Morgunblaðið - 29.01.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 29.01.1918, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ íþróttafélag Reykjavíkar* Æflngar byrjaðar að nýju. Mætið! Stjórnin. GUMMIHÆLAR karlmanns og kvenmanns nýkomnir í SKÓVERZLUN HVANNBERQSBRÆÐRA Vegna þess hve litlar birgðir komu, að eins 2000 pör, ■ viljum vér ráða öllum til þess, að koma í tima. breyting, sem orðið hefir til batn- aðar, mun að nokkru leyti stafa frá áhrifum stríðsins, því að stundum hefir kaupmönnum verið bannað að nota gas á kvöldin og svo er gasið líka orðið svo dýrt, að kaup- menn sjá sinn hag í því að hafa búðir eigi opnar mjög lengi fram eftir í skammdeginu. Það má búast við því að reglu- gerð sií, sem nú verður samin, standi all-Iengi og ber að minsta kosti að sníða ákvarðanir hennar svo við hóf, að eigi þurfi að breyta þeim undir eins aftur. Þessi reglugerð á aðaliega að verða til þess að bæta kjör verzkmar- manna. Veitir sízt af því. Hafa það eigi verið nein sældarkjör, sem verzlunarmenn hafa átt við að búa. Margir hafa byrjað starfa sinn sem vikadrengir og sendisveinar í búðun- um og unnið látlaust alla virka daga frá þvi snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin. Kaupið hefir verið lítið og frítími enginn. Þeir menn hafa því eigi átt þess neinn kost að afla sér frekari menn- ingar heldur en þeir fengu undir fermingu. Þeir hafa staðið allan daginn, sumar og vetur, ár eftir ár, við afhendingu á vörum og þannig orðið að nokkurskonar lifandi af- hendingarvél. Um heilsu þeirra hefir lítt eða ekkert verið hugsað. Einu dagarnir sem þeir gátu verið úti undir beru lofti og létt sér upp, voru sunnudagarnir. Þó ber að minnast þess með þakklæti, að marg- ir kaupmenn hafa tekið upp þann sið að veita starfsmönnum sínum sumarfrí, en þó munu það eigi allir. Eigi nú hin nýja reglugerð að bæta kjör verzlunarmanna, verður að ætla þeim svo margar tómslundir, að þeir geti aflað sér sæmilegrar ment- unar til þess að geta staðið f stöðu sinni, eigi sem afhendingarvél, held- nr sem vakandi starfsmenn. Ætti það síður en svo að koma í bág við hagsmuni verzlunarinnar. Margir verzlunarmenn hafa leitað sér sérþekkingar hér í verzlunar- Dýrtiöaruppbót, sem ávísað er til útborgunar af stjórnarráðinu, verður borguð á skrifstoíu landsíéhirðis frá kl. 10—2 daglega, að undan- teknum 1., 2. og 3. degi hvers mánaðar. LandsféhiFðir. skólanum og kostað til þess stórfé. Að vísu mumi þeir nú víða vera teknir fram yfir aðra verzlunarmenn, en þeim er þrælað eigi síður en hinum og þeim er þess enginn kostur að halda við mentun sinni. Miklu fremur fer kunnáttan for- görðum í sifeldu striti frá morgni til kvölds. Og svo er verið að tala um það, að verzlunarmannastéttin íslenzka sé ómentuð og á eftir tim- anum. En er það nokkur furða? Með því að stytta vinnutíma verzlunarmamia, gefst þeim kostur á því að afla sér nokkurrar mentunar, annað hvort með tímanámi eða á kvöldskóla. En þá ber á hitt að líta hvort kaupmönnum er gert tjón með því að stytta verzlunartimann. Það á ekki að vera tilgangur reglugerðar- innar og verður eigi heldur. Því að viðskiftaveltan verður sú sama. Við- skiftamenn venjast á það að haga kanpum sinum eftir hinum nýja tíma. En óbeinlinis græða kaupmenn á því að hafa búðir sinar opnar skemri tíma. Þeir spara við það bæði eldsneyti og ljós. Eru þvi allar likur til að fáir þeirra verði svo skammsýnir og afturhaldssamir að þeir láti sér eigi lynda takmarkanir þær, er settar kunna að verða og það þvi fremur er þeir gæta þess, að eitt verður látið yfir alla ganga. DAGBOK 1 Kveikt á ijóskerum hjóla og bif- relða kl. 4. