Morgunblaðið - 08.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Siðustu simfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgoobl. K.höfn 6. okt. Pern hefir lagt hald á ÖU þýzk skíp í höímmi landsins. Breíar tjancttóku 4446 Pjóóuerja á vestur-víg- stödvunum í gær. í stjórnarráöi Póllands eiga sæti þeir Kakovsby erkibisknp, Zubominsky yfirborgarstjóri í Warshau og östrovsky jarðeigandi. Starfskrá Islands. Handbók um opin- berar stofnanir og starfsmenn árið 1917. Gefin út af hagstofu íslands. Starfskrá ÍSlands er aukin og mjög eudurbætt útgáfa af embættismanna- talinu eða öllu heldur nýtt rit um sama efni. Höfum vér þar eignsst »Statskalender«, sem er á sínu sviði eins fullkominn eða jafnvel full- komnari en mörg erlend rit af srma tagi. Eins og tekið er fram í forrr ála ritsins er það ávalt nokkurt álitamál hvað taka beri upp i slík rit. Hefir hagstofan tekið þann kostinn að hafa starfskrána sem allra viðtækasta og fyrir bragðið er miklu meira gagn að henna en ella. Hagstofan hefir ekki látið staðar numið við hinar eiginlegu opinberu stofnanir, heldur eru teknar upp i starfskráua allar stofnanir og félög er njóta styrks af landsfé eða þá starfa samkvæmt sér- stökum lögum. — Upplýsingar þær sem i starfskránni felast eru svo margvíslegar, að þeir munu fáir sem ekki hafa einhvern tima þörf fyrir að leita til hennar. Sér- staklega felst mikill fróðleikur i lýsingunum á verksviðum hinna ýmsu stofnana og er sá ekki ókunn- ugur þjóðfélagsskipuninni sem hefir lesið þær rækilega. Starfskráin er miklu aðgengilegri fyrir það, að fyrirkomulag henuar er svo reglu- bundið og hefir ekkert handahóf ráðið um niðurskipun efnisins, held- ur er auðsætt á öllu að hvert ein- stakt atriði hefir verið vandlega at- hugað. Ritinu fylgir mannanafna- skrá og er hún til afar mikils hag- ræðis. Allar upplýsingar eru glænýjar og hefir verið tekið tillit til breyt- inga sem á hafa orðið meðan á prentuninni stóð. Ytri frágangur bókarinnar er hinn prýðilegasti og er staifskráin i alla staði hagstofunni til sóma. kaupmenn Frostin, sem hafa verið hér að undanförnu hafa gert mikið tjón á sáðgörðum manna. Fæstir höfðu tek- ið upp rófur áður en þau komu og margir eiga eftir að taka upp kar- töflur. Ef eigi þiðnar bráðlega má búabt við því að sá garðaávöxtur, sem enn er úti, ónýtist að miklum mun eða alveg. Kjötsala kvað vera með minna móti hór í bæ í haust. Er sagt að fólk panti lítið kjöt til vetrarins, en bíði eftir kjöti að norðan, sem vafa- kaupfélög: ÞAKJÁRN 7-8-9 og 10 feta. H. ienediktsson. H.f. Eiraskipafélag fslands E.s. Cagarfoss laust verður mikið af seinna í haust. Enda verður það vafalaust ódýrara. Lagaríoss fer héðan á morgun vest- ur ura land til Akureyrar. Kemur við á ísafirði. Dánarfrogn. Fyrir nokkrum dög- um andaðist Bjarni Valdason, bóndi í Skutulsey á Mýrum. Var hann á ferð á báti frá Vogum á Mýrum til Borg- arness, ásamt nokkrum öðrum, er hann fékk slag og lózt áður en lent var f Borgarnesi. Bjarni heitinn átti um eitt skeið heima hér í Rvík og átti hór fjölda vina. Var hann framúrskarandi dug- legur tnaður, skynsamur vel og hag- sýnn. Hjálpsamur var hann mjög og munu margir Reykvíkingar minnast hans með hlýjum hug. Bjarni átti eignir miklar á Mýrun- um, bjó þar stóru búi. Hann átti einn son, sem bjó með honum í Skutulsey. Sterling kom hlngað i gær um kl. 3. Um 300 manns komu með skipiuu. fer héðan fíf Ttkuregrar um ísafjörð þridjuéag 9. oRiö6ar á Ráéagi. Vé*^töKum”á"móti vörum fít kl. 3 i dag. Skipið kemur %ftur hingað að norðan. <Xj. CimsRipqfdí. dslanés. farnir að reyna ísinn — en hann brotoar auðvitað og þau detta í vatn- ið. Er það furða að aldrei skuli verða alvarlegt slys að þeirri ákefð barn- anna að komast út á ísinn áður en hann heldur. Málleysingjaskólinn er nú fluttur inn í Sólheima við Laugaveg nr. 108. Bæjarstjórnin hefir keypt grjót- mulningsvól þá, sem Karel Hjört- þórsson hefir átt og starfað með undan- farlð. DAGBOK 1 ■ éamægsái* Kveikt á ijóskerum hjóla og bif- reiða kl. l1/^. j Gangverðgerlendrar myntar. Bankar Pósthúa Dollar 3,52 3,60 Franki ...f... ... 60,00 58,00 Sænsk króna ... 117,00 111,50 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund ... 15,80 15,70 Mark ... 49,00 46,00 Tjörnina er farið að leggja með löudum fram og krakkar eru þegar Rjúpur. Menn, sem á rjúpnaveiðum hafa verið í haust, segja að sjaldan hafi verið meira um rjúpur hór í nær- sveitunum en nú. Hákon, þilskip Duus-verzlunar kom hingað í gærmorgun frá Danmörku. En þar hefir það verið til viðgerða og til þess að fá í það hreyfivól. Kensla í Verzlunarskólanum byrjar á morgun. Dr. phil. Björn Bjarnarson hefir fengið lausn frá kennaraembætti sínu við kennaraskólann. í hans stað er Dr. Ól. Daníelsson skipaður fyrsti kennari, eu Sigurður magister Guð- mundsson er orðinn annar kennari. Væri ekki hagræði að því að leggja síma út á hafnargarðinn? Við fermingu skipa gæti það komið að miklum notum að fá símasamband þaugað í stað þess að þurfa að arka út á garðinn hvernig sem viðrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.