Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni í London. London, 20. júlí. Keisarinn vék Bethmann Hollweg frá embætti eftir árás, sem kaþólsk- ir menn og frjálslyndir höfðu gert á hann. Hann veitti embættið dr. Michaelis, óþekíum prússneskum »Bureaukrat*. Dr. Michaelis hélt fyrstu ræðu sína í ríkisdeginum 19. úlí, og gat þá um þau vonbrigði sem menn í Þýzkalandi hefðu orðið fyrir vegna vanmáttar kafbátanna, en hann hélt fram að kafbátarnir hefðu gert alt sem búist var við af þeim. Hann sagði að ef Þjóðverjar gætu fengið sómasamlegan frið, gætu þeir ekki haldið ófriðnum áfram stundinni lengur, en þeim væri ekki unt að semja um frið meðan óvin- irnir krefðust nokkurs hlutar rikisins, og hann lagði áherzlu á það, að landamæri rikisins yrðu hin sömu og að fastákveðnir verði utanríkis- hagsmunir þjóðanna. »Ef óvinirnir hverfa frá sínnm landvinningakröf- um og vilja ræða í alvöru um frið, þá erum vér fúsir til þess að hlusta á hvað þeim býr í brjóstic. Hann játaði að matvælaspursmálið væri mjög alvarlegt, en vonaðist eftir að ástandið mundi batna bráðfega. Jafnaðarmaðurinn Scheidemann sagðist vera á móti kafbátahernaðin- um vegna þess að hann hefði gert Þjóðverjum meira tjón en gagn. Balfour hæddist í ræðu í Guild- hall að staðhæfingu ríkisdagsins þýzka um, að ráðist hefði verið á Þýzkaland og Þjóðverjar mættu því til að verjast, og áður en nokkru skoti var hleypt af hafi Þjóðverjar lýst því yfir að þeir ætluðu eigi ein- ungis að taka af Frökkum land í Norðurálfu heldur einnig taka ný- lendur þeirra. Carson % orðinn meðlimur her- málaráðuneýtisins, Sir Eric Geddes er hermálaráðherra, Churóhill er orðinn hergagnaráðherra, Montague er Ind- lands ráðherra. Vikuna sem endaði 15. þ. mán. komu 2828 skip til brezkra hafna, en 2920 skip fóru. 14 skipum stærri en 1600 smálestir, 4 minni var sökt. Á 12 skip réðust kafbátar árangurslaust. »Timesc segir að þessar tölur sýni enn ljósar að fyrirætlanir Þjóðverja séu að bregðast. Smáflotadeild brezk hitti fyrir sér i Norðursjónum 6 þýzk gufuskip, sem virtu að/ vettugj merki Breta um að stöðvast. Tvö þeirra voru rekin á land, en 4 voru handtekin og flutt til brezkrar hafnar. Full- yrðing Þjóðverja um að hlutleysi Hollands hafi með þessu verið brotið, er algerlega röng. Lloyd George sendi forsætisráð- herra Rússa heillaskeyti í tilefni af sókn Rússa, sem sýnir að Rússum sýnist ómögulegt að friður komist á fyr en þjóðin hefir verið frelsuð úr heljargreipum ánauðar og herveldis. Símskeyti frá Petrograd geta þess að þýzk áhrif hafi verið valdandi uppreistinni sem stjórninni hafi tek- ist algerlega að bæla niður. Skýrsla um loftvarnir Bretlands hefir verið birt og boðar mjög aukna loftfaragerð. Henni mun verða ráð- stafað eins og hergagnagerðinni 1915, sem jókst mjög mikið með þeim hætti. Yfirmaður flugsveitar Bandarikja- manna hefir lýst því yfir í viðræðu, að 640 miljón dollara fjárveitingin, sem þingið ameriska samþykti sé að eins byrjunin, en meira mundi kotna síðar. Við flota Bandarikjanna mun verða bætt 60 tundurspillum af nýjustu gerð og verið er að smíða 1000 kafbátaspilla, auk