Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 3
22. júlí 257 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Haldið borðlíni og húslíni yðar jafnan hvítu sem snjó með því að nota ávallt Sunlight sápu. Lelftbeinlngar vl6vlk|and> notkun sápunnar fylgja hverri sápustöng. ÁstandiB. Siglingarnar. Það tekur nú að saxast á þá litnina sem til atfanganna eru. Hvert skipið skotið í kaf á fætur öðru og þar á meðal 3 póst- og farþegaskipin, sem haldið hafa uppi reglulegum sam- göngum vorum við Bretland og Norð- urlönd. Það má nú heita að öllu sam- neyti voru við Norðurlönd sé slitið. Að visu fer Fálkinn endrum og sinn- um á milli með póst og farþega, og Sterling á eftir að koma frá Höfn með vörur, en ef til vill flytur hann hvorki póst né farþega. lafnvel þótt stríðið hætti nú þeg- ar, mundi skipatjónið reynast tilfinn- anlegt. Óvíst hvort Sameinaðafél. og Bergensfé'agið þykjast hafa að sinni handbær skip til íslandsferða í stað Ceresar, Vestu og Floru, því að þetta eru svo sem ekki einustu skipin sem þessi félög hafa mist. Væri nú nokkur úrræði sýnileg, þá lægi það auðvitað oss sjálfum næst að reyna að fylla í skarðið fyrir þessi þrjú skip. Vér hefðum meiri en nóg not þeirra og þótt þau væru fleiri. Nýjar leijðir og sambandið við Dani. Bjargarvonir vorar hafa nú um skeið hvarflað í vesturveg, því að hnattstaða landsins gerir, að vér ætt- um að standa Norðurálfumanna bezt að vígi að hagnýta þessa verzlunar- leið. Þessar vonir hafa ræst furðan- lega enn sem komið er. En nú er að því komið, sem bú- ast mátti við strax er Bandaríkin fóru í stríðið, að hespa yrði sett á hlutlausu þjóðirnar til þess að veita liðsinni og þá ekki síst Norðurlönd, sem hafa látið Þjóðverja hafa allar þær vörur, er þær máttu án vera og meira til. Nú á að fara að skamta þeim úr hnefa. Bandaríkin hika auðvitað við að selja vörur á þá staði sem líkindi eru til að óvinir þeirra með góðu eða illu nái í þær. Og þegar Islendingar óska greiðra viðskifta við Bandarikin, þá er sagt að svarið sé einlægt þetta: Þið eruð Danir og til Dana eiga Þjóðverjar greiðastan ganginn hvenær sem þeir vilja. Það gengur seint að skýra það fyrir önnum köfnum Bandarikja- manni að ísland liggi einmitt Ame- ríku megin en ekki Dana- og Þjóð- verjamegin við hergæzlulínu Breta, og enn þá ver gengur þeim að skilja það, að Danir hafi ekki svo greiðan aðgang til allra ríkishluta sinna að þeir og Þjóðverjar nái þaðan 'nverju sem þeir vilja. Það sem nú þarf að sannfæra Bandarikjamenn um, er það, að hvað sem líður sambandinu við Dani, þá er nú slitið öllu raunverulequ sam- neyti og viðskiftum við þá. Gangur striðsins hefir skorið á allar sam- bandstaugar, svo að við verðum al- gerlega að spila á eigin spýtur út á við, bæði í viðskiftaefnum og póli- tiskum utanríkismáium, er fyrir koma. I samræmi við þetta verðum vér nú að fá afnuminn af skipum vorum þau merki, er skipa þeim i flokk með kaupflota Dana. Að sigla með slik merki er bæði villandi og oss skaðlegt. Viðvikjandi þeim merkjum, sem máluð eru á hliðar skipanna, þá ráða vátI7ggingarfélögin þeim. Þau kjósa auðvitað helzt að hafa þau merki, sem tryggilegust eru til þess að skipið verði af engum álitið óvina- skip eða