Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ KIP og VÉLAR allskonar útvegar undirritaður frá fyrstu hendi. Beztu sambönd, Heppi- legust kaup. Tryggilegastir samningar. Að eins vönduð skip. Meginregla: virkilega hrein 'og ábyggileg viðskifti. Einkasali „VESTA“ á islandi. Jon S. Espholin, Geymið utanáskriftina! Köbenhavn Ö, Helgesensgade 27,—1. s. (Sími: Nora 795 v.). Dr.P.J.OIafson er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10—11 og 2—3 á virkum dögum. runninn, ef fangarnir hafa hegðað sér vel, ef ætla má að þeir muni fram- vegis lifa heiðarlegu lífi og ef þeir hzfa vissa atvinnu er þeir geti stund- að. Fangavörðurinn í Vridslöselille fór fram á það íyrir nokkru að Al- berti yrði náðaður samkvæmt lögum þessum. Fór sú beiðni rétta leið til ríkisráðs og þar undirritaði konung- ur náðunina. Var svo tilætlast að Alberti yrði slept úr varðhaldinu hinn 20. þessa mánaðar, eða 16 mánuðum áður en hegningartíminn er úti. En þótt þetta væri ákveðið, var búist við að hon- um mundi eigi slept út þann dag, heldur annað hvort fyr eða síðar, því að menn vildu hlífa honum við því að múgur og margmenni safn- aðist saman til þess að glápa á hann er hann kæmi úr fangelsinu. Alberti er nú 66 ára að aldri, — Eftir að hann kom til Vridslöselille hefir heilsa hans farið batnandiog hefir hann unnið mikið að skrásetningu fyrir ríkisskjalasafnið. Auk þess hefir hann numið spænsku og var það ætlun manna að hann mundi hafa í 'hyggju að fara annaðhvort til Spánar eða Suður-Ámeríku, þegar hann væri laus úr hegningarhúsinu, En nú verð- ur víst ekkert úr því. Hefir hann fengið eitthverí statf í Kaupmanna- höfn sem hann ætlar að gefa sig við fyrst um simn. 1 pagbok R ▲fmæli í dag: Ásdís JÓDSQÓttir, húsfrú. Ásdís Guðmundsdóttir, húsfrú. André Courmont, ræðismaður. Ástráður Hannesson, afgreiðslumaður. Júlíus Halldórsson, læknir. Knud Zimsen, borgarstjóri. Sig. Gunnlaugsson, bakari. Sæmundur Vilhjálmsson, bifreiðarstjóri. T al 8 í m a r Alþ in g i s: 854 þingmannaslmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er ætla að nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Haustmyrkrið er nú farið að gera vart við sig, þótt ekki séu nætur al- dimmar enn þá. En þó virtist tími til þess kominn að Ijós væru höfð á reiðhjólum og bifreiðum þegar fer að kvölda. Sumir bifreiðastjórarnir eru farnir að kveikja, en aðrir aka ljóslaust fram og aftur á þeysiferð og gefa tæp- lega viðvörunarmerki. Themis (Sterling) fer héðan í dagí Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim sem sýndu hluttekningu við jarðarför okkar elskuðu dóttur og dótturdóttur, Asdisar Helgadóttur. Ragnheiður Brandsdóttir. Dýrðfinna Eggertsdóttir. hringferð. Er búist við því að skipið munl leggja af stað um kl. 10. Trúlofuð eru ungfrú Jóhanna Bjarna- son (dóttir L. H. Bjarnason) og dr. Páll J. Ólifson tannlæknir. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um stefnufrest; 3. umr. 2. Frv. um ófriðarráðstafanir; 3. umr. 3. Frv. um hefting á flakki graðhesta; 2. umr. 4. Frv. um mjólkursölu f Reykjavík, 2. umr. 5. Frv. til hafnarlaga fyrir ísafjörð; 2. umr. 6. Frv. um notkuD bifreiða; 2. umr, 7. Till. til þingsályktunar um fóður- bætiskaup; síðari umr. 8. Frv. um aukna löggæzlu; 2. umr. Dagskrá neðri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um þóknun til vitna; ein umr. 2. Frv. um Arnarstapaumboð; 2. umr. 3. Frv. um lögráð; 2. umr. 4. Frv. um fasteignafat; 1. umr. 5. Frv. um ábyrgð landssjóðs á fé kirkjusjóðs; 1. umr. 6. Frv. um ábyrgð fyrir að gefa sam- en hjón i sveitarskuld; 1. umr. 7. Frv. um breyting á bæjarstjórn- arlögum Akureyrar; 1. umr. 8. Frv. um dýrtíðaruppbót; 2. umr 9. Frv. um sölu á nauðsynjavörum undir verði; 2. umr. 10. Frv. um almenna d/rtíðarhjálp; 1. umr. 11. Frv. um dýrtíðarstyrk (ef deildin leyfir); 1. umr. Kvöldfundur í vændum. Farþegar hingað á Falkanum voru Sigurður Sivertsen prófessor, Sigurjón Pétursson kaupm., Har. Böðvarsson bókhaldari, 2 nunnur í Landakot, 2 norskir fossaverkfræðingar, 3 hásetar af Ceres og 1 háseti af Escondido. — Frá V.eyjum kom Johs. Josefsson kaup- maður o. fl. Are kom hingað í gær frá Bretlandi með kol og síldartunnur. DómsmálafréttiF. Yfirdómur 13. ágúst. Málið: Réttvísin gegn Kjartani Sveinssyni. Mál þetta er úr Húnavatnssýslu og Kj. S. sakaður um peningastuld; sannaðist á hann brotið og var hann dærridur í héraði. Var dómi þeim skotið af hálfu réttvísinnar til yfii- dóms. Hafði ákærði stolið nál. 92. kr. úr »læstu« kofforti, en verið drukk- inn, og yfirleitt kvað hann vera drykkfeldur og drekka frá sér vit og rænu. Þó þótti yfirdómi eigi kleyft að sýkna hann af þeim sökum, þar sem hann hafði ratað á peningana í koflortinu, og falið þá síðan, en dæmdi hann samkv. 