Morgunblaðið - 10.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1917, Blaðsíða 3
fi&ORGUNBLAÐIB 5 stangfr af Suniight' sápu eru seidar i hverrí vikss, og er þa5' hin besta sönnun íyrir> því, að Suniight sápaj hefár aita þá kosíi tii' að bera, sem henni eru eignaðir, og að hún svarar til þeirra eptir- vœntinga, sens menn hafa gjört sjer um ágæti hennar. II - V / inu. í þorpum og borgum standi eigi steinn yfir steini, því að þau hús, sem skothríðin haíi eigi lagt í rústir, hafi þeir sprengt í loft upp. Enn fremur sprengi þeir upp vegi, felli tré þvert yfir þá og hafi öll brögð í frammi til þess að tefja framsókn banda- manna og gera þeim sem örðug- ast fyrir. Sum blöðin segja þó að þeir hlífi ökrum og hafa banda- menn víða fundið festar upp til- kynningar, sem banna þýzkum hermönnum að troða niður akra. Afsetning keisarans. Þegar nýja stjórnin rússneska var komin á laggirnar, sendi hún fjóra menn til Mohileff á fund keisarans til að taka hann hönd- um. Alexieff hershöfðingi, foringi herforingjaráðsins tók á móti þeim, og sýndu þeir honum er- indisbréf sín. Mikill mannfjöldi horfði þögull á járnbrautarlestina þegar hún fór með keisarann frá Mohileff, og á brautarstöðinni var saman kominn hópur af liðsforingjum til að kveðja hann. Að því er sagt er, var það ‘Alexieff hershöfðingi sem tilkynti keisaranum komu nefndarinnar. Þá hafði keisarinn svarað: »Eg ér reiðubúinn að fara hvert sem er, og hlýða þeim ákvörðunum sem gerðar hafa verið.« Keisar- inn var vakinn kl. 9 um morg- uninn þegar lestin kom til Sus- asino. Klukkan 10 kom hann inn í borðsalinn og bauö fylgiliði sínu að drekka með sér morgunkaffið. Hann talaði við þjónustufólkið um alla heima og geima í klukku- tíma og kvaddi síðan alla með kossi. Þá mælti hann þessi orð: Eg þakka yður öllum fyrir þjón- ustu yðar. Við sjáumst aftur. Verið þið sæl. Nú var lestin komin í nánd við keisarahöllina. Þegar þangað kom steig keisarinn út. Hann var með alvörusvip og virtist þreytulegur. Hann var í ein- kennisbúningi 6. kósakkaherdeild- arinnar með svarta *Ioðhúfu og rauða slæðu um axlir, kósakka- hníf við mittisbeltið og orðu hins heilaga Georgs. Það er eins dæmi í veraldar- sögunni að stjórnarbylting hafi gengið jafn hljóðalaust eins og á Rússlandi nú. Viðurkenning Breta, Frakka, Itala og Banda- ríkjanna er þegar fengin fyrir stjórnarfarsbreytingunni og alt rússneska ríkið, þar með talið Finnland, Kákasus, Turkestan og Síbería hafa viðurkent nýju stjórnina. Engri stjórnarbylting hefi nokkurn tíma verið lokið á jafn skömmum tíma. Eftir því sem næst verður kom- ist, hafa að eins 2000 manna af þessum 130 miljón þegnum ríkis- ins látið lífið við byltinguna. Hvað kostar enski flotinn? Síðasta fjárhagsár Breta hefir alls verið varið til þarfa fiotans 2IH/2 miljón punda. Hér um ár- ið þegar flotaaukningin mikla var í framkvæmd og flestir bryn- drekarnir smíðaðir, voru útgjöldin 42V2 miljón punda. Mismunurinn á kostnaði við flotann á friðartímum og ófriðar- timum er gífurlega mikill. Á friðartímum er flotinn íiltölulega lítið á hreyfingu og því eyðsla á kolum miklu minni, en á ófriðar- tímum þegar flotinn hefir mikla ferlivist. Útihald vopnaða kaup- faraflotans kostar líka mikið. Og á ófriðartímum eru ný skip bygð af hörkukappi bæði til að auka fiotann og efia, og í skarðið fyrir þau skip, sem skotin eru í kaf. Kostnaður við útihald flotans er að eins tíundi hluti herkostn- aðar Breta í stríðinu. 