Morgunblaðið - 26.02.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Nokkur lítil hús t ' i laus til ibúðar 14. maí, vantar mig. Gunnar Sigurósson frá Sel.ilæk. Hús Nathan & Olsens 2. hæð. Sjálfur við kl. 11 —12 og 4—6. Rðskur unglingspiltur sem er vel að sér í reikningi og kann að skrifa á ritvél, getur fengið at- vinnu við verzlun nú þegar. Umsóknir, ásamt meðmælum frá fyrri húsbændum, merktar »Röskur piltur«, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. nrlandi, þá mun ísinn eigi vera svo Lngt undau landi, enn aö hann geti ekki lokað öllum fjörðum á svo sem einum degi, ef norðanstormur kæmi. Það er mjög áríöandi að kjötið uáist, og er það vonandi að það takist. Skipti á kornvöruseðlum og brauð- seðlum byrjar í dag. Þá verða afhentir seðlar til ibúa í: Aðalstræti, Amtmannsstíg, Ána- naustum, Austurstræti; Bakkastíg, Baldursgötu, Bankastræti, Barónsstíg, Bergstaðastræti, Bjargastíg, Bókhlöðu- stíg, Bráðræðisholti, Bröttugötu, Brekkustig, Brunnstíg, Bræðraborgar- stíg, Eskihlíð, Fisciierssundi, Frakka- stíg, Framnesvegi, Fríkirkjuvegi, Garðarsstræti, Grettisgötu, Grímsstaða- holti, Grjótagötu, Grundatstig, Hafnar- stræti, Holtsgötu. Mnninn, skip Kveldúlfsfólagsins er komið til Aberdeen, eftir hálfsmán- aðarferð hóðan. Ófriðarmyndir hefir gamla Bíó sýnt undanfarin kvöld við mikla aðsókn. Eru þær sumar teknar á vesturvíg- stöðvunum og sýna meðal annars á- hlaupið hjá Baupaume. Þá sér maður brezka flotann á siglingu í Norður- sjónum, flugæfingar o. fl. — Fram- hald þessarar myndar verður sýnt næstu kvöld. M. a. ægilegur kafli sem Býn- ir >tankana< ensku sækja fram gegn varnarvirkjum Þjóðverja. Mannfall verður mikið. — Myndir þessar hafa verið sýndar um alt England og víðar og aðsókn að þeim sýningum verið mikil, enda eru þær sórstaklega fróð- legar. John Glayde, kvikmynd sú, sem talað var um hór í blaðinu í gær, verður nú aftur sýnd í Nýja Bíó í kvöld. Fyrir 8 árum var sjónleikur þessi sýndur hér í leikhúsinu og var nefnd- ur »Ástir og miljónir«. Lóku þau þar aðalhlutverkin Stefanía Guðmunds- dóttir og Árni heit. Eiríksson, og þótti fólki mikið til leiksins koma. Geta menn nú borið saman meðferðina á leiknum hjá íslenzku og ameríksku leikendunum. —---------------------- 12 þúsund ára hvalur. í fyrrasumar fanst beinagrind af hval i Rekavík, skamt frá Larvik i Noregi. Voru öll bein n hirt með oiestu nákvæmni og eru nú komin á »hvalasafnið i Sar.de-firði*. Beinin, sem fundust, voru kjálk- arnir, nokkuð af höfuðkúpunni og Ookkrir hryggjarliðir og rif. Hafa Qienn séð á því tð þetta hefir verið sléttbakur (Grænlands-hvalur; Ba- laena mysticétus). En sá hvalur er Qú fyrir löngu horfinn frá Noregs- ströndum og hefst nú að eins við D°rður í íshafi, milli Grænlands og ■^oaeríku. Er þetta i fyrsta skifti að bein af slikum hval hafa fundist í ^0regi, en áður hafa fundist bein sléttbökum bæði í Sviþjóð og ^aomörk. beinunum sem fundust vor« kjálkarnii minst skemdir en þó nokkuð. Ætla menn að þeir muni hafa verið 6—6*/2 metra langir og má af því marka að hvalurinn hafi verið nokkuð stór. Eigi verður sagt um það með neinni vissu hvað f essi bein muni vera gömul, en það þykjast fróðir menn vita, að þau muni ekki yngri en 12 þúsund ára. Ríkisskuldir. Hvernig fer um þær að stríðinu loknu? Um þetta efni flutti norskur mað- ur, dr. Schönheyder, nýlega fyrir- lestur í »Statsökonomisk forening* i Kristiania. Mintist hann fyrst á það að rikis- skuldir í Evrópu hefðu aukist fskyggi lega mikið siðan ófriðurinn hófst. Rikisskuldir Breta væru nú 100 mil- jörðum mein heldur en þær hefðu verið og rikisskuldir Þjóðverja cg Frakka hefðu aukist um nær 60 miljarða. Það er náttúrlega sæmi- lega ilt, að alt þetta fé skuli tekið frá framleiðslunni, en verra verður þó hitt, að greiða rentur af þessum óhemju skuldum, því að þær verða áreiðanlega 1 °/0 hærri að striðinu loknu heldur en áður. Það verður eigi hægt að fullr.