ýmsra ann- ara skipa. Brauðgerðarmálið. Bjargráðanefud neðri deildar flyt- ur svohljóðandi frumvarp til laga um heimild handa bæjar- og sveitarstjórnum til að taka eignar- námi eða á leigu brauðgerðarhús o. fl. x. gr. Nú hafa svo margir brauð- gerðarmenn á einhverjum stað lagt niður brauðgerð, að yfirvofandi hætta er á þvi, að íbúar á þeim stað geti ekkifengið venjuleg brauð keypt, og heimilast þá bæjar- eða sveitarstjórn þeirri, er hlut á að máli, að taká eignarnámi svo mörg brauðgerðar- hús á staðnum, er hún telur þurfa til þess að fullnægja þörfum almenn- ings þar. Eignarnámsheimildin nær bæði til húsa og áhalda, sem nauð- synleg eru til reksturs brauðgerðar, svo og til birgða af mjöli, geri, elds- neyti og öðru efni, sem notað er til brauðgerðar. 2. gr. Endurgjald skal ákveða eftir mati tveggja óvilhallra, dóm- kvaddra rranna, sem nefndirskulu af bæjarfógeta, ef eignarnám fer fram í kaupstað, en ella af sýslumanni, og mega þeir ekki vera i þjónustu bæjar- eða sveitarfélagsins, né eiga sæti í bæjar- eða sveitarstjórn. 3. gr. Matið skal framkvæma svo fljótt, sem þvi verður viðkomið. Þó skal aðiljum gefinn kostur á að skýra mál sitt. En því að eins skal fresta gerðinni, að matsmenn telji einhvern aðilja þurfa að afla sérfiekari gagna. Þó skal mati jafnan lokið ekki seinna en á fimta degi eftir að þess er beiðst. 4. gr. Að matsgerð lokinni má eignarnemi taka hið numda í vörsl- ur sinar, án þess að hindrað verði með áfrýjun gerðarinnar, gegn því að greiða matsverðið og allan máls- kostnað. Matsverðið skal afhent bæjar- fógeta eða sýslumanni, og geymir hann það í banka, þangað til úrslita- ákvörðun hefir farið fram. 5. gr. Nú yill annar hvor aðilja áfrýja matsgq;ð, og skal hann þá hafa gert það innan 8 daga, frá því er gerðin fór fram. Yfirmat fram- kvæma 3 óvilhallir menn, útnefndir af landsyfirdómi, og skulu þeir full- nægja skilyrðum þeim, er í 2. gr. getur. Yfirmatsmenn skulu framkvæma matið á sama hátt og undirmats- menn. Þó má eigi frest veita, nema sannað sé, að hann skuli nota til að útvega áríðandi gögn, er eigi hafi verið kostur á að afla fyr. Kostnað af mati greiði áfrýjandi. Nú hefir gerðarþoli áfrýjað og hækk- ar matsverðið um 10 °/0 eða meíra, og skai þá eignarnemi greiða kostn- að af yfirmati. 6. gr. Skylt er undirmats- og yfirmatsmönnum að rannsaka verð- mæti þess, er tekið er, svo nákvæm- lega sem kostur er á, bæði með því að krefjast munnlegra skýrslna af málsaðiljum sjálfum og yfirheyra aðra sem vitai, ef þörf er á. Þeir mega og, ef nauðsyn ber til, afla sér skýrslna frá sérfræðingum, og skal sá kostnaður, er það hefir i för með sér, teljast með málskostnaði. 7. gr. Ef bæjar- eða sveitarstjórn telur heppilegra að taka brauðgerð- arhús ásamt áhöldum til leigu held- ur en til eignar, skal ákveða mánað- arlega leigu af því, sem tekið er til leigu, og skal leigan greiðast mán- aðarlega eftir á: 8. gr. Ef eigi verður samkomu- lag um leiguhæð, skulu óvilhallir menn meta leigu, enda fer um mats- gerð eftir —6. gr. Til greina skal taka atvinnumissi eiganda, og skylt er eignarnema að skila aftur þvi, er til leigu hefir verið tekið í jafn- góðu standi, nema að því leyti, sem það hefir spiist af venjulegu sliti og fyrningu. Spjöll skulu metin sam- kvæmt 1.