Morgunblaðið - 17.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ■ ist það benda til f>ess að isinn sé eigi mjög þéttur á þessum stöðum enn. En útlit nyrðra er mjög iskyggi- legt. Símfregnir. Akureyri í gær. Bjarndýr skotin Isbirnir hafa gengið á land á Mel- rakkasléttu, i Skagafirði og á Skaga- strönd. Hefir eitt dýr verið skotið á Grjótnesi á Sléttu og annað á ísn- um fram undan Skagaströnd. Háhyrningar og hvalir. Háhyrningar og höfrungar hafa verið drepnir hér inni á Eyjafirði og mikið er af háhyrningum fram und- an Ey. Þrír skíðishvalir eru í stórri vök fram undan Árbakka á Skaga- strönd. Hafsíldarvart hefir orðið hér. Hafísinn er ein samfeld hella frá Hornbjargi og austur fyrir Langanes. Er(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London, 15. jan. Litið hefir gerst tíðinda á vigstöð- vunum því að allstaðar hafa veður- harðindi hamlað hernaðarframkvæmd- um, nema í loftinu. Hinn 14. jan, varpaði brezk flugvéladeild hálfri annari smálest af sprengjum á Karls ruhe um bjartan dag. Eldur kom upp á járnbrautarstöðinni og verk- smiðjum. Þrátt fyrir öflugar varnir náðu allar flugvélarnar takmarki sinu og komu heilar á húfi heim aftur. Plumer hershöfðingi sendi þá skýrslu frá Italíu, að frá 1.—15. janúar hafi brezkir flugmenn ónýtt 13 óvinaflugvélar og stórskemt fleiri. Brezkar og portúgalskar hersveitir elta nú leyfarnar af Austur-Afriku herliði Þjóðverja, sem tókst að kom- ast undan inn í nýlendu Portúgals. Churchill lýsti yfir því í brezka þinginu hinn 11. jan. að á þessu ári hefði brezki herinn miklu öflugra stórskotalið, miklu meiri sprengi- kúlnabirgðir, betri útbúnað, sérstaklega að dýrum og þýðingarmiklum her- gögnum, heldur en nokkru sinni áður. Auckland Geddes lýsti yfir þvf i neðri deild þingsins hinn 14 jan. að nauðsynlegt væri að srfna nú þegar 450 þúsnnd borgurum og hefir Nýkomið: Morgunkjólatau, Flónel, Silki- og Bómullar-Lastingur, Gasléreft, Molskinn, S v u n t u r fyrir börn og fullorðna, allskonar Dömukragar, Matrosakragar (hvítir og bláir), Sjlki- hálskíútar, Vasaklútar (herra og dömu), Bróderingar, stórt úrval, Sokkar á börn og fullorðna — og margt fleira. Verzl. Gullfoss Hafnarstræti 15. stjórnin ákveðið að nota til þess fjölda ungra manna, er nú vinna í verksmiíjum. Fráfall Rússa hefði aukið bolmagn óvinanna á vestur- vígstöðvunum og á vígstððvum ítala svo, að þar hefðu þeir getað bætt við sig 1.500.000 hermönnum. Banda- menn væru þó nægilega sterkir til þess að vinna sigur og ekkert annað en andlegt niðurdrep í Bretlandi eða löndum bandamanna, eins og varð í Rússlandi, gæti bjargað Miðríkjunum. Bretar ætluðu sér ekki að breyta her- skyldualdrinum. Samningum Rússa og Þjóðverja hefir verið frestað um óákveðinn tíma. Rússar vildu fá vitneskju um það hvört þeir gætu samið frið þegar án þess að Póllandi, Lithaugalandi, Armeníu og öðrum .löndum yrði sýnt ranglæti. En Þjóðverjar vildu ekkert um það ræða. Hoffmann herforingi neitaði að lokum fyrir hönd hersins þeirri kröfu að verða á brott úr Eystrasaltslöndunum. Hefir þvi samningum verið frestað um óákveðinn tíma. Þýzku blöðin birta gagnstæðar fréttir um það þá er spítalaskipinu Rewa var sökt. Sum þeirra segja að skipið hafi flutt herlið og þess vegna verið sökt, en önnur segja að enginn kafbátar muni hafa getað gert það og skipið þess vegna farist á tuudurdufli. En það er obinberlega tilkynt, að enginn tundurdufl hafi verið þar í nánd. Það er gert ráð fyrir þvi að árið 1918 muni Bandaríkin smiða skip er bera samtals 4Y2 miljón smálesta. a pagbok__________j| Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif- reiða kl. 4. Gangverð erlendrar rnyntar. Bankar Pósthúa Doll. U.S.A. & Canada 3,60 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterllngspund ... 16,70 16,00 Mark ... ... ... 67.00 62,00 Holl. Florin ... ... 1.37 Austurr. króna... ;;; ... 