230. gr. hegn- ingarlaganna með tilliti til 40. gr, i y daqa janqelsi við vatn oq brauð. En meður þvi, að svona var ástatt og maðurinn mjög ungur, gaf dóm- urinn fullnustu frest samkv. lögum 16. nóv. 1907 1. gr., þannig að ef hann gerðist eifi sekur i ncestu / ár, filli refsinqin niður. Greiða skal hann þó sakarkostnað. í dóminum var tekið fram, að lengi hafði staðið á rannsókn máls- ins hjá héraðsdómaranum, og eigi hafði hann gefið réttilega út stefnu i málinu. En ekki þótti ástæða til að sekta hann fyrir það. Málið: Einar Ag. Einarsson gegn Guðm. Sigurðssyni. Guðm. Magnússon á Geithálsi seldi Einari Ag. Einarssyni í Lág- holti jörðina Eiliðakot, en G. M. hafði áður gert kaupsamning við G. Sig. um svo nefnda Miðmundamýri, sem báðir málsaðilar nú vilja eiga. Málinu var visað frá aukarétti Gullbr.- og Kjósarsýslu, með því að það hefði átt að reka sem landa- merkjamál. Málinu var síðan skotið til yfir- dóms, er visaði pví jrá dómstólunum sakir ófullnaqjandi málsútlistunar. Sækjandi greiði )o kr. málskostnað fyrir yfirdómi, en fyrir undirrétti falli málskostnaður niður. — ' Málið: Erasmus Gíslason gegn ráðherra íslands f. h. landssjóðs. Þ. 18. des. 1913 var E. G. tek- inn fastur og settur í gæsluvarðhald um tíma hér í Reykjavík, grunaður um að vera viðriðinn fölsun á nafni }óns”nokkurs Etlendssonar, og hafði verið vitundarvottur að undirskrift- inni. Hafði }ón neitað undirskriTt- inni, en andaðist áður hann gæti synjað fyrir hana með eiði, en hér um skuldabréf að ræða. Skriftin reyndist þó mjög lík hans, er hún var rannsökuð. Er nú E. G. var leystur úr varð- haldi, og stjórnarráðið hafði úrskurðað að eigi skyldi meira í málinu gert,' höfðaði hann skaðabótamál gegn lands- sjóði og krafðist sér til dæmdar 30= — þrjátiu — þúsundir króna fyrir fangelsanina. Erasmus hafði, sem aðstoðarmaður }óns Magnússonar frá Gaulverjabæ, tekið þátt í ýmsum skriftum þess manns. Og hvað umrætt bréf snerti,. þá hafði E. G. m. a. fengið hrepp- stjóra til þess að gefa rangt vottorð á það um undirskrift ábyrgðarmanna, En þar sem alls ekki var sannað,. að E. G. hafi átt hér eiginhagsmuna að gæta, og engin vissa fyrir þvi, að umrædd undirskrift væri fölsuð, varð dómurinn að líta svo á, að E. G. væri saklaus og ætti því rétt til skaðabóta lögum samkvæmt, úr lands- sjóði, er ákvaðst 300 — prjú hundr- uð — krónur, og 40 kr. í máls- kostnað. En með því að dómurinn taldi E. G. hafa brotið stórkostlega gegn velsæmi þvi, er viðhafa á i málsskjöl- um, með ókvæðisorðum um stjórn- arráð, dómstóla og sérstaklega verj- anda málsins, dæmdi hann sækjanda til sekta jo kr., er greiðist að hálfu i landssjóð og að hálfu í bæjarsjóð Reykjavikur, en ummælin dætnd dauð otr ómerk. Loftvarnir Breta. • --O-- í brezka þinginu var nýlega hald- inn fundur fyrir luktum dyrum og hélt Lloyd George þar ræðu um loftvarnir Breta. Sagði hann þá, að ef hægt væri að smíða svo mikið af flugvélum sem þörf væri fyrir bæði heima og á vígvellinum, þá mundi það auðvitað gert. En ef það væri ekki hægt, þá yrði herinn i Frakk- landi látinn sitja fyrir. Gerðu menn sér fulla grein fyrir þvi, að sigur yrði aldrei unninn á landi nema því að eins að annarhvor hefði algerlega yfirhöndina i loftinu, þá mundu menn heldur vilja eiga það á hættu að hafa eigi nógar flugvélar til varn- ar heima. Síðustu mánuðina hefðu Bretar drjúgum aukið flugvélasmíð; þeir hefðu stækkað gamlar verk- smiðjur, stofnað nýjar og bætt við 23 þúsund verkamönnum í þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.