæðið er óíull- / nægjandi, bæði að því er snertir að-- búð leikenda og áhorfenda og vand- ræði að láta heyra til sin. Skilning-- ur þeirra, sem um leika rita oft svo takmarkaður að furðu gegnir. Ýmist væmið oflof eða óskiljanleg heimtu- frekja og er það lítil uppörfun þeim, sem verja tómstundum sínum í þága listarinnar, að finna jafn óþroskað skyn áhorfenda. Blöðin eru óspör á að heimta jafnan ný og ný leikritr eins og leikendur hefðu ekki um neitt annað að hugsa, en að halda uppi sjónleikum, en vita það þó að leikiistin er að eins höfð í hjáverk- um. Hitt er minna hugsað um, að korna á þeirri breytingu, að þeir, sem hér eru færastir leikendur gætu haft leik- list að aðalstarfi, eða það að koma bér upp leikhúsi, sem viðunanlegt megi kallast. Það er gamla skoð- trnin, að maðurinti geti lifað af einu saman brauði, sem þessu veldar, Ef hún væri ekki iíkjandi í þessu landi og þessum bæ, væri hér komið’ leikhús fyrir löngu, og nokkrir fastir leikendur, með svo góðum kjörum, að þeir gætu óskiftir helgað sig leik- listinni. Og þá geta blöðin og áhorf- endur farið að verða heimtufrekari, Fyr ekki. Nú er sú tíð komin, að ýmsum hefir fénast svo, að þeir skoða ekki hverjakrónu báðum megin, sem þeir láta frá sér fara. Dæmin eru deg- inum ljósari, um það að hér í Reykja- vík reynast margir framlagafúsir til ýmsra þarflegra fyrirtækja. Væri nú ekki kominn tími til þess, að efna til fétagsskapar hér í bænum, til að koma npp sæmilegu leikhúsi? Það skal fúslega játað, að landinu ber skylda til að koma upp þjóðleikhúsi og leggja því árlegan styrk, ef með þarf. En hinsvegar má fullyrða, að ef þingið á að sjá því máli farborða og menn varpa allri sinni áhyggju upp á það, þá verða þeir sem nú eru í vöggu, orðnir sköllóttir þegar leikúsið kemur. Það þarf að sjást að höfuðstaðnum sé alvörumál að eignast leikhús, en til þess þurfa unnendur þess máls að láta betur til sín heyra hérefdr en hingað til. Því að einum einasta manni sleptum, hefir verið grafhljótt um leikhúsþörf- ina. Krafan verður að koma úr Reykja- vík. Og menn þurfa að sýna, að þeim sé alvara, með því að hefjast handa og starfa ötullega fyrir leik- húsbyggingu. Og þegar sýnt er að hugur fylgir máli, og fé hefir safo' ast til leikhússins, svo um munaL þá er ekki örvænt um, að takast megi að fá af opinberu fé það setf1 á vantar og reisa þjóðleikhús, sem landið svo styrkti. Ekki er að vita hvað leugi Lei félagið býr að þeim húsakynm11*’ sem það hefir nú. Heyrst hefir 3 húsið væri falt hverjum sem vill, og getur það leitt til þesS ^ félagið yrði algerlega húsnæðislae^. Og mikið má vera ef það verf1a margir sem sakna. Þá eru ein eftir í sjálfri höfuðborgino1-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.