Morgunblaðið - 10.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ fer um hag okkar íslendinga, ef þessi verður raunin á, að stríðið stendur enn í þrjú ár? Við höf- um fram til þessa látið reka á reiðanum. Ýmsar ráðstafanir hafa að vísu verið gerðar, en vanalega eftir á. Fyrirhyggján hefir sjaldan náð degi longra. Og þó ríður okkur lífið á því, að vera fyrirhyggjusamir. Með vissu getur enginn sagt fyrir um það, hve lengi stríðið muni standa, en gamall málshátt- ur segir: »Bústu við hinu illa, því að hið góða skaðar þig ekki«. Gerum ráð fyrir því, að striðið standi enn í þrjú ár. Það skað- ar okkur eigi, þótt friður verði saminn fyr. En ef við eigum að halda því áfram, að geyma al- varleg störf til morguns, þá er okkur eigi við bjargandi. Ef okkur skortir svo mjög fyrir- hyggju framvegis, sem til þessa, þá förum við áreiðanlega í hund- ana. Þið spyrjið þá sjálfsagt hvað eigi að gera. Ja, það er svo margt, að eigi verður þaö talið upp i einum svip. En fyrst af öllu verðum við að reyna að vera sjálfum okkur nógir, framleiða svo mikið, að við gætum þolað algerða siglingateppu í hálft ár eða lengur. Og meðan þess er nokkur kostur, að við getum við- að að okkur, þá verðum við að keppast við það eins og við ætt- um lífið að leysa. Þrautalendingin okkar, sem átti að verða, Bandaríkin, er nú valt að treysta á framvegis, þar sem þau hafa nú gengið inn í hildar- leikinn. Þótt því -sé slept, að hættulegt geti orðið að sigla þang- að, þá er þó annað alvöruefni, sem til greina kemur, en það er að bannaður verði útflutningur þaðan á ýmsum nauðsynjavörum til allra þjóða nema bandamanna. Það mun hver maður sjá að vísu, að lítið munar Bandarikin um það að fceða okkur. Og ef það væri samið um það • við stjórnina þar nú þegar, þá gæt- um við ef til vill komist hjá mikl- um örðugleikum í framtíðinni. Það þyrfti að senda þangað verzl- unarfulltrúa, eigi síður heldur en til Lundúna, mann, sem hefir vit á því, að annast þar öll innkaup. Það er margra mál, þeirra sem fróðir eru og framsýnir, að við- skifti okkar muni smám saman færast yfir til Ameríku. Getur vel verið, að striðið flýti fyrir því. En þá er gott að búa sig undir það nógu snemma að ná sem beztum verzlunarsamböndum þar vestra og greiða islenzkum vörum veg inn á ameríkska mark- aðinn. Verzlunarerindrekinn gæti því haft fullnóg að starfa þar, enda þótt stríðinu lvktaði þegar á þessu ári. ESSS3 o A e B ö F\ 1 N. C» Afmæli i dag: Ellen L. Einarsson, húsfrú Guðríður Helgadóttir, húsfrú Sóiveig Danielsdóttir, jungfrú Þórunn Siemsen, húsfrú Eiríkur Jónsson, bryti Hallgr. Þorsteinsson, söngkennari Jón Sigurjónsson, prentari Stefán Sandholt, bakari. S ó í a t u p p r á s ki. 6.20 S ó i a r 3 a g kl. 8.41 H á i i ó 8 I dag kl. 7.56 árd. og í nótt kl. 7,17 síSd. Andrés Fjeldsted í Ferjukoti Var fluttur hingað veikur á laugardaginn á vélbáti. Hrepti báturinn versta veð- ur á leiðinni og var fjóra tíma frá Skaganum til Reykjavíkur. Edina. Fregn kvað nú vera komin um það, að gufuskipiö Edina, sem menn voru hræddir um aö hefði verið sökt af þ/zkum kafbáti, hafi látið seinna úr höfn í Bretlandi en ákveðið hafði ver- ið. Mun skipið vera væntanlegt hing- að einhvern næstu daga, ef ferðin gengur vel. Landssíminn hefir verið bilaður víða um land nú um páskana. Samband komst þó á við Seyðisfjörð kl. um 2 í gær, en var þó slæmt samband að sögu símamanna. Illviðri á Norður- landi tefja viðgerðlna. Gullfoss fór í fyrradag (páskadag) frá Kaupmannahöfn. HeyrBt hefir, að það skip muni enga farþega og engan póst hafa meðferðis. Th. Tómasson kaupm. úr Stykkis- hólmi er n/kominn til bæjarins. Botnvörpungarnir Þór, Bragi, Rán og Þorst. Ingólfsson komu af fiskiveið- um, og höfðu allir aflað vel. Skákþingið. Þvi er nú lokið, og urðu leikslok þau, að Eggert Guð- mundsson varð hlutskarpastur. Hlaut hann 7 vinninga og fekk 1. verðlaun- in, skákborðið og nokkuð af peningum. Næstir honum voru þrír keppendur, allir jafnir með 5 vinninga, þeir Al* bert Iugvarsson (Gríroseyingur), Pótur Zophoniasson og Stefán Ólafsson. Sykurkortin. Athygli viljum vér vekja á því, að sykurkort þau, sem þegar hefir verið úthlutað, gilda að eins í dag. Taki fólk ekki sykur á þau hjá kaupmanni í dag, eru þau ógild. Afspyrnu-norðanstormur hefir ver- ið um páskana. Frost eitthvert hið mesta sem orðið hefir í vetur, um 10 stig f gær um hádegisbilið. Nýársnóttin var ekki leikin i gær- kvöldi, eins og til stóð, vegna veikinda eins leikandans (Friðfinns Guðjóns- sonar). Dauður bókstafur. Hundarnir í