Morgunblaðið - 26.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Okunni maðurinn verður leikinn þriðjudag, 26. þ. m., kl. 8 síðdegis. / siðasfa sintt, sökum burtfarar eins leikandans. Aðgöneumiðar seldir í Iðnó i dag frá kl. io. Ferð Gullfoss. Með íslandi kom sú fregn hingað af ferð Gullfoss vestur um haf síð- ast, að skipið hafi hreft versta veður í hafi. Alla leið til Halifax storm, og rokstorm á köflum. Brotstór lenti á skipinu, braut það dálítið að framan og beygði hlið borðsalshúss- ins stjórnborðsmegin, braut þar einn glugga og hástokksborðin á þilfar- inu framarlega. Dálítill leki kocrst að hásetaklefanum en það var lítil- ræði. Skipið þarfnast töluverðar við- gerðar, þó eigi verði þær stórvægi- legar. Ölluna farþegum á Gullfossi leið vel. Það er eigi gott að segja um hvenær Gullfoss muni geta lagt á stað frá New York áleiðis hingað. Þegar síðast var símað hingað, var aðeins fengið útflutningsleyfi á um 300 smálestum af vörum í skipið, en það er ekki nema tæpur ljt hluti þess, sem skipinu er ætlað að flytja. Búast má því við því, að þess verði langt að biða, að Gullfoss komi hingað. Fyrirspurn. I 1. gr. reglugerðar um sölu og og úthlutun kornvöru, sykurs 0. fl. stendur, að eigi megi selja tnais og maísmjöl nema gegn seðlum. Nú er það kunnugt, að heill mais og grófmalaður mais verður eigi hafður til manneldis, heldur ein- göngu til skepnufóðnrs, aðallega handa hænsnum. Er það þá tilætlun reglugerðarinn- ar, að þeir, sem þurfa að fá hænsna- fóður, verði að afhenda kornvöru- seðla sina fyrir því? Eða mega kaupmenn selja seðlalaust þær korn- vörur, sem ekki eru hafðar til mann- éldis. K&upmaður. Morgunblaðið hefir leitað sér upp- lýsinga um þetta hjá skrifstofustj. lands- verzlúnarinnar, og segir hann, að fyrirmæli reglugerðarinnar muni ekki ná til þeirrar kornvöru, sem alls ekki verður höfð til manneldis, eins og t. d. heill mais. Munu kaup- menn því fá að selja hann seðlalaust eins og áður. Teknar borgir. Simfregnir þessa dagana herma það, að Þjóðverjar hafi tekið af Rússum fimm allstórar borgir: Luzk, Rovno, Dubno, Dwinsk og Wolmar. Luzk er borg í Volhyniu og stend- ur við ána Styr. Þar voru 18.000 íbúar áður en ófriðurinn hófst. Þjóð- verjar náðu þessari borg haustið 1915, <n i sókn þeirri, er Brusiloff gerði Leihfélag Jleijkjavíhur. sumarið 1916, náðu Rússar borginni aftur og hafa haldið henni siðan. Rowno er borg í Volhyniu, um 60 kilómetra suðaustur af Luzk. Þar voru 24.000 íbúar áður en stríðið hófst. Er þar kornverzlun mikil og kvikfjármarkaður. Dubno er lika borg i Volhyniu um 50—6o kíiómetra suðvestur af Row- no. Þar eru 14.000 íbúar. Dwinsk (Dunaborg) er í héraðinu Vikebsk og stendur við Diina. Þar er eitt hið sterkasta vigi i Norður- Rússlandi, enda var borgin Þjóðverj- um torsótt. I borginni voru 75 þús. íbúar áður en striðið hófst. Þar mætast margar járnbrautir. Wolmar er borg i Liflandi og ligg- ur um hana járnbrautin milli Riga og Petrograd. Er hún um 100 kiló- metrum fyrir norðan Riga. Þar voru 5500 íbúar áður en stríðið hófst og ráku þeir allmikla verzlun með kvik-' fénað, korn og hör. Horfurnar í Ameriku. Ilt útiit með útflutaigsleyfí á' matvörum. Ennþá' er það svo, að þær einu ábyggilegu upplýsingar, sem vér höfum fengið frá íslendingum i Bandaríkjunum viðvikjandi viðskift- um okkar þar vestra, hafa jafnan komið frá Jóni Guðbrandssyni, er- indreka Eimskipafélagsins, þeim manu- inum, sem þó ekki er ætlað að inna af hendi neitt starf fyrir hið opin- bera. Skýrslurnar frá honum hafa alla jafnan verið sú upplýsingalind, sem kaupmenn vorir margir hverjir hafa ausið af, er þeir hafa þurft að vita eitthvað um horfur og annað við- víkjandi viðskiftum vorum við Banda- rikin. Með Islandi i gær fékk Eimskipa- félagið sérlega fróðlega skýrslu frá )óni Guðbrandssyni. Vér höfum átt kost á að sjá hana, og skulum vér hér nefna nokkur atriða þeirra, sem gerð eru að umtalsefni í henni: Ástandið í New York er mjög iskyggilegt. Það munu þvi miður vera mjög litil líkindi til þess að út- flutningsleyfi á matvörum og mörg- um nauðsynjavörum fáist fyrsta kastið Amerikumenn eru sjálfir, þrátt fyrir óvenjugóða