Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þvotturinn, sem þið sjáiÖ þarna, þa6 er nú enginn Ijettingur, en samt var furðu iitil fyrirhöfn við að þvo hann hvitan sem anjó. Það var þessi hreina sápa, sem átti mestan og bestan þátt í þvi. __________________________________1690 ^ €&unóið 'ijfc Fundist hafa nokkur pör af sokk- utn. R. v. á. Belti fanst á íþróttavellinum á miðvikudagskvöldið. Vitjist tit Páls Einarssonar, skrifstofu ísafoldar. ^ Winna Stúlka óskar eftir vist i vetur, fyrri hluta dags, helzt hjá dönsku fólki hér í bænum. Upplýsingar hjá Morgunblaðinu. Heildv. Garðars Gíslasonar Qí 28l Simar: 4gl Reykjavík selnr kaupmönnum og kanpfélognm: Skraa, Þakjárn, Fiskilinur, Rjól, Þaksaum, Manilla, Te, Gaddavir, Netagarn, Hænsnabygg, Saum, Taumagarn, Smjörliki, Ljábrýni, Síldarnet, Plöntufeiti, Öngla, Hessian (fiskumbúðir) Mjólk, Vélaoliu, Ullarsekki. Regnkápur, karla og kvenna, T i 1 búinn fatnað, ýmiskonar, Skófatnað, margar teg. Vefjargarn. 77 íager er aftur komið svarí uííar-saíin (peysufataefni), ásamt allskonar annari áínavöru. Tlýungar með fjverju skipi! Talsími 350. F. C. Möller. Skrifsfofiiinaður óskar eftir atvinnu helzt á verzlunarskrifstofu heildsöluverzlunar eða kaup- mannaverzlunar. Er vanur vélritari. Hefir gott próf af Verzlunarskóla íslands, og góð meðmæli frá fyrri húsbændum. Tilboð merkt verzlun sendist afgreiðslu þessa blaðs. Frá alþingi. Úr etri deild í gær. 3 mál á dagskrá. r. Frv, um laun hreppstjóra o.fl. 3 umr. Breytingartillaga frá alsherjarnefnd um að hreppstjóralaun um fardaga- árið 1917—18 skuli reiknað að öllu öðru leyti eins og laun hækka samkv. frumvarpinu, var samþykt. Frv., svo breytt, samþ. og endur- sent Nd. 2. Frv. um breyting á lögum um vátrygging sveitabæja; 2. umr. Frv. samþ. óbreytt, að lokinni ‘stuttri ræðu framsögumanns, Guðjóns Guðlaugssonar, og vísað til 3. umr. 3. Þingsil. till. um fóðurbætis kaup; fyrri umr. Atvinnumálaráðherra lýsti yfirþví, eins og hann hafði gert i Nd. að hann gæti felt sig við tillöguna. Ekki þótti þörf á þvi að vísa málinu til nefndar, þvi að bjargráða- nefndir beggja deilda höfðu soðið saman tillöguna. Till. gekk til 3. umr. Úr neðri deild í gœr. 1. Frv. um húsaleigu í Reykja- vik; 3. umr. Frv. samþ. með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur, og afgr. til landstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. 2. Frv. um samþyktir um herpi- nótaveiði á Fjörðum inn úr Húna- flóa; 3. umr. Frv. samþ. i einu hljóði og afgr. til efri deildar. 3. Frv. um heimild handa lands- stjórninni til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum; 3. umr. Frv. sþ. í einu hljóði og afgr. til Efri deildar. 4. Frv. um heimild fyrir stjórn- arráð íslands til að setja reglugerðir um notkun hafna o. fl.; 2. umr. Frv. samþ. i einu hljóði og visað til 3. umr. 5. Frv. um breyting á lögum um stofnum vátryggingarfélags fyrir fiskiskip; 2. umr. Benedikt Sveinsson bar fram tillögu til rökstuddrar dagskrár, svohljóð- andi: »Með þvi að mál þetta er ekki svo rækilega undirbúið, að því verði ráðið til heppilegra lykta að þessu sinni, og í þvi trausti, að að landsstjórnin endurskoði lögin nr. 54, 30. júlí 1909, i samráði við stjórn Samábyrgðarinnar og leggi fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um breytingar á þeim, tekur deild- in fyrir næsta mál á dagskrá.« Var dagskráin samþ. með 14: xo atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Frv. þar með úr sögunni. 