bænum, Hér er til reglugerð um hunda innan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, og lækningu þeirra. Hefir hún að geyma ýms fyrirmæli, sem bæði hundaeigendur og lög- reglan hefðu gott af að kynna sér. T. d. þetta: Skyldur skal hver hundeigandi að hafa helsi á hund- um sínum með áletruðu Rvík og tölu. . . . RéttdræpuA er hver hunduf innan umdæmisins, sem ekki ber slíkt helsi eða fylgir utanbæjarmanni. . . . Kostnaður við dráp óskilahunda greiðist úr bæjarsjóði. Ef þessu væri hlýtt eða. fram- fylgt, kæmust margir hundarnir í snöruna. Einn daginn ekki alls fyrir löngu voru yfir 50 hundar i þyrpingu i Austurstræti, og þar af þrir — segi og skrifa þrír — með helsi, sem hamingjan mávita hvort nokkuð hefir staðið á. En ekki mun einn einasti allra þessara hunda verið líflátinn ennþá. Hvað þýða þá fyrirmælin? Oskiljanlegt er það, hversvegna hundar sem fylgja utanbæjar- mönnum eru réttlægri en hinir, sem halda sig með höfuðstaðar- búum. Þvi sveitamönnum, sem koma með -fjárrekstra til bæjar- ins, er það nauðsynlegt að hafa hunda með sér, fremur en bæj- arbúum, sem ekkert hafa við þá að gera. Hér mun vera fjöldi hunda, sem enginn skattur er goldinn af og aldrei hafa verið skrásettir í hinni löggiltu bók bæjarfóget- ans. Þeim er leyft að leika hér lausum hala* og prýða götur bæj- arins á þann hátt, sem þeim er laginn. Og margir halda því fraxh, að hundamergðin sé menn- ingarmerki, einkanlega ef hund- arnir eru útlendir, þvi að það þyk- ir »fínt« erlendis að eiga hund. Hundadýrkunin er orðin grát- brosleg víða erlendis og það svo mjög, að enginn skyldi óska þess, að sú »menningaralda« ætti eftir að ganga yfir þetta land. Kerlingarnar eiga hunda, sem þær halda á í kjöltunni, hunda sem uppeldisdætur eða tökustúlk ur þeirra verða að ganga með vissan tíma á hverjum degi —• hundunum til skemtunar. Hunda, sem ekki er boðin nema bezta fæða og sem grátnir eru hjartan- legar af kerlingunum en nokkur ástvinur þegar þeir hrökkva upp af, og jarðsettir i »hundakirkju- görðum« með hátíðlegri viðhöfn og legsteinn settur á leiðið. Og þangað ganga svo kerlingarnar til að leggja blóm á leiði ástvin- ar 8ins — hundsins. Reykvíkingar eiga ennþá langt í land til að öðlast þessa »menn- ing«. Og vonandi má heilbrigð skynsemi sín svo mikils í þessu landi, að aldrei komi til þess- En hitt er víst, að sumir »for- framaðir« bæjarbúar hafa reynt að taka upp útlenda apaskapinn. Hundaákvæðin verða aldrei að gagni nema eigendum sé gert að skyldu, að láta hundana ekki koma út á götuna nema í bandi og haldi eigandinn sjálfur í spott- ann. Það er heldur ekki nema vel við eigandi að einhver sýni- legt tengsli sé milli hundsins og eigandans og tilvinnandi fyrir hann, ef hann vill endilega eiga hund. Skattinn mætti einnig hækka að miklum mun og helzt af öllu ættu stásshundarnir ekki að liðast. A því er enginn vafi, að marga fátæklinga mætti seðja á matn- um, sem troðið ern þessi ferfættu dekursdýr. En hvað sem því líður, þá eiga lausir hundar ekki að sjást á götunum. Viðureignin í FrakkSands. Það ganga ýmsar sögur af því, hvernigáþví muni standa, að Þjóð- verjar hafa hörfað svo óðfluga undan í Frakklandi. Sumir segja, að Hindenburg ætlist til þess, að undanhaldið verði til þess að breyta um hernaðaraðferð, að skotgrafaviðureignin leggist niður, en i þess stað verði nú farið að berjast ‘á bersvæði. Muni hann á þann hátt ætla að freista þess að fá rofið herfylkingar banda- inanna. Aðrir segja, að þetta undanhald hans muni vera hern- aðarbragð og ætli hann sér nú að leika á Frakka og Breta eins og hann lék á Rússa hjá Tann- enberg haustið 1914. Enn er mælt að þetta séu aðeins varúð- arráðstafanir hjá honum; vilji hann á þennan hátt stytta her- línuna að vestan um alt að 40 mílur, til þess að spara sem mest hermenn og skotvopn, svo að hann geti tekið þeim duglegar í lurginn á Rússum í sumar. Er það almannamál, að hann hafi þegar ákveðið áður en stjórnar- byltingin hófst í Rússlandi, að láta skríða til skarar á eysti'1 vígstöðvunum í sumar, og er 1$' legt' að hann hafi eigi bfeytt þei^ fyrirætlunum, þar sem ÞjóðveiT ar þykjast vissir um, að stjórfi' arbyltingin muni hafa dregið eajöS úr bolmagni rússneska, hersias- Enn segja sumir, að BinfieU burg hafi neyðst til þe3S að hötf® undan á vesturvígstöðvuna1^ vegna ofureflis bandamanna, hafi mörgum sinnum fl0iri » betri fallbyssur heldur en Þ,l° verjar. Margar sögur eru sagðíir » því, hvað Þjóðverjar eyði ina miskunarleust á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.