Morgunblaðið - 28.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ Erí. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. K.höfn 26. marz. Forsprakkar frjálslynda flokksins í Kússlandi vilja toreyta um stefnuskrá og koma á „demokratisku" lýðveldi. Orusta hafin á bersvæði hjá Somme. Bandamönn- um veitir betur. t Christine Thomsen, ckkja Ág. Thomsens fyrrum kaup- manns hér í Reykjavík, en móðir D. Thomsens konsúls, andaðist í Kaupmannahöfn síðastliðinn laugar- dag, 75 ára að aldri. Frú Thomsen heitin haíði oft dvalið hér á landi um stundarsakir og átti hér marga vini, þó að flestir þeirra séu horfnir burt á undan henni. Hún var mesta myndarkona og skörungur mikill. t A símstöðinni. Hún er ein af hinum smærri, en allmikill aðsókn að henni samt sem áður. Eg kem inn. Maðurer þar fyrir og er að tala. Eg þekki hann. Veit að hann er íarþegi af skipi, sem liggur á höfninni. Hann er að fara á berklahælið. Hann er í óða önn í miðju samtali við konuna sína, sem er eftir heima. Loftið er þungt. Hann ræskir sig. Hann hóstar ofan í talfærið. Eg þarf líka að tala. Eg hefi beiðst aðgöngu og á að koma næst. Hann hóstar enn einu sinni, kveður, hringir af. — Eg á að taka við þegar mitt samband er fengið. Mér verður litið á talfærið, þar sem hann hefir hengt það. Tal- færið er rakt af úða út úr sjúkl- ingnum. Eg hika. Nei, eg liika ekki. Eg hefi mist lystina á því að tala i þetta sinn. Eg sný mér að símaþjóninum. Bið afsökunar. Kveðst ekki ætla að nota símann að sinni. Hann starir á mig græn- vitrum grunsemdaraugum. Hann snýr baki við mér. Eg fer. Eg hefi gleymt því, að mér var í lófa lagið að senda símskeyti. — Eg hefi gleymt öllu, nema hættunni, sem eg sá þarna ljós- lifandi stafa af þessu þarfa, sí- notaða áhaldi. * * •í Það rennur nú upp fyrir mér, að eg hafi lesið stutta grein í ensku tímariti fyrir átta árum. Sú grein var einskonar auglýsing um sérstakan útbúnað, sem lækn- ir einn i Englandi hafði fundið, til þess að verjast berklasýkingar- hættu símtóla. Hann kvaðst hafa rannsakað fjölda slíkra áhalda og fundið berkla í einu af hverjum sex. Það var sérstaklega tilbúinn pappir, sem hann gerði banvænan berklum og lagði svo yfir talfærið. Var svo skift um blað í hvert sinn er nýr maður tók að tala. Ekki get jeg dæmt um nota- gildi þessarar aðferðar. Eg hefi ekki séð neitt um þetta nema þessa einu grein, og eina mynd af því hversu blöðin eru notuð. Nú vil eg beina málinu til læknanna, sérstaklega þótilland- læknis. Hefir hann ekki athugað þessa smithættu? Er hún heila- spuni hræddra manna? Eg bíð eftir svari — i orði og verki. Brandur örvi. * * * * * * * * Grein þessí er hér tekin eftir »Austra.« Virðist oss það orð í tíma talað að vekja máls á því, hver sýkingarhætta getur stafað af því að margir menn nota sama símaáhaldið. Er það þess vert, að því sé gaumur gefinn. I Kaup- mannahöfn hefir þetta verið tekið til athugunar, og lætur »Köben- havns Telephon A.S.« sótthreinsa talsímaáhöld sín með »Desinfec- tor.« Er ákaflega lítill kostnaðar- auki að því, og ætti daglega að sótthreinsa þannig þau símtól, sem mikið eru notuð, eigi sízt á símastöðvum. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ætti að taka þetta mál til íhug- unar og bæta einhverjum ákvæð- um um það inn í heilbrigðissam- þyktina. .... ■ m------- Bajarpósturmn. Því miður á það sér oft stað að bréf sem látin eru í póstkass- ana á götunni, til manna hér í bænum, eru oft óhæfilega lengi á leiðinni. Skiftir það stundum mörgum dögum að þau komist til réttra viðtakanda. Allir sjá hvað bagalegt þetta getur verið, ef menn reiða sig á að póstkassarnir séu tæmdir á réttum tíma og bréfin borin út til viðtakanda með næsta bæjarpósti. Dæmi eru mörg til þess að menn hafi haft baga af þessari óreglu. En fólkið á þó sjálft nokkra sök á þessu máli. Það er sem sé algengt að það verði fyrir þessu, án þess að láta póststjórnina vita. Og meðan ekki koma kvartanir til hennar, getut* hún skiljanlega ekki lagfært það, þar eð hún get- ur ekki vitað um hvernig skiiin verða á bréfum til hvers einstaks manns. Eina ráðið er því að kvarta, og það við póststjórnina, en ekki láta það viðgangast þegj- andi. ' - » A & O K I N. AfmæM í dag: Helga Einarsdóttir, húsfrú. Ingibjörg Magnúsdóttir, verzlk. Stefatn'a Guðmundsdóttir, húsfrú. Susie Briem, húsfrú. Geir T. Zoéga, rektor. Pétur Þ. J. Gunnarsson, kaupm. Stefán Þórðarson, járnsm. Sólarupprás kl. 7.5 Sólarlag ki. 8.2 H á f 1 ó ð í dag ki. 9.54 f. h. og kl. 10.18 e. h. Fyrirlestrar