6. Frv. um heimild fyrir lands- stjórnina til að lejda Islandsbanka að auka seðlaupphæð sina; 3. umr. Brtill. við frv. feldar með miklum atkvæðamun (nema ein, sem engu máli skiftir). Frv. samþ, í e. hlj’ og afgr. til efri deildar. 7. Frv. um að verkamönnum hins islenzka ríkis skuli reikna kaup i landaurum; 2. umr. Fjárhagsnefnd hafði frv. til með- ferðar og bar fram svo hljóðandi rök- studda dagskrá: »í trausti þess, að landsstjórnin taki til rækilegrar athugunar við væntanlegan undirbúning launamál- anna, hvort tiltækilegt muni að greiða starfsmönnum landsins laun þeirra i kjDdaurum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá*. Var dagskráin samþ. með öllum greiddum atkv. gegn einu, og frv. þar með úr sögunni. 8. Frv. um gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri; 1. umr. Frv, vísað til 2. umr. í e. hlj. og til allsherjarnefndar. 9. Frv. um breytingu á og við- auka við lög um stofnun rækt- unarsjóðs íslands; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til land- búnaðarnefndar í e. hlj. 10. Mál(um kornforðabúrtil skepnu- fóðurs) tekið út af dagskrá samkv. ósk flm. 11. Frv. um samþyktir um korn- forðabúr til skepnufóðurs; 1. umr. Vísað til 2. umr. i e. hlj. 12. —13 mál (bæði um forðagæslu) tekin út af drgskr. 14. Akveðin ein umr. um tillögu til þingsál. um uppeldismál. Fundi slitið kl. 4,8. Hækkun oddvitalauna og sýslunefndarmanna. Allsherjarnefnd E. d. felst á frv. um þetta efni að öðru leyti en þvi, að hún vill ekki setja sérstakt há- mark á launum oddvita. »Störf þeirra vaxa tiltölulega meira en eftir maDnfjölda og í stórum hreppum, sérstaklega í sjávarplássum, hefir þegar brytt á þvi, að örðugt er að fá menn til að gegna oddvitastörfum frekar en lögmælt skyldarár, en af þvi getur sveitarfélögum staðið stór- skaði*. Frams.m. Magnús Torfason. Hafnargerð á Isafirði. Sjávarútvegsnefnd Ed. leggur til að frv. Magnúsar Torfasonar til hafn- arlaga fyrir ísafjörð verði samþykt, einnig að því er fjárveitinguna snert- ir, að fjórði hluti kostnaðar sé veitt- ur úr landssjóði, þó ekki yfir 150.000 kr., með því skilyrði, að landsstjórn- in samþykki áætlun um fyrirtækið. A þetta felst og fjárveitinganefnd Ed. 3000 belgiskar stúlkur til Rúmeníu. —o--- Þær eru ljótar, sögurnar, sem er- lendu blöðin síðustu hafa að segja frá framkomu Þjóðverja í Belgiu. Litur helzt út fyrir, að þeir ætli að hefna sin duglega á belgisku þjóð- inni, áður en þeir neyðast til þess að hörfa þaðan úr landi, sem fyr eða siðar hlýtur að reka að. Sem dæmi má nefna, að þeir að sögn hafa flutt 3000 ungar stúlkur frá Antwerpen og grend austur til Rúmeníu, að likindum til þess að láta þær vinna þar í sveitunum. Slíkt og þvilíkt er auðvitað gagnstætt öll- um alþjóðareglum, auk þess hvað það er framúrskarandi ómannúðlegt. SpreDgjnfundurinn i Kristiania. Þjóðverjar biðja afsökunar. Norðmenn létu sendiherra sinn í Berlin mótmæla harðlega því fram- ferði þýzkra embættismanna að þeir flyttu sprengjur til Noregs og geymda þær þar. Þjóðverjar hafa nú gefið svör við þeim mótmælum. Segjast þeir hafa rannsakað málið itarlega og hafi það komið upp úr kafinu, að tveir menn, sendimaðurinn sem flutti sprengiefnið og annar maður, beri ábyrgð á þessu. Utanríkisstjórninni þýzku hafi verið alókunnugt um það, hvað í kistum sendimanns var, þá er hann fór til Noregs. Þýzka stjórn- in biður því Norðmenn innilega af- sökunar á þessu máli og segir að •sakamál sé þegar hafið á hendur þeim mönnum, er ábyrgð bera á þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.