0g þó er það flotinn, sem gerði Bretum það mögulegt að taka þátt í stríð- inu. Án hans væru Englending- ar einkis virði i ófriðnum. Það er brezki flotinn, sem er undir- staða stórveldisins brezka og hefir skapað því tilverurétt. Sendisvein vantar S. Andersois i Sön. Siýrimann vantar á mótorkútter nú þegar.gH Upplýsingar Laugavegi 62. Nýkomið í Yerzlunina ,6oðafoss‘ Laugaveg 5 Simi 436 Rakhnífar, skeggsápa, skeggburstar, rakspeglar, vasagreiður, hárgreiður, skæri, peningabuddur, gummisvampar, »Manicure«- kassar, svartir títuprjónar 0. fl. Geriö kaup, sparið hlaup. Virðingarfylst Kristín Meinholt. Danskensla, Undirritaður tekur við nemendum á nýtt mánaðar-námsskeið í dansi. Kenslan byrjar næstkomandi fimtud. 12. apríl. Listi liggur frammi til áskriftar í Confektbúðinni og hjá Mortensen rakara. Júlíus M. Guðmundsson. Sumargleli stúdenta verður haldin síðasta vetrardag i Iðnaðaráannahúsinu. Hefst kl. 7 með dansi. Borðhald um náttmál (2 réttir og ábætir). Sumri fagnað um miðnætti með ræðum, kvæðum 0g söng. Listar liggja til áskriftar í bókaverslunum ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. — Aðgang hafa allir stúdentar og 6. bekkingar Mentaskólans. Stjórn Studentafélagsins. vantar nú þegar á Ingólf Arnarson. Menn snúi sér til Jóns Magnússonar, Mýrargötu. Leyndarmál hertogans. — Eg geri mikinn greinarmun á nöín- um, mælti hann, en mér finst henni fara vel þetta nafn. Eg hefi oft ver- ið að hugsa um það hvert skírnar- nafn yðar muni vera. Eg er viss um að það er ekki algengt. — Hvers vegna haldið þér það? mælti hún og hló. — Eg veit það ekki. Liklega er það vegna þess að þér eruð svo ólík öðrum konum, tn*hi hann. Eg hefi oft verið að hugsa um það hvort þér munuð hafa verið látnar heita eftir blómi, drotningu eða gyðju. Hún hló. — Nei, verið þér nú ekki svona skáldlegur, mæld hún. Eg var skírð biblíunafni, eins og fólk segir. Reyn- ið að geta upp á þvi. Hún leit djarflega framan í hann. Nei, þetta var eigi likt Naomi. — Ef þér viljið geta, mælti hún, — 488 — þá skal eg segja yður þegar þér hitt- ið hið. rétta nafn. Hjarta hans barðist ákafar. Ætlaði hún að reyna hann með þessu, eða var þetta aðeins heuding? — Eg er hræddur um það, mælti hann, að eg sé ekki eins vel að mér í biblíunni eins og eg ætti að vera. Mörg nöfn eru þar þó falleg, en eg veit ekki hvert þeirra mundi hæfa yður. — Reynið að geta, mælti hún. — Esther, Judit eða Ruth. Hann dró seim við síðasta nafn- ið. Ruth og Naomi eru nátengd nöfn, hugsaði hann. En hún hristi höfuðið og brosti. — Nei, ekki hafið þér enn hitt á nafnið. Ekki enn. — Eg man ekki fleiri. Eg er viss um að þér heitið ekki Vashti. En Miriam ? t 489

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.