Morgunblaðið - 28.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erí- stmfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Kaupm.höfn, 27. jan. Allir bandamenn eru andvigir ræðu ríkiskanzlarans og ræðu Czernins taka þeir varlega. Póstsamgöngur eru aftur byrjaðar milli Rússa og Miðrikjanna og sima- sambönd og járnbrautasambönd tek- in upp aftur. Hörmungar fara vaxandi í Finn- landi. Þjóðin sveltur og borgara- styrjöld geisar um landið. Kvikmyndin af »Fjalla-Eyvindi«, sem sýnd er í Palads-leikhúsinu, á dæmalausum vinsældum að fagna. Ert. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan-1 rikisstjórninni í London. London ódagsett. Þýzki rikiskanzlarinn svaraði frið- arskilmálum Wilsons forseta í þýzka þinginu 24. jan. og var því sam- þykkur, að það skyldu vera beinar samninga-umleitanir. Þýzkaland krefð- ist þess, að fá fult frelsi á hafinu, á ófriðar- jafnt sem friðartímum, og að til þess væri nauðsynlegt, að Bretar létu af hendi flotastöðvar, svo sem Gibraltar, Malta, Aden, Hong- kong og aðrar. Þýzkaland væri því samþykt, að afnumdar væru allar viðskiftatakmarkanir og visaði alveg á bug viðskiftastyrjöld. Takmörkun herbúnaðar mætti ræða nánar. Það væri erfitt að leysa úr nýlendu-spurs- málinu, en það mætti athuga nánar uppástungu Wilsons viðvíkjandi þeim nýlendum, sem Þjóðverjar krefðust. Það varðaði að eins Rússa og Mið- rikin, hvort Þjóðverjar yfirgæfu þau héruð, sem þeir hafa tekið í Rúss- landi. Máli Belgíu væri að eins hægt að ráða fram úr, þegar friðarsamn- ingar yrðu gerðir, en Þjóðverjar hefðu aldrei krafist landvinninga í Belgiu með valdi. Landvinningar i Norður- Frakklandi væri mál, sem eingöngu varðaði Frakkland og Þýzkaland, en það kæmi ekki til mála, að láta Elsass-Lothringen af hendi. Þjóð- verjar og Austurrikismenn væru ein- huga um það, að láta breyta landa- mærum ítaliu, þær þjóðir i Austur- ríki, sem ekki eru austurríkskar, fái að ráða sér sjálfar og ráðstafanir gerðar til þess að skila aftur þeim héruðum, sem tekin hafa verið í Rúmeníu, Serbíu, Montenegro og á Balkan. Miðríkin væru sammála Tyrkjum um það, að þeir hefðn Hellusund áfram, en ekki Slavar. Framtið Póllands yrði ákveðin af Þýzkalandi og Austurriki einum. Þjóðverjar væru fúsir til þess að ræða um bandalag þjóðanna, þegar leyst hefði verið tir öllnm öðrum spursmálunum. Mótorkútter til sölu, einmastraður, lengd 45 fet, breidd 13,3 fet, dýpt frá þilfari að innri klæðningu 6,5 fet. Smiðaður árið 1851 í Faaborg fyrir dönsku stjórn- iná. Arið 1907 sett í hann 8 hestafla »Gideon«-hreyfivél, sem hefir reynst ágætlega, skríður um 5 mílur í góðu veðri. Skipið er »kravel«-bygt úr eik. Því fylgja 2 stórsegl, 1 stagfokka, 4—5 klyverar, alt í góðu ásigkomulagi. Tilboð sendist sem fyrst í Pósthólf 291. Beykjavík. Það er alment álit um ræðu þessa, að hernaðarvaldinu (militarisme) hafi ekki verið hnekt og að rikiskanzlar- anum hafi ekki tekist að komast minstu vitund nær friði. Czernin mælti í líka átt i Vinar- borg, en tónninn var dálitið sátt- fúsari. Forseti brezku verkamannaráðstefn- unnar mælti í Nottingham 