Morgunblaðið - 20.11.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ merki og var brugðið við í landi og þeimbjargað. Síðan rakskipiðí landog brotnaði þegar mjög mikið. Var íiskinn lir því farið að reka í land í gærkvöldi. Geir var í þann veg- inn að fara suðureftir til að reyna að bjarga skipinu, en bætti við það er það fréttist hve illa það var komið. Niðurjöfnunarnefntiin. A föstudaginn kemur á að fara fram kosning 7 manna i niðurjöfn- unarnefnd bæjarins. Atta nefndar- manna sitja kyrrir, en þeir sem úr ganga eru þessir: Guðm. Olsen, Ari Antonsson, Arni Jónsson, Jón Jóhannsson, Kristján Kristjánsson, Helga Torfason og Sigurborg Jóns- dóttir. Ahugi fyrir kosningu í niðurjöfn- unarnefnd hefir jafnan verið með minna móti hér í bænum. Flestir hafa hugsað sem svo, að það gilti einu hverjir sætu í nefndinni, skatt- arnir væru óumflýjanlegir, upphæðin sem jafna ætti niður væri fyrirfram ákveðin og það stæði því hérumbil á sama hvort Pétur eða Páll jafnaði niður sköttunum. Þannig hefir hugs- unarhátturinn veiið og kjörfundir hafa verið illa sóttir. Það gefur að skilja, að það gilti einu hverjir sátu í nefndinni meðan eigi var jafnað niður nema nokkrum þúsundum króna. Þá gat áhugi fyrir kosningu i nefndina eigi verið svo mjög mikill. En sá hugsunarháttur verður að breytast þegar kjósa á nefnd, sem á að annast niðurjöfnun á hundruðum þúsunda króna. Þá gildir eigi einu hverjir annast verkið. Upphæðin er að þessu sinni um J/2 miljón króna. Allir vilja að jöfnunin sé sem sanngjörnust. Það verður að kjósa í nefndina áreiðanlega, samvizkusama menn, menn sem umfram alt eru kunnugir í bænum og helzt allra stétta menn. Nefndin hefir vanda- samt starf með höndum og því að eins getur hún leyst það vel og samvizkusamlega af hendi, að til þess séu kjörnir úrvalsmenn, þeir beztu, sem völ er á. Það kváðu þegar vera komnir fram tveir listar. Á öðrum eru: Geir Sigurðsson skipstjóri, Magnús Einarsson dýralæknir, Sigurbjörn Þorkelsson kaupm., Sveinn Hjartarson bakari, Flosi Sigurðsson trésmiður, Gunnl. Ólafsson sjómaður, Felix Guðmundsson verkstjóri. A hinum eru: Hannes Ólafsson verzlm., Bened. Gröndal skrifari, Björn Bogason bókbindari, Jón Jónsson frá Hól, Högni Hansson, Jósef Húnfiörð sjóm., Ármann Jóhannsson. Líkamsæflngar jiýzkra örkumlamanM. í sumar var haldin einkennileg fimleikastefna í Görden hjá Brandeo- burg. Allir þáttakendur voru örkurr limenn úr hernum, Tilgangur stefn- unnar var að sýna það og sanna, að fatlaðir menn 02 örkumla gætu aftur orðið vinnufærir, ef þeir stunduðu líkamsæfingar. Og eftir því sem þýzkum blöðum segist frá, var árangurinn f -rðulegur. Maður, sem hafði mist annan fótinn, hjóp t. d. 1.30 metra í há;tökki, og einhendir menn gerðu álíka frægðarverk i kúiukasti, bogaskoti og d'skaskasf. Siðusfu sfmfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. K.höfn 19. nóv. Moximalistar ráða lög- um og lofum í Petrograd, I»eir hafa handtekið her- stjórnarmeðlimi Keren- sky’s. Herlið er á leið til Petro- grad gegu Maximalistum. Bretar hafa tekið Jaffa. Lög staðfest. Stjórnarráðinu barst í gær sím- skeyti frá Jóni Magnússyni for- sætisráðherra þess efnis að kon- ungur hafi staðfest öll lagafrum- vörp síða8ta alþingis. 