i óvinaþjónustu. Þessi hliðarmerki eru nú reyndar í þessu skyni orðin einskis virði. En ótrygg- ara er þó enganveginn að á hliðar skipsins sé málað rétt nafn landsins sem skipið er frá. Viðvikjandi fánanum, þá verðum við að krefjast þess af Dönum, að þeir fyrstir manna viðurkenni íslenzk- an kaupfána fyrir oss, úr því að það hefir verið siðveuja að vér hefðum sama kaupfána og þeir. Sömu við- urkenningu þurfum vér að fá hjá Englendingutji og Amerikumönnum framar öðrum, svo að þjóðerni skipa vorra sé skýrt merkt. Að vér semjum beina leið við önnur ríki um öll viðskifti vor við þau, það er venja og brýn nauðsyn búin að helga. Skrítið lýðveldi. Einkennilegasta ríkiS í heimi er áreiðanlega Haiti, — svarta lýðveldið, sem það vanalegast er nefnt. Þar eru t. d. fleiri yfirhershöfðingjar í hernum en óbreyttlr hermenn. Allur herinn er 8000 menn, en 6500 þeirra eru 5>yfirher8höfðingjar«. Eirmsinni kom aðkomumaður á völl, þar sem verið var að æfa nokkra óbreytta hermenn. Varð honum star- sýnt á forkunnarfagurt sverð, sem yfir- hershöfðinginn bar við hlið sór. — Hvað kostar það? spurði maður- inn. »Generalinn« hætti þegar við æfing- arnar og sagði: »Tvo dollara«. — Það er alt of mikið, svaraði hinn. Eg skal gefa yður einn dollar fyrir sverðið. Og kaupin voru þegar gerð. Síðán fekk hann lánaðan göngustaf og hólt svo áfram að æfa hermennina. — Einusinni pantaði einn yfirhers- höfðingjanna glerauga (hann var ein- eygður) frá París. Þegar það kom. þótti honum augað of gult. Það líkt- ist of mikið litnum sem er í spænska flagginu, en Svertingjarnir hata Spán- verja. Sendi hann augað aftur og bað um annað öðruvísi litt. — Hann fekk litlu síðar auga, sem var grænt og rautt að lit, eins og flaggið á Haiti, og það líkaði honum ágætlega. Eru flugvélar notandi hér á landi? í byrjun stríðsins höfðu hernaðar- þjóðirnar fátt eitt af flugvélum. Menn álitu flugvélarnar tæpast svo full- komnar þá, að þær gætu komið að verulegum notum i hernaði. Það voru þess vegna mest einstakir menn og féiög, sem unnu þá að þvi að fullkomna flugvélarnar, svo að þær yrðu notaðar til ferðalaga. — En snemma i ófriðnum kom það i ljós, að flugvélarnar eru mesta þing í flernaði. Hernaðarþjóðirnar hafa þvi kostað kapps um að fjölga flugvél- unum og hafa þær sem fullkomn- astar. Fjöldi af verksmiðjum og fjöldi af hugvitsmönnum tók nú að vinna að því að búa til flugvélar og gera umbætur á þeim. Árangurinn varð sá, að ófriðarþjóðirnar hafa nú hinn mesta sæg af flugvélum, og eru þær ótrúlega vel úr garði gerðar til flugs. Ófriðarþjóðirnar halda sem mestu leyndu um herútbúnað sinn, er þess vegna eigi unt að fá full- komna vitneskju um fjölda flugvél- anna né útbúnað þeirra. Eftir skýrsl- um Þjóðverja mistu þeir i janúar 34 flugvélar og i febrúar 24, en óvinir þeirra 55 i janúar og 91 i febrúar. Þetta verður að meðaltali rúmar 100 flugvélar á mánuði, og af þvi má ráða að flugvélarnar, sem taka þátt i striðinu, séu svo mörgum þúsund- um skiíti. Að menn leggja mikið npp úr lofthemaðinnm má ennfrem- ur sjá af því, að Bretar hafa nú ný- lega valið sér sérstakan lofthernaðar- ráðherra, og i skeytunum sem standa i blaðinu í dag, er þess getið, að Bandaríkin ætli að