23. jan., að ef Þjóðverjar vildu ekki ganga að grundvallarskilyrðum þeim, sem feld- ust i ákvörðunum Lloyd George’s, Wilsons og verkansannaráðstefnunn- ar, þá væri bandamönnum eigi ann- ar kostur en að berjast til þrautar. Alment verkfall í Austurriki og Ungverjalandi. Tvö hundiuð þús- und verkamenn í Vinarborg hafa lagt niður vinnu vegna friðarskilmálanna og matarskorts. Málið hefir verið til umræðu i aðalnefnd þýzka þings- ins og Scheidemann hefir skýrt yfir- völdunum frá þvi, að ástandið sé eigi mjög ólikt í Þýzkalandi og í Austurríki. Þýzki bryndrekinn »Goeben« og létti-beitiskipið »Breslau«, sem flýðu inn í Bosporus á fyrsta mánuði ó- friðarins, brutust út úr Hellusundi 20. jan. og réðust á brezk herskip fyrir norðan eyna Imbos og söktu þar tveim fallbyssubátum. »Breslau« sigldi inn á tundurduflasvæði Breta, rakst þar á tundurdufl og sökk. En »Goeben« sigldi fullum hraða í átt- ina til Hellusunds, rakst einnig á tundurdufl og sigldi siðan á grunn fyrir framan Nagarahöfða. Hefir sið- an sifelt verið varpað á það sprengi- kúlum úr flugvélum. Simskeyti frá Madrid hermir þá fregn frá Kanarieyjum, að brezkt skip hafi lent i orustu við tvo þýzka kafbáta. Hyggja menn, að báðirkaf- bátarnir hafi sokkið. Staðfesting at- viks þessa mun fást við yfirheyrslu þeirra, sem bjargað var. Tveir þýzkir tundurspillar sukku i Norðursjónum. 17 menn kom- ust af. 2255 skip komu til brezkra hafna vikuna sem leið, en 2242 skip fóru. 6 brezkum skipum stærri en 1600 smál.,þar af einu frá vikunni sem endaði 5. jan., og tveim smærri skipum, var sökt. Skýrslan tvær síðustu vik- urnar er hin bezta siðan í febrúar fyrra ár. Spænska stjórnin hefir sent út cpinbera tilkynningu, þar sem hrund- ið er lygum Þjóðverja um spitala- skipið. í þvi segir: »Ekkert brezkt spítalaskip með spænskum fyrirliðum innanborðs hefir á nokkurn hátt mis- beitt þeirri tryggingu, sem Spánn veitir slíkum skipum og aldrei hafa þau flutt herlið eða hergögn*. Þing Rússa kom saman í Petro- grad. Yfirlýsing Bolshevíka um að Rússland sé þingbundið lýðveldi var feld og þingið var leyst upp með valdi. Londoe, ódagsett Hernaðarskýrsla um vikuna sem lauk 24. jan. Hernaðarviðburðir voru lítilfjör- legir og ekkert í samanburði við politiska viðburði í Rússlandi. Trot- zky hamlar enn á móti Kfihlmann og í Austurríki hafa orðið áköf upp- þot gegn yfirdrotnun Þjóðverja. A vesturvígstöðvunum hafa skær- ur'og útrásir farið vaxandi og í loft- inu hafa flugmenn jafnan verið að verki þegar sýni hefir verið sæmi- lega gott. Þjóðverjar gerðu, eða reyndu að gera 21 árás samtals í vikunni, tíu á Breta og eina á Frakka. Höfðu þær engan markverðan árang- ur og oft var áhlaupsliðinu gertvístr- að áður en það komst að gaddavirs- girðingunum. Bretar og Frakkar gerðu færri áhlaup, en með meiri árangri. Hvorir tveggja gerðu fjórar árásir á óvinina og handtóku menn og náðu vélbyssum. Þýðingarúieira, en þó í smáum stíl, var áhlaup það er óvinirnir gerðu 23. janúar á herlínu Frakka fyrir austan Nieuport. Náðu þeir þar fótfestu i fremstu skotgröf Frakka, en voru þegar hraktir þaðan