Morgunblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 3 Bjarkamál hin nýju (S sönglög) eftir Bjarna Þorsteinsson, fást hjá bóksölum. Kosta kr, 1.50. Eldfastw Tflúrsteinn og etdfasfur Leir, selst ódýrt hjá P. J. Thorsteinsson. 100 toDD af góöum mó vill Langarnessp'tdli kanpa heimflntt á spítalann. Tilboð með tilteknn verði, sendist ráðsmanni spitalaus fyrir 15. júní þ. á, Plötutóbak Og Munntóbak. nýkomið í Tóbakshúsið. Kínyerjar Yilja senda her til YestnrYÍgstöðYanna. Sii fregn kemnr frá London, að þangað sé fyrir gkömmu komin sendinefnd frá Kína, og hafi for- menn hennar, Lie flotaforingi og Coiang hershöfðingi, skýrt frá því, að Kínverjar væu fúsir til þess að senda i miljón fullæfðra hermanna með öllum útbúnaði til Frakklands og leggja fram nóg skip til þess að flytja þann her þangað. Ferðasögur. 50 króua verðlaun. Sumarið 1916 hét Morgunblaðið verðlaunum fyrir beztu ferðasög- una, er því bærist. Margir keptu þá um verðlaunin og margar góðar ferðasögur bárust blaðinu. Höfum vér síðan fengið ítrekaðar áskoranir frá fjölda manna um það að halda þessu áfram og því Jieitir nú Morgunblaðið 50 króna verðlaunum fyrir beztu ferðasög- una, er því berst á þessu sumri. Vér skulum þegar taka það fram, að menn eru alveg sjálf- ráðir að því hvernig þeir rita slíkar ferðasögur, hvort þeir vilja segja frá sjóferð með vélbáti eða gufuskipi, langferð á hestum eða í bifreið eða á hjóli, gönguför langri eða stuttri o. s. frv. Það verður aðeins að vera ferðasaga, í einhverri mynd og einhverjum búningi. Aðeins áskilur Morgun- blaðið sér þann rétt að ráða því hverjar ferðasögur það birtir og hverjar eigi. En allar þær ferða- sögur, er blaðinu berast, munu lagðar undir álit dómnefndar, sem ákveður hverjum beri verð- launin. Ef höfundar vilja eigi láta nafns síns getið, mega þeir rita undir dulnefni, en þá verða þeir jafnframt að senda sitt rétta nafn í lokuðu umslagi og skrifa utan á það dulnefnið. Verða þau bréf þá eigi opnuð fyr en úrskurðað hefir verið, hverjum beri verðlaunin. En eitt viljum vér taka fram nú þegar. Sögurnar meiga ekki vera langar — í mesta lagi 1500 orð, eða svo sem ein síða í Morg- unblaðinu. Auðvitað meiga þær vera styttri. Gildi þeirra fer ekki eftir orðamergð, heldur efn- isvali og meðferð. Látum vér mönnum svo frjálst frá þessum degi, að keppa um verðlaunin. Fréttaburður. Bretar ætla að stofna fréttastofur á Norðurlöndum. Það hefir verið málstað banda- manna eigi lítill styrkur út um heiminn i þessu stríði, að þeir hafa, að kalla má, verið einir til frásagna um það, sem gerst hefir. 0g eftir því sem lengur hefir liðið, hafa þeir æ betur séð hversu mikils virði það er, að geta haft sem mest vald á frétt- um til almennings. Og þótt það séu engir stórlaxar, hlutlausu þjóðirnar í Evrópu, þá þykir þeim þó mikið undir því komið, að túlka málstað sinn við þær, eink- um þær þjóðirnar, sem eiga greið- astan aðgang að fréttum frá Þýzkalandi. Því var það, að eigi alls fyrír löngu var stofnað sérstdkt ráðuneyti í Englandi, til þess að sjá um »propaganda« í öllum hlutlausum löndum. Og formensku þessa ráðuneytis fékk Northcliffe lávarður, blaðakóngur Bretlands. Nú er það í ráði að Bretar stofni fréttaskrifstofu í Stokkhólmi, með útibú í Kaupmannahöfn. Á að drepa »Svenska Telegram- byron* með því að láta þessa nýju fréttastofu hafa einkaleyfi á skeytum frá »Reuter«, »Associ- ated Press« og »Agence Havas«. Hefir brezkur blaðamaður verið í Stokkholmi til þess að undir- búa þetta og einnig hefir hann komið til Kaupmannahafnar í sömu erindagerðum. Flest öll blöðin í Stokkholmi og eins »Tidningsutgifvareförenin- gen« berjast öflugt gegn þessari fyrirætlun, því að þau óttast það, að með þessu móti muni North- cliffe ná valdi á blöðunuin og láti þau danza eftir sinni pípu. 9, skilagrein fyrir gjöfum og áheitum til hús- byggingar8jó08 Dýraverndarfélags Islands. N. N. kr. 25.00 A. S. — 25.00 N. N. — 25.00 H. Sig. — 25.00 }. Þorlákssou — 25.00 N. N. — 25.00 N. N. — 10.00 Ó. F. — 10.00 M. M. — 5.00 E. Claessen — 25.00 A. A. — 10.00 N. N. — 5.00 N. N. — 10.00 N. N. — 10.00 Sighvatur Bjarnason — 25.00 Magnús Einarson — 25.00 H. Kr. Þorsteinsson — 10.00 Gestur — 20.00 Gísli Sigurgeirsson, Hafnarf. — 5.00 Systkin á Hellum á Landi — 18.25 jón Jónsson beykir — 5.00 Safnað af: Böðv. Magnúss. Laugavatni — 40.00 kr. 383.25 Aður auglýst — 3240.52 kr. 3623.77 Reykjavík, 23. tnai 1918. Samúel Olajsson, (gjaldkeri nefndarinnar). ■ ■ ð Cs' 1 - —"■ ■■ -i. .1 ~=rrrr^d^ Hvit tófuskinn kaupir Herluf Clausen, Sími 563. Hotel Island^ eða gömul söðulklæði, verða keypt háu verði. R. v. á. Innilegt hjartans þakklæti til allra er sýndu okkur hjálp í veindum og við fráfall okkar hjartkæra eiginmanns og föður, Guðna Oddssonar. Við nefnum ekki nöÍD þeirra mörgu er hafa hjálpað okkur, en biðjum góðan guð að launa þeim öllum af ríkdómi sinnar náðar. Reykjavík 31. maí 1918. Guðný Benediktsdóttir og dætur hennar. Kaupakonur óskast á ágætt heimili í Húnavatns- sýslu. Hátt kaup. Uppl. á Laufásvegi 6. kl. 4—5. Nokkrir hestar af ágætu hestaheyi til sölu mjög ódýrt, ef það er keypt strax. Uppl. á Laugavegi 29. Mjólkurverð. Frá og með mánudegi 3. júní neyðumst við til að hækka verð á nýmjólk í 52 aura pr. liter. MjólKnrfélag ReykjaYÍknr. Röskann dreng og áreiðanlegann vantar nú þegar til að bera Isafold. Notið Súrsað kál og þurkað gpænmeti frá AMA Brjósísykur: i dósurn, svo sem: Menthol. Malt. Br j ós t-karamellur. Tóbaksfjúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.