Morgunblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 3
MORGTJNBLAÐIÐ 2 í*ví Rjafliust i landbetri sveitum. Margir bændur eiga nú eftir bæði úthey og töðu og horfur til að skepnuhöld verði góð. Verð á bú- fé afarhátt i vor. Þrjár kýr hér veit eg að hafa verið seldar á 500 kr. hver. Isinn leysti eigi af Eyja- firði fyr en siðustu dagana i apríl. Aflalaust enn á Eyjafirði nema smá- S' ve'^i.t og smáfiskur i fyrirdráttar- net- 4 skip á Siglufirði hafa aflað vel hákarlalifur. ^PP undir 100 mótorbátar búast v'ð að stunda þorskveiði af Eyja- firði og Siglufirði i sumar frá 1 júni fram i september, en fæstir þeirra mt|nn enn hafa fengið oliu lengur en trl júníloka. Horfir því til vand- r*ða komi eigi olía hingað fyrir júnílok. í júlí byrjar vanalega sí)d- veiði með herpinót, og verða nú tneð flesta móti mótorskip, sem hyggja að stunda þá veiði, en mörg þeirra hafa nóga olíu til þeirra veiða. Ofriðarlokin. Fréttaritari >Po!itiken«, í Berlín, hefir nýlega átt tal við mikilsmetinn og ráðandi þýzkan stórnmálamann og ríkisþingmann og spurði hann hvernig þinginu litist á sóknina að vestan og hvernig ófriðnum mundi linna. Hann svaraði: — Eg þarf eigi að dylja yður þess, að sóknin hefir enn eigi náð þeim árangri, er menn höfðu búist við. Það kom í ljós að hún kost- aði of mörg mannslíf og Hinden- burg hefir því gert hlé á henni til þess að koma stórskotaliðinu fram. Vér treystum því þó ennþá, eftir þeim upplýsingum, sem vér fáum frá herstjórninni, að þýzka hernum muni takast að ryðja sér braut til strandar, þar sem fallbyssur vorar geta eigi aðeins hindrað siglingar um Dofrasund, heldur einnig skot- að á suðurhluta Englands. Þjóð- verjar álíta að þá muni komast breyting á ófriðinn og frá vorri hálfu verður þá auðveldara að taka upp friðarsamningaumleitanir, sem vér ætlumst þó eigi til að leiði til neinna landvinninga, hvað sem aðrir segja. Og ef vopnahlé kemst á, er stríðinu lokið. Enginn jarðnesk- nr máttur getur þá knúð hermenn- ma út r skotgrafirnar aftar> Þér spyrjið hvers vér krefjumst. Eg skal svara yður með þv} að segja yður hvers þýzkir stjórnmálanienn sem bera ábyrgð á framkomu sinni gagnvart þjóðinni, krefjast. Vér krefjumst þess ekki að fá námulönd, hvorki hjá Lothringen né Antwerp- en. Fram að þessum tima höfum vér ®ist 3 miljónir fallinna, særðra og handtekinna manna. Haldið þér að vér förum að senda börn þýzku Þjóðarinnar út í nýja fjögra ára styrjöld, með því að koma fram ®eð heimskulegar kröfur? Auk þess höfum vér ærið að starfa i nokkra mannsaldra að hafa eftirlit með hinum nýju rússnesku ríkjum og tiyggja iðnað vorn og verzlun þar. Af stórveldunum að vestan krefjurost vér einkis annars en þess að þau skili aftur nýlendum vorum og að þau láti oss fá yfhráð yfir Madagaskar, annaðhvoit sem skaða- bætur, eða þá i skiftum fyrir annað (t. d. réttindi vor í Marokko). Það væri of langt mál að skýra það, hvers vegna vér viljum fá yfirráðin i Madagaskar, en þetta mál verður sennilega tekið fyrir og það er eigi vandasamara en svo, að það ætti að vera hægt að ráða því til lykta um leið og alheimsfriður er saminn. Ymsir álíta að nú séu enn minni likur til þess heldur en nokkru sinni áður, að friður komist á, eo margir ér í landi eru á annari skoðun. Sjálfur álít eg að vopnahlé muni komast á sumar. U dagbok % Gangverð erlendrar myntar Backar Fósthú. Doll. U.S.A.&Ganada 3,35 3,60 Frankl franskur 59,00 62.00 Sænsk króna ... 112,00 110 00 Norsk króna ... 103,00 103^00 Stsrllngspund ... 15,50 15,70 Mark 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 Pétur Jónsson operusöngvari, hafði ætlað sér hingað heim í Bumar. Bn því miður getur ekkert orðið úr því ferðalagi. Hann dvelur nú í Svíþjóð sér til skemtunar og hressingar, áð- ur en hann heldur suður til fýzka- lands. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád. (altaris- ganga) síra Ól. Ól. í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðdegis, síra Ól. ÓI. Faxi, vélbótur Sigurjóns Péturs- sonar o. fl. var í fyrrinótt hér úti f flóa að gera tilraunir með botnvörpu- veiðar. En þær hafa ekki verið stund- aðar á vélbátum áður, nema ein til- raun sem gerð var í Hafnarfirði og tókst illa. — Faxi kom inn aftur 1 gærmorgun og hafði lítið afiað — en dólítið þó. Saltlanst er nú hér syðra að heita má. Hefir orðið að fá salt að láni hjá Vestmanneyingum og eru tvö vélskip á leiðinni þaðan með salt hingað. Silfurgafla 6 að tölu, fann Utill drengur fyrir nokkru í brunarústun- um við Austurstræti. Eru mest lík- indi til þess, að þeir hafi verið fald- ir þar af einhverjum, sem komist hefir yfir þá á ólöglegan hátt, þvf þeir voru í nýlegri öskju og alveg nýir sjálfir. Lögreglan hefir auglýst gaflana nokkrum sinnum en ekki hefir eig* andinn gefið sig fram enn. Snorri Goði og Snorri Sturluson eru báðir komnir aftur úr Englands- ferðinni, hlaðnir kolum. Síðustu símfregnir. (Fri fréttaritara Morgunbl.). Kköfn, ódagsett. Frá Berlín er símað að mjög áköf orusta sé nú háð hjá Crecyankont, Juvigni og Cuffies. Brandenburger-herliðið hefir tekið Soissons, Villemontoise, Coulognes og Brouillet og vaðið inn yfir her- línu bandamanna hjá Branscourt. Vigin fyrir norðvestan Rheims hafa verið tekin. Bethany hafa Þjóðverj- ar líka tekið. Alls hafa þeir hand- tekið 35.000 menn í þessari sókn. Gerningaþoka. í slðustu Srásunum á Zeebríiggo og Ostende hafa Bretar gert gern- ingaþoku, til þess að skýla skipum sinum. Segir fréttaritari »Berliner Tageblatt* svo frá árásinni og þok- unni, að því er símfregn frá Hollandi til »Scotsman« hermir: — Gerningaþokan, sem óvinirnir gerðu, var mjög dimm og það var eigi hægt að sji nokkurn skapaðan hlut. Varpljósin reyndust jafnvel alveg gagnslaus gegn henni. Fyrsta merki árásarinnar var það, að óvina- flugmenn vörpuðu niður þremur sprengikúlum. Ein þeirra kom niður í vesturhluta borgarinnar (Ostende). Þá tóku loftvarna-byssurnar til starfa klukkan að ganga þrjú hófu fallbyssu- bátar skothríð á borgina og hers- höfðingi Þjóðverja gaf þá skipun um það að skjóta ljóskúlum. En svört þykk þoka kom svífandi utan af hafi, breiddist yfir alla höfnina og mestan hluta borgarinnar. Hún var svo sótsvört að eigi var unt að sjá handa skil og meira að segja varð loftið svo óhljóðbært, að ekkert heyrðist, ef fjarlægð var nokkur. Fallbyssubátar Breta urðn að nota ljóskúlur til þess að átta sig á þvi hvar þeir væru og rata í þokunni. Nokkrir þeirra skutu tundurskeytum á hafnarvirkin, en aðrir réðust með vélbyssuskothríð á stórskotahð Þjóð- verja. Eitt vélskip Breta varð fyrir skoti og kviknaði i því, en önnur reyndu að visa »Vindictivec leið inn á höfnina með grænum og rauðum ljósum. »Vindictive« var á sveimi fram og aftur og klukkan rúmlega þrjú, sázt til þess austau við höfnina. Var þá hafin skothríð á skipið, en það hvarf þegar í sinni eigin þoku, en tiu mínútum síðar kom það aft- ur í ljós rétt hjá merkistöðinni á eystri hafnargarðinum. Litlu seinna söktu Bretar sjálfir skipinu. Brezku sjómennirnir, sem dauðir fundust, voru jarðaðir með fullri hernaðarvið- höfn og á grafir þeirra voru lagðir sveigar frá yfirvöldum Þjóðverja og stóð ritað á þá: »Hugprúðir óvinirc. Hjálp Bandaríkjanna. Biðin eftir hernum um garð gengin. í hinni opinberu tiikynningn brezku stjórnarinnar ir. maí var þess getið, að bandamenn væru svo öruggir, að þá er þeir hefðu átt um það að tvent að velja, að fá lítinn her frá Bandaríkjunum eða biða eft- ir fullkomuum og sjáifstæðum her þaðan, þá hefðu þeir tekið hinn sið- ari kostinn. Þetta kom mönnum nokkuð kynlega fyrir sjónir, þar sem fréttir komu jafnhliða um það, að stöðugt streymdi her frá Banda- rikjunum til Frakklands. Hefir því Reuter-fréttastofa verið látin flytja skýringu á þessu, og er sagt að í tilkynningunni sé átt við atburð, er gerðist fyrir ári, eða um það leyti sem Bandaríkin snerust til liðs við Bandamenn, en eigi alls eigi við það sem nú er að gerast, því að nú sé biðin eftir Bandarikja- hernum um garð gengin. Alandseyjar. Viggirðingarnar iagðar niður. Sænsku stjórnarblöðin skýra frá þvf nýlega, að samkomulag sé feng- ið um það milli stjórnanna í Finn- landi, Þýzkalandi og Svíþjóð, að rússnesku víggirðingarnar á Alands- eyjum verði þegar lagðar niður. Ennfremur hefir finska stjórnin lofað því, að beita eigi neinu valdi við þá Alendinga, sem hafa látið i Ijós ósk um það að eyjarnar sameinist Svi- þjóð. Siglingar hafa nú verið teknar upp milli Svíþjóðar og Finnlands og hafa Sviar tekið það að sér fyrir Finna, að láta herskip sin slæða upp öll tundurdufl innan finska skerja- garðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.