Morgunblaðið - 28.01.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ú liðna árinu, en það hefir enga Þýðingu haft, nema til þess, að seðja löngun þeirra til þess að leggja undir sig víðáttumikið svæði og hafa það á sinu valdi þegar ófriðurinn endar. Aðra útrás gerðu brezkar her- sveitir á Butkovo, nærri því þar sem Struma-vígstöðvarnar ganga lengst til norðvesturs. Búlgarar voru hraktir úr öllum þorpum á hásléttunni norð- ur i nánd við Demir-Hissar. Brezkir flugmenn hafa varpað sprengikúlum á járnbrautarstöðina í Cestovo, norðvestur af Doiran vatni, á Serres, Petrich, Kostendil og aðal- s herbúðir Búlgara. Bretar sóttu fram um i1/* kíló- meter á sex kilómetra svæði til Durah, sem er hjá Shechem-vegin- um, norðan við Jerúsalem. í eyði- mörkinni hafa Arabar ráðist á Maah, 90 kílómetrum fyrir sunnan Dauða- hafið og hjá Hedjaz-járnbrautinni. Þessar árásir hafa orðið Bretum að ákaflega miklu liði. Er her þeirra nú tæpa 60 kílómetra frá járnbraut- inni. Það er mælt, að meira þýzkt hjálparlið sé á leiðinni, en tyrknesk- ar hersveitir, sem koma til vigstöðv- anna, hafa mist helming manna sinna á leiðinni. Ein herdeild, sem kom frá Miklagarði, var nákvæmlega helmingi liðfærri, heldur en þegar hún lagði af stað. Það þarf mikið þýzkt hjálparlið þarna, ef Tyrkir eiga að fá staðisi. Það mun draga mjög úr áliti Þjóðverja í Tyrklandi, hvern- ig fór um »Breslau« og »Göben«. »Breslau« fórst og »Göben« strand- aði og virðist svo sem skipinu muni eigi verða bjargað. í Austur-Afríku eru hersveitir Þjóðverja nú svo tvístraðar, að þær eru á víð og dreif um 300 mílna svæði. Þessar herleifar elta nú þrjár hersveitir og eru að umlykja þær. Lettow hefir nú snúið undan til norðurs og hraðar undanhaldinu af ótta við það, að verða einangraður vegua þess að vöxtur er í ám og þær brjóta af sér brýr. DAGBOK Mislita haustull kaupir hæsta verði 0. J. HAVSTEEN. „T ombóla“ Samkvæmt fengnn -leyfi heldur Sjúkrasamlag Reykjavíkur »t o m b ó 1 u« sunnudaginn 10. febr. næstkom. til ágóða fyrir »samlagið«. Þeir, sem vilja styrkja »tombóluna« með gjöfum, eru vinsamlega beðnir að koma þeim til einhverra af undirrituðum fyrir 9. febrúar næstkomandi. í Vesturbænum veitir ekkjan Guðný Þórðardóttir í Odd- geirsbæ eiunig móttöku gjöfum til »tombólunnar«. Reykjavik 25. janúar 1918. Þuríður Sigurðardóttir, Bjarni Pjetursson, Grettisgötu 6. Þingholtsstr. 8. Felix Guðmundsson, Njálsgötu 13 b. Helgi Guðmundsson, Pjetur Hansson, Laugavegi 43. Grettisg. 41. FATAEFNI, svðrt, blá og mislit, eru bezt og ódýrust hjá Guðmundi Bjarnasyni Aðalstræti 6. uppfyllinguna. Meðal farþega voru Björn Pálsson cand. juris og fjöl- skylda hans, Zöllner stókaupmaður og Sig. Sigurðsson lyfsali, Arni Sig- fússon og Fáll Oddgeirsson kaupm. í VeBtmannaeyjum. í auglýsingu hér í blaðinu í gær, frá Emil Strand skipamiðlara, hafði misprentast apríl í stað febrúar. Skip það, er tekur farm héðan til Englands, getur farið héðan i febrúar. Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- relSíi kl. 4. Oangverð erlendrar niyntar. Bankar Doll.U.S.A.&Canada 3,50 Pósthúa 3,60 í’ranki franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna .... 107,00 106,50 Sterllngspund ... 15,70 16,00 Mark .. ... ... 67.00 • •• Holl. Florin ... • •• ... 