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll.U.S.A. (StCanada 3,50 Prtsthús 3,60 Franki franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterllngspund ... 15,70 16,00 Mark 67 00 ... Holl. Florin ... ... ... 1.37 Austurr. króna. .. ... .. Veðrið í gær. 2 stiga frost kl. 6 að morgni og rúmlega 1 stig á hád. Harða vetnrinn sarua dag: 17 stiga næturfrost, 13 stiga frost á hádegi, Norðan-rokstormur fyrir utan eyjar, en logn inni á höfn, þangað til um miðjan dag. Danskt seglskip kom hingað f gærmorgun. Heitir það »Delos« og flytur saltfarm til »Kol og Salti. Nýr listi eða sprengingarlisti er kominn fram til bæjarstjórnarkosn- inganna 31. jan. Bru á honum þessir menn: Einar Helgason, garðyrkjufræð. Gísli Guðmundsson, gerlafræð. Jóhannes Jósefsson, trésmiður. Arni Thorsteinsson, tónskáld. Jón Hafliðason, steinsmiðnr. Gunnl. Pétursson, varðmaður. Jóhannes Nordal, íshússtjóri. þannig lítur hann út. Með þess- um mönnum ætla nokkrir þeirra (Sig. Eggerz & Co.), sem alþýðu- flokknum standa nærri, að gera hvell og sprengingu með svo mikl- um reyk, að hann blindi kjósendur er þeir ganga til atkvæða. Alþýðu- flokks-forsprakkarnir ætla ser þetta, en almenningur lætur tæplega ginn- ast af slíku. Eins og hver og einn getur séð, sem les listann, þá eru mennirnir sumir, sem á honum eru, ill-færir um að gera nokkra spreng- ingu. þeir eru sumir svo »tómir«, að þó þeir springju sjálfir, þá yrði það að minsta kosti »reyklaust«. það er ekkert »púður« í þeim, og það er trúa vor, að listinn Bjálfur með öll- um 7 nöfnunum á, muni springa hljóðlaust. Hitt er annað mál, hvort ekki geti orðið hvellur í alþýðuflokknum út úr þessu. það þykir einhver lúa- legasta bardagaaðferð við kosningar, að koma fram með lista, sem eín- göngu er ætlað að stela atkvæðum frá mótstöðumönnunum. það eru ekki minstu líkindi til þess — og það er eigi heldur ætlun þeirra sem að honum standa — að nýi listinn komi nokkrum manni að í bæjar- stjórn. það er svo fjarri því að slíkt Bé hugsanlegt. Atkvæði sem greitt er nýja listanum er glatað at- k v æ ð i. Allir hygnir alþýðumenn eru mjög mótfallnir því, að barist sé með slíkum vopnum, sem forkólfum hér þykir sæma að nota. Munu þeír vafalaust kunna að meta það að verðleikum á kjörfundi með því að líta ekki við þeim listanum — A list- anum — sem þessum sprengingar^ lista er ætlað að hjálpa til kosningS' Bigurs. Kross fyrir framan B 1 i s t a n n, það er eina svarið sea* 1 öllum sönnum alþýðumönnum sæn3*r að gefa á kjörfundi. þá kanske hugsa menn frekar 0°° það næst, að það dugar ekki að bjéð* kjósendum alt, sem forsprökkunö01 dettui í hug. Loftskeytafréttir miklar gang» 1,1 um bæinn daglega. Er stöSin að ÞessU leyti »opin fyrir almenning<í, þó t^P^ lega só það ætlunin að sagt s^ þeim skeytum, sem hún »n»r Fregnir í fyrradag og f gser berrn mikinn ósigur Breta hjá Ca®braP Þjóðverjar hafl gert þar ákaft a^aUP tekið alt það svæði, sem Bret&r ^ unnið tvö síðustu árln og haudte

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.