0.29 Veðrið í gær. 17,6 stiga froBt kl. 6 í gærmorgun. 17 stig á hádegi. Sól- skin og logn. Harða vetnrinn sama dag: 11 stiga næturfrost. 10 stig á hádegi. Norðaustan stormur. ísinn að auk- ast. Öskuhreinsunin. Vér fréttum það í gær, að það mál hefir verið á dag- skrá í kvonfélögum bæjarins eigi alls fyrir löngu. Stjórn »Bandalags kvenna í Beykjavík*, sem er miðstjórn 8 kven- félaga 1 bænum, sendi borgarstjóra skrifiega áskorun fyiir nokkru þar sem farið er fram á að bærinn taki að sér ösku- og skarnflutning frá húsum bæjarmanna. Bandalagið hef- ir ekki enn fengið svar frá borgar- Stjóra, en vafalaust mun áskorunin verða athuguð af bæjarstjórninni og hún væntanlega tekin til greina. f>að væri mikilsvert fyrir þrifnað í þe8sum bæ, sem mikið vautar á að geti kallast hreinlegur í orðsins fylstu merkingu, ef bærinn vildi taka að sér að flytja öskuna burt. Víðast hvar annarsataðar annast bæjarstjórn- in slíkt, og það getur ekki verið neitt þvi til fyrirstöðu að hér sé far- ið að dæmi annara borga, þar sem þrifnaður er á hærra stigi yfirleítt en í höfuðborg vorri, Margir bæjarmanna eru nú orðn- ir kolalausir með öllú, og verða að láta sér nægja steinolíuofnana, þótt óhollir séu. Hlýtur að reka að því, að landsstjórnin láti selja fólki eftir seðl- um eitthvað af kolabirgðum þeim, sem hún hefir umráð yfir, þvíað ekki dugar að láta fólkið sitja í kulda. Gjengið úr Viðey. |>rír menn gengu í gær ísinn yfir sundið milli Viðeyjaf og Klepps. ísinn var þó eigi þykkri en það, að þeir gátu rek- ið prik niður úr í einu höggi. Gamla Bio sýnir þorgeir { Vfk { 19. sinni í kvöld. Hefir öll kvöldin verið húsfyllir eða þvi sem næst, enda ætti það svo að vera, að hver einasti maður í bænum "sæi þessa ágætu mynd, Ný-trúlofuð eru ungfrú Ágústa Guðmundsdóttir, Grjótagötu 14 A, og Frederik Johansen, sjómaður á sk, »Skandia<. Þórður kakali fór héðan í g*r suður til Sandgerðis til fiskveiða. Hefir legið hér síðan um hátíðar. Þórður Pétursson útvegsbóndi frá Oddgeirsbæ, fór til fiskiróðra suður i Leiru eftir nýárið. Bn á mánudag- inn kom hann gangandi að sunnan með skipshöfn sína og hafði orðið að skilja bát og afla eftir vegna íss. Hafði aflað vel meðan gaf á sjó. A mánudaginn reru 4 vélbátar frá Sandgerði og fengu alt að 18 skippundum á bát, mest þorsk. í fyrradag gátu þeir eigi róið vegna frosts, því að línan gaddfraus um leið og hún var dregin úr sjónum og hvorki hægt að þíða hana né beita hana frostna. Hér fyrir utan eru stórar spangir af lagís og er engum róðrarbátum fært hingað inn þess vegna. Suður með sjó eru sögð afarmikil eldsneytis vandræði og eru það því þungar búsifjar fyrir menn að fá önnur eins frost og nú hafa verið að undanförnu. Ingólfnr kom úr Borgarnesi með norðan og vestan-póst. í gærdag. Sagði skipstjóri mikinn ís vera á leið- inni upp á Bkranes og alstaðar með- fram landi i Aorgarfirði. En þar var auð renna í miðjum firðinum. í Borgarnesi lagðist skipið við ís- röndina og var það affermt og fermt áftur þar. Var farangrinum og póstinum ekið út á skipið á sleðum sem tveir hestar drógu. V etnrn áttasamskotin. III. skilagrein. Auk þnss, sem áður hefir verið auglýst og afhent var slra Ólafi Óiafssyni, hafa þessar peningagjafir bæzt við samskotin á skrifstofa vorri: P. B. ... kr- 25.00 N. N. . . . — 2.00 Verz’./ólk . . — 12 .00 N. N. . . . — 57.2 5 Samtals kr. 96.25 Þessi upphæð var afhent sr. Ól« Ólafssyni fyrir nokkru siðan. Hitt og þetta ,,KrÍ8tianíafjord“. Við sjóprófin, sem haldin voru í Kristjaníu út af strandi »Kristiania- fjord«t, kom í ljós, að 1. stýrimaður hafði varpað skipsdagbókinni fyrir borð, eftir að skipið var strandað. Ennfremur að enginn yfirmanna skipsins vissi neitt um það hver var stefna þess þegar það strandaði. Járnmynt er nú verið að gera i Danmörko * stað koparpeninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.