26. október staðfesti konungur 34 frumvörp, en staðfesting þeirra, sem eftir voru fór fram í ríkisráði, sem haldið var 14. þ. m., síðastliðinn miðvikudag. En um fánamálið hefir ekkert heyrst. Dómsmálafréttir. Yfirdómur 19 dóv. Málið: Einar M. Jónasson , gegn Emil Strand. Árið 1915 samdi Emil Strand við Árna Jónsson nokkurn (áður skútuskipstjóra) um verk við að grafa grunn og steypa o. fi, sem átti að vera lokið í nóvember s. á. Er nú Árni hætti vinnunni, taldi hann sig eiga hjá E. Str. 80 kr., en Strand kvað hann eigi hafa lokið verkinu. Kröfu sína á Strand framseldi síðan Árni J. til Einars M. Jónassonar lögfr., er hóf mál8sókn út af henni. Undirréttur sýknaði Emil Strand og áfrýjaði E, M. J. því næst þeim dómi. Yfirdómur komst að þeirri niðurstöðu, að Á. J. hefði eigi lok- ið við verk það, er hann átti að inna af hóndum — og dæmdi þannig, að E. Str. skyldi greiða honum kr. 69.10 gegn því að hann fullgerði hið umrœdda verk. Máls- kostnaður féll niður. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum bjóla og bif- reiöa kl. 4. Gangverð erlendrar inyntar. Bankar Pósthúa Doll. U.S.A. &Canada 3,80 3,40 Franki franskur 55,00 53,00 Sænsk króna ... 120,00 122,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterlingspund ... 15,00 15,00 Mark ............. 43,00 46,00 Holl. Florin .................. 1.29 Austurr. króna................. 0.29 Merkúr heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri í kvöld í Iðnaðarmanna- húsinu, Fyrirlestrar Háskólans I kvöld: Alexander Jóhannesson dr. phil. Goetes Faust., kl. 7—8. Lækningar Háskólans: Tannlækning ókeypis í dag, kl. 2—3 í Pósthússtræti 14 B. Ingólfur kom í fyrrakvöld úr Borg- nesi með norðan og vestan póst. Nokkrir farþegar komu með bátnum. ÓI. Þorsteinsson læknir Iiggur veik- ur af botnlangabólgu, allþungt hald- inn. Hjónaefni: Ungfrú Rannveig Sig- urðardóttir og Hallgr. Jónsson vél- Btjóri, Vélbátnr sökk hér á böfninni í rokinu 1 fyrrinótt og annan rak upp að Orfiriseyjargarðinum og brotnaði hann talavert. Skantafólagið kvað ætla að halda dansleik fyrsta iaugardag í desember, og kvað enginn félagsmaður mega koma þar, nema hann hafi greitt árstillag sitt. En þeir hinir skuld- Iausu meðlimir kvað aftur fá leyfi til að bjóða einum gesti á dansleikin. í rokinn í fyrrinótt fauk þak af hlöðu hér í bænum. Kolaúthlntnnin. Alþýðuflokkurinn fór fram á það við bæjarstjórn, að allir þeir, sem fá dýrtíðarkolin, mættu taka sinn skerf smám saman og borga við móttöku. Mun það nú afráðið, að allir, sem eru í tveim fyrstu flokkunum meigi borga og taka kol sín smám saman, en þeir sem eru f hinum tveimur flokkunum eiga að borga kolin fyrirfram og taki þau öll í einu. Steinolía. Eins og menu muna, vildi »Tíminn« að landstjórnin tæki eignarnámi alian olíufarminn í »Fredericia«, þegar það vitnaðist að bæjarstjórn hafði fest kaup á 3000 tunnum af þeim farmi. Nú hefir for- stjóri landsverzlunar nýlega tilkynt bæjarstjórninni að hún meigi kaupa þnssar 3000 tunnur, þær verði ekki teknar eignarnámi. A Reykjasundi. Stefan G. Stephansson skoðaði Drangey í sumar, er hann var á ferð nyrðra. Eins og nærri má geta varð þá tíðrætt um sögu útlagans- Grettis og sund hans frá Drangey til Reykja. Stephan kvað þá visu: Mörg var sagt að sigling glæst sjást frá Drangey mundi, en Grettir ber þó höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi. Dýrtíð í Englandi. Útlend blöð herma það, að í sept-' embermánuði hafi verkamenn víðs- vegar um Bretland lagt niður vinnu til þess að mótmæla verðfalli pen- inga. Verð á lífsnauðsynjum er orðið svo hátt þar í landi, að i pund Sterling, sem áður var 20 shillinga virði, er nú ekki meira en 8 shillinga virði. 1 írlandi er þó ástandið enn verra. í borginni Cork er i pund Sterling eigi meira virði1 heldur en y shillings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.