uppskeru siðasta ár, i miklum vandræðum með kormat. Skyldur þeirra og skuldbindingar við bandimenn eru svo miklar, og meiri fyrir það að uppskera i Norðurálfu- löndunum var mjög litil i fyrra. I New York hafa því verið fyrirskip- aðir tveir »hveitibrauðslausir< dagar á viku og bakarar verða að fá hveiti- kort og sérstakt leyfi, áður en þeir mega baka hveitibrauð og selja. — Að vísu mun þetta sumpart vera vegna hinna miklu flutningavandræða á járnbrautum. Það fer ekki hjá þvi að nóg sé til af hveiti i Bandarikj- unum, en járnbrautirnar hafa ekki við að flytja þær kornbirgðir, sem koma vestan úr landi, og eiga að flytjast til Norðurálfu. Bandmanna- þjóðirnar, eða ófriðarþjóóirnar, sem berjast gegn Miðrikjunum, ganga fyrir öllu. Um þær er fyrst hugs- að. Ef svo verður nokkuð afgangs, þá geta aðrar þjóðir komið til greina. Futningavandræði með járnbraut- um eru afskapleg. Það fæst bók- staflega ekkert flutt með þeim sem stendur. Er þvi ráðlegt mjög fyrir kaupmenn, að kaupa að svo miklu leyti sem unt er, vörur sinar i New York, þvi að enginn getur sagt um það, hve lengi flutningateppan á jámbrautunum muni standa. Kolavandræðin eru mjög tilfinn- anleg. í New York láu um 150 gufuskip og biðu eftir kolum. Skip- in voru fleiri um eitt skeið, en nú gera yfirvöldin alt sem í þeirra valdi stendur til þess að láta skipin fá kol. Það munar um allan flot- ann, sem aðgerðalaus liggur, í flutn- ingaferðir fyrir bandmenn. En vegna þess að skipin eru látin hafa kol, hefir orðið enn minna um kol í landi. Nú hefir öllum skólum verið lokað, mörgum verksmiðjum og skrif- stofum, alt vegna kolavandræða, og beint bann er lagt við þvi að hita upp skrifstofur og verzlunarhús og verksmiðjpr (aðrar en hergagnaverk- smiðjur) á mánndögum. í 10 mánu- daga í jan.—marz má ekki notð kol til þess að hifa upp skrifstofur og verzlunarhús, svo það má segja að alt viðskiftalíf liggi niðri frá laug- ardegi til þriðjudags. Kjötekla er hin megnasta. Tvo daga i viku má ekkert kjöt selja í New York. Kuldar hafa verið hinir mestu i Bandaríkjunum. Taldir vera hinir mestu kuldar sem komið hafa í 36 ár. Frances Hydf lá enn í New York þegar bréfið var sent Búist við því,- að skip iái eigi annað að flytja en cement. -- - «»»<■» DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,50 Pósthúf 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark 67 00 ... Holl. Florin ... ... t ... 1.37 Austurr. króna . Hjálparatarfsemi Bandalags k v e n n a. VifStalstími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Veðrið í gær: 2,1 stiga frost kl. 6 að morgni, en 1,5 stiga hiti á hádegl. Harða veturinn sania dag: 7 stiga næturfrost, 3 stiga á hád. Norðan- gola. Nýjung er það sem »Nýja T.andí býður mönnum upp á í kvöld. Fjórir beztu hljóðfæraleikendur bæjarins, sem myndað hafa »£vartett«, leika þar í fyrsta einn opinberlega. Mun það verða góð skemtun og færri fá að njóta hennar en vilja. Vissara að panta borð í tíma. Fyrirlestur síra Ólafs Ólafssonar, »Þrjár myndir af blaðsíð- um þingsögunnar« verður sór- prentaður og seldur almenningi. Hundrað spurninga börn úr Fríkirkju- söfnuðinum fara með hann til sölu út í bæinn, að líkindum á fimtu- daginn. Ailur ágóðinn af söiunni er ætl- aður manninum, sem misti fæturna, eg sem á að sendast til Kaup- mannahafnar, eins og getið var um áður hór í blaðinu. Fyrirlesturinn kostar 50 aura; er vonandi, að bæjarmenn kaupi hann bæði fljótt og vel, þar sem andvirðið fer alt til að líkna hjálparþurfandi manni. Island kom hingað í fyrrakvöld seint, eftir ágæta ferð frá New York< Loftskeytasamband fókst við skipi® nokkru áður en það kom, frá land' stöðinni á Melunum. Einn farþegi var með skipinu, Þ< Kaaber konsúll, sem dvalið hef^ nokkra mánuði í Bandaríkjunum. Skipið hefir töluvert með af cemeh^ til landsstjórnar auk mikilla vöru' birgða til kaupmanna. Sextugsafmæli á Björn Kristjá118' son bankastjóri i dag. Willemoes Hggur enn á firði. Hefir nú verið ákveðið að skip1^ fari þaðan til Húsavíkur til Þe8B sækja þangað kjöt, sem f»ra * . Noregs. Er sú ferö eigi alveg laus, því þó nú só íslaust fyrlr °r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.