Morgunblaðið - 17.01.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Wilson um friðinn. Ávarp til þingHÍDB Nokkru áður en bandamenn komu fram með friðarskilmála sína, beindi Wilson Bandarikjaforseti ávarpi til þingsins og er það mjög merkilegt, það sem það nær. * Forsetinn segir þar: — Vér ætlum oss auðvitað að sigra, en hvenær getum vér álitið það að vér höfum unnið sigurf Þjóðin er óánægð með þá menn, sem æskja friðar, hvað sem það kostar og hdn mun verða jafn óánægð með oss ef vér gerum henni það eigi ljóst hvert ófriðartakmark vort er og hvernig vér höfum ætl- að oss að berjast til friðar. Þá talar hann um það, að meðan Þjóðverjar komi svo fram, sem þeir hafi gert í þessu stríði, sé eigi við- lit að semja frið við þá. En ef Þjóðverjar fái sér fulltrúa, sem séu fúsir til þess í nafni þjóðar sinnar að beygja sig uDdir lög og rétt al- þjóða, þá muni bandamenn fúsir til þess að semja frið, þá sé stríðið unnið. Og friðutum verði þá að byggjast á fullkomnu og óhlutdrægu réttlæti i garð hverrar einustu þjóðar. — Ófriðnum má eigi lykta þannig að nokkur þjóð reyni að hefna sín sjálf. Engri þjóð má hegna fyrir það þótt leiðtogar bennar hafi gert sig seka í þvi, að beita aðra órétti. Og það er þessi hugsuo, sem kemur fram iorðunum: Enga langvinninga, engar hernaðarskaðabætur. Það er eigi hægt að mæla rétt- lætið á neinn mælikvarða, meðan höfðingjavaldið í Þýzkalandi er eigi brotið á bak aftur. Þá fyrst, er það hefir verið gert, er hægt að koma á gerðardómstóli og sáttasemjara milli þjóðanna. Og þegar þar að kemur, þá eigum vér óbundoar hendur með það, að gera það, sem aldrei hefir verið gert fyr, og vér skulum þeg- ar láta uppi hvað það er. Það er að byggja friðinn á göfugmensku og réttlæti, þannig að allar singjarnar kröfur, jafnvel af hálfu sigurvegar- anna, komist hvergi að. Friðurinn verður að leysa ibúana í Belgiu og Norður-Frakklandi und- an ánauð Prússa og yfirvofun. En hann verður einnig að gera frjálsar þjóðirnar í Austurriki- og Ungverja- landi, þjóðirnar á Balkan og i Tyrk- landi, bæði i Evrópu og Asiu, — leysa þær undan yfirdrotnun Prússa. En vér skulum þegar taka það fram, að vér ætlum eigi að veikja eða endur- skapa hið austurriksk-ungverska keis- arariki. Það er oss óviðkomandi hvernig þær þjóðir skapa framtíð sina. Vér viljum að eins að þær hafi óbundnar hendur i öllum sin- Qm málum. Og sama máli er að . gegna um þjóðirnar á Balkan og 'Tyrkja-þjóðirnar í Asiu. Afstaða vor gagnvart Þýzkalandi er hin sama. Vér ætlum eigi að ^eita það órétti, eða sletta oss fram í innanrikismálefni þess. Hvort- tveggja væri gagnstætt þeirri stefnu- skrá, sem vér höfum sett oss að fara eftir. Það versta, sem komið gæti fyrir Þýzkaland, er það ef framvegis stjórna þar þeir menn, sem aðrar þjóðir geta eigi borið traust til. Þá getur það orðið ómögulegt að láta það vera með i alþjóðasambandinu, sem á að tryggja heimsfriðinn framvegis. Og af þessu leiddi þá aftur það, að það yrði að útiloka Þýzkaland frá heims- markaðinum. Kaf-beitiskip. Eftir áreiðanlegum upplýsingum, sem bandamenn hafa fengið frá Þýzkalandi, eru Þjóðverjar nú að láta smiða kafbáta, sem eru miklu stærri en þeir bátar, sem þeir hingað til hafa sent út til þess að granda kaupförum. Er sagt að hinir nýju kafbátar líkist mjög lécti-beitiskipum, hafi samskonar fallbyssur og þau, að mestu útbúin sem beitiskip, en hafi þann stóra kost að þau geti siglt neðansjávar. Þeir eru 1500 smálestir að stærð og hafa 40— 50 skipverja. Fregnir um þessa nýju kafbáta hafa bandamenn frá frönskum sjóliðsfor- ingja, sem var svo heppinn að »fá vinnu« á skípasmíðastöð í Kiel. Hann hefir sent bandamönnum þessar og margar aðrar mikilsverðar upplýsingar. Stærsta loMeytastöð í heimi. Svo sem menn muna ákvað norska stjórnin fyrir 5 árum að koma upp stórri loftskeytastöð f nánd við Stavanger, stöð, sem ætti eingöngu að hafa samband við aðra álíka stóra loftskeytastöð i Ameriku, sem Mar- conifélagið er að reisa. Var nýbyrj- að á því að koma stöðinni upp, þegar ófriðurinn skall á, og varð þá þegar nokkur tregða á sendingu efntsins frá Englandi. Fór það svo að brezka stjórnin neitaði Marconi- félaginu um að láta Norðmenn fá vélarnar, þar eð stjórnin þyrfti á öllu því að halda, sem félagið gat framleitt. Norðmenn urðu að stöðva smiði stöðvarinnar um hrið, en nú herma fregnir það, að allar vélarnar hafi komið til Stavanger i byrjun desem- bermánaðar, og það sé verið að full- gera stöðina núna. Stavangerstöðin verður stærsta loftskeytastöð i heimi. Henni er ætlað að flytja öll skeytaviðskifti Norðmanna, og mikinn hluta skeyta Svia yfir Atlanzhafið, og er talið víst að það verði miklu ódýrara en sæsimasambandið er nú. í byrjun marzmánaðar er búist við þvi að örugt samband verði komið á milli Noregs og Ameriku. Ostars Mysu Mejeri Gouda Bachsteiner Steppe Edam Special Schweiser Ementhaier Roquefort • Nýkomnir i Livirpool. I Avextir og Kálmeti Hvítkál Rauðkál Gulrætur Rauðrófur Purrur Laukur Kartöfiur Appelsínur og Epli. Nýkomið í Liverpool. Prjónapeysur á karlmenn og kvenfólk nýkomnar i verzlun * » Amunda Arnasonar. Hverfisgötu 36. ^ €&unóió Stein-brjóstnál fundin. Vitja má á skrifstofu ísafoldar. Terpentína, Zinkhvíta, Blýhvíta, Kítti, Linoleum- fernis, fæst hjá Aru Jóissfii, Laugaveg 37. Zebra-ofnsverta og Taublámi fæst í Liverpool. Saumur allar venjulegar tegundir frá 1"—7”» Pappasaumur, Blásaumur og Rær. Nýkomið i Hafnarfirði. Salkjöt og Kartöflur fæst ódýra t i verzlun Ingvars Pálssonar. Vindíar Lopez y Lopez, Phönix ' Crown, Times. Nýkomnir í Liverpooí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.