—6. gr. 9. gr. Nú vill eignarnemi skila aftur þvi, er til leigu hefir verið tekið samkvæmt 7. og 8. gr., og skal hann segja eiganda til þess með tveggja mánaða fyrirvara. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar i stað. Greinargerð. Bjargráðanefndinni barst erindi um það efni, sem frumvarp þetta fjallar um, og henni duldist ekki, að þó tímarnir séu nú alvarlegir í flestu tilliti, þá geti þó enn aukist ýms vandræði af heimstyrjöldinni, efhún Heldur áfram. Vel gæti svo farið, að brauðgerðar- menn sæu sér ekki fært að halda áfram iðn sinni, svo að brauðgerðar- húsin hættu að starfa. Má öllum ljóst vera, að af því hlytust mikil vand- ræði í kaupstöðunum og víðar, eink- um í Reykjavík. Yrðu þá bæjar- eða sveitarstjórmr neyddar til þess að ráða einhverja bót á þeim vandræð- um, og til þess að það verði unt, telur bjargráðanefndin heimildarlög þessi nauðsynleg, og vill ráða háttv. deild til að samþykkja þau. Kornvörukaup. Eins og kunnugt er, hafa korn- vörur þær sem komið hafa til landsins, einkum síðan verðið hækkaði, verið mjög misjafnar, sumar skemdar, eða beinlínis sviknar á þann hátt að búið var að sigta úr mjölinu aðalnæringar- efnin eða mjölið blandað ýmis- konar ódýrum efnum. ' Það er eins og þetta sé alveg einskisvert atriði nú í dýrtíðinni, hvort keyptar séu næringarlitlar eða skemdar kornvörur, því að lítið hefir verið um það fengist og ennþá minna aðgert. Nú eru aðal-kornvörukaupin að lenda i hendur landsstjórnarinnar, og er það gott að því leyti, að þá ætti að vera hægra að sjá um að ekki sé flutt léleg, skemd eða svikin vara. Einnig er það gott að korn- kaupin eru að flytjast til nýrra manna og nýrra staða og burt frá selstöðuhöfðingjunum í Höfn, sem vanir voru oft og tíðum að moða á stallinn fyrir okkur rétt af þvi sem hendi var næst, því að þeir vissu það að ekki var um annað að gera fyrir okkur en að éta rétt alt sem að kjafti kom, eins og útigang8hrossin. Sumar gömlu verzlanirnar mega nú reyndar eiga það, að þær voru all-vandar að matvörukaup- am, og má auðvitáð ekki gleyma því. Verstir voru auðvitað þeir kaupmenn, sem ekki verzluðu hér sjálfir, en seldu íslenzkum kaup- mannanýgræðingum, sem ekkert vit hafa á vörugæðum. En úr því að nú er hið »opin- bera® farið að kaupa kornvörur til landsins, þá er rétt að athuga í hvaða horf kornkaupin eiga að færast, og skal hér bent á eitt afarmikilsvert atriði. Kornvörur eiga að flytjast til landsins ómalaðar. Það er sem sé eina tryggingin fyrir því að hægt só að tryggja sór gæðin, auk þess sem malaðar kornvörur fara strax að tapa krafti og næringargildi, eftir að búið er að mala þær. Kornið á að flytjast til lands- ins »lifandi«, en ekki dautt. Það er eina tryggingin fyrir því að vér getum vitað hvað við erum látnir éta. Landið verður að koma sér upp myllum. Þingvísa. Gerast allir útvegir illir fyrir stjórn og þing. Átta mánaða’ allsnægtir etnar voru’ á sólarhring. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.