Morgunblaðið - 22.08.1917, Síða 3

Morgunblaðið - 22.08.1917, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ Jlanzkabúðin Tlusíurstræti 5. Jlý komið: Afarmiklar birgðir af, allskonar hönzkum.' Tivenskinntjanzkar, allar stærðir, tegundir og litir. Jiartm. dogskinns, rúskinns og vaskaskinns-tjanzkar Barna-skinnfjanzkar, Tautjanzkar. <JCanzRaRorí er Sezía íœRifœrisgjofin. cffiomié fyrsí i dVanzRaSúéina! Gúmmíhælar nýkomnir, seljast í heildsölu og smásölu. Hvannbergsbræður. Sími 604. Bifreið nr. 1 í Haínarfirði fer til Eyrarbakka kl. 10 f. hád. á fimtudaginn. Tveir menn geta fengið far. Upplýsingar í síma nr. 9 í Hafnarfirði. Bifreið fer til Keflavíkur í dag kl. 2 e. m. Farmiðar fást á Nýja Landi. Sænnmdur Yilhjálmsson. Frá alþingi. Nýungar. Fátækralöqin. Þingsályktunartill. sina um breyt- ingu á fátækralögunum vill Jörund- ur Brynjólfsson nú orða svo: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að undirbúa, eða láta undirbúa, frumvarp til nýrra fátækralaga, er bæti úr göllum þeim, sem eru á nú gildandi fátækralög- um, einkum er eftir greind atriði snertir: 1. Að styrkur sá, er sveitar og bæj- arsjóðir veita mönnum vegna ómegðar, sjúkdóma, slysa eða elli, verði eigi talinn sveitarstyrk- % ur, svoaðþeir megi halda öllum sínum botgaralegu réttindum, í það minsta um nokkurra ára skeið. 2. Að þurfamannaflutningi verði hagað svo, að mannúðlegri verði en áður. 3. Að frestur sá, er 66. gr. fátækra- laganna ræðir um, verði lengdur. 4. Að athugað sé, hvort ekki muni gerlegt að stytta sveitfestistítn- ann o. fl. Frumvarpið sé lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi*. Nokkur nefndarálit. Lóðaútmœlintr. í efri deild hefir verið Bamþ. frv. frá sjávarútvegsnefnd um breytingar á lögum um útmæling verzlunarlóða i þá átt, a ð réttur til lóðaútmæl- ingar yrði eigi einskorðaður við kaup- staði og löggilt kauptún, heldur næði hann einnig til lóða í veiðistöðum, og að rétturinn yrði eigi bundinn við, að maður ætlaði að nota lóð til verzlunar, heldur tæki hann einnig til lóða, er fá á útmældar til að rcka par iðnað eða sjávarútve^. Allsherjarnefnd Nd. hefir samið harlegt álit um frv. þetta. Vill nefndin ekki láta þenna rétt ná til veiðistöðva, sem ekki eru lög- gilt kauptún. Þar sé ekki heimilt að hefja verzlun, og frv. því að þessu leyti bygt á röngum grund- velli. Ekki vill nefndin heídur láta rétt- ,Qn til útmælingar ná til iðnaðar. »Nefndin fær eigi séð, að almenn- lngsheill heimti það alment, að sá, er segist ætla að setja upp i ð n a ð i kaupstað, löggiltu kauptúni eða veiðistöð, skuli eiga rétt á að láta taka eignarnámi handa sér hverja þá 6býgða lóð, sem honum kynni að itast vel á og annar maður á. Það verður eigi annað séð, en að það Væri beint gerræði og fullkomið brot * anda 50. gr. stjskr., ef löggjafar- ^a|dið heimilaði slikt, og mundi slík eitoild verða stórkostlega vanbrúkuð °g eignarréttur borgara ríkisins verða Sv° 6varinn, að óþolandi væri«. Hinsvegar fellst nefndin á, að al- ^enningsheill krefjist þess, að út- yegsmönnum sé veitt heimild i þá U’ sem frv. greinir. efndin gerir ýmsar aðrar breyt- ingartill. og orðar að öllu leyti upp gildandi lög. Einar Arnórsson er framsögum. Stejnujrestsfrumvarpið felst allsherjarnefnd Nd. á, eins og Ed. hefir breytt því. Framsögum. Einar Arnórsson. Laun hreppstjóra. Sama nefnd vill og ganga að breyt- ingum Ed. á frv. um laun hrepp- stjóra m. m., nema Pétur Ottesen. Hann skrifar undir með fyrirvara. Vesrir i Húnavatnssýslu. Frv. stjórnarinnar um legu ak- brauta og þjóðvegar i Húnavatns- sýslu, vill samvinnunefnd samgöngu- mála samþykkja að hálfu leyti, um legu akbrautarinnar, en fella ákvæðið um þjóðveginn. Telur það mál ekki vel rannsakað enn. Frsm. i Nd. Þórarinn Jónsson. Ur elri deild í gær. 9 mál á dagskrá. 