ægja útgjöldum rikjanna með því að leggja á tekju- skatt, þvi að hann yrði þá alt að 4O°/0. Engin þjóð flytur heldur svo mikið inn af vörum, að tollar geti hrokkið nokkuð. Að siðustu verður engin önnur lausn á vandanum, en fleygja öllum fjárkröfum frá sér og gera ríkin gjaldþrota. Auðveldasta aðferðin við gjaldþrot, er sú, að útstryka helming skuld- anna og jafnframt lækka rentuna. En þetta er alt of hrottaleg aðferð til þess að nokkur Evrópuþjóð möni vilja það. En þá er sú leið opin að rýra gildi peninga með því að blanda gullið meira. En sá hængur er á þessu, að hagurinn af því kem- ur eigi nema að nokkru leyti í ríkis- sjóð. Það má þó telja vist, að pen- ingar verði aldrei jafn verðmætir og þeir voru áður. Auðvitað reyna.rlkin að sem mestu leyti að vinni upp skuldir sínar með sköttum og tollum, og þá fyrst og fremst með þvi að leggja skatt á renturnar af rikislánunum. Það er eina ráðið til þess að margar kyn- slóðir kikni ekki undir hinum miklu rikisskuldum. Og svo má einnig leggja skatt á hlutfé o. s. frv. Brunar í Noregi, Að undanförnu hefir kveðið mik- ið að brunum í Noregi og ætla menn að flestir þeirra muni vera af mannavöldum, þótt eigi hafi það sannast. í »Tidens Tegn« frá 12. október eru taldir upp þeir brunar, sem þar hafa orðið á árinu og eigí hefir vitnast af hvaða eða hvers völdum muni vera. Hinn 26. april brann gull-listaverksmiðja i Dram- men og var tjónið metið 125.000 kr. 3. mai bann r.ikkelhreinsunar- verksmiðja i Kristianssand, og var tjónið mjög mikið. 19. júní brann púðurskáli i Horsens skipasmiðastöð. 20. júni brunnu hinar norsku mjólk- ur-verksmiðjur i Holmestrand; eydd- ust þar ýmsir munir, sem ekki var hægt að fá aftur, og var tjónið met- ið 150:000 kr. Hinn 7. júlí brann ný skipasmíðastöð í Buöen, sem »Stavanger stöberi og doks« áttu. Þar ónýttust margar vélar, sem eigi var htegt að fá aftur, og tjónið var metið 30—40.000 kr. Hættulegur bruni varð i Sörengen hinn 13. júlí. Kom eldurinn upp i járnbrautar- vagni, rétt hjá stórum matforðabúr- um. Ef eigi hefði tekist að bjarga þeim, mundi tjónið hafa numið mörgum miljónum króna. Hinn 16. júlí varð hinn mikli bruni i Þrándheimi, og olli margra miljóna tjóni. Þar brann mikill matforði, Feilf og gott saltkjöt fæst á 45 aura r/j kg. i verzl. Ingvars Pálssonar, Hverfisg. 49 Kartðflur gaddaðar, sem ekki hafa þiðnað, verða seldar í smásölu meðan birgðir endast á 16 aura pundið. Reynslan sýnir að frosnar kartöflnr geymast óskemdar ef þær þiðna ekki fyr en þær eru notaðar. Sími 259. H.f. Jsbjörninn11 við SkothúsYeg. sem stjórnin átti. 11. ágúst brann timburverksmiðja í Orkadal til kaldra kola. 20. ágúst brann í Moldöen og eyddust i þeim bruna mikið af niðursoðnum matvælum. í Værne- klaustri kom upp eldurtvisvarsinnum, 25. ágúst og 1. október. 27. ágúst brann timburverksmiðja í Tveitsund óg var tjónið metið 80.000 króna. 5. september brann verksmiðja í Nösted. 16. og 17. september brann »Cellulose«-verksmiðja i Tofte, verk- smiðja i Hunton og stálsteypuverk- smiðja í Haugasundi. Seinna kom upp eldur i kolabirgðum Norden- fjeldske og Bergenske gufuskipafélaga i Bodö, og lá við að þar brynnu 800 smál. af kolum. í október brunnu 10.000 smáletir af kolum í Skien, sem Union & Co áttu. Var tjónið metið 2—3 miljónir króna. Þá brunnu og 1200 smál. af kolum, sem Nordmöre-gufuskipafélag átti i Kristiansund. Og 10. október brann Hellebæks-timburverksmiðja og til- raun var gerð til þess að kveikja i vopnasmiðjunni í Kongsvinger. Steinskip Það eru altaf að verða meiri og meiri framfarir i steinskipasmíð og er búist við þvi að steinskipin muni jafnvel áður en langt um liður út- rýma öðrum skipum, sem höfð eru á fljótum, vötnum og fjörðum. Til þessa hafa steinskipin eigi verið útbúin með vél, og hafa þvi önnur skip orðið að draga þau. En nú er farið að setja í þau hreyfi- vélar. Urðu Norðmenn fyrstir til þess og þetta fyrsta vélskip úr steini heitir »Namseusfjord«, ber 200 smá- lestir, skríður 8 mílur á vöku og er ætlað til timburflutninga með strönd- um fram. Fullsmíðað kostaði það eigi meira en 95 þús. krónur og hefir það reynst ljómandi vel til þessa. Þá ern og Þjóðverjar faruir að smiða vélskip úr steini. Hljóp það fyrsta af stokkunum seint á árinu sem leið og er það ætlað til vöruflntn- ýiga á Elbe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.