Morgunblaðið - 21.11.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ vallar? Einmitt fitumagn og salt- magn kæfunnar, eins og gert er í öllum öðrum siðuðum löndum um þesskonar vöru. Þeir sem gera gis að slíku sýna ekki ann- að en vanþekking sína og fá- kænsku. Með þessum ákvörðunum er heilbrigðisnefnd fengið vopn í hendur til þes8 að geta skorist í lsikínn, ef henni þykir ástæða tii, og hverjum einstökum manni, er kynni að þykjast prettaður í kaup- unum og geta ekki náð samkomu- lagi við seljanda með góðu. Menn komast fljótt á lag með að finna gæði vörunnar — hvern flokk hún fyllir — nokkurnveginn, þegar ákvæðin eru til og farið er að hafa eftirlit með vörunni. Verðlagsnefnd hefir verið legið á hálsi fyrir það, að ekki væri hlýtt ákvæðum hennar. En það er ekki hennar sök. Lögreglan á að gæta laganna, en verðlagsnefnd ekki. En þar sem heilbrigðisnefnd og lögregla hefir nú heitið nefnd- inni aðstoð sinni, þá má vænta að ákvæðum hennar verði betur hlýtt héðan af en hingað til. En^'ér ekki verðið óþarfiega hátt? spyrjum vér. — Það er fullyrt, að hangikjöt muni nú verða með langmesta xnóti á markaðnum í vetur og jafnvel að bændur muni reykja gamalt saltkjöt og selja það hingað sem hangikjöt. — Verð á heztu tegund er að vísu hátt, en þó ekki hærra en óvald- ar tegundir hafa verið komnar í. Lakari tegundir eru mun lægri en verið hefir. Þess er líka að gæta, að verðið er hámarks-verð. En ef framboð verður mikið þá fellur verðið niður. Það er algilt lögmál í öllum viðskiftum að hlutfallið á framboði og fölun ræður verðinu. Rjúpnaverðið í haust hefir staðfest það lögmál. En um »gamla saltkjötið«, sem sumum er þyrnir í augum, er það að segja, að gagnvart því kemur »vísindalega ákvæðið* ura saltmagnið og vatnið að góðu haldi. Þesskonar »hangikjöt« lend- ir í þriðja flokki, ef það nær svo hátt. En hvernig fer nú um þá kæfu, sem hefir »25% eða meiri« fitu, en 10% eða meira af salti? — sjiyrjum vér. Nefndin virðist ekki hafa gert ráð fyrir þessu? — Jæja? þið hanð þá lesið Vísi fyrir helgina, því að hann segir að »nefndinni hafl sýnilega alls ekki dottið í hug, að þett'a kæmi fyrir«.-En þetta er ofur auðvelt, — varan kemst ekki í flokk nema hún uppfylli öll þau skilyrði, sem sett eru í hverjum flokki. Hún verður annars í lægra flokki. Þetta hlýtur hvert barnið að skilja. Nefndin hefir látið rannsaka »hangikjöt« í haust, sem svo var mikið í af salti og vatni, að þyngra reyndist en nýtt kjöt. Þetta kjet var selt á aðm krónu puniið. Verðlagsnefndinni þykir ómaklegt að hljóta níðblaðanna þótt hún hafi reist skorður við okri á slíkrivöru. Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk) yfirdómsfögmaður ílytur mál fyrir nndir- og yíirrétti. aupir og selur fasteignir. Lág ómakslann. SkriMofutími kl. 11—l og 4—7. Hús Natkans & Olsens III. kæð (suðvestur-kornstofa) Simi 12. Hús. Mörg hús, stór og smá, hefi eg til sölu. Sum laus til íbúðar 14. maí. Gunnar Sigurösson. Síml 12. Jaroir. [7 Nokkrar jarðir í Arnes- og Rangárvallasýslu hefi eg til sölu. Sumar lausar í ábúé. Simi 12. Gunnar Sigurðsson. Mótorbátar. Nokkra mótorbáta hefi eg til sölu með góðu verði. Gnnnar Sigurðsson. Sími 12. Jiús, sem mætti hafa verzlun i, v i Mið- eða Austurbænum neðanverðum, óskast keypt. Guntiar Sigurðsson. Simi 12. Ásjglinyaí á höíninni. í gærkveldi klukkan um 5 tók einn frönsku botnvörpunganna, sem legið hefir við örfirseyjar- garðinn, sig upp og ætlaði að halda að kolaskipinu við Battarí- isgarðinn. Silgdi hann suður höfn- ina all-hratt, og með öilu ljós- laus. A miðri höfninni rakst hann á vélbátinn »Úlf« og kvað hafa brotið hann eitthvað. En áfram hélt botnvörpungurinn með sama hraða unz hann ætlaði að beygja við austureftir fyrir fram- an uppfyllinguna. Þar lá danska seglskipið »Helen« bundið, en botn- vörpungurinn lenti beint aftan á því og braut það mjög mikið. Fyrir framan »Helen« lá flóabát- urinn Ingólfur og var árekstur- inn svo mikill, að »Helen« skall á honum, án þess þó að tjón yrði að. Botnvörpungurinn lagðiat svo um hríð við uppfyllinguna, en tók sig síðan upp og sigldi út á höfn. — Skerndirnará »Helen« eru mjög miklar. Allur efri hluti skipsins fyrir ofan stýri, er brotinn og v þilfarið eittlivað laskað aftan til. Ekki vatð vart við leka í skip- inu í gær, skömmu eftir árekst- urinn, en ósennilegt er það ekki, að leki liafi komist að því. Frakkar sigldu ljóslaust um liöfnina að sögu, og er það, ef satt er, alveg ófyrirgefanlegt. — Vitanlega hefðu ljósin í þessu til- feili eigi hindrað árekstrana, en það er þó algeng regla, alls stað- ar, að skip eiga eigi að vera að fiækjast um höfn án ljósa. ^ PA ° B OK P Kveikt á Ijóskerum hjóla Og bif- reiða kl. 4. Gangverð erlendrar xnyntar. Bankar Doll.U.S.A. &Canada 3,30 Franki franskur 55,00 Sænsk króna Norsk króna .. Sterlingspund .. Mark .......... Holl. Florin .. Austurr. króua 120,00 102,50 15,00 43,00 PÓ8thÚ9 3,40' [53,00 122,00 103,00 15,00 46,00 1.29 0.29 Alþingistíðinðin eru nú komin I prentsmiðjurnar og farið að setja þau. Skantafélagið er nú i samninguio við borgaratjóra um ekautasvell á Austurvelli. Vildi bæjarstjórnin leyf* félaginu að gera svell á vellinuro með því skilyrði að börn héfðu ókeyp>a aðgang fyrri hiuta dagsins — og félagið borgaði bænum eitthvað fy*** vatnið. En félagið mun tæplega get9 gengið að þeim kjnrum. Eftir efi vatni hefði verið ausið á völlinn $ morgni og börnum síðan leyfður oð' gangur, mundi svellið vera QX*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.