Háskólans: Agúst H. Bjarnason prófessor: Róm í kristnum sið, kl. 7—8. Lækningar Háskólans. Augnlækning ókeypis kl 2—3 í Lækjargötu 6. N ý j a B í ó hefir nú sýnt myndina »Skrifarinn<( 11 sinnum í röð og hefir aðsóknin altaf verið svo mikil, að marg- ir hafa orðið frá að hverfa í hvert sinn. Er það eins dæmi um kvikmynd hér á íslandi og má af því marka hve vel fólki geðjast að henni. Marglr hafa komið kvöld eftir kvöld og segjast al- drei þreytast á því að horfa á mynd- ina. Og enn má geta þess, að menn hafa kepzt um það að fá keyptar hin- ar útlendu götuauglýsingar vegna mynd- anna, sem á þeim eru, og ætla að geyma þær til minja um kvikmyndina. Myndina átti að sýna í síðasta sinn á mánudaginn, en vegna hinfiar miklu aðsóknar og óskorana margra manna, verður sýningum naldið áfram fyrst um sinn. Botnvörpungarnir Baldur, Bragi, Þór, Apríl, Islendingur, Snorri Goði komu af fiskveiðuih í gær allir með góðan afla. Strandf erðaskipið. Land- stjórnin hefir nú fest kaup á gamla Sterling, sem lengi var hér í förum fyrir Thorefólagið. Er það skip eign sænsks fólags, sem mikið hefir látið gera við það og breyta því eftir að Thorefólagið seldi það. Stendur nú ekki á öðru en útilutningsleyfi á skip- inu frá yfirvöldunum í Svíþjóð, en það er talið víst að það muni fást. Sterling mun vera ætlað að annast strandferðir hór við land fyrst í stað, þangað til annað hentugt strandferða- skip fæst. Föstuguðsþjónusta í dóm- kirkjunni í kvöld kl. 6. Sf. Bjarni Jónsson prédikar. Skipstrand. Nálægt Garðskaga strandaði í sunnanveðrinu í gærmorgun kútterinn Drangey, eign Guðm. kaupm. Bergsveinssonar í Flatey. Skipið, sem er 50 smáleatir að stærð, var þar á fiskveiðum. Mótorbátur náði skipinu út og kom því til Keflavíkur. Er það lítið skemt og lekt og mun verða sent hingað til Reykjavíkur undir eins og veður leyfir. Skipstjóri kúttersins er Halldór Frið- riksson. Sykurskamturinn verður fram- vegis sá sami sem utidanfarið, 1 kg. fyrir hvern mann til þriggja vikna. Farþegar á Koru héðan til út- landa voru ungfrú Ragnh. Blöndal, O. G. Eyjólfsson stórkaupm. og Jafet Sig- urðsson skipstjóri. Til Austfjarða fóru og allmargir farþegar. ------------------ Mjólkureklan. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvílík mjólkurekla hefir verið hér í vetur. Margir hafi víst aldrei séð mjólk og hinum er hún orðin dýr fæða. En hvað skal þá segja ef nú á enn að fara að hækka mjólkur- verðið, svo sem væntanlegt kvað vera? Og mjólkurþörfin hefir þó aukist jafnframt því, sem sykur hefir þorrið. Er það mjög sennilegt að framboð mjólkur sé nú eigi meira en svo, að rétt hrykki hún handa börnum og sjúklingum — þeim sem alls eigi meiga á hennar vera. En sé svo, þá er nauðsynlegt að reyna að láta mjólkina ganga sem jafnast vfir þá — en svifta henni alveg af fullorðnu fólki, sem ekki hefir hennar brýna þörf. Það spyr sjálfsagt einhver sem svo hvað eigi að koma í staðinn. Fyrst og fremst ber þess að geta að ekkert á að »koma í staðinn« fyr- ir fullorðið fólk, því að mjólkur- skorturinn hefir verið svo mikill, að það er t. d. raun að sjá fíleflda karlmenn vera að þamba mjólk inni á kaffihúsum. En margt má finna í mjólkur stað handa hraustum mönn- um. Má þar t. d. nefna öl — hvítt öl — sem er bæði ódýrt, en nær- andi og ljúffengt. Steingrímur lækn- ir Matthíasson, segir svo í formála fyrir matreiðslubók fóninnu Sig- urðardóttur, að vilji menn eigi láta sér nægja að drekka vatn með mat, þá skuli þeir drekka mjólk eða hvítt öl. Hann er alveg andvígur kaffi. Það spillir að eins meltingunni, er alveg næringarlaust. Og nú væri það gott að kaffieyðsla væri takmörkuð sem mest, því að með spörun við sykurinn, sem okkur er íífsnauð- syn að fara sem sparlegast með — e'ns og allir vita. Og vel á minst, meðan eg er að tala um hvítölið, þá ber þess jafn- framt að geta, að húsfreyjur geta drjúgum notað það í mat til þess að spara mjólk. Eg býst við því, að nú á þessum tímum, þegar alt þarí að spara og engin matarögn má far3 forgörðum, þá muni húsfreyjurnsr leita sér þeirra upplýsinga er þ^1 geta í þeim efnum og er þá vafla 1 annað hús að venda en matreíðsln* bækurnar. »Frk. fensens Kogebog* er nafnfræg um alt Danaveldi og 1111 þar fá ýmsar upplýsingar urn þaö hvernig á að drýgja mat nieð ö • Danir nota ákaflega mikið af — og Norðmenn líka — sérst*k' lega til þess að spara brauðletf3^ (sem ella mundu fara forgörðuni) o gera úr þeim miðdegisverði ý011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.