Morgunblaðið - 22.08.1917, Side 2

Morgunblaðið - 22.08.1917, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Dr.P.J.OIafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanura við Frikirkjuveg kl. io—n og 2—3 á virkum dögum. er hér sagt landsstjórninni til ná- kvæmrar athugunar. Dýralcekninqar. Þar bætir nefndin inn i stj.frv. 300 kr. hvort árið til Hólmgeirs Jenssonar, og hækkar styrk til dýra- iæknanáms erlendis úr 600 kr. á ári npp í 800 kr. (hallærishækkun). Gísli qerlafrœbinqur sótti um 300 kr. við þær 1500 kr., sem honum eru ætlaðar til gerla- rannsókna. Nefndin vill ekki verð- leggja gerlarannsóknirnar hærra, en veita honum það, sem hann biður um, af forstöðumannslaunum efna- rannsóknarstofunnar, á meðan hann gegnir þeim störfum. Leiðbeiningar í húsagerð. Laun leiðbeiningamanna hækki úr 1500 kr. upp í 2500 kr., og ferða- fé úr 400 kr. upp í 600 kr. Auk þess telur nefndin sjálfsagt, að hann taki 5 kr. í kaup þar sem hann vinnur. Samband islenskra samvinnufélaga. Stjórnin hefir æltað sambandinu 2 þús. kr. hvort árið til að breiða út þekkingu á samvinnufélagsskap og halda uppi námsskeiði, bókhaldi og starfrækslu slíkra félaga. Nefndin vill láta styrkinn haldast fyrra árið en hækka hann upp í 4 þús. kr. síðara árið. »Telur hún þá fræðslu afaráríðandi og nauðsyn- lega, sem þar ræðir um, og viðleitn- ina styrks maklega, þótt meiri væri þetta.« Fiskijélag Islands. Styrkurinn til þess leggur nefnd- in til að hækki úr 20 þús. kr. hvort árið upp í 26 þús. kr., og veita að auki til erindreka félagsins erlendis 12 þús. kr. hvort árið. Um erind- rekann segir nefndin. »Til erindreka erlendis hefir stjórn- in ætlað 4000 kr., en Fiskiþingið 10,000 kr. Nefndin álitur, að þetta starf sé alveg bráðnauðsynlegt og vaiði mjög heill alls almennings á þessu sviði. Góður maður getur gert mjög mikið gagn. Hann á að kynna öðrum þjóðum framleiðslu vora á þessum sviðum, kynna sér og síðan almenningi þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra vara á erlendum mark- aði, að taka eftir því, hvernig aðrar þjóðir hagnýta slíkar afurðir, t. d. með niðursuðu, reykingum, herzlu o. s. frv., að leita eftir beztum kaup- um á vörum til sjávarútgerðar og koma á hagfeldum samböndum um kaup á þeim, að kynnast nýjum veiðiaðferðum og styðja að því, að komið verði upp veiðarfæra-sýnis- hornasafni hér í Reykjavik. En nú er dýrt að dvelja erlendis og því dýrara að ferðast. En maður þessi verður að ferðast mikið um til þess að geta gert nokkurt veru- legt gagn. Og ferðalögin verður hann að greiða af launum sínum. Nefndin telur því ekki verða kom- ist af með minna en 12000 kr., ef sæmilegur maður á að fást til að takast starfið á hendur. En sjálfsagt þykir nefndinni, að stjórnin sam- þykki valið á manninum og fái skýrslur frá honum.* Þá vill nefndin og veita Fiski- félaginu, til uppbótar á kaupi þriggja starfsmanna þess árið 1917, 1800 krónur. Laun síldarmatsmanna. Laun Snorra Sigfússonar hækki um 600 kr., en Jóns St. Schevings um 400 kr. Umsjónarmaður djengiskaupa. Laun hans vill nefndin hækka úr 900 kr. upp í 1600 kr., en leggja þennan starfa undir tollstjórnina í Reykjavík, þegar hún kemst á. * Aðrir styrkir. Til biyggjuaðgerðar á Sauðárkróki 2 þús. kr. fyrra árið. Til að endurbæta bryggju á Húsavík 1500 kr. fyrra árið. Til Davíðs Stefánssonar i Forna- hvammi, styrkur til að reisa gisti- hús. Eftirlaun og styrktarjé. Hækka vill nefndin við Jakobinu Thomsen úr 300 kr. upp í 500 kr., Torfhildi Hólm úr 360 kr. upp í 600 kr., Björgu Einarsdóttur prests- ekkju úr 300 upp í 500, Guðrúnu Jónsd., fyrrum spítalaforstöðukona, úr 200 upp i 400, en bæta þessum fjárveitingum við: Til Guðrúnar Jóhannsdóttur, prests- ekkju, eftirlaunaviðbót 300 kr., pró- fastsekkju Jóhönnu Jónsd. viðbót 150 kr., Þóru Matthiasd. póstafgrm. ekkju 300 kr. styrknr, Helgu ekkju Jóns Ólafssonar 300 kr.. Elínar Briem 300 kr., Lárusar prests Halldórsson- ar, eftirlaun 1500 kr., Gisla prests Kjartanssonar 1000 kr. eftirlaun og Jónasar prests Jónassonar frá Hrafnagili, eftirlaun og styrkur til ritstarfa 1600 kr., til allra þessara hvort ánð. Til Einars Gaðmunds- sonar verkstjóra landssjóðs, lækn- ingastyrkur 500 kr. fyrr? árið. Oviss útgjöld. Þau vill nefndin hækka úr 30 þús. kr. upp í 40 þús kr. og skeyta við svofeldri athugasemd: »Af þessari upphæð skal greiða lögreglustjórum kostnað þann, er þeir kunna að hafa við lögreglueftir- lit, þegar brýna nauðsyn ber til, svo sem við lögreglueftirlit með fiskveiðum í landhelgi o. fl.