1. Frv. til hafnarlaga fyrir ísa- fjörð; 3. umr. Afgreitt til neðri deildar umræðu- laust. 2. Frv. um kynbætur hesta; 3. umr. Afgreitt sem lög frá Alþingi um- ræðulaust. 3. Frv. um mjólkursölu í Reykja- vík; 3. umr. Endursent til neðri deildar um- ræðulaust. 4. Frv. um notkun bifreiða; 3. umr. Endursent til neðri deildar um- ræðulaust. 5. Frv. um málskostnað einka- mála; 2. umr. Visað til 3. umr. umræðulaust. 6. Frv. um stofnun húsmæðra- skóla á Norðurlandi; 2. umr. Um það urðu umræður allmiklar. Eggert Pálsson, framsögumaður nefndarinnar gerði grein fyrir br.tt. hennar við frv. og rakti nefndar- álitið, en fáar voru nýungar í ræðu hans. Guðm. Ólafsson tók næstur til máls. Hafði hann skrifað undir nefndar- álitið með fyrirvara. Þótti honum óþarft það ákvæði í br.tt. nefndarinnar að skólann skyldi stofna við Eyjafjörð. Taldi hann vist að rekstur skólans yrði ódýrari ef i sveit væri. Þá tók til máls Magnús Kristjáns- son. Kvaðst hann að mestu leyti ánægður með meðferð málsins. Feldi sig verst við það ákvæði i br.tt. nefndarinnar, að héruðin skyldu leggja til ^/3 hluta kostnaðar. Aleit hann hæfilegt */4. Nokkrar frekari umr. urðu um' málið, einkum um það atriðið sem öllum bar sarnan um, að ætti að liggja#milli hluta, nfl. það, hvar skól- inn ætti að standa. Að því búnu var frv. samþ. og allar brtili. nema ein. (Akvæðið um um að skólinn skyldi rúma minst 40 nemendur, í stað »alt að 30« í frv. — Málinu síðan visað til 3. umr. með 13 shlj. atkv. 7. Frv. um heimild fyrir lands- stjórnina til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vöruœ; 1. umr. Visað til 2. umr. og bjargráða- nefndar umiæðulaust. 8. Frv. um samþyktir um herpi- nótaveiði á fjörðum inn úr Húna- flöa; 1. umr. Visað til 2. umr. og sjávarútvegs- nefndar umræðulaust. 9. Frv. um að auka seðlaútgáfa íslandsbanka; r. umr. Vísað til 2. umr. og fjárhagsnefnd- ar umræðulaust. 1 dagbok 1 Talsímar Alþingis: 854 þingmannasími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu í síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Kolin á SeyDisfirði. Samkvæmt rannsókn Gísla Guðmundssonar gerla- fræðings á sýnishornum af kolunum, sem St. Th. Jónsson konsúll fann á Seyðisfirði, eru í þeim 6940 hitaein- ingar, þ. e. eins og í meðal tegund kola frá Skotland Sýnishornið var blandað »grafid« (13,60°/0), en það var tekið frá áður kolasýnishornið var rannsakað. Ný saga eftir Axel Thorsteinsson kemur út í haust. Heitir hún »N ý- i r t í m a r« og verður um 8 arkir að stærð. Sterling var á ísafirði í gær. Heflr skipinu gengið mjög vel á Vestfjörð- um, því víða hefir það komið við. Norðanstornmr heflr verið tvo síð- ustu dagana, kaldur mjög og ósumar- legt í meira lagi. »Edina« sokkin. S. Svavars verzl- unarfulltrúa barst seint í fyrrakvöld skeyti um það frá skrifstofu A. Gud- mundsson í Leith, að Edínu hafi verlð sökt, en skipshöfnin bjargast. Hvar skipinu hafl verið sökt og hvert skipshöfnin hafi bjargast greinir eigi í skeytlnu. — Skipið var á upp- leið í 5. ferð sinni hlngað til lands. Gnllfoss fór frá Halifax 19. þ. m, og mun vera kominn til New York nú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.