verja ógrynni fjár til lofthernaðar. Og það hefir kom- ið til tals að reyna að verjast kaf- bátahernaðinum með flugvélum. Ált þetta bendir á að flugvélarnar taki öflugan þátt i stríðinu; og flest- allar flugvélar sem farast. eru skotn- ar niður, mjög sjaldan heyrist nú, að slys verði af þvi að flugvélarnar missi flugið. Þær eru auðsjáanlega mjög vel fleygar nú orðið, og þess vegna verða flugslysin fá. Vel getur þó verið, að eigi heyrist um öll flug- slys, því að á þessum timum þykir eigi i frásögur færandi, þótt smáslys verði. Um farmminsku. Út af yfirlýsingu þeirri, sem eg gef i dag, vildi eg óska að fleiri skoruðu á mig í þá átt og «um leið vildu styrkja málefni sjómannastétt- ar landsins, með þvi að senda blöð- um hér skýrslu yfir þá reynsiu, sem þeir fá á siglingum sínum og sanna landsmönnum það, að farmenn eru annað enn fiskimenn og að þeir, sem að eins hafa stundað fiskiveið- ar koma að mörgu óþektu, þegar þeir breyta um og ráða sig á veizl- unarskip, jafnt og þeir, sem sigling- ar hafa stundað á slíkum skipum kunna lítið til verka á fiskiskipum. Þetta eru tvær stéttir jafnt og hér eru tvö próf. Hið almenna stýri- mannapróf er fyrir millilanda-sigl- ingar á verzlunarskipum, fiskiskip- stjóraprófið fyrir yfirmenn á fiski- skipum, sem leyfir þeim einnig að fara á milli landa með afla sinu og vörur. Þeir sem taka hið síðarnefnda próf hér, með það mark fyrir aug- um að stunda fiskiveiðar, eru miklu betur settir en þeir, sem taka hið meira prófið og búast við að geta notað það, eins og til er ætlast. Allir, sem stýrimannapróf taka hér hafa að einhverju leyti stundað fiskiveiðar en fæstir millilandasigl- ingar á verzlunarskipum, verða því að byrja að afloknu prófi og gleym- ist margt, sem lært hefir verið í stýrimannafræðinni og er það óheppi- legt mjög að geta ekki farið að nota hana þegar iifsstarfið byrjar, eða sá hluti þess, sem kept hefir verið að. Fiskimenn íslenzkir ,eru og hafa verið það færir í sinni iðn, að þeir hvervetna hafa hlotið lof fyrir. Það lof byrjaði á dönsku skipunum, sem fyr á tímum komu hingað til iands og stunduðu hér þorskveiðar að sumrinu, fengu 3—4 islenzka fiski- menn undir línu. Þá bar á iðni og lagi, þegar þeir þrír eðafjórir höfðu dregið 2/3 af afla skips, sem hafði frá 8—12 menn við færi. Svo fóru íslendingar sjálfir að eignast þilskip. Fiskuðu vel á þeim og lærðu smám- saman að hirða þau, svo komu kúttararnir og þá sýndu íslenzkir Flestar flugvélarnar, sem notaðar eru, bera 2 menn og auk þess tals- verðan flutning, svo sem vélbyssur, sperngikúlur o. s. frv. Burðarmagn Flugvélanna er þó nokkuð mismun- andi. Það eru jafnvel til flugvélar sem hafa 6 menn meðferðis, og hernaðarútbúnað að auki. Flugvél- arnar geta nú farið langar leiðir án þess að hafa viðkomustaði. Marg- sinnis hafa franskar flugvélar flogið langt inn í Þýskaland og svo tii Frakklands aftur án þess að setjast nokkursstaðar á leiðinni. Sömuleiðis hafa þýskar flugvélar (»dúfurnar«) flogið til Parísar og til Englands, án þess að hafa nokkra viðkomu- staði á þeim ferðum. Flughraði vél- anna er mikili, flestar munu fljúga 120—150 km. á kLstund, sumar jafnvel 200 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.