1.37 Austurr. króna... ttl Veðrið í gær. Hiti 1,6 stig að ^orgni. Kyrt veður, þoka og súld; foing þegar á daginn leið. Barða vetnrinn sama dag: 15 stiga úasturfrost, ÍS1/^ stig áhádegi. Logn. 8 út allan flóa eins langt og Bézt. Bagarfoss og Botnia komu hing- b»ði i gærmorgun og lögðust við Annir munu hafa verið óvenju miklar á pósthúsinu í gær. Óhemju póstur kom með brezka beitiskipinu, og var afgreiðslu hans haldið áfram mestan hluta uætur og allan dag- iun í gær og mun, tæplega ‘vera lokið fyr en siðari hluta dags í dag. þá þurfti að afgreiða norðan- og vestanpóst, sem héðan fara í dag til Borgarness og loks komu skipin Lagarfoss og Botnía með póst frá Austfjörðum. Mannslát. í gærmorgnn andaðist í Pálsbæ á Seltjarnarnesi Ingjaldur 8igurðsson frá Lambastöðum, 75 ára að aldri. Var hann alþektur maður hér f Reykjavík og það að góðu einu. Sómamaður og skörungur mestl. Hann var faðir Péturs, sem uú er stýrimaður á flóabátnum Ingólfi. Á pðststofunni eru nú auglýst um 180 óskilabréf. Af þeim eru tæp 50 til karlmanna. Bandalag kvenna heldur almenn- an fund í Bárubúð í kvöld. Bæjar- stjórnarkosningarnar verða þar rædd- ar og mun María Jóhannsdóttir hefja umræður. þá er og annað mikilsvert bæjarmál á dagskrá. Er líklegt að konnr, hvern flokk sem þær annars fylla, sæki fundinn. Karlmenn velkomnir, ef húsrúm Ieyfir. 341 pðstpoka hafði brezka hjálpar- beitiskipið meðferðis. Mikið af póst- inum var frá Danmörku og Noregi. Mun það vera mörgum gleðiefni, þvi langt er nú liðið síðan póstnr kom frá útlöndum. • - *Xaup*it(tpur |' Stór bátur til sölu með tækifæris- verði. Upplýsingar Bergstaðastr. 17. Frá bæjarstjórnarfundí 26 janúar. Latidsspítalalóðin. Samþykt tillaga nefndar þeirrar er kosin var 22. nóv. f. á. til þess að ihuga erindi Stjórnarráðs Islands frá 17. s. m. viðvíkjandi lóð undir vænt- anlegan lsndsspitala. Tillaga nefndarinnar svo hljóðandir iBœjarstjórnin sampykkir að láta landsstjórninni í té h. u. b. 3/230 jer- metra stóra lóð undir fyrirhugaðan landsspitala, sunnan i Skölavórðuholt- inu með pcim ummörkum, sem greinir i neýndaráliti til bœjarstjórnarinnar, dags. 21. janúar 1918, og með peint skilyrðum, er hér greinir: 1. Það sé trygt með samr.inqi milli landsstjórnarinnar og bcejarstjórn- arinnar, að bajarsjóður Rcykja- vikur (ýátakrasjóður) fái engin útgjöld eða pyngsli aý dvölpeirra sjúklinga á spitalanum, sem eiga ýramfarslusveit utan Reykjavíkur. 2. Landsstjórnin taki á sig kvöð pá til Hinriks Gíslasonar, sem nú hvílir á Granuborgareigninni. 3. Landsstjórnin láti aý hendi end- urgjald fyrir lóðma, eýtir pví sem um semst. xAð pvi er 1. skilyrði snertir, pá er bajarstjórnin fús til að láta lóðina aý hendi ef landsstjórnin vill gera samning pann, er par raðir um, að áskildu sampykki Alpingis, og skuld- binda sig til að skila lóðinni aýtur, ef Alpingi neitar um sampykki. Að pvi er 3 skilyrði snertir, pá felur bajarstjórnin fjárhagsneýnd sinni að semja við landsstjórnina um skiýti á landsspítalalóðinni og hluta úr Arn- arhólstúni, eða um greiðslu fyrir lóð- ina á annan hátt, og að leggja end- anlegar tillögur par um fyrir bajar- stjórnina«. Slökkviliðsstjóri. í stað Guðm. heitms Olsens er Pétur Ingimundarson varaslökkviliðs- stjóri settur slökkviliðsstjóri frá 1. febr., en í hans stað er Kristófer Sigurðsson jarnsmiður settu vara- slökkviliðsstjóri Gasið. Samkvæmt tillögum gasnefndar frá 22. þ. m. var ákveðið að hækka verð á gasi um 50% frá því sem nú er og að loka fyrir gasið í öllum sölu- búðum, veitingahúsum og opinberutn skemtistöðum, og að skora á alla gasnotendur að spara gasið sem mest. Enn fremur var borgarstjóra veitt heimild til þess að láta algerlega loka fyrir gasið um stund ef frosthörknr verða svo miklar að vatn frýs í gas- geyminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.