* Nýjar lánsheimildir (úr viðlagasjóði), sem nefndin vill bæta við: Til Vestur-Skaftafellssýslu, til að kaupa íbúðarhús á læknissetrið, 3 þús. kr. Til Norður-Þingeyjarsýslu, til sjúkrahúss og læknisbústaðar í Þist- ilfjarðarhéraði, 12000 kr. Til Jóns A Guðmundssonar til ostagerðarhúss í Ólafsdal, 10 þús. krónur. Til Davíðs Stefánssonar f Forna- hvammi, 3 þús. kr. til að reisa gistihús þar. Til Sigurbjarnar Magnússonar i Glerárskógum til að endurreisa hús, er brunnu fyrir honum síðastliðinn vetur. Vörur Færeyinga. Nefndin vill heimila stjórninni að undanþyggja aðflutningsgjöldum þær vörur, sem fluttar hafa verið eða fluttar verða hingað og héðan frá Vesturheimi með leyfi ríkisstjórna þar til stjórnarvalda í Færeyjum. Hafnsögumenskan í Reykjavik. Herra ritstjóri! Leyfið mér sem skipstjóra að koma fram með nokkrar athugasemdir í heiðruðu blaði yðar, um hina lélegu hafnsögumensku í Reykjavík. Um nónbil hinn 29. júlí kom eg skipi mínu á móts við Hvalfjörð. Farmurinn var timbur og stykkja- vara frá Danmörku og Svíþjóð og átti bæði að fara til Reykjavíkur og Vestfjarða. Voru það dýrmætar vör- ur, meðal annars vélar handa raf- magnsstöð á Vestfjörðum og höfðu þorpsbúar þar beðið þeirra langa lengi með óþreyju. Hafnsögumerki var dregið upp þegar við sáum Engey. Það var stinningsgola af A.S.A., en sjólaust. Mér til mikillar undrunar leið nú þessi dagur og næsta nótt svo að við sáum ekkert til hafnsögumanns. Við sigldum fram og aftur en eng- inn hafnsögumaður kom. Klukkan 5 að morgni hins 30. kom botn- vörpungur með firðritunartækjum í móti okkur. »Þarna kemur gufu- skip hafnsögumannst, mælti stýri- maður. (En þetta reyndist vera brezkt varðskip). Að lokum afféð eg að reyna sjálf- ur að leita hafnar eftir kortinu. Voru nú seglin aukin og sigldum við rétt upp að Engey. Þá — eftir að við höfðum haft uppi hafnsögumerki frá því kl. 3 síðd. hinn 29. júlí til kl. 10 að morgni hinn 30. — kom hafnsögumaður að lokum róandi í lítilli skel, sem er alveg gagnslaus ef nokkuð er að veðri. Eg var alveg'forviða og spyr hvers vegna hann hafi ekki vélbát eða sjó- fært þilskip. Svarið var: Við höf- um ekki efni á því, við höfum svo litlar tekjur á sumrin. — Eg svaraði því að þeir skyldu taka meira fyrir hafnsögustarf sitt, en koma í móti okkur og leiðbeina okkur inn á höfn- ina. Ennfremur skal eg geta þess, að þá er eg hafði affermt hér, fór eg til Vestfjarða, affermdi þar og fermdi og er eg kom hingað aftur, kom hafnsögumaður í móti okkur innac við Engey — milli Engeyjar og »skersins«. En þá var eg kunnugur og hafði hagstæðan byr. Eg vil beina þessu til réttra hlut- aðeigenda: Hafið varðmann á Gróttu, sem símar til bæjarins i hvert skifti þegar beðið er um hafnsögumann. Látið hafnsögumennina fá sjófæra báta, með mótor og seglum og hálfu eða heilu þilfari svo að þeir geti farið i móti skipum hvenær sem er, Reykjavík, sem á þessa ágætu höfn og mikla siglingaframtið, getur eigi látið sér sama að hafnsögumenskan þar skuli vera heilum mannsaldri á eftir tfmanum. Og við sem höfum komið skipum okkar og farmi hing- að heilu og höldnu fram hjá öllum hættum, ættum það skilið að okkur sé sem skjótast vísuð leið til hafnar og ekki látnir velkjast hér úti fyrir dögum saman og eiga það á hættu að hrekjast þar í land. p. t. Reykjavik, 22. ág. 1917. Danskur skipstjöri. ------ I #■-------- Sendimennirnir komnir frá London. 1 gærkvöld kl. um 6V2 kom brezkt bjálparbeitiskip að landi í Grindavík og flutti á lanJ þá feðga Thor Jensen og Rich, Thors framkvæmdarstjóra. Þeir komu hrngað í bif«- leiðum/seint í gærkvöld. 10 hollenzkum fiskiskipum sökt. Þjóðverjar hafa gefið Hollendingum leyfi til þess að stunda fiskveiðar á svæði, sem nær 20 sjómílur út frá ströndum Hollands, enda selja Hol- lendingar Þjóðverjum mestan hluta aflans. Um daginn voru 10 hollenzk fiski- skip á veiðum innan takmarka þeirra sem sett höfðu verið. Kom þá þýzk- ur kafbátur á vettfang og sökti þeim öllum. Hafa brezk blöð það eftir Hollendingum, að kafbátsforinginn hafi sagst eiga að sökkva öllum hol- lenzkum fiskiskipum, sem hann hitti, Hollendingar eru sárgramir yfir þessu, en verða liklega að sætta sig við að vera beðnir fyrirgefningar, sem sjaldan stendur á hjá Þjóðverjum þegar þeir hafa gert sig seka umM yfirgang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.