Morgunblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNSLAÐIfi Herbúnaður Bandarikjanna í vinstra horni myndarinnar að ofan sézt liðsöfuunarskrifstofa i New York. Má þar líta ávörp, prentuð með griðarstóru letri og skora þau á alla unga menn að ganga i herinn. í hægra horninu sézt Wilson forseti þar sem hann veitir hermanni heiðursmerki. Að neðan sézt mynd af nýju hernaðartæki, sem nd er verið að reyna í Ameriku. Er það bryn- varin bifreið og upp af henni turn úr stálgrind, sem nota má til loít- skeytasendinga, sem merkj?stöð og skygniístöð. Turn þenna má fella saman og fer þá ákaflega Jitið fyrir honum. Skrifstofa andbaimingafélagsins, Ingóifstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síOd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. Frá aiþingi. Nýungar. Skiftinq bœjarfóiretacmbattisins. * Framhaldsálit allsherjarnefndar Nd. »Háttv. Ed. hefir gert þá einu efnisbreytingu á frumv. þessu, að lögreglustjóraebættið skuli konung- ur einnig veita. Nefndin er öll á einu máli um það, að full sanngirni sé f þessu, þar sem hér á hlut að máli sá maður, er væntanlega ber mesta peningaábyrgð allra starfs- manna landssjóðs. Aðrar breytingar háttv. Ed. eru flestar til skýringar, og hefir nefnd- in ekkert við þær að athuga. Samkvæmt þessu ræður nefndin háttv. deild til að samþykkja frumv. óbreytt. Frsm. Einar Arnórsson. Frv. verður því væntanl. að lög- um frá þinginu f dag. Dósentsembatti i lceknadeildinni í sóttkveikjufræði og liffærameinfræði. Mentamálanefnd Ed. felst á það frv. óbreytt. Segir svo í nefndar- álitinu: »Þörfin fyrir sérstakan kennara við læknadeild Háskólans í þeim fræði- greinum, er hér ræðir um, hefir þegar verið viðurkend, og engar hoifur á, að sú þöif þverri á kom- andi tímum. Fé til þess að halda þennan sér- staka kennara er þegar veitt í nú- gildandi fjárlögum og tekið áfram upp i f]árlagafrumvarpið fyrir árin 1918—1919, svo að frumvarp þetta hefir engin veruleg útgjöld í för með sér«. Framsögum. Eggert Pálsson. Lögrœði — löqráð. Um orðfærið á þvi frv. hafa alls- herjarnefndirnar þráttað mjög, eink- um um ýms ný lögheiti i frv. Alls- herjarnefnd Ed. hafði umturnað þess- um nýyrðum í stj.frv., (en þau hefir Lárus próf. Bjarnason gert), en alls- herjarnefnd Nd. hefir breytt öllu aft- ur og sett í upprunalegt horf. Nú vikur Efrideildarnefndin öllu við enn í framhaldsáliti sínu um málið, og kveðst hafa ráðfært sig við góða sérfræðinga í orðmyndun islenzkrar tungu. í stað orðanna: lögræði, sjálfræði, fjárræði, sjálfráður, fjárráður, fullráð- ur, ósjálfráður, ófjárráður, ófullráður setur nefndin orðmyndirnar: lögráð, sjálfsráð, fjárráð, sjálfráða, fjárráða, fullráða, ósjálfráða, ófjárráða, ófull- ráða. Framsögumaður Hannes Hafstein. Flóadveitan. Landbúnaðarnefnd Nd. felst á smá- breytingu, sem Ed. hefir gert við Flóaáveitufrumvarpið, og mun það mál því verða að lögum, eins og frv. er nú. Landseinkasala á steinoliu. Fjárhagsuefnd Nd. felst á breyt- ingu Ed. um, að helmingur ágóða landsverzlunarinnar af steinolíu renni í landssjóð, í stað 3/4, og ræður deildinni til að samþykkja frv., eins og það liggur nú fyiir. Frsm. Magnús Guðmundsson. Hakkun vitaojalds. Fjáihagsncfnd Ed, ræður til að að samþ. verði frv. stjórnarinnar um hækkun vitagjalds — telur »þá hækk- un, sem frumvarpið fer fram á, eft- ir atvikum, hæfilega mikla, En hins vegar dylst nefndinni ekki, að þegar vitakerfi landsins er komið í sæmi- legt horf, eins og fynrhugað er, þá muni gjald þetta fulllágt og þá þörf á að hækka það að mun«. Frsm. Halldór