aftur. A vesturvígstöðvunum voru 40 flugvélar óvinanna skotnar niður og af þeim féllu 11 stjórnlausar til jarð- ar, annaðhvort ónýttar eða mjög skemdar. Af þessum flugvélum skutu Belgar niður þrjár. Sex loft- árásir voru gerðar af brezkum flug- mönnum á þýzkar þorgir i Metz- héraðinu og Caurtrai-héraði, þar sem er stór hergagnaverksmiðja. Þar var varpað niður um 600 sprengi- kúlum. Þjóðverjar halda þvi fram, að á þessu ári sé aðstaða þeirra sér- staklega góð, þar sem þeir enga sókn þurfi að óttast frá Rússum, svo þeir geti notað hergögn þau, flugvélar, fallbyssur og skotfæri, sem annars hefði orðið að senda til Austurvig- stöðvanna, á aðalvigstöðvunum. Þessi staðhæfing er að eins rétt að nokkru leyti. Þjóðverjar þurftu ekki að senda nema mjög Jitið af þessum hlutum til Rússlands á sið- astliðna|[ári, þeir* fluttu (hvað eftir annað fallbyssur og flugvélar að austan til Vesturvigstöðvanna, svó þeir gátu eigi að eins notað sér alla hergagnaframleiðslu ársins, heldur reyndu þeir að auka hana sem mest mátti verða með því að nota allar keldur, sem eru langt frá því að vera ótæmandi, og sem þeir þó ekki mega þurausa, ef þeir vilja þykjast vera öruggir. Eftir orustuna hjá Somme árið 1916, voru flugsveitir Þjóðverja á mikilli ringulreið og gerðu þeir þeg-- ar miklar breytingar á flugsveita- fyrirkomulaginu, stækkuðu verk- smiðjurnar og juku mjög framleiðsl- una. Þeir gerðu sér mjög mikið far um það árið 1917, að bæta loft- hernað sinn; þeir gátu bætt sig dá- lítið, en yfirráðin i loftinu hafa bandamenn enn, og þegar flugsveitir Bandaríkjamanna bætast við, verða yfirburðirnir afskaplegir. Þýzkar hersveitir halda áfram að streyma frá Rússlandi og Ítalíu. Fyrir nokkrum vikum voru alls komnar 160 herdeildir til vesturvíg- stöðvanna. Herskyldumenn frá ár- inu 1919, sem sendir voru til Rúss- lands í fyrra, munu bráðlega sýna sig á vesturvigstöðvunum. Sýnilega þykir þýzku herstjórninni nauðsyn bera til þess, að yngri hermönuum sé teflt fram nú þegar. Enn hafa bandamenn fleiri menn á vesturvíg- stöðvunum. Austurrikskir og ungverskir her- menn, sem herteknir hafa verið af ítölum, segjast mjög nauðugir vilja láta senda sig til vesturvígstöðvanna til þess að berjast fyrir Þjóðverja. Þeim þykir nógu leitt, að þurfa að berjast á vígstöðvum ítala, en þeir berjast þó fyrir takmarki, sem þeif að meira eða minna leyti skilja, og nálægt sínu eigin landi. Jafnvel á þessum vigstöðvum er þeim mjög ógeðfelt að halda áfram að berjast, mannfall þeirra hefir verið mikið og viðbúnaður þeirra nær óbærileg3 illur. Mannfall óvinanna í hinni siguf' sælu árás Frakka hjá Monte Totflh* sýnir ljóslega, hve ákaft barist er. A Saloniki-vígstöðvunum er a^ með tiltölulega kyrrum kjöruö1 Tveim árásum njósnarliðs óvinann3 hefir verið hrundið hjá SkumeSt a Frökkum. Þessi hluti vígstöðv3 bandamanna er fyrir vestan Ochr'^3 vatn, í mjög fjöllóttu héraði. urinn liggur fram með vatnin° a vestanverðu, en að öðru leytr er° engir vegir i því héraði. Búlgara^ hafa aðhafst eitthvað [í þessu héra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.