Steinsson. Verðlaqsncjnd. Álit bjargráðanefdar Ed. um heim- ild handa landsstjórninni til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vör- um. »Nefndin hefir athugað frumvarp þetta og komist að raun um, að það er samhljóða gildandi ákvæðum um þetta efni í öllu verulegU. Þó vfll nefndin vekja athygli háttv. deildar á því, að í 2 gr. frumv. er það ný- mæli, að landsstjórnin getur undan skilið ákvæðum laganna þær inn- lendar vörur, sem útflutningsbann er nú á eða kann að verða lagt á, og vill nefndin eftir atvikum fallast á, að frumvarpið nái fram að ganga með þessu nýrræli, og verði því samþykt óbreytt*. Frsm. Karl EinarssoD. Abyrqð landssjóðs á jé kirkjusjóðs. Mentamálanefnd Nd., sem hefir haft til meðferðar frv. þetta, sem komið er frá Ed., þykir það vera óþörf endnrtekning á lögum þeim, sem verið er að breyta. Þar sé ljós- lega tekið fram, »að stiftsyfirvöldin (nú stjórnarráð eða byskup) hafi um- sjón og ábyrgð á kirknafé, og að það skuli ávaxtað á sama hátt og fé landssjóðs. Nefndin verður að líta svo á, að þessi ákvæði laganna séu full-tryggi- leg, og að meðferð á kirknafjám muni eigi breytast til bóta, þótt frumvarp þetta verði að lögum, enda nú aldrei úr sjóðnum lánað, nema gegn fylstu tryggingu. Fyrir þessa skuld telur nefndin frumvarpið þarflaust og leggur til að það sé felt«. Framsögum. Sveinn i Firði. Prestsmötufrumvarpið vill minni hluti allsherjarnefndar Nd., Einar Arnórsson og Magnús Guð- mundssOD, afgreiða með svofeldri rökstuddri dagskrá: Dr.P.J.OIafson er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10—n og 2—3 á virkum dögum. í þvi trausti, að landsstjórnin fylgi sömu reglu og verið hefir um aflausn prestsmötu, án tillits til sölu þjóð- jarða og kirkjujarða alment, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Frsm. minni hlutans er M. G. Fiá meiri hluta er ekki komið nefndarálit, en hann vill, að því er séð verður af nefndaráliti minni hlut- ans, að þingsályktun sé gerð i mál- inu, er m. a. heimli stjórninni að selja prestsmötu vægara verði en nú á sér stað. Símleið í Norður-Isafjarðarsýslu. Sigurður Stefánsson flytur svo látandi tillögu til þingsályktunar um rannsókn simleiðar. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að rannsökuð verði á næsta ári simleiðin til Snæfjalla, Grunnavíkury. Aðalvikur og Hafnar á Hornströnd- um, og símalina þessi lögð svo fljótt sem nokkur tök eru á. Ur efri deild í gær. 1. Frv. um mjólkursölu í Reykja- vík; ein umr. Frv. var samþykt óbreytt, eins og það kom frá Nd., og afgreitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til fjiraukalaga 1916 og 1917; 3. umr. Eftir nokkrar umræður var geng»- ið til atkvæða. Breytingartillðgur þær, sem fram komu, voru allar samþyktar, sem sé a) að veita til bátaferða á ísafjarðar- djúpi 1000 kr. (frá M. T.) b) að heimila stjórninni að láta leggja símalínuna frá Borgarnesi að Svinaskarði á árinu 1917, (frá fjárveitinganefnd). c) að hækka styrkinn til Flensborg- arskólans um helming, eða úr 1 þús. upp í 2 þús. kr. (frá Kr. D.). 3. Frv. um stefnubirtingar; 3. umr. Samþ. og endursent Nd. 4. Frv. um lýsismat; 2. umr. Breytingartillögur allsherjarnefndar gengu fram og frv. vísað til 3. umr. í stað fjármálaráðherra Sigurðar Eggerz voru kosnir í nefndir þær,. sem hann hafði átt sæti í og var það eftir samkomulagi milli flokk- anna: í fjárhagsnefnd: Guðmundur Ól- afsson. I samgöngumálanefnd: Krist- inn Daníelsson. í fossanefnd Magn-- ús Torfason. í bjargráðanefnd: Magn- ús Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.